Fimmtudagur, 7. júlí 2011
Eru vinstri flokkarnir saklausir af hruninu?
Ekki er hægt með nokkrum skynsamlegum rökum að gera stjórnmálamenn ábyrga fyrir öllu hruninu, en miðað við áráttu vintri flokkanna að kenna sjálfstæðismönnum um allt, þá eiga þeir líka að skoða sinn þátt.
Samfylkingin ber, samkvæmt þeirra skilgreiningu á hlutverki stjórnmálamanna, stóra ábyrgð á hruninu, ef ekki þá mestu, miðað við þeirra eigin ásakanir á hendur Sjálfstæðisflokknum.
Allan tímann, frá því að Ingibjörg Sólrún flutti Borgarnesræðuna frægu, þá flaðraði Samfylkingin upp um alla fjármálamenn sem vildu taka við blíðuhótum þeirra, SF þáði háa styrki frá öllum sem vildu láta fé af hendi rakna, sumir vilja meina hærri styrki en Sjálfstæðisflokkurinn fékk, en í það minnsta ekki mikið minni styrki.
Össur Skarphéðinsson laumaði því út úr sér, að flokkurinn hans hafi gengið í lið með ákveðnum aðilum innan viðskiptalífsins, hægt er að telja það með nokkurri vissu, að hann eigi þar við stjórnendur Baugs, en Samfylkingin varði það fyrirtæki ansi fimlega eins og alþekkt er.
Svo varðandi þau þensluhvetjandi atriði sem nefnd hafa verið, spilaði byggingamarkaðurinn stóran þátt í útlánaþenslu bankanna og þar bera vinstri flokkarnir mikla ábyrgð.
Lóðir í Reykjavík voru settar á uppboð, en það snarhækkaði verð á lóðum, svo hækkuðu vinstri flokkarnir í Reykjavík lóðarverð enn frekar með því að takmarka framboð meðan það ríkti gífurleg eftirspurn eftir lóðum í Reykjavík.
Erfitt er að tala um VG í þessu samhengi, en miðað við orð Ögmundar Jónassonar í viðtali við Viðskiptablaðið 2. apríl árið 2007, en þá sagði hann að ef VG kæmist í ríkisstjórn, þá myndu menn óttast að auðmennirnir færu úr landi.
Ögmundur kvað þá nú þegar vera farna með starfsemi sína að mestu leiti úr landi og hann sagði m.a.;"íÍ stærstu fyrirtækjunum sem eru skráð í Kauphöll Íslands er helmingurinn af eignarhaldinu í útlöndum, 60% af eignarhaldinu í Straumi er í útlöndum, 70% af eignarhaldi Landsbankans er í útlöndum. menn eru að hluta til farnir. Þess vegna töluðum við um það við einkavæðinguna að hér yrði að vera einn traustur þjóðbanki. Við viljum nefnilega ekki bankanna úr landi, en þeir eru á förum-því miður".
Það ber að virða Ögmundi það til vorkunnar, að árið 2007 voru vinstri menn í tvöþúsund og sjögírnum, alveg ægilega hrifnir af bönkunum, þeir vildu bara borga meira í velferðarkerfið og hækka skatta, að öðru leiti voru þeir tiltölulega kátir með bankanna.
Svo fjallaði rannsóknarskýrslan um 90% lán Íbúðarlánasjóðs, en þau ullu umtalsverðri útlánaþenslu, sérstaklega þegar bankarnir fóru að keppa við sjóðinn.
Það olli Ögmundi engu hugarangri árið 2007, heldur sagði hann í viðtalinu;"Það eru ekki allar skuldir slæmar. Þegar ég horfi til baka, til Sigtúnsáranna sem svo hafa verið nefnd, í byrjun níunda áratugarins, þá fékk fólk lánað til íbúðarkaupa frá hinu opinbera sem nam minna en 20% af kostnaðarverði íbúðar. Nú erum við að tala um 90% lán. hefur þetta verið til góðs eða ills? Tvímælalaust til góðs".
Af þessum orðum Ögmundar má ráða, að hann var ekki hress með það, að bankarnir væru að fara úr landi, að hans mati, einnig dásamaði hann 90% lánin og taldi þau hafa verið til góðs, en þetta var sagt á tímum mikillar útlánaþenslu.
Í ljósi verka VG í núverandi ríkisstjórn, þá er auðveldlega hægt að efast um staðfestu þeirra og heilindi.
Það má segja að Vinstri grænir séu heppnir að því leiti, að þeir voru í stjórnarandstöðu allan tímann.
En Samfylking var mikið ákafari í daðrinu við útrásarvíkinganna en sjálfstæðismenn, þótt samfylkingarfólkið vilji helst láta lítið á því bera um þessar mundir.
Athugasemdir
Við verðum að gera greinarmun á kjörnum fulltrúum og ekki.
Alþingismaður er þjóðkjörinn. Ráðherra ekki.
Ég hef skrifað hjá þér áður að best hefði verið að kæra öll 4.
Ekki vegna þess að þau verða dæmd, heldur til að fá allt á borðið.
Samfylkingin var slöpp þar og sýnir pólitíkina í þessu öllu saman.
Stefán Júlíusson 7.7.2011 kl. 04:01
Í rauninni svarar frjálshyggjan sjálf þeirri spurningu hvað hér gerðist, og er að gerast út um allan heim. "Menn fara illa með annarra fé". Í bönkunum er ekkert annað en annarra fé, annað hvort innlán almennings eða lán frá öðrum fjármálastofnunum.
Þess vegna hlýtur svar frjálshyggjunnar að vera, að annað hvort séu menn ekkert að möndla með annarra fé, eða ef þeir verða að möndla með annarra fé, þá skal það að vera undir ströngu eftirliti þeirra sem eiga féð.
-----------
Ég held að nú orðið sé þetta ekki svo mikið spurning um hægri eða vinstri. Sem dæmi má nefna, að undanfarið hafa Sjálfstæðismenn ítrekað krafist þess að "ríkið fari að búa til störf". Steingrímur hefur svarað þessu þannig að atvinnulífið eigi að búa til störfin, hitt sé úrelt hugmyndafræði.
Annað dæmi er að Hanna Birna sagði af sér nýlega vegna þess að hún vildi ekki taka þátt í þeim niðurskurði sem borgarstjórnin var að framkvæma.
Það er því ljóst, að svokallaðir vinstrimenn eru í því að skera niður og láta markaðinn vinna vinnuna, en svokallaðir hægrimenn eru að heimta meiri ríkisafskipti.
---------------
Ég held að flestir séu sammála í megin atriðum: Halda þarf spillingu niðri með öllum ráðum, markaðurinn á að sjá um atvinnulífið að mestu leiti, heilbrigðis- og menntakerfið eru líklega best rekin undir verndarvæng ríkisins, og að nota þarf skattkerfið til að jafna kjörin að einhverju leiti.
Sveinn R. Pálsson, 7.7.2011 kl. 09:37
Er Steingrímur J Sigfússon Sannur Íslendingur??????
Sveinn Egill Úlfarsson, 7.7.2011 kl. 10:16
Alveg örugglega.
Sveinn R. Pálsson, 7.7.2011 kl. 10:27
Þakka þér fyrir Stefán, við erum sammála í þessu máli, þó með örlitlum áheyrslumun.
Ég vil fara varlega í hugtakið "að ákæra", því ég tel ekki að neinn stjórnmálamaður hafi gerst brotlegur við lög.
Hvort sem að um er að ræða þingmenn eða ráðherra, hægri eða vinstri mann, þá tel ég þetta allt saman hugsjónafólk sem þráir það hvað heitast, að bæta samfélagið. Ég hef ekki trú á að neinn bjóði sig fram til þings til þess að græða á því, enda lítil gróðavon þar til staðar.
Þeir sem eru spilltir að eðlisfari velja sér annan starfsvettvang, því allir vita að stjórnmálamenn eru stöðugt undir kastsljósi fjölmiðla.
Við þurfum að gera heiðarlegt uppgjör við fortíðina og svo eigum við að takast á um hugsjónir og stefnur, án þess að vera með ásakanir um vafasaman tilgang.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 10:51
Þakka þér fyrir Sannur Íslendingur.
Frjálshyggja hefur aldrei fengið að sanna sig, hvergi nokkursstaðar í hinni víðu veröld, ekki einu sinni í Bandaríkjunum, sem þó eru að margra mati "Mekka frjálshyggjunnar".
Í Bandaríkjunum hafa stóru auðhringirnir komist á legg í skjóli stjórnmálamanna, auðmenn hafa borgað stórfé í kosningasjóði til þess að tryggja sig í sessi.
Frjálshyggjan gerir beinlínis ráð fyrir skýrum reglum á markaði, þar sem engum er leyft að troða öðrum um tær og vitanlega þarf að vera stíft eftirlit með fjármálamarkaðnum, það er rétt hjá þér, fólk fer illa með almannafé.
Þú kemur þarna með skýrt dæmi um afvegaleiðingu umræðunnar, vitanlega vilja sjálfstæðismenn ekki að ríkið búi til störf, vinstri menn hafa frekar verið á þeirri línu.
Stefna sjálfstæðismanna er sú, að ríkið skapi jarðveg fyrir einstaklinga til þess að þeir skapi störf, sjálfstæðismenn leggja þess vegna áheyrslu á að greiða fyrir erlendri fjárfestingu, greiða fyrir virkjunum til stóriðjuframkvæmda osfrv., á meðan ríkisstjórnin talar meira á þeim nótum, að láta ríkið skapa störf með auknum framkvæmdum á vegum hins opinbera.
Hægt er að fara í endalausa hártogun með þetta, en eftir stendur, að stefna sjálfstæðismanna hefur aldrei verið sú, að ríkið eigi að búa til störf, í þeim skilningi að það greiði fyrir það launin með peningum sem koma úr ríkissjóði, en benda má á, að meginhlutverk allra ríkisstjórna heimsins er vitanlega að skapa jarðveg fyrir atvinnusköpun og þar sem það tekst vel, þar ríkir mesta hagsældin.
Þetta er svolítil einföldun hjá þér, varðandi Hönnu Birnu, en hún ásamt Sóleyju Tómasdóttur, sagði af sér embætti forseta borgarstjórnar vegna þess að henni fannst skorta samráð og hennar mat var það, að sameingaráform grunnskóla væru illa unnin.
Hanna Birna er ekki ein um þessa skoðun, stórir hópar foreldra mótmæltu þessum vinnubrögðum mjög harkalega eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Svo má ekki gleyma því með Hönnu Birnu, að hún er meistari málamiðlana, í hennar borgastjóratíð ríkti meiri friður í borgarstjórn en þekkst hefur í pólitík, frá lýðveldisstofnun svei mér þá, henni sem sagt líkaði mjög illa samráðsleysið hjá Bestaflokknum og Samfylkingunni, það var ástæðan fyrir afsögninni, en ekki það að hún væri á móti sparnaði eða niðurskurði, hún stóð fyrir sparnaði og niðurskurði meðan hún var borgarstjóri eins og þú eflaust manst.
Þessi fullyrðing hjá þér er líka villandi ef ekki næstum því röng, ríkisafskipti hafa verið ansi mikil hér á landi í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Stór fyrirtæki í ríkiseigu, t.a.m. Húsasmiðjan, sem er núna komin reyndar í eigu lífeyrissjóðanna, var og er í mikilli og harðri samkeppni við einkarekin fyrirtæki, ríkið hefur staðið í hörku samkeppni á síðustu misserum og hún hefur vitanlega bitnað illa á einkareknum fyrirtækjum, ríkisstjórnin hefur séð til þess að bankarnir geta verið í harðri og ósanngjarnri samkeppni viðlítil og meðalstór fyrirtæki.
Það er nú innbyggt í genamengi okkar hægri manna algjör andúð á of miklum ríkisafskiptum og markaðurinn færi ekki tækifæri til að starfa almennilega, því sá jarðvegur er fyrir hendi að fyrirtæki sem starfa í skjóli ríkis og lífeyrissjóða og það er að þrebgja allverulega að einkaframtakinu.
Einfalt skattkerfi þar sem um er að ræða eina skattprósentu er vitanlega hagkvæmast fyrir ríkið og þessi svokallað jöfnun með skattkerfinu bitnar verst á duglegum ungmennum, sem leggja á sig mikla vinnu til að eignast húsnæði. Háir skattar bitna ekki fjárhagslega á ríka fólkinu, þeir bitna á unga fólkinu sem er að byrja, það er óréttlætið í þessu öllu og handstýrður jöfnuður er aldrei til góðs.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 11:33
Sjálfstæðisflokkur og framsókn bera alla ábyrð á hruninu. Þeir settu Kvóta-veð-rúllettuna af stað og héldu verndarhendi yfir henni og studdu lánveitingar bankanna. Flokksmenn annarra flokka komu þar hvergi nálægt of vissu ekkert hvað var að ske.
"Frjálshyggjan" er síðan alfarið á höndum Sjálfstæðismanna og að hefja sölu bankanna sem voru dýrmæt eign þjóðarinnar var náttúrulega gerningur sem upphóst með sölu BÚR og Símans og varð skítugur blettur á löngum spillingar ferli Davíðs Oddssonar.
Af hverju Sjálfstæðismenn líða að þessi öfl haldi enn um stjórnatauma flokksins er með öllu óskiljanlegt og fjötur um fætur flokksins nú þegar mikið liggur við.
Völd útgerðarinnar innan flokksins er afleiðing skipulags gernings sem staðið hefur í mörg ár og dregur Kvótapúkinn flokkinn á asnaeyrunum eins og hann dregur félaga sína innan LÍÚ þar sem hann krefst algerrar hlýðni.
Furðulegt að horfa á jafnmarga láta jafn fáa hafa sig af fíflum.
Ólafur Örn Jónsson, 7.7.2011 kl. 11:34
Þakka þér fyrir Seinn Egill, þetta var góður punktur hjá þér.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 11:34
Heill og sæll Jón; líka sem og aðrir gestir þínir, utan ''Sanna Íslendings'' - sem kalla má SVIKULAN Íslending; reyndar !
Sveinn Egill !
Viðrinið; sem kemur með athugasemdir (nr. 2 - og svarar þér, í nr. 4), er eitthvert fyrirlitlegasta mannkerti, sem ég hefi komist í návígi við.
Fram eftir; árunum 2008 - 2009, þóktist Sveinn Rosenkranz Pálsson (''Sannur Íslendingur'' vera jafn gagnrýninn, á stjórnarhætti Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar - en skautar yfir afglöp Geirs H. Haarde og Steingríms J. Sigfússonar, sem mest hann má.
Sérílagi; gerðist þetta dreng fífl, handgenginn þeim Jóhönnu Sigurðardóttur, sem og Steingrími, áðurnefndum, eftir því, hvernig þeim hefir áunnist, að drabba niður - og beinlínis, eyðileggja allt mannlíf á Íslandi, sem fyrirennurum þeirra, hafði ekki auðnast, á sínum tíma.
Hvet ykkur alla; síðuhafa - sem og skrifara og lesendur hér, að hirða ekki um blaður hins SVIKULA ÍSLENDINGS, sem skreytir sig, með titlinum ''Sannur'' Helvízkt þrælbeinið !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - öngvum, til S.R. Pálssonar /
Óskar Helgi Helgason
e.s. Sveinn Rosenkranz; þóktist lengi vel, vera fölskvalaus andstæðingur ESB innlimunar Íslands - en er nú; einn helzti valhoppari Össurar Skarphéðinssonar - eins; og fram kemur, á síðu hans sjálfs, nýverið. þ.e. S.R. Pálssonar
Óskar Helgi Helgason 7.7.2011 kl. 12:53
Sjálfstæðisflokkur og framsókn bera alla ábyrð á hruninu. Þeir settu Kvóta-veð-rúllettuna af stað og héldu verndarhendi yfir henni
Ef mér skjátlast ekki þá voru það einmitt núverandi stjórnendur ríkisstjórnarflokkanna (Steingrímur og Jóhanna) sem koma þeim breytingum inn að leyft yrði að framselja, erfa og veðleggja kvótann.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.7.2011 kl. 13:07
Steingrímur hefur svarað þessu þannig að atvinnulífið eigi að búa til störfin, hitt sé úrelt hugmyndafræði.
Steingrímur er sko aldeilis að sjá til þess að atvinnulífið fái engann séns á að búa til störf, þessi endalausa skattheimta sem hann stendur fyrir er allt atvinnulíf að drepa...
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.7.2011 kl. 13:09
Þakka þér fyrir athugasemdina þína Óli minn og ánægjulegt spjall í síma áðan, það var gefandi fyrir mig.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 14:19
Óskar minn Helgi, kæri vinur.
Ég hef nú bara gaman af svona mönnum eins og Sveini Rósinkrans og vitanlega má hann breyta um skoðanir eins og nærfatnað mín vegna, svo framarlega að hann verði ekki kosinn á þing. En þetta var góður punktur hjá þér, að vekja athygli á þessum umskiptingum hans.
Fólk hlýtur þá að taka athugasemdum hans með þeim fyrirvara, að skoðanir hans geti breyst, eftir aðstæðum hverju sinni.
Hann er þá kannski í Samfylkingunni, margir þar innan borðs, þótt vitanlega sé til gott og réttsýnt hugsjónafólk þar eins og annarsstaðar, fylgja tískusveiflum á mjög nákvæman hátt, ef það er hægri stemming þá eru þeir til hægri og svo til vinstri ef þau telja það vænlegt til vinsælda fallið.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 14:26
Þakka þér fyrir Halldór Björgvin, ég geri ráð fyrir að þeir Sveinn og Óli munu svara þér, þeir eiga þessi ummæli sem þú vitnar til.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 14:28
Geri fastlega ráð fyrir að menn taki athugasemd nr.9 með hæfilegum fyrirvara, enda dæma þau ummæli sig sjálf.
Varðandi ESB aðild, hef ég ekki mótað mér endanlega skoðun á því máli, en eftir því sem ofstækismenn og brjálæðingar hafa sig meira í frami, hallast ég að því að betra sé að ganga í bandalag siðaðra þjóða en búa við ofstopann í þessu liði.
Sveinn R. Pálsson, 7.7.2011 kl. 17:46
Komið þið sælir; að nýju !
Það var gott; að réttmæt hefnigirni mín, til S.R. Pálssonar, skyldi komast í það mark, sem ég hugðist lenda henni, að verðskulduðu.
Ræfla lið það; sem hengir sig, utan í niðurrifs starfsemi Jóhönnu og Steingríms, og annarra áþekkra, á það inni, margfalt !!!
Með sömu kveðjum; sem fyrri - öngvum, til S.R. Pálssonar /
Óskar Helgi Helgason
e.s. Eftir almenn skemmdarverk stjórnmálamanna, hérlendis, blasir við sú staðreynd, að : Bændur - Sjómenn - Verkamenn og Iðnaðarmenn eigi, að taka við stjórnarathöfnum hér, næstu ár Hundruð; að minnsta kosti.
Veck (Burtu); með úrhrök stjórnmálanna, gott fólk !!!
Óskar Helgi Helgason 7.7.2011 kl. 18:26
Ég skil satt að segja ekki þessa hefnigirni að hálfu Hveragerðis Jöfursins í minn garð, enda höfum við oft á ágæt skoðanaskipti á hans ritlingi, þó svo að ekki höfum verið sammála nema í fáum málum.
Manninn hef ég aldrei hitt, en næst honum hef ég líklega komist á Blómahátíð þeirra Hvergerðinga nýverið, og þakka ég Hvergerðingum fyrir góðar móttökur á vel heppnaðri hátíð í alla staði. Hátíðin sýndi vel að kraftur og dugur er í flestum Hvergerðingum, þó sumir þeirra kjósi eflaust að hanga inni í reyk og svælu, og bölsótast á blogginu frekar en byggja upp betra land.
Sveinn R. Pálsson, 7.7.2011 kl. 18:48
hallast ég að því að betra sé að ganga í bandalag siðaðra þjóða en búa við ofstopann í þessu liði.
Erum við ekki nú þegar í bandalagi "siðaðra" þjóða í gegnum EES?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.7.2011 kl. 19:00
Hallo Halldór Björgvin. Það var enginn vinstrimaður í tvíhöfðanefndinni og þessi vitleysa hófst ekki fyrr en YOUTUBE vinirnir Davíð og Hannes Hólmsteinn voru komir með taumhaldið.
Endilega farðu á youtube og sjáðu félagana þá veistu hver var hinn eiginlegi Kvóta-veð-rúllettu stjóri. "ÞARNA VAR FULL AF PENINGUM"!
Eins manstu kannski eftir "OPINBERRI" heimsókn Davíðs til Samherja! Síðan hefur Kvótapúkinn hangið á hanabjálka Valhallar og með farsímanum fer hann á eftir öllum sem ekki dansa eftir hans höfði.
Það þarf ekki að fela sannleikann þó kvóta-klíkan reyni allt hvað þeir geta.
Ólafur Örn Jónsson, 7.7.2011 kl. 20:04
Sælir; á ný !
Vel; get ég unnt S.R. Pálssyni, og hans ágæta slekti þess, að hafa notið fígúru hátíðar þeirrar, sem Hvergerðingar stóðu fyrir, á dögunum.
Hins vegar; eigum við Eyrbekkingar (er enn; þrátt fyrir tæpra 28 ára búsetu í Hveragerði), öngvra hagsmuna að gæta, að þessum skraut samkundum Blóma unnendanna.
Að minnsta kosti; kysi ég heldur;; persónulega, svarta Eyðimerkursanda - sem og malbikaðar lóðir umhverfis mig, fengi ég einhverju, þar um ráðið - reykinga árátta mín; sem margra annarra, er eins konar menningar auki, sem S.R. Pálsson, mætti alveg temja sér meir - og myndi vart versna í samskiptunum þar af, dreng tetrið.
Fyrir nú utan; ómælda Kaffidrykkjuna, sem gefur líftóru hvers og eins, aukið gildi, jafnframt, sem kunnugt er.
Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri - ögn mildari, til Rosenkranz afsprengisins, í þetta sinn, að minnsta kosti / þrátt fyrir áunna meinbaugi hans, hin seinni misserin !
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 7.7.2011 kl. 20:05
Þakka Óskari ögn mildari kveðjur en fyrr. Vona að honum verði runnin mesta reiðin, ef ég tek upp á að leggja inn athugasemd á hans ritling síðar. Ummæli hans um kaffidrykkjuna eru ágætt dæmi um að við getum verið sammála í einstökum atriðum, enda er kaffi vanmetið sem hollustudrykkur, úr því fá vesturlandamenn yfir 70% sínum andoxunarefnum.
Varðandi athugasemd Halldórs nr.11, vill ég benda á að skattheimta hér á landi er með því minnsta sem þekkist, t.d. mun lægri en á hinum norðurlöndunum. Andúð Íslendinga á sköttum er einn helsti dragbíturinn á framþróun hér á landi. Hvernig fer það saman, að heimta að ríkið framkvæmi sífellt meira en lækki jafnframt skatta? Þetta gengur auðvitað ekki upp frekar en svo margt annað í hugmyndafræði íhaldsins.
Sveinn R. Pálsson, 7.7.2011 kl. 20:37
Komið þið sælir; enn !
S.R. Pálsson !
Nei; nei, nei. Svona auðveldlega; sleppur þú ekki, í andsvari þínu til Halldórs (nr. 11); þér, að segja.
Skattheimta; til brýnna samfélagsmála, er fyllilega raunhæf - ekki; til þess að fóðra Háskóla afæturnar, sem plantað er niður reglulega, í stofnanir og ráðuneyti, sem fyrir eru - hvað þá; til nýrra gæluverkefna óþarfra, sem verið er að koma á laggirnar, með stuttu millibili, suður í Rykjavík.
Þú ættir; að vita betur, en þetta.
Reglugerða- og eftirlits báknið er orðið þvílíkt, að öllu heilbrigðu fólki svimar; og sundlar.
Hefir ekkert; með íhald - eða ekki íhald, að gera.
Einungis; um réttláta skiptingu skattfjár - ekki, ofvöxt og ofalin Möppu kykvendi, á vegum ónýtrar stjórnsýslu.
Það er engin framþróun fólgin í; að stríðala óþarft Tölvuborða hyski, af Háskólameið, á sama tíma og vöntun er : á Skipasmiðum - Búfræðingum - Vélsmiðum og Skipstjórnar- og Stýrimönnum, í landinu
Varla; maldar þú í móinn, með þetta sjónarmið, eða hvað, Sveinn ?
Með; þeim sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 7.7.2011 kl. 20:55
Þetta eru fjörugar umræður, endilega haldið þið áfram að skiptast á skoðunum, ég rétt stalst til að kíkja inn því konan heldur mér við efnið, enda eru við að fara í sveitasæluna austur á firði í fyrramálið.
Óskar, ég er sammála þér með tóbak og kaffi, nema að ég hef aldrei getað reykt helvítis tóbakið, en nefntóbak hefur veitt mér ómælda gleði og andagift áratugum saman, þannig að ég helli mér upp á eitursterkt kaffi og treð hellings tóbaki upp í mig.
Hlusta svo á nöldrið í minni ástkæru eiginkonu; "oj, það er svo mikil neftóbakslykt af þér, hvenær ætlarðu að hætta þessu", þá sest ég bara með góða bók og bíð rólegur, hún getur aldrei staðist minn einstaka sjarma.
Jón Ríkharðsson, 7.7.2011 kl. 21:15
Komið þið sælir; sem fyrr - og áður !
Jón !
Þakka þér; sem jafnan, gestrisni þína, hér á síðu.
Neftóbaks fjandann; hefi ég aldrei getað meðtekið, á nokkurn máta - en pípu / vindla og sígaretturnar, kann ég vel, að meta.
Gefum; hinum Háskóla gengna S.R. Pálssyni svigrúm nokkurt, til þess að svara mér, sem Halldóri á þá vegu, sem viðunandi gæti kallast, að nokkru, treysti hann sér til.
Trúi ekki öðru; en að hann reyni að koma með andsvör einhver, við minni hörðu málafylgju, hér ofar - varðandi skattheimtu, sem önnur málefni, jafnframt.
Með; þeim sömu kveðjum - sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 7.7.2011 kl. 22:37
Varðandi athugasemd nr.22, get ég tekið undir hana að öllu leiti.
Einnig mynni ég á það, sem við vorum sammála um fyrir ekki svo löngu Óskar, að skatttekjum skal ráðstafa í því byggðalagi sem þeirra er aflað en ekki að flytja þær allar suður. Til dæmis hefur komið fram að Vestfirðingar fá aðeins helminginn af þeim skatttekjum sem þar er aflað til baka. Það segir sig sjálft að byggðalaginu blæðir út með þessu fyrirkomulagi.
Sveinn R. Pálsson, 7.7.2011 kl. 23:08
Það er gott að berja sér á brjóst út á sjó og segjast vera húsbóndi á sínu heimili ... svo fer glansinn af því þegar maður kemur í land
Ólafur Örn Jónsson, 8.7.2011 kl. 00:04
Varðandi athugasemd Halldórs nr.11, vill ég benda á að skattheimta hér á landi er með því minnsta sem þekkist, t.d. mun lægri en á hinum norðurlöndunum.
Nú ertu farinn að endurtaka lygina frá Steingrími án þess að skoða það nánar, það gengur ekki að horfa á % töluna og afgreiða málið þannig, það þarf að taka allt inn í þetta, laun vs kostnaður á vörum, skatta afsláttur, skatta frádráttur og þess háttar sem tíðkast vel í norðurlöndunum, þegar allt er tekið saman þá eru skattar hér fáránlegir.
Hvernig fer það saman, að heimta að ríkið framkvæmi sífellt meira en lækki jafnframt skatta? Þetta gengur auðvitað ekki upp frekar en svo margt annað í hugmyndafræði íhaldsins.
Það fer einnig saman að of háir skattar eru t.d. vinnuletjandi, ýta undir að menn stingi undan skatti, takmarka neysluskatt þar sem fólk hefur minna á milli handana sem leiðir af sér að fólk verslar minna sem leiðir af sér að fyrirtæki þurfa að segja upp sem kostar ríkið fjárútlát í formi atvinnuleysisbóta.
Þetta gengur ekki upp frekar en nokkuð annað sem kemur úr hugmyndabanka vinstrimanna.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.7.2011 kl. 08:05
Ég trúi því ekki að vinstri flokkarnir séu saklausir af hruninu miðað við vinnubrögð þeirra eftir hrunið. Ég veit að menn eru orðnir langþreyttir á Icesave málinu en erum við sátt við vinnubrögðin þar? Var í lagi fyrir fjármálaráðherra landsins að reyna að setja þær klifjar á þjóðina án þess að ráðfæra sig við hana fyrst? Þingmaður VG stóð einhvern tíma upp í pontu og lýsti því hvernig forsætisráðherra beitti kúgunum til að fá ráðherra og þingmenn VG til að samþykkja ESB aðildarumsóknina. Það er skýrt stjórnarskrárbrot. Annað hvort var þingmaðurinn að ljúga á alþingi eða forsætisráðherrann að brjóta mjög gróflega gegn stjórnarskránni. Finnst okkur það í lagi?
Þó vinstri flokkarnir séu saklausir þegar kemur að orsökum hrunsins þá hafa þeir gerst sekir um að notfæra sér þá stöðu sem hrunið orsakaði til að koma fram sínum "hugsjónum" og persónulegum einkaverkefnum á kostnað þjóðarinnar. Mér finnst sá glæpur verri en einhver vanræksla í aðdraganda hruns sem engin gat komið í veg fyrir.
Pétur Harðarson, 8.7.2011 kl. 11:02
Því miður eimir enn töluvert eftir af Hannesarruglinu, sem hér var alls ráðandi fyrir hrun. Einna þrálátust er sú kenning að skatttekjur ríkissins lækki við það að hækka skattprósentuna.
Hér er um að ræða ákveðinn misskilning á svokallaðri Laffer kúrfu, en margir skilja hana sem svo, að skatttekjur lækki í öllum tilfellum við hærri prósentu, og tala um vinnuletjandi áhrif, eins og Halldór í athugasemd 27.
Sé kúrfan skoðuð, þá sést að um er að ræða parabóluferil á hvolfi, með ákveðinn hápunkt. Engir kvarðar eru á línuritinu og verður að teljast afar ólíklegt að þjóð með einhverja lægstu skattprósentur í heimi, sé stödd á hápunktinum. Samkvæmt línuritinu fara skatttekjur því hækkandi eftir því sem prósentan hækkar, enda segir Steingrímur að allar tekjur ríkisins séu í meginatriðum þær sem spáð var.
Sveinn R. Pálsson, 8.7.2011 kl. 14:37
Hver trúir orðið orði frá Steingrími J.?
Pétur Harðarson, 8.7.2011 kl. 14:54
Það er að segja, í okkar tilfelli fara skatttekjur hækkandi með hækkandi prósentu. Aftur á móti eru örugglega til þjóðir sem eru komnar upp í hápunktinn og geta ekki aukið skatttekjur ríkisins með hærri skattprósentu.
Ég var að ræða við norska konu um daginn, meðal annars um skattana í Noregi. Það kom mér á óvart hve ánægð hún var með að borga mikla skatta. Hún sagðist hreinlega vera stolt af því að borga svona mikið og talaði um að þessum peningum væri vel varið. Aftur á móti eru Íslendingar alltaf með hundshaus þegar kemur að borga til samfélagsins. En ekki vantar að við heimtum í sífellu að ríkið geri allan fjandann.
Því miður er hugsunarháttur hérlendis svona langt á eftir öðrum siðmenntuðum þjóðum.
Sveinn R. Pálsson, 8.7.2011 kl. 14:58
Pétur: ég sé ekki betur en Steingrímur sé að standa sig afskaplega vel, þrátt fyrir að hann hafi varla nokkurn vinnufrið fyrir atganginum í hrunöflunum.
Sveinn R. Pálsson, 8.7.2011 kl. 14:59
Komið þið sælir; enn á ný !
Pétur Harðarson !
Svona; þér að segja, vil ég benda þér á, að ''Sannur Íslendingur''; er svona viðlíka sjúklingur - eins og fylgjendur þeirra Pols Pot, og Sons Sann (1975 - 1979) voru, austur í Kambódíu, á sínum tíma.
Rauðu Khmerarnir; höfðu þó það umfram Steingrím J. Sigfússon, að þeir fóru ekki með neinni leynd - né pukri, í hryðjuverkum sínum, á hendur samlöndum sínum, þar eystra, ólíkt því, sem Þistilfirðings afstyrmið, Algoð S.R. Pálssonar (''Sanna Íslendings'', hefir tíðkað hér, um grundir - sem mið.
Með; þeim sömu kveðjum, sem áður - og síðast /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 8.7.2011 kl. 18:10
Því miður eimir enn töluvert eftir af Hannesarruglinu, sem hér var alls ráðandi fyrir hrun. Einna þrálátust er sú kenning að skatttekjur ríkissins lækki við það að hækka skattprósentuna.
Ég sagði ekki að skattatekjur ríkissins lækki við aukinn skatt, heldur skila þeir sér verr, auka 10% tekjuskattur eykur tekjuskattastofninn um þessa upphæð hugsanlega að fráteknum þeim sem hugsanlega missa vinnuna og fara á lægri laun út af atvinnuleysisbótum, en það bitnar á skatti annarstaðar frá eins og t.d. neysluskatti þar sem fólk hefur minna á milli handanna til að eyða í neyslu og þá minnkar virðisskattur hjá fyrirtækjum vegna minni sölu, Steingrímur var sjálfur furðu lostinn yfir því að skatta aukningin hans skilaði sér ekki eins og var áætlað, það ætti ekki að koma neinum á óvart samt...
Hér er um að ræða ákveðinn misskilning á svokallaðri Laffer kúrfu, en margir skilja hana sem svo, að skatttekjur lækki í öllum tilfellum við hærri prósentu, og tala um vinnuletjandi áhrif, eins og Halldór í athugasemd 27.
Flest öll þessi reiknilíkön eru flott þegar kemur að stærfræðinni á málinu en það virðist oft gleyma mannlega þættinum inn í þær og þess vegna ganga þær aldrei alveg upp.
ég sé ekki betur en Steingrímur sé að standa sig afskaplega vel, þrátt fyrir að hann hafi varla nokkurn vinnufrið fyrir atganginum í hrunöflunum.
Steingrímur er allt annað að standa sig afskaplega vel, hann er að kosta ríkið og þjóðina alveg ómælanlega skaða fjárhagslega séð, hann er búinn að svíkja hvert einasta loforð sem hann gaf fyrir kosningar og hann hefur oftar en einu sinni verið gripinn að því að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Þessi maður er algerlega siðlaus með öllu og er það mér óskiljanlegt að það sé til nokkur persóna á þessu jarðríki sem ver gerðir þessa manns.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.7.2011 kl. 16:52
Einnig er vert að benda á það að margar þjóðir hafa reynt að skatta sig í gegnum kreppur og hefur það aldrei virka, aukin skattheimta hefur þveröfug áhrif og lengir og dýpkar kreppur, hvað varðar þessa skyndilegu hugljómun hjá honum Steingrími að ríkið eigi ekki að búa til störf þá er það akkúrat það sem ríkið þarf að gera það þegar markaðsöflin geta það ekki m.a. vegna þess að Steingrímur er að koma eins mikið í veg fyrir það og hann mögulegast getur.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.7.2011 kl. 16:58
Sannur Íslendingur, ég efa ekki að skattastefna Steingríms lítur ansi vel út af hún er reiknuð með kúnstnarinnar reglum í Excel töflureikni. Ég held líka að meginþorri ráðherra okkar sé eingöngu að miða hluti út miðað slíka útreikninga og hafa því engan skilning á því hvað stefnur þeirra þýða í samfélaginu.
Ef hugsunarháttur Íslendinga er svona langt á eftir "siðmenntuðum þjóðum", af hverju eru þá sífellt fleiri Íslendingar að sækja vinnu til Noregs þar sem þeir borga hærri skatta? Svarið er augljóst en ég ætla leyfa þér að hugsa aðeins út í þetta.
Alltaf þegar einhver talar um hvað Steingrímur sé að standa sig vel þá er það órökstutt. Nefndu mér dæmi um frumvarp eða aðgerð sem Steingrímur hefur staðið fyrir sem hefur haft jákvæð áhrif fyrir fólkið í landinu.
Pétur Harðarson, 13.7.2011 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.