Fimmtudagur, 21. júlí 2011
Vinstri menn eru snillingar.
Að vissu leit má segja, að vinstri menn séu snillingar, þá meina ég snillingar í lygi, þótt það sé æði vafasamur titill.
Þeim tekst alltaf að fá fólk til að trúa öllu illu upp á Sjálfstæðisflokkinn, sennilega vegna þess að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kunna ekki að verja sig og flokkinn.
Samfylkingin kemur útbelgd af falskri réttlætiskennd og þykist vera að taka til eftir sjálfstæðismenn, m.a. með því að breyta spillingunni sem sjálfstæðismenn eiga að hafa sett af stað í fiskveiðimálum og fólk trúir þessu eins og nýju neti.
Það er rétt hjá mörgum, að hin mikla tilfærsla á aflaheimildum skapaði óeðlilegan gróða og veðsetning aflaheimilda til þess að geta keypt hlutabréf var vitanlega út í hött. Óveiddur fiskur í sjó eru afskaplega vafasöm verðmæti eins og flestum ætti að vera ljóst, því hann er ekki auðtamin skepna.
Alþýðuflokkurinn gamli ber jafnmikla sök á þessari vitleysu eins og sjálfstæðismenn. Sett var á fót svokölluð "Tvíhöfðanefnd" sem átti að vinna í löggjöf um fiskveiðimá. Annar formaður nefndarinnar, eðalkratinn Þröstur Ólafsson lýsti því yfir, vestur í Bolungarvík, að hann vildi að fiskvinnslhús gætu notið góðs af kvótaverðmætum eins og fiskiskip. Það þýddi, að fiskvinnsluhús hækkuðu í verði eins og skipin, vitanlega eykst veðhæfni eigna við það.
Svo má ekki gleyma því, að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki við völd þegar kvótinn var settur á og framsalið, þannig að vafasamt telst að kenna sjálfstæðismönnum um það.
Svo er það einkavæðing bankanna, kratar voru á móti dreifðri eignaraðild að bönkunum, vegna þess að þau töldu að bankarnir nytu meira trausts á markaði ef það kæmi til stór kjölfestufjárfestir.
Samfylkingin bauð til sín á landsfund, útrásarvíkingum, Samfylkingin, flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu, bókstaflega dýrkaði auðmenn á árunum fyrir hrun og vildi að þeir græddu sem allra mest.
Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega ekki saklaus af mistökum, en auðmannadýrkun, óeðlilegt brask með aflaheimildir í sjávarútvegi og allt það sem fólk ergir sig á í dag, það skrifast hnífjafnt á reikning Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks og ef VG hefðu verið í ríkisstjórn, þá væru þeir samsekir líka, því VG hlýðir öllu ef þeir fá ráðherrastóla.
En ástæðan fyrir því að íslendingum hefur gengið vel, í samanburði við aðrar þjóðir, er vitanlega hin góða stefna Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það og sannað, að hann er flokkur verðmætasköpunar og framfara, á meðan vinstri flokkarnir hatast út í þá sem þeir kalla auðmenn.
Þar sem ég er ekki hatursfullur og hraðlyginn vinstri maður, þá langar mig að lokum til að koma með tilvitnun í fylgirit, sem kom með hinu virta blaði "Economist" um áramótin 1998-1999.
Fylgiritið fjallaði um efnahagsmál á Norðurlöndum og sagt var að íslendingar hefðu haldið vel á málum undanfarin ár, 5% hagvöxtur hafi verið í landinu þrjú ár í röð, en þá hafði sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í rúm sjö ár og enginn Björgólfur stóð þá í bankarekstri, atvinnuleysi var aðeins um 2% og Ísland var þá í fimmta sæti á heimslista OECD yfir kaupmátt ráðstöfunartekna.
Kæru vinstri menn, þið hafið rétt til að hata Sjálfstæðisflokkinn af öllu hjarta og þrá það hvað heitast að Davíð Oddsson líði endalausar þjáningar, sem og allir sjálfstæðismenn. Þið megið vissulega trúa því, að Sjálfstæðisflokkurinn sé rót alls ills.
En í Guðs almáttugs bænum, reynið þið að venja ykkur af þessari andskotans lygi, hún kemur bara í bakið á ykkur fyrr eða síðar.
Athugasemdir
Ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, en mig er farið efast um að hann sé til lengur..Voru ekki Bjarni Ben o/c kosin til foristu? Er þessi forusta alfarið gengin á hönd Samspilligarinnar?Hvers eigum við flokksmenn að gjalda? Er máske forista flokksins farinn að trú öllu sem vinstrimenn lúga?
Vilhjálmur Stefánsson, 21.7.2011 kl. 17:12
Jú Vilhjálmur minn, Sjáfstæðisflokkurinn er svo sannarlega til, en kjörnir fulltrúar þurfa að fara að herða sig í baráttunni.
Ef þú ert sjálfstæðismaður, komdu þá með mér og fleirum í að efla hann og styrkja, þú getur sent mér póst á jonrikk@gmail.com.
Forystumenn okkar mættu taka Ólaf heitinn Thors til fyrirmyndar, en hann svaraði alltaf fullum hálsi öllum ásökunum sem bornar voru á flokkinn.
Þegar reynt var að gera Kveldúlf tortryggilegan, en það var fyrirtækið sem fjölskylda hans átti, ásamt honum, þá hélt hann fundi og skoraði á Héðinn Valdimarsson í kappræður við sig, en Héðinn mætti vitanlega ekki, því hann var eins og margir vinstri menn sem hafa hátt, þeir þora ekki að standa fyrir máli sínu.
Við ætlum að boða til fundar í haust og fá forystumenn vinstri flokkanna til að mæta, leyfa þeim að standa fyrir máli sínu.
Það er hellingur að gerast hjá okkur Vilhjálmur minn, sendu mér póst og þá getum við rætt betur saman, Sjálfstæðisflokkurinn er sprelllifandi og á eftir að eflast mjög á næstu mánuðum, vertu viss.
Jón Ríkharðsson, 21.7.2011 kl. 17:33
Vonandi...
Björn Emilsson, 22.7.2011 kl. 04:47
Já Björn, ég er sammála þér, vonandi.
Svarið veltur á okkur sjálfstæðismönnum, þetta er í okkar höndum.
Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að blogga og skrifa í moggann er ekki sú, að mér finnist gaman af að þvarga um pólitík, ég veit um margt skemmtilegra til að dunda mér við þegar ég er í landi.
Ástæðan er einfaldlega sú, að eftir hrunið þá blöskraði mér linkind forystusveitarinnar, vinstri menn gátu logið öllu upp á flokkinn, án þess að menn gripu til varna.
Í stað þess að ergja mig á hlutunum, ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Ég hef alltaf haft gaman af að lesa um hin ýmsu mál, þ.á.m. pólitík, þannig að margt situr eftir af því sem ég hef lesið.
Þess vegna vil ég skora á þig Björn, ef þú ert sjálfstæðismaður, að koma í lið með mér og fleirum við að endurreisa flokkinn og efla hann á allan hátt.
Það getum við, ef margir koma að málum og berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni, það er hún sem gildir, ef einhver framþróun á að eiga sér stað hér á landi.
Sendu mér póst á jonrikk@gmail.com, ef þig langar til að efla flokkinn og kannski getum við fundið eitthvað viturlegt út í sameiningu.
En flokkurinn eflist ekki af sjálfu sér, það vitum við báðir.
Jón Ríkharðsson, 22.7.2011 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.