Hvaða flokkur hefur staðið fyrir helstu framförunum?

Nú er rétta tækfærið fyrir hláturmilda vinstri menn að lengja líf sitt með góðum hlátri, því ég ætla nú enn og aftur að halda á lofti þeim góðu verkum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir.

Til þess að hægt sé að reka framsækið nútímaþjóðfélag þarf fyrst og fremst að huga að tveimur þáttum, öflugri tekjuöflun og öflugu velferðarkerfi.

Nú halda margir að sjálfstæðismenn hafi lítið verið að spekúlera í velferðarmálum, en það er mikill misskilningur og misskilning ber að leirétta, með haldbærum rökum.

Ef við tökum fyrir tekjuöflun, þá er það óumdeilt, að Nýsköpunarstjórnin stóð sig vel í að afla tekna, keyptir voru nýsköpunartogarar fyrir stríðsgróðann, það skapaði mikla atvinnu bæði til sjós og lands.

Svo er það náttúrulega velferðarkerfið, en það var endurbætt mikið í tíð Nýsköpunarstjórnarinnar og Ólafur Thors var mjög hreykinn af þessu góða og framsækna velferðarkerfi.

Lög um atvinnuleysistryggingar voru líka sett á að frumkvæði sjálfstæðismanna. Sumir efasemdamenn munu eflaust ætla, að þessar umbætur séu tilkomnar vegna þrýstings verkalýðsflokkanna tveggja, en lög um atvinnuleysistryggingar voru sett þegar sjálfstæðismenn voru með framsóknarmönnum í ríkisstjórn.

Þetta hefur nú komið fram hjá mér áður og eru ekki nýjar fréttir, en ég gleymdi lögum um fæðingarorlof, en þau voru einmitt sett þegar sjálfstlæðismenn voru við völd, árið 1946, svo voru lög um feðraorlof einnig sett í stjórnartíð sjálfstæðismanna.

Greinilegt er að í öll skiptin sem íslendingar fengu einhverjar réttarbætur, þá voru sjálfstæðismenn við völd, þá er átt við mikilvægustu réttarbæturnar. Annars finnst mér feðraorlofið ekkert sniðugt, en það er bara mín skoðun.

Mörgum þykir gaman að nudda sjálfstæðismönnum upp úr hruninu og það er erfitt að halda uppi vörnum fyrir flokkinn í því máli.

En því ber að halda til haga, að Framsóknarflokur og Samfylking eiga þar hlut að máli, án þess að verið sé að gera lítið úr hlut sjálfstæðismanna.

Miðað við öll þau góðu verk sem sjálfstæðismenn hafa unnið í gegn um tíðina, þá er hægt að fyrirgefa þeim heimskupörin öll, þeir hafa iðrast. Flestir ættu að hafa lesið og heyrt setningar á borð  við; "við brugðumst algerlega,"við sofnuðum á verðinum", "það vorum við sem brugðumst, ekki stefnan" osfrv., þetta eru tilvitnanir í forystumenn Sjálfstæðisflokksins.

Ég ætla svo að vona, að einhverjir geti hlegið mikið, húmor manna er misjafn, sumir hlægja meira að segja að staðreyndum sem virðast ekki fyndnar, svona í almennum skilningi.

Nú ef einhverjum finnst ég vera að fara með rangt mál, þá væri fallega gert að leiðrétta mig.

Ef ekkert nýtt kemur fram í þessu máli, þá er það staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir alla flokka hér á landi, en ég veit að hann hefði mátt haga sér betur á síðustu árum og ekki tapa sér svona í dansinum í kring um gullkálfinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Vá, hausinn á þér hlýtur að vera pikk fastur upp í afturendanum á þér.

Þér myndi líklega lítast vel á stefnumálin hans Anders Behring Breivik, sem mikið er rætt um þessa dagana.

Dexter Morgan, 25.7.2011 kl. 18:10

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er nú samt eitt sem er athyglisvert, varðandi bankahrunið og endurreisn SP-KEF.  Varðandi SP-KEF, þá hafa menn réttlætt aukna meðgjöf ríkis (skattgreiðenda) með sparisjóðnum, með því að bókhald hans hafi verið falsað, eða í besta falli margt sem þar stendur, ekki staðist skoðun.  Sjórnvöld hafi því verið ,,blekkt" til þess að ætla stöðuna betri en hún í rauninni er.

Ætli þeir sem réttlæta meðgjöfina, séu þeirrar skoðunnar að bókhald föllnu bankanna, hafi verið til fyrirmyndar?  Ef já.  Væri það þá ekki tíma og peningasóun að eyða hundruðum milljóna í embætti sérstaks saksóknara sem rannsakar starfsemi bankanna árin fyrir hrun?

Flestar ákvarðanir stjórnvalda vikurnar og mánuðina fyrir hrun, varðandi bankanna, byggðu jú að stórum hluta á því sem stóð í bókum þeim er sérstakur rannsakar þessi misserin.......

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.7.2011 kl. 18:15

3 identicon

Það er ekkert mál að gengisfella krónuna og auka tekjur.

Nú eru gjaldeyrishöft og þá sjáum við hver verðmiðinn er í raun og veru og hvað hrunið kostaði.

Það hefðum við hvort sem er séð.

Það sem stjórnvöld eru að gera er að taka til.  Það kostar tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn á að vera happy að fá 8 ára frí:) Ekki illa meint

Stefán Júlíusson 25.7.2011 kl. 18:35

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Komdu blessaður Dexter minn, þú hefur greinlega ekki ennþá fundið kjark til að koma fram undir fullu nafni.

Hafir þú lesið pistilinn, sem ég er ekki viss um, því margir láta sér fyrirsagnirnar nægja, þá mundir þú sjá að þetta eru allt saman staðreyndir.

Ef ég hef rangt fyrir mér, þá óskaði ég eftir leiðréttingu, en þú hefur greinilega ekki lesið það, eingöngu fyrirsögnina.

Þú hefur frekar undarlega kímnigáfu, varstu nokkuð fyrir einelti í æsku?

Eitthvað hlýtur að vera að, en það er hægt að leita sér sálfræðiaðstoðar Dexter minn. Skoðaðu það aðeins, því það er verst fyrir þig að vera að burðast með einhver sálræn vandamál.

Nú ef .þú hefur ekki efni á sálfræðimeðferð kæri vinur, þá máttu vel kíkja á síðuna mína í þeirri von að einhverjum finnist þú orðheppinn og fyndinn, það eru reyndar nokkrir sem lesa bloggin mín stundum sem eru í svipuð ástandi og þú, þannig að þú færð örugglega jákvæða athygli frá einhverjum.

Já komdu sem oftast og settu inn athugasemdir, það er svo helvíti dýrt að fara til sálfræðings.

Bloggin mín virka mjög vel á flesta, sumir geta hlegið að þeim, aðrir fá útrás fyrir sína reiði og svo eru menn eins og þú, fá athygli fyrir að vera sniðugir osfrv.

Mikið er ég glaður með að geta hjálpað svona mörgum, enda erum við hægri menn ávallt glaðir með að gera gagn.

En ég veit ekki hvað ég á að segja við þesu síðasta hjá þér vinur, mér líst ekkert á hann Breivík í Noregi, ég er bara hræddur við svona ofbeldi vinur.

En heyrðu vel á minnst, þetta er svolítið flott hjá þér vinur; "Vá, hausinn á þér hlýtur að vera pikkfastur upp í afturendanum á þér" já, mörgum þykir þetta örugglega ansi töff, mér finnst þetta soldið flott líka, þú duglegur strákur og sniðugur Dexter minn, en þetta seinna er svolítið ljótt, það eru svo margir sorgmæddir í Noregi vinur og við megum helst ekki tala svona.

Hilmar og þið félagar, ekki láta Dexter svo vera einan, segið þið að hann sé flottur eða þá að ég sé að bulla og að ég sé vitlaus osfrv. Við þurfum nefnilega að standa saman og hjálpast að.

Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 18:45

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Karl, þetta eru athyglisverðir punktar.

Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 18:50

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Eins svo oft áður Stefán, þá er ég að vissu leiti sammála þér, en ekki öllu.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til að byggja sig upp eftir langa valdasetu, það er rétt. En ég er ekki viss um að átta ár þurfi til, en um það atriði getum við víst aldrei orðið sammála Stefán minn, því við styðjum víst sitthvorn flokkinn.

En þetta með núverandi ríkisstjórn, hún tekur afskaplega lítið til að mínu mati, heldur eykur á erfiðleikana með ósamstöðu og ýmsum vandræðagangi.

Áður en ég get tjáð mig fyllilega um öll verk ríkisstjórnarinnar, þá þarf að fara fram rannsókn á þeim. 

Var nauðsynlegt að setja alla þessa milljarða, hundrað eða tvöhundruð milljarða í ónýt fjármálafyrirtæki? Ég hef ekki séð neinn rökstuðning sem styður það.

Svo er það Icesave klúðrið, Svavarssamningarnir sem þau vildu samþykkja. Það er ekki þeim að þakka, að þeir voru ekki samþyktir.

Skattahækkanir og aukning flækjustigs skattkerfisins, það virkar ekki vel á tímum sem þessum og raunar aldrei.

Ein leið til að koma hjólunum af stað er að auka innlenda neyslu, það er erfitt þegar skattar eru hækkaðir og öll gjöld.

AGS benti á það í sini skýrslu, að við þyrftum auðsynlega stóriðju svo dæmi sé tekið. Við þurfum líka erlenda fjárfestingar.

Nú hefur þessi ríkisstjórn setið í rúm tvö ár.

Að mínu mati hefði það átt að vera forgangsverkefni að koma með stóriðju og skapa jarðveg fyrir erlenda stóriðju, það hefði átt að spara allan kostnað, sem ekki er lífsnauðsynlegur.

Við hefðum átt að geyma ESB umsóknina, Stjórnlagaráð og allt sem kostar peninga, molar eru líka brauð eins og þú veist og slá þéttri skjaldborg utan um velferðarkerfið.

Pólitík snýst líka að vissu leiti um sálfræði, ég veit að þótt öllu sem ég get um að ofan hafi verið sleppt, þá er ekki víst að ástandið hefði verið betra.

En að gefa það út, að nú skuli ölu slegið á frest sem kostar peninga og er ekki nausynlegt á þessum tímapunkti, aðeins hugað að nauðsynlegum kostnaðarþáttum og allt sett í að koma með stóriðjufrmakvæmdir, það að byrja róar fólk og skera allt niðru sem mögulegt er, þá hefði skapast meiri sátt og vinnufriður orðið meiri, fyrir ríkisstjórnina.

Þú þekkir söguna af Rooswelt, en honum tókst að róa fólk niður og sannfæra alla um að þetta myndi reddast. Menn eru ekki á eitt sáttir, um hvort hann gerði allt rétt, en hann fékk þjóðina með sér.

Það er lykilatriðið og ég veit ekkert um það, hvort sjálfstæðismönnum hefði tekist betur upp, þótt ég haldi það, þá kemur það aldrei í ljós.

Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 19:10

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Eitthvað var ég að flýta mér Stefán minn, en ég átti við "skapa jarðveg fyrir erlendar fjárfestingar", ég ætlaði ekki að tvítaka þetta með stóriðjuna.

Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 19:13

8 identicon

Jón, við erum auðvitað sammála:)

Kattasmölun er ekki góð.  Ríkisstjórnin átti að taka ákveðnar ákvarðanir strax í upphafi sem hún ekki gerði.

En við verðum einnig að spyrja okkur hvort ríkið hafði fjármögnun til að fjármagna virkjanir frá því árið 2008.

En ég veit að þú er ekki "öfga" hægri maður.  Þess vegna er gott að spjalla við þig.

Þetta er ákveðinn ótti við ákvarðanatöku sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í sirka 10 ár eða meira.

Þá á ég við pólitískar ákvarðanir hvort sem þær virðast góðar eða slæmar á þeim tíma sem þær eru teknar.

Við þekkjum þetta kanski sem sjómenn;)

Stefán Júlíusson 25.7.2011 kl. 19:28

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú nefnir sjómennskuna Stefán, hún er oft ágætis samlíking, því við þekkjum hana báðir.

Skipstjórinn verður að taka ákvörðun, um hvort hann eigi að keyra uppí eða halda áfram veiðum. Hann veit að menn geta farist, ef hann heldur áfram, en ef hann keyrir uppí, þá eru menn tekjulausir og ekkert veiðist á meðan.

Ég hef nú verið ansi lengi á sjó og með mörgum skipstjórum. Bestu skipstjórarnir taka áhættu og það gengur alltaf upp hjá þeim, svo eru aðrir sem eru alltaf hræddir.

Kannski er ég að storka örlögunum með að segja þetta, en ég held að lífið sé ekki eins hættulegt og sumir vilja meina, það er í lagi að taka áhættu og oft betra að gera eitthvað heldur en ekki neitt.

Þegar trollið er óklárt, þá standa margir minni spámenn og horfa á það og spekúlera í bestu aðferðinni, á meðan aðrir setja gilsinn í á einum stað, kranann á öðrum, hífa hraustlega í, kannski rifnar eitthvað, en smátt og smátt leysist flækjan, fljótar hjá þeim sem vaða í verkið í stað þess að horfa á það. En við megum aldrei vaða áfram í blindni, framkvæmdir með skynsemi að leiðarljósi eru oftast betri en að standa og horfa.

Það er vitanlega erfitt að vera í pólitík, þegar ákvörðun er tekin, þá getur hún virkað vel eða illa, menn hafa ekki hugmynd um hvað gerist í framtíðinni.

Þetta snýst einheyrnveginn allt um ákveðna heppni, einnig hóflega áhættusækni, það er sannarlega ekki einfalt verk að stjórna, en eigum við ekki að segja eins og gömlu mennirnir sögðu á sjónum;"bara að hífa, slaka eða gera eitthvað", allt betra en aðgerðarleysi.

Ég get líka sagt slíkt hið sama um þig Stefán, þú ert það víðsýnn að það er mjög gott að spjalla við þig.

Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 19:49

10 identicon

Þetta kallast að opna viðsjónarhringinn.

Ég er gallharður evrópusinni.  meira ein samfylkingin og þú ert í Heimsýn.

Það hefði mér aldrei dottið í hug.

Að spjalla saman er mikilvægt.

Við verðum að skilja hvort annan en ekki fordæma

Stefán Júlíusson 25.7.2011 kl. 20:40

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér finnst ekkert athugavert við það, að menn vilji ganga í ESB á þeim forsendum sem þú talar um, þínar skoðanir eru í takti við ESB, en eins og þú veist, þá hafa fulltrúar ESB sagt, að þjóðir þurfi að hafa sömu markmið og Evrópusambandið, ef þeir vilja ganga inn.

ESB er ekki endilega slæmt,þetta snýst bara um smekk, held ég þegar upp er staðið.

Ég vil ekki fara í ESB, vegna þess að ég er fullkomlega sáttur við Ísland eins og það er, ég vil búa í litlu ríki og takast á við kostina og gallana sem fylgja því.

Ég er einstaklingshyggjumaður, ég er lítið gefinn fyrir samkrull, því mér finnst það flækja málin osfrv.

Skoðanir snúast ekki alltaf um rétt eða rangt.

Ég veit það, að milljónir manna búa í ESB ríkjum og þeim líður nokkuð vel, allflestum.

Vandræðagangur í efnahagsmálum þekkist víða um þessar mundir, það er ekkert alvarlegt, kreppur líða hjá eins og allir erfiðleikar.

Mér finnst spennandi að búa í litlu ríki og vinna í að bæta það, á eigin forsendum.

Það verður hver og einn að finna hvað hentar honum, það er ekkert rangt við það að vilja ganga í ESB þótt ég vilji það ekki.

Mér leiðist hinsvegar þegar ESB sinnar eru að lofa því, að flest vandamál hverfi við það eitt, að ganga í ESB, við þurfum alltaf að gæta að hagstjórninni, hvort sem við erum innan eða utan ESB.

Jú, Stefán, ég skil fyllilega þína afstöðu þótt ég sé ekki sammála henni.

Vissulega má dást að ESB fyrir að hafa skapað frið í Evrópu, þeir hafa ósköp mannúðlega og góða stefnu.

En hætt er við, að maður gerði lítið annað en að skipta um skoðanir, ef maður ætti að tileinka sér allar stefnur sem í boði eru.

Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 21:48

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

En mikið finnst mér vanta up á samkenndina hjá þeim sem hafa gaman af að hlægja að mér og mínum færslum.

Á bara að hafa Dexter ræfilinn einan og yfirgefinn?

Það liggur við að ég fari að þykjast vera sammála honum, til að efla sjálfstraustið hans eitthvað.

Hugsið ykkur, Hilmar og félagar, ef þið bakkið hann nógu mikið upp og takið undir það sem hann segir, þá þorir hann kannski einhverntíma að koma fram undir réttu nafni Þá hefur hann unnið stóran sigur á sínum veikleikum.

Óttalega eruð þið leiðinlegir við strákinn, eins og þetta er nú flottur drengur.

Jón Ríkharðsson, 25.7.2011 kl. 21:54

13 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Dexter lætur nú filgja mynd af sér, en mikið er hann svipljótur..

Vilhjálmur Stefánsson, 25.7.2011 kl. 22:39

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hvaða vitleysa er þetta Vilhjálmur, þetta er flottasta myndin sem hann fann á netinu, smekkur manna er mijafn og honum finnst þetta flott.

Dexter er rosa töffari, við skulum ekki auka minimáttakendina hans, frekar að byggja ræfilinn upp.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2011 kl. 00:10

15 identicon

Heill og sæll Jón; æfinlega - sem aðrir gestir, þínir !

Fjarri fer því; að við Dexter séum alltaf sammála, en,...... hví skyldi hann ekki fá að njóta sannmælis, í ýmsu Vilhjálmur - Jón, og þið aðrir ?

Svo; vil ég benda á, að Evrópusambands nauðhyggja nokkurra, bæði; hér á vef - sem víðar, á eftir að hverfa, eins og dögg fyrir Sólu, innan ekki, svo langs tíma.

Bæði er; að Ísland tilheyrir jú, Norður- Ameríku - og á að vera þar, meðal vina, allar götur til Suðurheimskauts upphafs, og svo, eru hinar þróttmiklu Mongólsku þjóðir Asíu, í æ ríkara mæli, að vinna að réttmætri innlimun Evrópu skagans, inn í hina miklu Austurálfu, ágætu piltar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 26.7.2011 kl. 00:58

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll Óskar minn Helgi, æfinlega heill og sæll.

Dexter nýtur fullrar virðingar hjá mér, ég ber virðingu fyrir öllu fólki og ölluim skoðunum.

Ég er nú reyndar ekki sálfræðimenntaður Óskar minn, en mér þykir það benda til andlegrar vanheilsu, þegar menn segja mér að hausinn á mér sé fastur í afturendanum og telja það, að ég sé á sömu línu og brjálæður morðingi í Noregi, það telst nú varla heilbrigð umræða eða hvað finnst þér?

Menn geta svo sem haft skoðanir á mér, það er í lagi að mönnum finnist ég leiðinlegur og vitlaus, ég erfi það ekki við neinn.

En mér þykir betra ef menn geta þá leiðrétt mig ef ég er að fara með rangt mál, ég vil bara segja sannleikann og ekkert annað.

Ég hef athugasemdakerfið opið fyrir öllum, því ég vil opnar umræður og einnig að menn bendi mer á hugsanlegar rangfærslur.

En Dexter hafði ekkert við færsluna að athuga, heldur var hann viss um höfuð mitt væri fast í afturendanum á mér, en það er svolítið sérstætt, því þegar ég lít í spegil,þá er höfuðið á sínum stað, konan mín og allir hafa staðfest það, þannig að þú sérð að ég tek öllum ábendingum með opnum huga.

Í þesum heimi getur allt gerst og þar sem éf er frekar undarlegur, þá gæti þetta alveg gerst og eins gott að vera viðbúinn.

Á þessari síðu er aðeins einn ESB sinni, það er hann Stefán og ég virði vitanlega hans skoðanir.

En Óskar, ég hef ekki ennþá séð neitt eftir Dexter annað en nokkur orð sem lýsa vanþóknun hans á mér, ég virði það en er ekki samála því, hann nýtur sannmæalis og virðingar eins og allir aðrir.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2011 kl. 01:46

17 identicon

Sælir; á ný !

Á já; mér yfirsást, þessi bakhluta höfuð rannsóknar lýsing Dexter´s, á þér Jón minn.

Þó svo; liðugur sért Jón, verðum við að ætla, að þú leikir ekki slíkar kúnstir - frá höfði niður til mittis, svo snarlega - eða hvað finnst Dexter, um þá fyrirspurn mína, megi hann mæla ?

Með; hinum sömu kveðjum - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason 26.7.2011 kl. 01:53

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur Óskar minn.

Dexter svarar þér örugglega ekki, hann les bara fyrirsagnir og það sem stendur í efstu línum, þú hafðir spurningu sennilega of neðarlega fyrir hans smekk.

En ég er nú ekkert sérstaklega liðugur núorðið Óskar minn, það virkar ekki vel á liðina að vera úti á sjó í allavega veðrum í allskonar streði.

Maður er orðinn hálf stirður í skrokknum, en fílhraustur að öðru leiti.

Nei, það er ómögulegt að koma hausnum fyrir á þeim stað sem Dexter talar um, ég fæ bara verk í bakið við að reyna þetta.

Kær kveðja auðstur yfir heiðar,

Jón Ríkharðsson.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2011 kl. 02:13

19 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Afar athyglisverð söguskýring hjá þér og sýnir vel hve nákvæmt pólitíska uppeldið er hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég tók reyndar eftir því að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins síðustu 40 árin voru eignuð afar fá hreystiverk. Ólafur Thors var mikill forystumaður, hugrakkur og skynsamur. En, hann var afar umdeildur í sínum flokki því hann lagði svolítið annan skilning í orðið "sjálfstæðismaður" en var skilningur mikils hluta flokksmanna hans. Hann vildi gera ALLA sjálfstæða en sterki armur flokksins vildi bara gera ákveðinn kjarnahóp sjálfstæðan á kostnað heildarinnar.

Það eru nú afbjagaðar upplýsingar sem þú hefur fengið að tala um stríðsgróða sem við eigum að hafa notað til atvinnusköpunar. Það var nú ekki stríðsgróði heldur styrkur sem okkur var veittur. Eins og ævinlega hefur fylgt Sjálfstæðisflokknum, fóru góðir eiginleikar forgörðum þegar sterku öflin fóru að finna peningalykt. Þá vildu margir hagnast á peningunum sem sjávarútvegurinn aflaði.

Ekki má gleyma hamaganginum í Sjálfstæðismönnum þegar þeim fannst þeir ekki fá nógu frjálsar hendur til að eyða gjaldeyristekjunum í allskonar innflutning. Þá voru Sjálfstæðismenn fallnir úr ríkisstjórn og hrópuðu hátt um haftastefnu o.fl. Það einkennilega við fyrri hluta aldarinnar, og jafnvel fram undir 1980, voru Sjálfstæðismenn sífellt að hrekjast frá völdum vegna skuldasöfnunar. Þær ríkisstjórnir sem tóku við, þurftu að keyra þrönga aðhaldsstefnu til að greiða úr skuldasúpu, en fengu svo aldrei nógu langan tíma til að sanna stefnu sína á hreinum grunni. Sjálfstæðismenn voru svo miklir snillingar í auglýsingamennsku og áróðri að þeim tókst alltaf að ná völdum á ný, auðvitað með smá klækjum, reyndar eins og flestir hinna, en höfðu úr meira fjármagni að spila.

Atvinnuleysisbæturnar voru nú ekki gjöf frá Sjálfstæðisflokknum, frekar en annað. Atvinnuleysisbæturnar komu sem skiptimynt í staðin fyrir launahækkun. Það var því í raun launafólk sem bjó atvinnuleysistrygginguna til, með því að gefa eftir af launahækkun til að stofna þennan sjóð.

Ég sakna þess svolítið að þú skulir ekkert minnast á hina undarlegu stjórnarhætti Sjálfstæðisflokksins síðustu 20 árin eða svo. Þá urðu mörg snilldarverk flokksins, við að losa þjóðina við flest þau fyrirtæki sem skiluðu arði til ríkisins. Hávaðasöm krafa var um frelsi einstaklingsins, sem skilaði síminnkandi eftirliti og stjórnun. Stjórnsýslulög voru samþykkt, sem raunar engar stofnanir fara eftir, ef frá er talinnUmboðsmaður Alþingis. Þessi snilldarlög hafa ekki inni að halda nein refsiákvæði verði þau brotin, svo þessi lög njóta afar lítillar virðingar í stjórnkerfinu.

En á sama tíma og umrædd stjórnsýslulög voru samþykkt, var líka breytt ákvæðum almennra Refsilaga um viðurlög og refsingar vegna brota í starfi innan stjórnsýslunnar. Ég held ég elti þetta ekki lengra, en það er af afar mörgu misjöfnu að taka úr stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Vissir þú t. d. að það eru engin lög til um Tollstjóraembættið, eða starfsskyldur og ábyrgð starfsmanna þess embættis. Jæja, ég ætla að hætta þessu. Það er óhollt að rifja of mikið upp hin sérkennilegu drengskaparbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þau eru ekki holl, svona rétt fyrir svefninn.

Guðbjörn Jónsson, 26.7.2011 kl. 02:22

20 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Guðbjörn, þú veður svartan reyk ef þú heldur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alið mig upp að einhverju leiti, ég er einn í mínu grúski að mestu leiti.

Reyndar hef ég gagnrýnt flokkinn fyrir að hafa ekki varið sig með sama hætti og Ólafur Thors gerði á ínum tíma, varðandi Kveldúlfsmálið. Ég er argur út í linkind forystunnar, því mér finnst vinstri menn hafa farið offari í sinni gagnrýni á flokkinn, en enginn svarar fyrir sig.

Upp á mitt einsdæmi tók ég mig til, seinni hluta árs 2009 og fór að skrifa um þessi mál, mér ofbuðu árásirnar á flokkinn og linkind forystumannanna.

Þetta eru ekki afbakaðar upplýsingar, kannski hártoganir um hugtök. Ég gleymdi sennilega að geta þess og bið afsökunar á því, að það var Marshallaðstoðin sem var notuð, en við fengum hana ansi ríflega vegna þess, að Thor Thors gekk vel að semja við Bandaríkjamenn. Nú ef vinstri flokkarnir hefðu fengið að ráða, þá hefði sennilega engin Marshall aðstoð orðið.

Alltaf tala ég um, að sjálfstæðismenn hafi gert mistök, eins og aðrir og margir tengdir flokknum hafa misnotað aðstöðu sína meðan höftin ríktu. En því skal haldið til haga, að sjálfstæðisstefnan er á móti höftum, enda afnam hann höftin ásamt Alþýðuflokknum, þegar Viðreisnarstjórnin komst til valda. Ég er tilbúinn til að ræða þetta atriði nánar við þig Guðbjörn, en ég finn ekki heimildir um þetta sem þú lýsir, varðandi skuldasöfnun flokksins, en það hljómar undarlega, þótt það kunni að vera satt. Mér er illa við að ræða mál sem ég er ekki viss um og ég er sjómaður en ekki sérfræðingur í stjórnmálum svo það komi fram.

Atvinnuleysisbæturnar komu til, eins og þú bendir á, eftir langvinnt verkfall á sínum tíma. Þar var notuð svipuð aðferð í þjóðarsáttinni, sem flestir voru ánægðir með, mér fannst hún mikið afrek.

Af einhverjum ástæðum, þá hafa laun verið umfram framleiðslugetu fyrirtækja, Ólafur Thors ásamt fleirum hafa bent á það. Of miklar launahækkanir, miðað við getu atvinnulífsins, orsaka verðbólgu vegna víxlhækkanna verðs og launa, þannig að það var mjög gott hjá Ólafi Thors að ná þessu í gegn.

Um hina "undarlegu stjórnarhætti" Sjálfstæðisflokksins síðustu 20. ár hef ég oft skrifað um, það er ekki hægt að koma öllu að í einum pistli.

Mig langar að vitna í fylgirit sem kom með Economist áramótin 1998-1999, en þar segir m.a. að íslendingar hafi haldið skynsamlega á sínum málum undanfarin ár, hagvöxtur var 5% þrjú ár í röð, atvinnuleysi 2% og Ísland var þá í fimmta sæti á heimslista OECD yfir kaupmátt ráðstöfunartekna. Þú getur eflaust fundið þetta blað einhversstaðar og sannreynt  það sem ég hef sagt.

Árið 1998 höfðu sjálfstæðismenn stjórnað í sjö ár samfleytt og þetta voru ágætis ummæli, finnst þér það ekki? Allar stofnanir erlendar gáfu íslendingum góða og jákvæða umsögn reyndar nokkrar ábendingar líka sem ekki alltaf var farið eftir en eftir stendur að íslenskt samfélag er mjög gott, sem óbreyttur sjómaður hef ég verið ánægður með störf Sjálfstæðisflokksins, þótt margt megi vissulega betur fara. Ég man ekki vetur en að erlend matsfyrirtæki hafi gefið ríkissjóði góða einkunn á árunum fyrir hrun og margir hrósað fyrri ríkisstjórn fyrir það sem hún gerði þegar allt hrundi, bankarnir látnir falla í stða þess að dæla í þá fé, greiðslumiðlun haldið opinni osfrv.

Svo hef ég lítið verið að segja mínar skoðanir á frelsisvæðingunni, því þær valda óþarfa þrasi og skipta ekki máli.

Það sem að máli skiptir er það, að mín skoðun og margra annarra er sú, að sjálfstlæðismenn hafa staðið sig mikið betur í gegn um tíðina en vinstri flokkarnir. En vissulega má alltaf gera betur og fólk er vissulega ósammála um leiðir, það verður alltaf.

Miðað við reynsluna af vinstri flokkunum síðustu tvö ár, en mínar skoðanir varðandi það má lesa í aths.nr. 6, þá fæ ég ekki séð að vinstri stjórn virki hér á landi.

Sjálfstæðisstefnan er að mínu mati sú besta sem völ er á, en vitanlega gengur oft misjafnlæega að framfylgja henni.Þess vegna þarf flokkurinn að vera stöðugt að bæta sig og sína stefnu.

En að lokum Guðbjörn ef þér dettur í hug að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kennt mér eitthvað um söguna eða mótað mínar skoðanir, þá ert þú að vaða í kolsvörtum reyk, ég vil endurtaka það til að forðast frekari misskilning.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2011 kl. 03:15

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já, ég gleymdi að svara einu hjá þér Guðbjörn, sennilega er ég of syfjaður í svona umræður, en það verður að hafa það, maður getur nú vakað eina vorvertíð eða svo.

Þú segir að ég forðist að nefna hreystiverk forystumanna flokksins, annarra en Ólafs Thors.

Það er sennilega vegna þess að mér leiðist öll perónudýrkun, foringjarnir vinna aldrei einir, einn flokur er samstarf margra einstaklinga sem aðhyllast vissa stefnu.

Ég nefndi Ólaf Thors í framhjáhlaupi til að sýna það, að hann var stoltari af velferðarkerfinu heldur en verðmætasköpuninni sem kom í kjölfar nýsköpunartogaranna. Þetta átti að vera til þess að sýna fólki, að sjálfstæðismenn, eins og allir, vilja gott velferðarkerfi.

Enda hafa þeir unnið að því, eins og allir flokkar hér á landi svo því sé til haga haldið.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2011 kl. 03:24

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Kannski hefur þú verið syfjaður eins og ég Guðbjörn, þegar þú komst með þína athugasemd, en augljóst er að þú kemur með ýmsa rangfærslur, sem ég skal nú leiðrétta.

Til þess að fá sem gleggstar upplýsingar, þá leita ég gjarna heimilda ansi víða. Ég tölti á bókasafnið og varð mér úti um bók sem Emil Jónsson skrifaði, en hann var krati eins og þú veist, ekki sjálfstæðismaður.

Þar sem að ég var syfjaður og utan við mig, já ég vaki stundum of lengi við tölvuna, þá gaf ég þér eftir, þetta með stríðsgróðann, þú virkaðir líka svo sannfærandi. En það voru mín mistök, maður á aldrei að trúa neinum nema að kynna sér málin fyrst.

Það sem ég sagði umstríðsgróðann er sem sagt alveg rétt, ég las það bæði í bókinni hans Emils; "Á milli Washington og Moskvu", einnig sá ég það í æfisögu Ólafs Thors.Í málefnasamningi Nýsköpunarstjórnarinnar sagði m.a.; 300. millj. kr. af gjaldeyriseign bankanna skyldi varið til kaupa á framleiðslutækjum aðallega vélum". Svo mörg voru nú þau orð Guðbjörn minn, gjaldeyriseignin var sem sagt tilkomin vegna stríðsgróðans og þetta var samþykkt árið 1944.

Marshall, gamli, utanríkisráðherra Bandaríkjanna skapaði styrkinn sem svo kenndur var við hann sjálfan "Marshallaðstoðin" þú manst, í júnímánuði árið 1947, varla hafa íslendingar fengið styrk úr þeim sjóði árið 1944?

Þannig að ég hafði nú rétt fyrir mér það og var ekki með neina afbökun á neinu, enda er það ekki minn stíll, ég þoli ekki rangfærslur.

Þú segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf hrakist frá völdum vegna óhóflegrar skuldasöfnunar. Marshallaðstoðin var ekki óhófleg skuldasöfnun, heldur lán á óvanalega góðum kjörum, nánast gjöf.

Árið 1956 komst svo vinstri stjórn til valda, en slíkt hafði þá ekki gerst síðan "stjórn hinna vinnandi stétta" hafði ríkt, þ.e.a.s. í tuttugu ár, hvorki meira né minna.

Hvernig búi segir svo Emil sálugi, að sú stjórn hafi tekið við? Emil sagði m.a. á bls 166; "Árferði til að byrja með var sæmilega gott, en árið 1958 var það ágætt bæði til lands og sjávar".

Förum svo í aðra bók, en hún var skrifuð af vinstri manni, Illuga Jökulssyni og heitir ´"Ísland í aldanna rás árin 1900-2000" og lítum á bls. 535, en þar segir m.a. í umfjöllum um vinstri stjórnina; "Allflestir voru sammála um að nauðsynlegt væri orðið að skera efnahagslífið rækilega upp og draga mjög úr því haftakerfi sem enn var við lýði á flestum sviðum. Skoðanir voru aftur á móti mjög skiptar um hvernig að því skyldi staðið og bæði landlæg íhaldssemi og skortur á hugdirfsku í öllum stjórnmálaflokkum höfðu komið í veg fyrir að nokkuð gæti gerst".

Hvað gerði svo Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Alþýðuflokknum þegar viðreisnarstjórnin var mynduð, eftir að vinstri stjórnin gat ekki gert það, vegna þess að kjarkinn skorti smkv. því sem vinstri maðurinn Illugi skrifaði?

Jú, höftin voru afnumin og gerðir voru margir góðir hlutir í tíð þessarar stjórnar.

Ég nenni varla að fara að rekja þá hörmungarsögu sem átti sér stað, árin 1970-1980, en þá voru vinstri menn áberandi í landsstjórninni og Sjálfstæðisflokkurin laskaður af innbyrðisdeilum og ýmsu öðru, þú hlýtur að muna eftir verðbólgunni og öllum vandræðagangum á þessum tíma, en ef ekki, þá skal ég gjarna hjálpa þér við að rifja það upp síðar.

Já, vel á minnst, sjálfstæðismenn töluðu aldrei fyrir höftum, þótt viðskiptamenn tengdir flokknum hafi notfært sér þau, þá höfðu sjálfstæðismenn aldrei frumkvæði að þeim. En þeir afnámu þau og að lokum afnámu þeir höftin svo mikið og gáfu svo mikið frelsi, að sumir vilja meina að það hafi ollið alheimshruni.

Svo væri ágætt að fá gagnrýni sem byggist á heimildum, en ekki eitthvað út í loftið, stjórnmál eiga aldrei að vera trúarbrögð Guðbjörn minn, sannleikurinn á alltaf að ráða. Þes vegna les ég líka það sem vinstri menn skrifa í bland við rit sjálfstæðismanna, til að sjá heildarmyndina, þú skilur.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2011 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband