Íslendingar geta hvorki skilið Íraels eða Palestínumenn.

Össur Skarphéðinsson á að fara varlega í yfirlýsingar varðandi málstað Palestínumanna, einfaldlega vegna þess, að við getum ekki skilið þessar þjóðir nægjanlega til þess að geta tekið einarða afstöðu.

Við sem byggjum þessa örsmáu eyju norður í ballarhafi þekkjum ekkert annað en frið, við höfum ekki verið í stríði við aðrar þjóðir.

Hvernig getum við skilið sjónarmið þjóða, sem hafa lifað við stríð og blóðsúthellingar í þúsundir ára. Slíkar aðstæður skapa reiði og hatur, þannig að vel er hægt að skilja bæði Ísraela og Palestínumenn. Óhætt er að segja að stjórnmálamenn þessara landa séu ábyrgir fyrir þessum hörmungum, því enginn vill gefa eftir.

Hægt er að hafa samúð með almenningi í Palestínu og það er mjög auðvelt að fyllast reiði út í Ísraelsmenn eftir að hafa horft á grátandi tólf ára dreng frá Palestínu segja heimsbyggðinni frá því, að hann væri bara saklaust barn, það var alveg rét hjá honum. Foreldrar hans voru skotnir og systir hans líka, hann kom fram í fréttum RÚV þegar verið var að lýsa stríðinu þar ytra.

Einnig eru Palestínumenn einnig mjög herskáir, þeir skjóta á saklaust fólk í Ísrael, þannig að vel er hægt að finna til samúðar með Ísraelsmönnum.

Báðir aðilar hafa eitthvað til síns máls, í deilum gildir gamla máltækið; "sjaldan veldur einn þá er tveir deila". Við íslendingar getum ekki breytt hinu rótgróna hatri sem ríkir á milli þesara nágrannaþjóða, en við getum sýnt þeim báðum virðingu og vinsemd.

Hvorug þessi ríki hafa ráðist á Ísland né heldur sýnt okkur neitt annað en vináttu. Við eigum að halda góðu sambandi við bæði ríkin, en ekki þykjast geta breytt þeim að nokkru leiti.

Einfaldlega vegna þess, að við getum aldrei skilið þessar þjóðir til fulls, við þekkjum hvorki hernað né stríð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Jónsson

 Ég skil ekki fyrirsögnina. Á þetta kannski að vera:

Íslendingar geta hvorki skilið Íraels- eða Palestínumenn.

Jón Jónsson, 20.7.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér ábendinguna, sennilega væri réttara að segja; "ísraela né Palestínumenn".

Jón Ríkharðsson, 20.7.2011 kl. 19:10

3 Smámynd: Jón Jónsson

Já, það er rétt. Takk fyrir.

Jón Jónsson, 20.7.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Össur á að láta það ógert að vera leggja mat sitt,og þá sem fulltrúi Íslendinga,á ágreining þessara þjóða opinskárlega.Við vitum að ófriðurinn í botni Miðjarðarhafs er erfiður viðureigna.Ekki síst vegna þess klofning,sem er í röðum Palestínumanna.

Þær yfirlýsingar,sem Össur heldur fram við alþjóð,er ekki til annars,en að reyna upphefja sig og fullnægja athyglissýki sinni.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.7.2011 kl. 22:52

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Ingvi minn, við eigum ekkert að skipta okkur af þessu.

Við getum verið ágætis vinir beggja.

Jón Ríkharðsson, 21.7.2011 kl. 00:25

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki get ég sett mig í spor þessa vesalings almennings í báðum löndum, af neinu viti. Hef ekki einu sinni komið þangað, hvað þá búið við þessar hörmungar. En ég finn til með almenningi í þessum löndum báðum.

Þetta stríð getur ekki haldið áfram til eilífðar. Og þá er spurning hvað þarf til að bæta samskipti þessara stríðandi þjóða? Liggur ekki beinast við að Össur fari næst til Ísraels, og hlusti á þeirra hliðar líka í verki? Leiðir það ekki frekar af sér friðarsamstarf, að heimsækja bæði löndin, en bara annað?

Ástandið hlýtur að vera viðkvæmt eftir svona langvarandi stríð, og margir hljóta að vera mjög illa farnir og viðkvæmir, eðlilega.

Ég hef oft fordæmt úr fjarlægð, hvernig ísraelsk stjórnvöld fara með almenning í Palestínu. En þessar fordæmingar mínar hafa engu breytt til batnaðar. Þá er sú aðferð ekki að virka, og greinilega ekki til góðs né gagns. Gildir um annarra fordæmingar líka, sýnist mér, og framkalla einungis neikvæðar hugsanir, orku og andrúmsloft, öllum til ills.

Það sættir varla nokkur sála stríðandi þjóðir, með því að tala bara við aðra þeirra? Og hvers megnug ein persóna eins og Össur getur verið, er ekki hægt að skilja. En ef hugurinn á bak við þetta hjá Össuri er velvilji, þá þarf að sýna þeim báðum sama möguleika á að sættast. Það þarf tvo til að deila og þá sömu tvo til að sættast, með aðstoð friðsamlegrar utanaðkomandi aðstoðar. 

Össur er búinn að segja A með því að fara til Palestínu, og nú þarf hann að segja B með því að fara til Ísrael. Það er varla til mikils friðsamlegs gagns að ýfa meir upp en orðið er, ævagömul sár og stríð milli þessara þjóða.

Annaðhvort fæst friður með rökumræðu og raunverulega góðu, eða friður fæst ekki milli þessara þjóða, eða þjóðarleiðtoga heimsins. Við skulum vona að Össur sé að þessu á eigin vegum en ekki á vegum einhvers risaveldis?

Gott framkallar gott og vont framkallar vont.

Þetta er mín skoðun núorðið, á þessu viðkvæma hörmungarstríði.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2011 kl. 16:48

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Anna Sigríður.

Ég held að leiðtogarnir fyrir botni Miðjarðarhafs taki lítið mark á Össuri, þannig að þótt hann heimsæki báðar þjóðirnar með reglulegu millibili, þá breytist ekki neitt.

Okkur íslendingum gengur afskaplega illa að þroskast, þannig að hæpið er að við getum haft mikil áhrif á aðrar þjóðir.

Það þarf nefnilega að ávinna sér virðingu til að verða marktækur, og íslendingar njóta því miður ekki mikillar virðingar, þótt flestum ríkjum þyki frekar vænt um þessa litlu þjóð á hjara veraldar.

Jón Ríkharðsson, 21.7.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband