Sunnudagur, 24. júlí 2011
Versta birtingarmynd lágkúrunnar.
Frændur okkar og vinir í Noregi þurfa um þessar mundir að horfast í augu við hryllilega athburði.
Illmenni tók sig til og drap nítíu og tvo samlanda sína, þannig að sorg norðmanna er meiri en nokkur orð fá lýst.
Við íslendingar eru lánsöm þjóð, þrátt fyrir vandræði í efnahagsmálum og talsverð blankheit hjá mörgum, þá hefur enginn verið drepinn hér á landi og það ber okkur að þakka fyrir.
En í stað þess að sýna samstöðu og samhryggjast frændum okkar og vinum af öllu hjarta, þá hefja menn árásir á pólitíska andstæðinga og nota þennan hrylling sem vopn í pólitískri baráttu.
Oft hefur hin pólitíska umræða hér á landi lagst lágt, en það ber að vona, að hún fari aldrei á lægra plan heldur en hún hefur nú gert.
Að lokum vil ég geta þess, að ef einhver búsettur í Noregi eða tengdur því landi les þessar línur, þá vil ég votta viðkomandi mínar innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur.
Á svona stundu er ekki hægt að finna réttu orðin, því þau eru ekki til.
Ég vona og bið að algóður Guð veiti norsku þjóðini styrk til að takast á við sorgina, það er eina sem breyskur maður getur gert á svona stundu.
Athugasemdir
Já, þú segir satt. Ég verð að segja að ég fékk hnút í magan þegar ég las fuglahvíslið á amx.is.
Sérstaklega þetta fuglahvísl: http://www.amx.is/fuglahvisl/17474/
Ef fuglahvísl er með þessa skoðun, þá verður að leiðrétta allan heiminn sem kallar nasista einnig hægri-öfgamenn.
Af hverju eru menn að reyna að breyta sögunni eftir að svona harmleikur hefur gerst, menn verða að spyrja sig sjálfir.
Einnig finnst mér pistillinn hans Karls Th. á Eyjunni býsna grófur; http://blog.eyjan.is/karl/2011/07/23/hyski-hannesar/
Það veltur á okkur einstaklingum að taka öllu með gagnrýnum augum. Fólk verður að sjá í gegnum áróður hægri-öfgamanna og sætta sig við það að þeir geta verið hættulegir.
Ég veit ekki af hverju það var ráðist á hóp sem ég var í þegar ég var á göngu um Berlín.
Stefán Júlíusson 24.7.2011 kl. 09:48
Þakka þér fyrir Stefán, það má alveg taka undir það sem þú segir.
Pólitíkin hér á landi er oft á ansi lágu plani, menn eru oft að rífast um aukaatrið í stað þess að einbeita sér að aðalatriðum.
Varðandi illmennið í Noregi, þá skipta hans stjórnmálaskoðanir engu máli, hann er illmenni og slíkir menn geta verið í öllum flokkum.
Við eigum að takast á um stefnur og áherslur, en ekki fara út í persónulegar árásir. Þar sem að fólk hefur ólíka sýn á tilveruna, þá er erfitt að segja, hvað er rétt og hvað er rangt, oftast fer það eftir smekk hvers og eins.
Hægri og vinstri menn hér á landi vilja að öllum líði vel, hér sé næg atvinna og öflugt velferðarkerfi. Svo eru leiðirnar ólíkar að sama markinu og eflaust má finna margt gott í hægri og vinstri stefnunni.
Ég er eindreginn og gallharður hægri maður, það er minn karakter, án þess að ég geti útskýrt það frekar, en ég er sannfærður um að hægri stefnan virki best.
Það þýðir þó ekki að ég hafi endilega rétt fyrir mér að öllu leiti, frekar en nokkur annar, við þurfum alltaf að vera tilbúin til að endurskoða okkar afstöðu til hinna ýmsu mála.
Jón Ríkharðsson, 24.7.2011 kl. 15:04
Þakka þér fyrir frábæra og gagnorða færslu kæri nafni.
Jón Magnússon, 24.7.2011 kl. 15:53
Þakka þér fyrir innlitið nafni og hlýleg orð í minn garð.
Jón Ríkharðsson, 24.7.2011 kl. 16:02
Heill og sæll Jón; æfinlega - og sælir, aðrir gestir, hér á síðu !
Jón Ríkharðsson !
Ég hygg; að sá dýrkeypti lærdómur, sem Norðmenn muni draga, af þessum óhugnnlegu atburðum, hljóti að verða sá - að þeir ígrundi afnám gerfi- Konung dæmis, sem hvítflibba lýðræðisins - og komi á öflugri Herstjórn, með tilheyrandi auknu eftirliti, með viðlíka fáráðlingum, sem þeim, sem valdur varð, að ósköp unum á Föstudaginn, leið.
Og; segi sig frá NATÓ og rótgróinni þjónkun sinni, við Bandaríkjamenn og leppríki þeirra, í ESB, í leiðinni, vitaskuld, fornvinur góður.
Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 24.7.2011 kl. 16:33
Heill og sæll fornvinur kær og þakka þér fyrir innlitið.
Því miður held ég, að geðveikin og illskan verði til staðar, hvort sem breytt er um pólitík í heiminum eður ei.
Illmenni fina sér alltaf einhverjar ástæður til að vinna sín voðaverk.
En þetta er engu að síður athyglisvert sjónarmið hjá þér Óskar minn.
Með bestu kveðjum og æfinlega,
Jón Ríkharðsson.
Jón Ríkharðsson, 24.7.2011 kl. 18:51
Stjornmalaskodanir mannsins skiptir Mali tegar Hann sallar nidur jafnadarmenn. Stjornmalaflokkur var skotmarkid.
Stefán Júlíusson 24.7.2011 kl. 20:14
Það er auðvitað óþægilegt fyrir suma að horfast í augu við að maðurinn er hægri öfgamaður og vann ódæði sitt í krafti sinnar klikkuðu sannfæringar.
hilmar jónsson, 24.7.2011 kl. 21:16
Komið þið sælir; að nýju !
Hilmar !
Ég hefi; fullan skilning, á viðhorfum Jóns síðuhafa - og gestgjafa okkar, til ýmissa mála, og ættir þú ekkert að vera að skenza hann, að ástæðulausu.
Jón er fremur; fulltrúi Frjálslyndra manna, af hinum gamla skóla - alls ekki, tilheyrandi miðjumoðs öflum Frjálshyggjunnar, hafir þú staðið í þeirri meiningu.
Líttu þér nær Hilmar; áður en þú reiðir til höggs á ný - og upplýstu okkur, um óþverra þann, sem Vinstri vinir þínir, um Veröldu víða hafa fyrir staðið, áður en þú lætur næst, til skarar skríða, gegn hófsemdarmönnum, eins og Jóni Ríkharðs syni.
Þú; sem þínir líkar, þorið aldrei, að vega að okkur Hvítliðum og Falangistum, sem erum jú, allra yst, á hinni Hægri brún, og erum stoltir af, ágæti drengur.
Þar í; liggur munurinn, á okkur Jóni síðuhafa - hann er fölskvalaus og samvizku samur unnandi hins svokallaða lýðræðis - ég aftur á móti; er fulkomlega á móti því fyrirkomulagi, ekki hvað sízt, með tilliti til aðstæðna, í okkar ört hrörnandi samfélagi.
Ígrunda þú vel, þessi orð mín, Hilmar minn.
Með; þeim sömu kveðjum - sem áður, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 24.7.2011 kl. 22:14
Þarna er ég ekki alveg sammála þér Stefán, ég vil meina að illskan sé orsökin, því stjórnmálastefnur hvetja ekki til svona ofbeldisverka.
Það er aldrei réttlætanlegt að drepa neinn, burtséð frá trú, litarhætti eða öðru.
Illmenni finna sér oft einhverjar rétlætingar en þær eru ekki orsökin, heldur illskan.
Jón Ríkharðsson, 24.7.2011 kl. 22:18
"Þú; sem þínir líkar, þorið aldrei, að vega að okkur Hvítliðum og Falangistum, sem erum jú, allra yst, á hinni Hægri brún, og erum stoltir af, ágæti drengur."
???.....
hilmar jónsson, 24.7.2011 kl. 22:18
Óttalegur bullukall áttu til að vera Óskar minn...
hilmar jónsson, 24.7.2011 kl. 22:25
Meina; hvert orð, Hilmar.
Sjáðu Spán í dag; t.d., - og allt öngþveitið, sem vinir þinir, Evrópusambands liðar, eru búnir að valda þar - sem víðar, í þessarri nágranna álfu, okkar.
Réði Herinn ríkjum þar; undir leiðsögn Falangista, væru þeir að fást við sín mál, á eigin forsendum - ekki; skriffinnanna, í Brussel.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason 24.7.2011 kl. 22:27
Við skulum nú; spara okkur hnjóðsyrðin, persónulega, í hvors annarrs garð, Hilmar.
Þú hefir áður; nýlega reyndar, beðið mig afsökunar, á illhryssingi nokkrum, sem ég varð við, hafir þú ekki munað, ágæti drengur.
Ástæðulaust; að fara með umræðuna, niður á sandkassa planið Hilmar minn, ekki satt ?
ÓHH
Óskar Helgi Helgason 24.7.2011 kl. 22:30
Jón: Til hvernig ofbeldisverka boða stjórnmálastefnur þá?
Ég varð fyrir árás u.þ.b. 7 manna í síðasta mánuði vegna stjórnmálaskoðanna minna. Það var sparkað í fólk í hópinn og því hótað lífláti.
Tveim dögum áður var mér sagt að fara heim til mín því ég hefði ekkert í Þýskalandi að gera nema að stela peningum af Þjóðverjum. Var það pólitísk eða aðeins illska?
Þetta er ekki enn svo þekkt á Íslandi, en hvað með þegar fólk safnast saman fyrir utan heimilis þingmanna eða stjórnmálamanna og kalla það öllu illu?
Er það þá aðeins vont fólk sem hefur engan pólitískan tilgang?
Mótmælin fyrir utan Alþingishúsið var þá ekki í pólititískum tilgangi heldur aðeins vont fólk sem hafði ekkert með pólitík að gera?
Er þá ekki best að biðja fólk að vera heima hjá sér og hætta fá útrás í pólitík.
Eitt gróft dæmi: Nasismi er ekki slæmur heldur aðeins fólkið sem "drap" í nafni hans?
Stefán Júlíusson 24.7.2011 kl. 22:30
Ef þú ert að vísa til mín Hilmar, þá er greinilegt að þú ert ennþá á sama andskotans planinu og þú hefur verið, fastur í bullinu.
Ef þú heldur að það sé eitthvað viðkvæmt fyrir mig eða minn málstað, að hann sé hægri maður, þá ert þú að vaða reyk, en það er ekkert nýtt.
Ég veit það fullvel, að þessi maður hefur sömu stjórnmálaskoðanir og ég, það hefur komið fram, en munurinn á mér og honum er sá, að ég mundi aldrei fremja svona voðaverk, því ég tel það ekki vera í anda stefnunnar og ekki í anda neinnar stefnu, ég fordæmi svona verknað algerlega, þótt þú eflaust trúir því ekki, þú hefur líka afskaplega sérstætt hugarfar svo ekki sé nú meira sagt.
En þú, ert lýsandi dæmi um þá sem ég var að fjalla um í pistlinum, leggst niður á það plan að nota hörmungarnar sem vopn í pólitísku þrasi.
Þér er frjálst að kalla mig hægri öfgamann ef þú vilt og jafnvel gefa í skyn að ég eða mínir félagar myndu hugsanlega gera eitthvað þessu líkt.
Allir hugsandi menn vita að það er lygi.
Þetta var og er mikill harmleikur, þú hefur sennilega ekki nægjanlega skynsemi til að skilja það og láta pólitískar deilur niður falla um stund.
Og ef þetta er grín hjá þér Hilmar, þá er það ótrúlega smekklaust, þú ættir að skammast þín og sýna norðmönnum samúð og hætta að þræta einu sinn, hafir þú vit til.
Jón Ríkharðsson, 24.7.2011 kl. 22:31
Það er enginn að kalla þig eða " félaga" þína neitt Jón. Veit ekki hvaða leikrit þú ert að reyna að skrifa hér ?
Maðurinn er hægri öfgasinni og vann ódæðið sem slíkur. Það er einfaldlega það sem ég er að segja, og ég tek undir með Stefáni með að það er ekki hægt að afgreiða öfga
pólitík endilega sem geðveiki.
Grín er þetta ekki heldur Jón, eða grín um hvað og í hvaða tilgangi. Þú birtist mér einfaldari en ég hélt þig vera.
hilmar jónsson, 24.7.2011 kl. 22:42
Setfán minn, ég skil fullkomlega hvað þú ert að fara, en ég sé málið frá annarri hlið en þú.
Mér finnst engan veginn réttlætanlegt að þú hafir orðið fyrir þessari árás, ég blátt áfram þoli alls ekki ofbeldi, hvorki andlegt né líkamlegt.
Mín skoðun er hins vegar sú, þér er frjálst að vera ósmmála því, að illskan finnur sér oftast einhverjar réttlætingar.
Eins og þú veist, þá er jafnaðarstefnan mannúðarstefna, það er frjálshyggjan líka, þessar stefnur boða ekki ofbeldi.
Ef við horfum framhjá ýmsum ofbeldissögum í Gamla testamentinu og lítum á friðarboðskap Nýja testamentisins, þá boðar kristna trúin kærleik og frið.
Svo vitum við að í gegn um aldirnar þá hafa kristnir menn drepið í nafni trúarinnar, múslimar hafa gert slíkt hið sama, Ku kux klan eru samtök hægri manna sem hata svertingja og þeir hafa drepið þá, kommúnistar hafa drepið í nafni stefnunnar osfrv.
Ef við lesum allar ofangreindar stefnur, þá hvetur enginn þeirra til ofbeldis, þá er ég að meina stjórnmálastefnurnar og kristnu trúna eins og hún er boðuð.
Þess vegna hef ég þá skoðun, að það sé illska mannsins, sjúkleg vladgræðgi og aðrar hryllilegar hvatir sem séu orsökin fyrir glæpunum, þ.e.a.s. ef ekki væri hægri stefnan, eins og er í tilfelli morðingjans í Noregi, þá myndi hann finna einhverja aðra til að rétlæta sín verk.
Ég ætla að vona það Stefán, að þú trúir því ekki að hægri stefnan hvetji til svona illvirkja, þú kemur mér fyrir sjónir sem allt of skynsamur maður til þess.
Ég mundi í það minnsta aldrei tengja jafnaðarstefnuna við voðaverk, þótt ýmsir hafi fundið það út, að málfræðilega séð sé nasisminn jafnaðarstefna.
Jafnaðarmenn eru friðsamir og góðir menn, þótt ég sé ekki sammála þeim að öllu leiti, en þeir vilja vel og það ber að meta.
Jón Ríkharðsson, 24.7.2011 kl. 22:44
Hilmar, ég varð andskoti reiður þegar ég las kommentið þitt, en ég ryð úr mér svo er það búið.
Það hefði verið ágætt að geta sýnt fólkinu í Noregi samúð, án þess að fara út í pólitík.
Ég get engan veginn fallist á það, að þetta sé pólitík að kenna, það geta verið brjálæðingar í öllum flokkum.
Maður sem geri svona hluti er að mínu mati haldinn geðveiki, því heilbrigðir menn drepa ekki fólk á þennan hátt.
Ég get ekki viðurkennt að maður sem gerir svona sé andlega heill, en menn þurfa ekki að vera sammála um það.
Jón Ríkharðsson, 24.7.2011 kl. 22:52
Jón: Öfga-hægri og hægri menn eru ekki það sama.
Nasistar eru ekki sósíalistar þó svo að einhverjir haldi því fram.
Ég varð fyrir ofbeldi af skipulögðum og óskipulögðum öflum vegna minna stjórnmálaskoðanna.
Það er vegna þess að skipulagði hópurinn styður ofbeldisverk.
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ýmsir stjórnmálaflokkar styðja ofbeldisverk.
Sem dæmi má nefna að margir Sjálfstæðismenn og aðrir segja að margir innan VG hafi stutt allt það ofbeldi sem átti sér stað fyrir utan Alþingi.
Í Þýskalandi eru skráð þau ofbeldisverk sem framin eru í pólitískum tilgangi. Þar er fylgst með hópum sem með ofbeldi vilja komast til valda. Bæði á vinstri kantinum og hægri kantinum.
Ég hef orðið mjög óvinsæll í hópi ýmsra þegar ég tala gegn ýmsum hópum vinstrimanna. Margir kveikja í bílum "ríka fólksins". Það er ráðist á fólk sem er ekki rétt "klætt".
Öfgar á vinstri og hægri er ekki gott. En vinstri og hægri er ekki slæmt. Það verður að gera greinarmun þar á.
Þessi greinarmunur virðist ekki vera til hjá ýmsum.
Það á ekki að tala um landráðamenn eða landsölumenn. Það á að ræða málin. Ef menn eru ekki með meirihluta fyrir skoðunum sínum, þá verða menn að sætta sig við það. Það gera ekki allir og verða þá ofbeldisfullir einmitt vegna þess að skoðanir þeirra hafa ekki meirihluta.
Stefán Júlíusson 24.7.2011 kl. 23:00
Hér er heimasíða sem er áhugavert að skoða: http://www.verfassungsschutz.de/
Hér er skýrslan þeirra fyrir árið 2010: http://www.verfassungsschutz.de/download/SHOW/vsbericht_2010_vorabfassung.pdf
Þetta er heimasíða "Stjórnarskrárvarnarinnar" í Þýskalandi. Hún ransakar, skoðar og vaktar þá sem eru með það á stefnuskrá sinni mál sem eru andstætt sjórnarskrá Þýskalands. Þeir vakta þá sem vilja "bylta" stjórnarskrá Þýskalands með valdi.
Það sjáið þið að það eru öfgar úr öllum áttum sem fylgst er með.
Stefán Júlíusson 24.7.2011 kl. 23:31
Veistu það Stefán, ég er sammála þér í meginatriðum, eins og ég hef sagt, ég legg kannski meiri áherslu á að illskan sé ástæðan en ekki trúarbrögð eða pólitíkskar stefnur.
Ég hef hluta VG grunaða um að hafa stutt ofbeldisverk, en ég get ekki sannað það, það eina sem ég veit er að mótmælaspjöld voru geymd í húsakynnum VG, en það eitt og sér bendir ekki til ofbeldis.
Aldrei dytti mér til hugar að kenna VG um ofbeldið sem átti sér stað í búsáhaldabyltingunni, fólkið í VG endurspeglar litróf mannlífsins eins og fólk í öðrum flokkum.
En þeir sem eru í pólitík ættu að ganga fram með góðu fordæmi og vera málefnanlegri en þeir eru, þar á ég við alla flokka. Málefnanlegar umræður eru ávallt til bóta.
Ég vil alls ekki ganga í ESB og ég er stjórnarmaður í Heimssýn.
En ég kalla engan ESB sinna landráða eða landssölumann, slíkar upphrópanir eru mér ekki að skapi.
Mér finnst að hver og einn eigi að fá að hafa sínar skoðanir og rétt til að láta þær í ljós, án þess að ráðist sé á hann með upphrópunum og ég virði skoðanir þeirra sem vilja ganga í ESB, þótt ég geti þrasað við þá á vinsamlegum nótum.
Því miður veit ég að margir ESB andstæðingar eru ansi herskáir og beita gífuryrðum.
Þeir gera það á sínum forsendum og á sína ábyrgð, ég stunda ekkert slíkt og mun aldrei gera.
Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.