Þriðjudagur, 5. júlí 2011
Spuninn afhjúpaður.
Þessi frétt Morgunblaðsins frá því í október árið 2008 afhjúpar lygaþvættinginn um það, að Geir H. Haarde hafi ekki haft önnur úrræði en að láta bankanna falla.
Fram kemur að tveir hagfræðingar Breskir hafi bent á það, í júlímánuði árið 2008 að við ættum möguleika á að þjóðnýta bankanna og veðsetja náttúruauðlindir til þess að verja bankanna falli, einnig væri hægt að nýta eignir lífeyrissjóðanna.
Þorvaldur Gylfason og Már Guðmundsson voru báðir inn á því, að dæla skyldi fé inn í bankanna, sem betur fór þá voru þeir ekki við stjórnvölinn í Seðlabankanum, en Þorvaldur sóttist eftir stöðu seðlabankastjóra og Már fékk starfið eins og kunnugt er.
Enn og aftur, þá var það ekki gert, heldur voru bankarnir látnir falla, það var meðvituð og hárrétt ákvörðun Geirs H. Haarde og Davíðs Oddsonar á sínum tíma.
Hafi þeir farið að ráðum bresku hagfræðinganna og þjóðnýtt gömlu bankanna, með öllum eitruðu lánasöfnunum, þá værum við í margfalt verri stöðu en við erum þó um þessar mundir.
Útreið Íslands engin tilviljum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Davíð var búinn að bjarga Glitni, en stjórn Glitnis var ekki búin að skrifa undir þegar neyðarlögin voru sett. Bara þessi björgun Glitnis hefði gert Ísland gjaldþrota.
Það voru 3 menn frá J.P.Morgan sem björguðu okkur frá því að reyna að bjarga bönkunum. Sjá skýrsluna, 7. bindi bls 100 - 105. http://www.ruv.is/skyrslan/bindi/7/bls/103
Geir:
"þeir sögðu svona í stuttu máli það að tilraunin með að
gera Ísland að svona mikilvægu sem íslensku bankarnir hefðu gert með því
að stækka svona hratt hefði mistekist og gæti ekki lifað af við þær aðstæður
sem skapast höfðu á alþjóðamarkaðinum og nú væri ekkert að gera annað en
að grípa í taumana og það væri best að gera það með þeim hætti sem menn
voru að tala um." Geir sagði að fulltrúar J.P. Morgan hefðu talið að þetta
væri ,,búið spil". Geir sagði síðan: ,,Ég er ekki viss um að það hafi verið sér-
staklega nefnt en öllum sem sátu þennan fund var ljós alvara málsins og hvað
þeir voru í raun og veru að segja alvarlega hluti og þegar þetta var varð mér
ljóst að við þyrftum að gera ráðstafanir til að fara í sjónvarpið þarna daginn
eftir o.s.frv."
Við skýrslutöku lýsti Árni M. Mathiesen fundinum með J.P. Morgan með
eftirfarandi orðum: ,,[...] og þá hittum við þessa menn frá J.P. Morgan og
það var eiginlega ,,krúsíalt", því þá er eiginlega tekin ákvörðun um það að
fara í neyðarlögin [...]." Árni sagði einnig: ,,[...] þeir eiginlega sögðu bara að
það væri ekki um neitt annað að ræða heldur en að undirbúa okkur undir
það að við þyrftum að fara inn í bankana og skipta þeim upp og beita þess-
ari Washington Mutual aðferð, þetta væri bara viðurkennd aðferð í svona
stöðu og lýstu því."
Björgvin G. Sigurðsson:
Þannig að einhvern veginn, þetta var mjög undarleg stund, allt í einu varð okkur
þetta morgunljóst, maðurinn bara teiknaði þetta upp á töflu. Bara allt í einu,
þetta var svona stund sannleikans eftir þessa geðveiku rússíbanahelgi, sem var
kannski meira og minna byggð á óskhyggju, örugglega eftir á."
Sveinn R. Pálsson, 6.7.2011 kl. 00:42
Þakka þér fyrir Sanni Íslendingur, mér þykir þú nú heldur svartsýnn í upphafi athugasemdar þinnar, þegar þú telur að björgunaraðgerðir Glitnis hefði gert Ísland gjaldþrota.
Í skýrslunni sem þú vitnar til, skýrslu Rannsóknarnefndar alþingis, sem Geir H. Haarde stofnaði til því hann vildi láta rannsaka eigin verk, kemur fram á bls.63 að upphæðin sem björgunaðgerðin kostaði væri fjórðungur gjaldeyrisforða seðlabankans. Það er vissulega há fjárhæð, en ein og sér hefði hún ekki sett Ísland í þrot.
Ég ætla nú engu að síður að hrósa þér, því þú ert nú fyrsti vinstri maðurinn er heimsækir síðuna mína sem vitnar í heimildir og birtir eitthvað sem hægt er að svara af einhverju viti.
En það gleymist eitt hjá þér og það er ástæðan fyrir því að fulltrúar J.P. Morgan voru einmitt staddir hér á landi.
Það var vegna þess að Seðlabanki íslands óskaði eftir að fá þá til skrafs og ráðagerða, Geir H. Haarde sagði í þessum kafla, að sig minnti að Davíð Oddsson hafi haft frumkvæðið, en um það skal ekki fullyrt.
Vissulega þurfa menn að leita sér ráðlegginga þegar upp kemur erfið staða, það er ekkert óeðlilegt við það.
Einnig kemur fram í kaflanum að kostnaður við björgun bankanna gæti verið 1500. ma., slíkt þótti mönnum glapræði, því bent var á, að hugsanlega myndi það fé glatast. Þessar umræður fóru fram áður en fundurinn var með fulltrúum J.P. Morgan.
Hvergi kemur fram að ómögulegt hafi verið að redda peningunum, heldur vildu stjórnvöld ekki fara þessa leið.
Eins og bresku hagfræðingarnir bentu á, þá var tæknilegur möguleiki á að útvega fjármagn til að halda bönkunum á floti, með veðsetningu auðlinda, þjóðnýtingu lífeyrissjóða og svo hefði eflaust verið hægt að finna aðrar leiðir.
Fulltrúar J.P. organ voru fengnir hingað vegna þess að þeir þóttu þekkja ágætlega til íslenskra aðstæðna og stjórnendur seðlabankans höfðu trú á þeim og það reyndist farsæl ákvörðun.
Jón Ríkharðsson, 6.7.2011 kl. 13:09
Það var vissulega farsæl ákvörðun að fá þessa menn hingað. Enginn hérlendis áttaði sig á þeirri stöðu sem upp var kominn, þannig að þetta hefði ekkert farið betur ef einhverjir aðrir hefðu verið við stjórn. Því miður hafa önnur lönd ekki borið gæfu til að hafa þessa menn og hlusta á þá, því það er hræðilegt að hugsa til þess hvernig búið er að ríkisvæða skuldir bankanna t.d. á Írlandi.
Á þessum tíma vissu menn utan bankanna ekkert um það hversu illa var ástatt með þá, þannig að áætlun um 1500 ma björgun hefur verið vanmat. Líklega hefði björgun kostað svipað og tap kröfuhafanna eða um 7.000 ma. Af þeirri upphæð má giska á að tap Glitnis hafi verið um 2.000 ma. Það er því líklegt að björgun Glitnis hefði gert Ísland gjaldþrota, hefði hún gegnið í gegn, því allar skuldir Glitnis hefðu orðið að opinberum skuldum.
Sveinn R. Pálsson, 6.7.2011 kl. 15:14
Þakka þér fyrir Sannur íslendingur, ég er alveg sammála því sem þú segir í seinni athugasemdinni, hafi menn farið alla leið með björgun Glitnis, þá hefðum við verið í miklum vanda, jafnvel staðið frammi fyrir þjóðargjaldþroti.
Sem betur fór, þá tóku stjórnvöld hárrétta ákvörðun, eins og margir hér á landi og erlendis hafa bent á.
Jón Ríkharðsson, 6.7.2011 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.