Hægri menn hafa háleitar hugsjónir.

Hægri menn hafa háleitar hugsjónir, sem miða að því að bæta samfélagið.

Við viljum standa vörð um frelsi fólks og við berjumst af öllu afli gegn hverskyns tilraunum stjórnvalda til að hefta frelsið, einnig stöndum við með hagsmunum fólksins í landinu.

Þess vegna viljum við berjast fyrir raunverulegum kjarabótum sem felast í því, að auka gjaldeyristekjurnar og stækka þjóðarkökuna í framhaldi af því. Við viljum að allir hafi tækifæri til að efnast á eigin forsendum.

Vinstri menn vilja aftur fjölga krónum í vasa landsmanna, án þess að hugsa um verðmæti peninganna. Minna má á að meðan kreppan var í Þýskalandi á fyrstu áratugum síðustu aldar, þá voru Þjóðverjar með fullt af verðlausum peningum, þeir komu með fullar hjólbörur af seðlum í bakarí og fengu einn brauðhleif fyrir alla seðlanna. Peningaseðlar voru m.a. notaðir sem eldivið til upphitunar.

Svo þykjast vinstri menn berjast með almenningi á móti peningavaldinu, en það er vitanlega hreinræktuð lygi.

Minna má á Icesave baráttuna, en hún snerist fyrst og fremst og hún snýst um það, að almenningur á ekki að láta fjármálaöflin stjórna sínu lífi og sem betur fer, þá virðast aðrar þjóðir vera að vakna til meðvitundar um það.

Vinstri menn vildu gefast upp fyrir fjármálaöflunum og láta almenning borga fyrir afglöp fjármálamanna.

Það voru hægri menn sem skáru upp herör gegn peningavaldinu og höfðu að lokum sigur.

Kannski er baráttunni ekki lokið, mögulega halda Bretar og Hollendingar áfram að kúga okkur til hlýðni með dyggri aðstoð Evrópusambandsins.

En við hægri menn segjum að við eigum ekki að gefast upp, það þarf að berjast fyrir réttlætinu, því það fæst ekki á silfurfati.

Vinstri menn telja það réttlátt að  kjör verkafólks skerðist á meðan ríkið borgar fyrir óreiðumenn, sem virðast lifa góðu lífi, veraldlega séð og þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af afborgunum lána. Ef þeir geta ekki staðið við sínar skuldbindingar, þá eru lán þeirra afskrifuð, vegna þess m.a. að þeir voru með eignir sínar skráðar í einkahlutafélög.

Við hægri menn erum tilbúnir í stríð gegn auðvaldi heimsins, vegna þess að okkur er annt um hag almennings í landinu.

Þegar hrunið varð hér á landi, þá ákváðu hægri menn (Samfylkingin var til hægri fyrir hrun) að nýta þann mismun sem skapaðist við yfirtöku bankanna, þ.e.a.s. lán voru yfirtekin með 60% afföllum, til þess að koma til móts við heimilin í landinu sem og skuldug fyrirtæki.

Þetta var gert á faglegan hátt, fengið var samþykkji AGS fyrir gjörningum og lögmæti hans var könnuð til fulls.

Vinstri stjórnin aftur ákvað að láta erlenda vogunarsjóði fá skjaldborgina.

Ef einhver heldur að vinstri flokkarnir hafi þá hugsjón að bæta kjör landsmanna, þá er það misskilningur.

Þeirra hugsjón er fyrst og fremst sú, að halda sönnum hugsjónaflokki frá völdum og þau beita öllum brögðum til þess.

Svo er það spurning, hvort þjóðin deilir þessum hugsjónum með Sjálfstæðisflokknum eða hvort hún vill efla hag erlendra auðmanna og vogunarsjóða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hallóóó...................lóó.....................Það er bergmál hér...

hilmar jónsson, 29.6.2011 kl. 12:29

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er stórmekilegt afrek hjá ykkur vinstri mönnum Hilmar, að ykkur hefur tekist að telja fólki trú um ágæti ykkar stefnu.

Svona einföld upphrópun, sem eflaust hefur komið eftir talsverða umhugsun hjá þér, eftir að þú hefur velt fyrir þér hvernig best væri að þagga niður í íhaldsmanninum mér eða sýna fólki fram á hversu fráleitar skoðanir ég set fram.

En þið eruð allir eins í ykkar málflutningi, komið aldrei með rök heldur beitið upphrópunum, sem ekkert segja anað en að tjá vanþóknun á málefninu.

Það er vegna þess að ykkur skortir rök, þið eruð að verja vonlausa stefnu.

Af hverju hrekur þú ekki það sem ég skrifa um, kemur með dæmi um verðmætasköpun sem vinstri menn hafa beitt sér fyrir og hefur skapað atvinnu og velmegun hjá öllum stéttum?

Af hverju bendir þú lesendum síðunnar minnar ekki á, því augljóslega telur þú mig of tregan til að fatta þínar röksemdir, að það sé almenningi í hag að hygla auðvaldinu?

Hafa kjarabætur þær sem vinstri menn hafa boðað skilað sér í vasa lauþega? Opinberar tölur og heimildir sýna að hinar svokölluðu kjarabætur hafa minnkað verðgildi peninganna með aukinni verðbólgu osfrv., þú hefur kannski aðra skýringu á því?

Það má kalla það vanþroska hjá mér að svara bullinu í þér, en leti hægri manna við að svara bullinu í ykkur vinstri mönnum hefur eionmitt gert það að verkum, að of margir trúa lygaþvættingnum sem þið setjið fram.

Þess vegna hef ég ákveðið að svara ykkur, því ef barist er fyrir sannleikanum, þá sigrar hann að lokum.

En þið megið gjarna lyfa áfram í blekkingu og lygi, þótt sumir í ykkar hópi vilji banna Sjálfstæðisflokkinn, þá hefur enginn heiðarlegur hægri maður þá skoðun, að banna eigi fólki að hafa þær skoðanir sem það kýs.

Þess vegna tek ég undir þau góðu orð sem Voltaire setti fram og geri þau að mínum; "ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég myndi láta lífið til að berjast fyrir því að þú megir hafa þær". Þetta er kannski ekki orðrétt tilvitnun, en þau túlka engu að síður frelsisást okkar hægri manna.

Þið viljið ekki frelsi, heldur að alir hugsi eins og þið, sem betur fer er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi frelsinu.

Jón Ríkharðsson, 29.6.2011 kl. 13:47

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki taka þessu svona Jón minn. Þetta var nú bara létt spaug..

hilmar jónsson, 29.6.2011 kl. 13:53

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki tók ég þessu neitt illa, reiði er alls ekki ríkjandi í mínu fari.

Mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að koma af stað málefnanlegri umræðu, þar sem skipst er á rökum.

Mín reynsla ef rökræðum við vinstri menn er hins vegar sú, að um leið og ég bið þá um að nefna dæmi og hrekja það sem ég hef sagt, þá geta þeir það ekki.

Nú vil ég reyna enn einu sinn og biðja vinstri menn, sem lesa þetta, um að sýna fram á það með dæmum og rökum, að vinstri stefnan hafi leitt af sér verðmætasköpun og aukið tekjur fólks.

Sama hvar ég leita í sögubókum sem fjalla um Ísland, á sé ég engar heimildir sem staðfesta annað en að vinstri menn hafi valdið sundurlyndi og staðið fyrir verðbólguhvetjandi launahækkunum osfrv.

Ef menn vilja halda einhverri stefnu á lofti, þá þarf að sýna fram á ágæti hennar og gagnsemi, en það hefur eins og ég sagði, ekkert komið fram sem staðfestir það að vinstri stefnan bæti hag þjóðarinnar.

hafi eitthvað farið framhjá mér, því ég er jú mannlegur og get gert mistök, þá væri gott að fá að vita það.

Jón Ríkharðsson, 29.6.2011 kl. 14:32

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Jón.

Því skal nú haldið til haga að það voru nú líka ýmsir sannir vinstri menn sem lögðust líka fast á árarnar gegn ICESAVE kúguninni og riðu jafnvel baggamuninn.

Þó svo að jafn einlægur og trúr vinstri maður og vel gefinn að auki eins og Hilmar Jónsson hafi ekki borið gæfu til þess að sjá ljósið í því máli.

Gunnlaugur I., 29.6.2011 kl. 15:25

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Gunnlaugur, það er rétt hjá þér, margir í hópi vinstri manna studdu almenning varðandi Icesave.

Það er aldrei hægt að alhæfa neitt um hægri eða vinstri menn, þess vegna er ég að vísa í ákveðna tegund vinstri manna, en til eru líka óttalegir kjánar í röðum hægri manna.

Raunverulega snýst lífið hvorki um hægri né vinstri, heldur almenna skynsemi og hana tel ég vera ríkari í hægri stefnunni en þeirri vinstri.

Það er einungis mín skoðun, en til þess að komast að þokkalegri niðurstöðu þá þarf fólk að tala saman.

Ég hef ekki enþá hitt vinstri mann sem hægt er að rökræða við á málefnanlegum nótum, en sannarlega myndi ég gleðjast ef ég rækist á einhverja.

Annars er þetta ekki alveg rétt, bræðurnir Stefán og Lúðvík Júlíussynir eru báðir mjög málefnanlegir og skynsamir í sínum röksemdarfærslum, vinstri menn mættu gjarna taka þá til fyrirmyndar.

Vinstri og hægri menn eiga nefnilega að takast á um stefnur en ekki persónur.

Jón Ríkharðsson, 29.6.2011 kl. 16:36

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vinstri menn, kommúnisar og jámenn þeirra er fólkið, sem undir formerkjum mannúðar og manngæsku, lýðræðis og mannréttinda gekk erinda alræðis og gúlags í kalda stríðinu. Stefna þeirra í efnahagsmálum kemur allra skýrast í ljós þar sem þeim hefur tekist að drepa alla andstöðu, svo sem á Kúbu og í Norður- Kóreu. Ég tek skýrt fram, að ég geri engan greinarmun á kommúnistum og svonefndum „öðrum vinstri mönnum“. Þetta er sama liðið. Hér er stigsmunur á, ekki eðlismunur. 

Eins og ég hef áður sagt: Vinstri menn hafa alltaf rangt fyrir sér. Alltaf. Það má bóka, að taki þeir einhvern málstað upp á sína arma, er hann rangur. Þetta er þumalfingursregla, sem ég hef haft síðan í æsku og hún hefur aldrei brugðist mér. Allt þeirra brölt fer í vaskinn. Þetta klikkar aldrei.

Þeir eru fólkið, sem hyllir keisarann og nýju fötin hans. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.6.2011 kl. 17:56

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Vilhjálmur, vinstri menn hafa alltaf rangt fyrir sér og sá hluti þeirra sem hefur rétt fyrir sér, ja það eru óánægðir sjálfstæðismenn sem eiga að koma með okkur í baráttuna.

Staðreyndin er nefnilega sú, að eftir allan áróðurinn frá vinstri mönnum, þá hefur þeim tekist að fá ótrúlegasta fólk til fylgis við sig, eflaust líka vegna þess að sjálfstæðismenn hafa ekki verið nógu duglegir við að svara fyrir sig og boða sína stefnu.

Jón Ríkharðsson, 29.6.2011 kl. 18:36

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þeir hafa engin rök því að þeir vilja í raun afnema sérhæfingu einstaklinganna með t.d. þrepaskiptu skattkerfi og þannig fjarlægja gulrótina. Þeir vilja setja alla upp í vagninn en skilja ekkert í að enginn er eftir fyrir utan til að draga hann. Ef þeir setja fyrir vagninn hafa þeir ekki vit á að setja hest heldur setja tvo asna fyrir sitthvorn endann. Afleiðinginn verður alltaf að hagkerfið situr eftir snauðara, minni kaka, stærri sneiðar til ríkisins og enginn að vinna fyrir henni. Eftir situr hjáróma kattarvæl sem kveinar já en nú eru allir jafnir!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.6.2011 kl. 11:26

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Adda mín, þú lýsir þessu ansi skemmtilega og mér komu í hug orð eins mikilhæfasta stjórnmálamanns veraldar, Winston Churchill, en hann sagði eitthvað á þá leið að kapitalismi væri ójöfn skipting lífsgæða en jafnaðarmennska væri jöfn skipting á örbirgð.

Við sjáum þetta glöggt ef við berum saman hægri og vinstri stjórnir hér á landi, þannig að spurningin er hvorn kostinn þjóðin velur.

Jón Ríkharðsson, 30.6.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband