Ósanngirni aðildarsinna.

Að þessu sinni ætla ég að gefa mér það, að allt hið góða sem aðildarsinnar lofa að verði að veruleika ef við göngum í ESB.

Við njótum þá lægra matarverðs, lægri vaxta af afborgunum lána og verðtryggingin afnumin. Einnig munu Brusselmenn sjá til þess, að fyrirmyndar stjórnsýsla nái að festast í sessi hér á landi og almenn velmegun komi til með að vaxa, með tilkomu erlendra aðila sem fjárfesta munu hér á landi í traustu efnahagsumhverfi sem er tilkomið vegna upptöku Evru.

Og þeir í Brussel samþykkja að sjálfsögðu alla okkar skilmála, ESB gerir ekkert tilkall til nýtingu okkar fiskimiða og við fáum þar af leiðandi í ofanálag, miðað við öll hlunnindin hér að ofan, að njóta hagnaðarins af auðlindunum okkar einir og sér. Svo ef til hernaðarátaka kemur og stofnaður verður sameiginlegur Evrópuher, þá sleppum við vitaskuld við að taka þátt í öllum bardögum.

Við gerum sem sagt kröfur um að fá allt fyrir ekki neitt og þar sem að aðildarsinnar íslenskir hafa svo miklar mætur á þeim í Brussel, þeir munu vera með afbrigðum velviljaðir í okkar garð og þrá það heitt, að við íslendingar búum við ævarandi hagsæld.

En hvað með hinn stóra fiskiskipaflota spánverja, sem mun hafa takmörkuð verkefni um þessar mundir, auk þess er Spánn í talsverðum erfiðleikum?

Viljum við þá ekki taka manngæsku þá sem tíðkuð er í ESB okkur til fyrirmyndar og lofa spánverjum að efla sinn hag, með því að veiða í okkar lögsögu?

Nei, þá kemur annað hljóð í strokkinn, við viljum fá allt fyrir ekki neitt og slíkt er vitaskuld ekkert annað en frekja.

Ég er ekki tilbúin til að lúta stjórn ESB, ég vil að íslendingar komi sér út úr vandræðunum upp á eigin spýtur og að við nýtum allar auðlindir sjálf og fáum hagnaðinn af þeim ein og sér.

Flest bendir til þess að við getum verið sjálfstæð þjóð og staðið á eigin fótum. Vitanlega lendum við í hæðum og lægðum eins og aðrar þjóðir, þurfum að axla ábyrgð á slæmri hagstjórn og óábyrgri meðferð fjármuna, alveg eins og Grikkir, en þeir eru í miklum vændræðum þótt þeir séu í ESB og notist við Evru, þannig að einhver vottur af holum hljómi heyrist í málflutningi aðildarsinna.

Nú kunna einhverjir að segja, að ég vilji ekki ESB vegna þess að mínir hagsmunir fari saman við hagsmuni útgerðarmanna, þar sem ég er sjómaður.

En ég vildi gjarna njóta meiri samvista við fjölskyldu mína í kærleiksríku þjóðfélagi og réttlátu, á borð við það sem aðildarsinnar lofa, ég hef enga þörf fyrir að vera stöðugt úti á sjó, fjarri mínum ástvinum. Það hinsvegar þjónar ágætlega hagsmunum okkar, en það er þægilegra að vinna á stöðugum undirstöðum og fer betur með skrokkinn.

Af ýmsum ástæðum, þá tek ég stöðugt minna mark á málflutningi ESB sinna, sérstaklega eftir að stækkunarstjóri sambandsins hvatti þá til að notast meira við staðreyndir og eftir að hafa hlustað á skynsamlegan málflutning erlendra starfsmanna ESB í Brussel, bæði fyrrverandi og núverandi. Þeir tala í staðreyndum og það er notaleg tilbreyting.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband