Sammála Bubba að hálfu leiti.

Bubbi Morthens er afkastamikill pistla höfundur á Pressunni og hann minnir okkur á að vera ekki með of mikla dómhörku.

Ég er innilega sammála því, en þess vegna á ég bágt með að skilja hinn mikla listamann þegar hann, eftir að hafa áminnt fólk um umburðarlyndi og skilning, þá rakkar hann niður Davíð Oddsson og fleiri stjórnmálamenn, segir þá hafa hannað hrunið frá A-Ö, en Jón Ásgeir Jóhannesson hefur vitanlega, að mati Bubba, aldrei gert neitt annað en að hjálpa almenningi í landinu.

Almannarómurinn hér á landi einkennist um of af grunnhyggni, heimsku og hræsni.

Ef við tökum fyrir Ólaf Skúlason, þá var hann í umræðunni árið 1996 talinn ákaflega góður maður, margir höfðu góða reynslu af honum sem presti og rituðu margar lofgreinar um hann.

Í dag er hann að flestra mati hin versti skúrkur, en vitanlega var það hryllilegt sem hann gerði nokkrum konum og sinni eigin dóttur.

Halldór Ásgrímsson þótti af flestum þumbaralegur, en heiðarlegur og traustur, núna má enginn segja neitt gott um hann, búið er að ákveða að hann sé hinn versti skúrkur sem hafi átt stóran þátt í hruninu, en hefðbundnir dómsstólar hafa ekki ákært hann fyrir neitt.

Við vitum það öll og Bubbi Morthens á að vita það líka, að í öllum mönnum býr græðgin og heimskan sem orsakast af meðfæddri eigingirni okkar, við hugsum jú öll um það fyrst og fremst hvað er best fyrir okkur.

Svo er það spurning í hvaða aðstæðum við lendum, hver birtingarmynd brestanna verður.

Þess vegna dytti mér aldrei til hugar að fordæma persónur útrásarvíkinganna né heldur persónur Jóhönnu og Steingríms, ég vil þessu fólki allt hið besta.

Hins vegar get ég skammast út í ákveðnar athafnir hjá ofangreindum einstaklingum og saumað ansi hart að þeim, ef ég fengi tækifæri til. En þá væri það vegna þeirra verka en ekki þeirra persónugalla sem þau hafa, við höfum þá víst öll.

"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" og steinaregn frá meingölluðu fólki hefur holan hljóm, svo ekki sé meira sagt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Jón.

Góð hugleiðing hjá þér.

En Bubbi sjálfur er dómharkan og sérgæskan holdi klædd.

Hann hendir því grjóthnullungum úr glerhúsi og svo hefur hann gert svo lengi sem ég man, þar breytist eiginlega ekkert.

Þó svo að þeir sem grýttir séu af hans sérhagsmunum núna séu nú oftast af öðru sauðahúsi en var hér áður !

Gunnlaugur I., 1.7.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Gunnlaugur.

Ég er ekki alveg viss með Bubba, hvort hann sem slíkur sé endilega dómharðari en gengur og gerist.

En þegar menn hafa notið frægðar og aðdáunar frá unga aldri, þá er oft ansi hætt við því, að þeim finnist þeir yfir aðra hafnir og fara að haga sér á yfirlætisfullan hátt.

Ég held að það séu mjög fáir sem höndla mikla aðdáun og athygli.

En ég er sammála þér, hann birtist okkur vissulega sem "dómharkan holdi klædd".

Jón Ríkharðsson, 1.7.2011 kl. 13:48

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góður pistill og þarfur.  Hann segir okkur að það er ekki til sá maður sem getur leift sér að dæma náungann, öll erum við breysk og enginn það flekklaus að hann hafi efni á að dæma næsta mann...............

Jóhann Elíasson, 1.7.2011 kl. 15:29

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Margt rétt hér og ekki ætti ég kannski að dæma Bubba svona hart.

Stundum er hann blíður og einlægur.

Öll erum við mistæk og breysk eins og Jóhann Elíasson segir hér.

Einnig er það rétt að frægðin gerir fólk oft hálla á þessu svelli hógværðarinnar.

Bubbi mætti því oft aðeins lækka flugið og blammeringarnar !

Gunnlaugur I., 1.7.2011 kl. 17:06

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur báðum kærlega fyrir Jóhann og Gunnlaugur, þið hafið báðir rétt fyrir ykkur.

Það er nefnilega grundvallarmunur á því að fordæma persónur og veita fólki aðhald.

Vitanlega þarf að dæma fólk fyrir glæpsamlega háttsemi, beita fangelsisvist og sektum til þess að veita borgurunum aðhald.

Svo þegar fólk hefur afplánað sína dóma, þá á vitanlega að gefa því annað tækifæri, því öllum getur okkur orðið á.

Mér þykir vænt um, þegar hægt er að ræða svona hluti af skynsemi við menn eins og ykkur.

Jón Ríkharðsson, 1.7.2011 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband