Miðvikudagur, 6. júlí 2011
Lygaapuninn um Geir H. Haarde.
Spunameistarar þjóðarinnar hafa reynt að telja fólki trú um, að það hafi verið ábyrgðarlaust af Geir H. Haarde að upplýsa þjóðina ekki betur í aðdraganda hrunsins og hefur DV gegnið ansi hart fram í þessum þvættingi.
Blaðið hefur margsinnis vitnað í orð Geirs og fundið það út að þau voru ekki í samræmi við staðreyndir, m.a. þegar hann gerði lítið úr fundi sínum með Björgólfi Thor og fleirum á þessum tíma.
Nokkrir einstaklingar sem státa af þekkingu og eðlilegri rökhugsun hafa hins vegar bent á þá staðreynd, að á tímum sem þá ríktu var mikið atriði að segja sem minnst til þess bæði að hafa starfsfrið og valda ekki óróa á mörkuðum.
Óvarleg ummæli hefðu getað leit til þess að allt hrundi strax, hætta var á bankaupphlaupi osfrv., það er nefnilega oft betra að segja lítið og fara varlega, eins og Geir H. Haarde veit, enda er hann skynsamur maður.
Þegar Geir var að hitta stjórnendur bankanna og stjórnendur seðlabankans, þá var ekki komið fram hversu bankakerfið var í raun eitrað og rotið, það kom fram síðar. Þess vegna töldu allir möguleika á að bankarnir gætu mögulega lifað, þótt það væru líkur á falli þeirra, reyndar yfirgnæfandi líkur, en líkur eru ekki staðreyndir eins og allir aðrir en staurblindir vinstri menn vita.
Spunameistararnir hafa ekki lesið nægjanlega mikið í rannóknarsýrslu alþingis til að vita, að leynd er nauðsynleg á tímum sem þessum, en á bls. 63. í 7. bindi skýrslunnar stendur m.a.; "gagnrýnisvert er að ekki skyldi betur gætt að halda leynd um fundarhöld og aðgerðir sem þagnarskylda ríkti um hjá starfsmönnum Seðlabanka íslands og Stjórnarráðs Íslands".
Skýrsluhöfundum var það vitanlega ljóst, að nauðsynlegt er á svona tímum að hafa fullkomna leynd yfir öllu og stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki haldið fjölmiðlunum meira fyrir utan það sem að var að gerast.
Stundum hafa spunameistarar og þeir hjá DV dásamað rannsóknarskýrsluna, en það er bara þegar henta þeim, þeir eru mótfallnir öllu því, sem þjónar ekki þeirra málsstað.
Ef þeir hjá DV vilja skammast út í það, hvað Geir sagði í hruninu, þá var það ef eitthvað er, of mikið.
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt. En í þessu erum við að fást við heimskuna. Vinstri-vandlætarar, í ofstæki sínu og heimsku geta ekki skilið, að eitt óvarlegt orð frá ráðherra, svo ég tali nú ekki um seðlabankastjóra getur valdið hruni, milljarða- ef ekki hundraða milljóna tjóni.
Í aðdraganda „hrunsins“ svokallaða var beinlínis lífsnauðsyn fyrir alla þjóðina að menn í slíkum ábyrgðarstöðum létu sem ekkert væri. Þannig er nú fjármálaheimurinn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.7.2011 kl. 17:04
Já Vilhjálmur minn, það er kominn tími til að leiðrétta umræðuna, því vinstri menn hafa haft undirtökin allt of lengi, ég veit ekki hvort hægt sé að tala um áratugi, en hægri menn hafa verið óttalega latir við að tjá sig.
Einn kunningi minn sagði mér að einhver könnun á Bylgjunni hafi sagt að 75% íslendinga væru almennt hægrisinnaðir .
Það er bara verst hvað fáir nenna að hugsa og margir láta fjölmiðla mata sig á eintómri þvælu.
Jón Ríkharðsson, 6.7.2011 kl. 20:13
Enginn hefur gert því viðhlítandi skil að þótt allir þessir snáðar sem stjórnuðu bönkunum hafi vitað hvert stefndi alveg frá miðju ári 2006, þá völdu þeir að ljúga til um stöðuna alveg til síðustu stundar. Það kom ágætlega í ljós þegar Sigurjón gleypti snúðinn niðri í ráðherrabústað.
Guðmundur Kjartansson, 7.7.2011 kl. 02:03
Þakka þér þína ábendingu Guðmundur, það gleymist í umræðunni allt of oft, að stjórnendur bankanna veittu rangar og misvísandi upplýsingar, en það er vont fyrir stjórnvöld og eftirlitsstofnanir að bregðast rétt við, þegar rangar og misvísandi upplýsingar eru gefna þeim.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 02:51
Ég er sammála. Yfir menn bankana og ofurfjárfestar eiga hrunið eins og það lagði sig.
Þegar endurskoðendur eru með í brallinu eru yfirvöld berskjölduð.
Það er fáránlegt að dreifa sökinni yfir holt og móa.
Snorri Hansson, 7.7.2011 kl. 10:27
Þakka þér fyrir Snorri, ég er sammála því sem þú segir, sökin er vissulega fyrst og fremst þeirra þótt við viðurkennum að stjórnvöld eiga að læra af þessu, ásamt stjórnsýslunni í heild og fara varlega í framtíðinni, við að treysta fjármálamönnum og gaumgæfa betur upplýsingar frá þeim, án þess þó að fara út í öfgar.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.