Er fólk ekki velkomið í Valhöll?

Þvættingurinn um Sjálfstæðisflokkinn virðist verða vitlausari með hverjum deginum sem líður og nýjasta bullið er haft eftir ónefndum flokksmanni, sem segir Jónmund Guðmarsson úthýsa grasrót flokksins.

Við höfum hist í Valhöll nokkrir úr grasrótinni, svona til að ræða viðbrögð okkar við lygaþvættingi vinstri manna. Oftast hef ég haft frumkvæðið, því ég bókstaflega þoli ekki þessa andskotans lygara sem þvaðra tóma vitleysu út um allan bæ og í netheimum, en það er erfitt að uppræta lygina á meðan stór hluti landsmanna trúir henni.

Áður en við höfum hist, þá hef ég hringt í Jónmund og spurt hvort það sé laust herbergi fyrir okkur félaga. Jónmundur hefur ávallt tekið vel á móti okkur og ekkert verið að forvitnast um, hvað við erum að ræða, þótt honum sé það vissulega velkomið.

Það ríkir nefnilega frelsi í Sjálfstæðisflokknum og forysta hans og starfsmenn Valhallar eru ekkert að skipta sér af því sem flokksmenn eru að ræða sín á milli.

Óhætt er að segja það um allt starfsfólk Valhallar, að þetta er prýðisfólk sem gaman er að spjalla við. Ég kíki stundum þangað og sníki mér kaffibolla og spjalla við það góða fólk sem þar starfar.

Það væri gaman að sjá hvaða "flokksmaður" það er sem Vísir.is vitnar í, ég hef grun um að hann sé hugarfóstur vinstri manna sem skapað er til þess að sverta Sjálfstæðisflokkinn.

Ég þekki engan, hvorki innan né utan Sjálfstæðisflokksins sem ekki er velkominn í Valhöll, við sjálfstæðismenn erum gestrisnir að eðlisfari og tökum vel á móti öllum, óháð skoðunum eða flokksskírteinum. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þér Jón: bloggvinur/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 1.7.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er sundrung hjá vinstri mönnum.Að vísu höfum við ekki Valhöll í Eyjum en við eigum Ásgarð og hjá okkur er eining.

Vilhjálmur Stefánsson, 1.7.2011 kl. 23:39

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

þakka þér fyrir Halli minn kæri bloggvinur, við erum sammála eins og fyrri daginn, enda erum við báðir hugsandi menn.

Jón Ríkharðsson, 1.7.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Vilhjálmur, sundrungin er mikil hjá vinstri mönnum.

Ég bið þig að skila kærri kveðju til Ásgarðs í Vestmannaeyjum, ég efast ekki um að starfið hjá ykkur er öflugt, eyjamenn eru alltaf svo andskoti kröftugir og hressir.

Jón Ríkharðsson, 1.7.2011 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband