Miðvikudagur, 20. júlí 2011
Eru allir fæddir jafnir?
Jafnaðarstefnan gerir ráð fyrir því, að allir séu fæddir jafnir, en það er vitanlega tóm þvæla.
Fólk fæðist með misjafna eðliseiginleika sem nýtast misvel í lífinu, sumir geta einfaldlega ekki gert nokkurn skapaðan hlut almennilega á meðan allt virðist leika í höndunum á öðrum. Einnig skiptir máli í hverskonar fjölskyldur börn fæðast.
Tökum dæmi um tvö börn sem fæðast með mikla tónlistarhæfileika, annað barnið á foreldra sem eru þekktir tónlistarmenn, hitt barnið á foreldra sem eru verkafólk.
Vitanlega á barnið sem á þekktu tónlistarmennina sem foreldra miklu greiðari leið í músíkina heldur en hitt barnið.
Eigum við þá að sjá til þess með lögum, að möguleikar barna sem eiga þekkta tónlistarmenn sem foreldra verði heftir, til þess að auka möguleika hinna?
Vitanlega ekki, svona er lífið, hvað sem jafnaðarstefnan hefur um málið að segja.
Hins vegar eigum við öll rétt á virðingu og mannlegri reisn, það er hið sanna jafnrétti.
Jafnaðarstefnan hefur aldrei verið til í raunveruleikanum, aðeins í hugum jafnaðarmanna, því mannlegt eðli stjórnast ekki af stjórnmálaskoðunum fólks.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.