Sjálfstæðisflokkurinn á glæsta fortíð sem hann á að læra af.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, fyrir áttatíu og tveimur árum, þá var það markmið hans að efla hag allra íslendinga, óháð því hvaða stétt þeir tilheyrðu.

Ólafur Thors sagði að hann væri hvað stoltastur af hinu stórkostlega velferðarkerfi sem stofnað var í tíð "Nýsköpunarstjórnarinnar".

Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri eins innréttaður og sumir lygalaupar í spunaliði vinstri manna vilja vera láta, þá er nú hætt við að Ólafur heitinn hefði frekar glaðst meira yfir hinum góða árangri sem "Nýsköpunarstjórnin" náði í verðmætasköpun og fjölgun atvinnutækifæra, en honum þótti meira til velferðarkerfisins koma.

Okkur þykir ósköp notalegt að vita til þess, að við fáum bætur frá hinu opinbera ef við verðum fyrir atvinnumissi. En hver skyldi nú hafa staðið fyrir því?

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar höfðu staðið yfir illleysanlegar vinnudeilur og ríkisstjórnin ákvað að reyna að miðla málum, þá voru framsóknar og sjálfstæðismenn saman í stjórn. Ríkisstjórnin ákvað að stofna atvinnuleysistryggingarsjóð sem var vitanlega prýðisgóð hugmynd.

Miklar og harðar deilur voru í ríkisstjórninni og hún var að falli komin. Ólafur Thors ákvað að ríkisstjórnin héldi saman þar til að búið væri að ganga frá atvinnuleysistryggingum með fullnægjandi hætti og það tókst.

Svo má vitanlega þakka sjálfstæðismönnum afnám hafta og aukið frelsi landsmönnum til handa.

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum gleymt sér á löngum valdatíma, það er alveg rétt.

Ofþanin ríkisútgjöld, meðvirkni með fjármálamönnum og fleiri atrið má tína til, en það eru alltaf tækifæri til að snúast til betri vegar.

Sjálfstæðisflokkurinn er opinn og lýðræðislegur flokkur sem rúmar margar ólíkar skoðanir. Með því að takast á um málefnin og sættast á málamiðlanir sem flestir geta sætt sig við, þá getur flokkurinn náð vopnum sínum á ný.

Íslendingar eru ágætlega greindir upp til hópa, þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft mest fylgi allra flokka, oftast nær.

Hægt er að hártoga allt fram og til baka, en eftir standa nokkrar staðreyndir.

Ísland hefur náð að byggja upp fyrirmyndarsamfélag á flestum sviðum, við höfum búið við lítið atvinnuleysi að mestu leiti allan lýðveldistímann, miðað við önnur lönd. Allir hafa haft tækifæri til menntunar og flestir búa í eigin húsnæði, mestallur samnaburður við aðrar þjóðir er okur í hag.

Og Sjálftæðisflokkurinn hefur verið ríkjandi afl í landsmálum lengst allra flokka á lýðveldistímanum.

Til þess að sanngirni sé gætt, þá má geta þess, að vinstri flokkarnir hafa líka gert mjög góða hluti, þegar þeir voru í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Í stað þess að trúa lygi spunameistara, þá er betra að lesa sér til og skoða hvernig hefur gengið hér á landi, þegar vinstri flokkar hafa ríkt án Sjálfstæðisflokksins og með honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góð grein Jón. Eins og kemur fram "var" Sjálfstæðisflokkurinn góður flokkur fyrir "Davíð" og þegar verður búið að eyða "Davíð-ismanum" og sópa Kvótapúkanum út úr Valhöll gæti Flokkurinn aftur orðið "besti" flokkur landsins.

Ólafur Örn Jónsson, 20.7.2011 kl. 05:01

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Óli minn, við erum að reyna að vinna í því að opna umræðuna og fá öll sjónarmið upp á yfirborðið.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2011 kl. 10:46

3 identicon

Heill og sæll Jón jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Jón og Ólafur Örn !

''Sjálfstæðisflokkinn'' á að BANNA; alfarið. Hann er; / og hefir verið, sams konar forar pyttur, og hreyfing Rauðu Khmeranna, þeirra Pols Pot, og Sons Sann, austur í Kambódíu, á sinni tíð (1975 - 1979).

Hví; beitið þið ykkur ekki, fyrir endurreisn gamla Íhaldsflokksins, annars hluta þess (hinn var; gamli Frjálslyndi flokkurinn), sem leiddi af sér þessa ógæfu afurð, sem þið viljið fá gengna, í endurnýjun lífdaga, piltar ?

Ígrundið vel; þessa ábendingu mína, þættust þið hafa tóm nokkurt, til.

Með beztu kveðjum; sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason 20.7.2011 kl. 12:05

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskar minn Helgi, nú veit ég varla hvernig ég á að svara þér, en ég vil byrja á að taka undir þína góðu upphafskveðju og bjóða þig heilan og sælan sem æfinlega á mína síðu.

Ég á svolítið bágt með að skilja hvða þú meinar, með endurreisn Íhaldsflokksins gamla, en það er rétt hjá þér, Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman í Sjálfstæðisflokkinn.

Íhaldsflokkurinn var, ef ég man rétt, fyrst og fremst flokkur broddborgara samfélagsins, á meðan frjálslyndi flokkurinn hafði meiri skírskotun til breiðari hóps. Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn prýðisgóð málamiðlun milli þessara tveggja gömlu flokka.

Hræddur er ég um, að þú verðir að koma með skýrari rök, en ég veit að þú ert vel lesinn og fróður, því allar þær bækur sem ég hef lesið, um sögu síðustu aldar, benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir öllum helstu umbótum hér á landi og skapað jarðveg fyrir arðbæra atvinnusköpun.

Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi vissulega gert mistök og dregið um of taum ýmissa hagsmunaaðila, þá er alls ekki hægt að líkja honum við "Rauðu Khmeranna", því sjálfstæðismenn vilja frelsi öllum til handa og segja má að vinstri menn hafi verið mun refsiglaðari en sjálfstæðismenn.

Ég ætla rétt að vona að aldrei komi til þess hér á landi, að einhver stjórnmálaflokkur verði bannaður, þá erum við komin út á ansi hættulega braut. Ég þori að fullyrða það, að engum sjálfstæðismanni dytti til hugar að leggja til bann við stjórnmálaflokki eða pólitískum skoðunum. Sé einhver sjálfstæðismaður þannig þenkjandi, þá mundi hann örugglega hæda þeirri skoðun út af fyrir sig, því Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei samþykkja slíka skoðanakúgun.

Mér leiðst óskaplega málflutningur vinstri manna, því mér finnst hann arfavitlaus, en það er mín skoðun. Vinstri stefna hentar örugglega mörgum, þótt hún henti ekki mér. Mínar skoðanir byggjast á mínu eðli, en ég er háður þeim takmörkunum að dvelja í holdi og heili minn geymir ekki hina fullkomnu visku, þes vegna tek ég tillit til skoðana annarra og virði þær. Ég stend fast á mínum skoðunum og vil að aðrir geri það líka, hugsanlega get ég lært af því, ef vinstri menn læra einhverntímaað rökræða.

En ég efast um að minn persónuleiki geti orðið vinstri sinnaður, hvort sem það er kostur eða galli. 

Við þurfum nefnilega að sýna vissa auðmýkt og viðurkenna, að okkar sannleikur þarf ekki að vera allra.

En ég virði þá skoðun þína að vilja banna Sjálfstæðisflokkinn og hvet þig til að halda henni á lofti, jafnframt vonast ég til að þú virðir þá skoðun mína, að vera ósammála þér að þessu leiti.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2011 kl. 12:54

5 identicon

Heilir; á ný !

Jón; æfinlega !

Harðlínustefnu mína; ber að skoða í ljósi sögunnar - sem og ályktanir mínar; um þennan flokks garm, sem þið Ólafur Örn viljið viðhalda, í ykkar beztu meiningu, vitaskuld.

Við; sem yst stöndum, á hinni hægri brún, munum ætíð fyrirlíta hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfarið, sem öllu kom hér, til allra verstu vegu, Jón minn.

Þar; mun ég í öngvu hvika.

Hlakka til; kaffisamkundu okkar, fljótlega.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 20.7.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband