Miðvikudagur, 27. júlí 2011
Hvers vegna er aldrei rætt um pólitík hér á landi?
Pólitísk umræða hér á landi er varla til og hún er nær óþekkt í fjölmiðlum landsins.
Vinstri flokkarnir með dyggri aðstoð fjölmiðlanna halda því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ábyrgur fyrir öllu því sem neikvætt er hér á landi og sjálfstæðismenn neita því afskaplega sjaldan, því það er víst svo ómálefnanlegt að verja sig segja þeir.
Í stuttu máli má segja, að hér á landi hefur aldrei verið einn flokkur við völd, í landsmálum. Vinstri flokkarnir hafa stjórnað með Sjálfstæðisflokknum allan lýðveldistímann, þegar vel hefur gengið, þá er það góðu samstarfi Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að þakka, það sem miður hefur gerst, er einnig öllum flokkunum fjórum að kenna.
Kvótakerfið, framsalið, kvótabraskið, verðtrygging, einkavæðing bankanna og hrunið, allt þetta skrifast á flokkanna fjóra, VG eru reynda saklausir af aðdraganda hrunsins, en það er vegna þess að flokkurinn var í stjórnarandstöðu ansi lengi.
Það er staðreynd, sem allir ættu að þekkja, að VG er á móti öllu þegar þau eru í stjórnarandstöðu og samþykkja allt þegar þau eru í ríkisstjórn, þanig að þau hefðu verið jafnsek og hinir flokkarnir þrír, varðandi hrunið, ef flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn.
Um leið og vinstri flokkarnir hætta að firra sig ábyrgð og sleppa því að ljúga upp á sjálfstæðismenn, þá er hægt að fara að ræða pólitík.
Þá geta flokkarnir kynnt sínar stefnur fyrir kjósendum og fengið atkvæði út á eigin verðleika, en ekki lygaáróður.
Athugasemdir
Það er frábært að hlusta á umræður á Alþingi. Sérstaklega þegar verið er að ræða um ákveðin frumvörp. Synd að umræðan er aldrei um frumvarpið sjálft.
Það þarf virkilega mikið að breytast. Það var nú Sjálfstæðiskona sem kvartaði yfir þessu eftir kosningarnar 2007. Síðan þá hefur ekkert meira heyrst. Hana langaði ekki að vera lengur á Alþingi. Ég skil það.
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 18:57
Veistu það Stefán, að ég nenni mjög sjaldan að hlusta lengi á umræðurnar á alþingi.
Mér finnst þingmenn almennt ekki hafa gott vald á íslenskri tungu, þeir eru of stirðir í málflutningi osfrv., en ég skil hvað þú ert að fara.
Mín skoðun er sú, að stjórnmálaflokar eigi að selja sínar hugmyndir til kjósenda.
Það er rekið sjónvarp af ríkinu, sá miðill gæti nýst flokkunum til að koma stefnum sínum á framfæri og svo geta kjósendur dæmt um það, hvernig þeim líst á stefnurnar og fólkið sem flytur þær.
Það á enginn stjórnmálamaður að saka mótherja sína um óheiðarleik, nema að hægt sé að sanna slíkt með óhrekjandi rökum.
Óhætt er að segja, að allir stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, vilji vel og geri sitt besta.
Stundum virka aðferðirnar vel og stundum ekki, margt getur spilað þar inn í.
Núverandi ástand er vitanlega ekki boðlegt, en Stefán, hvernig er þetta í þýskalandi? Ég er ólæs á erlendar tungur, enda hef ég enga menntun. En mér þætti gaman af að fræðast um, hvernig þetta er annars staðar í heiminum.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 19:51
Verð að segja þér til hróss Jón, að þú ert þrátt fyrir allt með uppbyggilegri skrif en margur samflokksmaður þinn. Ekki svo slæmt hjá Sjálfstæðismanni.
hilmar jónsson, 27.7.2011 kl. 19:56
Jók.....
hilmar jónsson, 27.7.2011 kl. 20:01
Jón, pólitíkin er alls staðar eins. En eitt vantar algerlega á Íslandi og það eru góðar og vandaðar fréttir.
Hér hafa fréttamenn tíma til að vinna fréttir. Þeir vinna ekki eftir fréttatilkynningum og kopý/peista þær.
Ég er búinn að vera í pólitíkinni hérna í um 6 ár. Pólitíska starfið hér virðist vera allt öðruvísi á Íslandi. Við rífumst á fundum og höftum öll mismunandi skoðanir þrátt fyrir að vera í sama flokknum. Það fær hver og einn að tala og enginn stöðvar hann. Sumir í flokknum styðja Evru og ESB og aðrir eru ekki eins ánægðir. Allir eru vinir vegna þess að við höfum sömu hugsjónir.
Flokksstarf verður að leyfa mismunandi skoðanir og þá ekki einungis þær sem koma að ofan. Við eigum að leyfa okkur að mótmæla. Það eru nokkur ár síðan að "stúlka" hér í flokknum sagði á opnum fundi að hún myndi ekki styðja Kurt Beck sem kanslara. Það var svolítið sérstakt, en hann boðaði okkur á fund.
Ef þú kannt engin erlend tungumál, þá getur þú notað Google. það fyrirbæri getur þýtt síður.
Það er eitt sem kæmi aldrei upp í Þýskalandi og það er bullið í AMX. Ég hefði aldrei haldið að fréttavefur héldi því fram að nýnasistar væru sósíalistar en ekki hægri-öfgamenn.
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 20:03
Jón, við verðum einnig að geta tekið því að vera í minnihluta.
Miðað við skoðanakannanir, þá veistu við hverja ég á við.
Það er hluti af stjórnmálum.
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 20:13
Ég þakka þér hólið Hilmar mínn, þú segir "ekki svo slæmt hjá sjálfstæðismanni".
Ég veit það, að í Sjálfstæðisflokknum eins og í öðrum flokkum er fólk, sem iðkar stjórnmál eins og trúarbrögð, en það hef ég aldrei gert.
Þegar ég byrjaði að spekúlera í pólitík, þá var ég óskrifað blað að mestu leiti, nema að pabbi hatar Sjálfstæðisflokkinn eins og pestina og mamma spekúlerar lítið í pólitík.
Það hefur enginn mótað mínar skoðanir nema ég sjálfur. Ég byrjaði á því, á sínum tíma, að lesa stefnur flokkanna allra, svo fór ég að lesa blöðin og fylgjast með. Í framhaldinu fór ég á bókasafnið og tók með mér út á sjó ævisögur stjórnmálamanna og bækur sem hafa verið skrifaðar um þá. Það tók mig ekki langan tíma að móta mínar pólitísku skoðanir, eftir að hafa eytt tíma í að pæla svolítið í þessum málum.
Þú heldur vafalaust að sjálfstæðismenn hafi verið ósvífnari en hinir, en það er rangt.
Það er hægt að hártoga hluti fram og til baka, en niðurstaðan er samt sú, að pólitík hér á landi hefur lengi verið á lágu plani og þar eru allir sekir.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 20:14
Þakka þér fyrir upplýsingarnar um google, ég er svo vitlaus í þessum tölvumálum, en ég á eftir að notfæra mér það.
Einnig þakka ég þér fyrir upplýsingarnar um stöðu mála í þýskalandi, en þetta með að vera í minnihluta, það þekki ég nokkuð vel Stefán minn og það truflar mig ekki.
Í pólitík þarf maður að vera tilbúinn til að tapa, kannski veita skoðanakannanir rétta mynd og kannski ekki.
Veistu það Stefán, ég vill ekki ganga í ESB, af mörgum ástæðum.
En ef svo fer, að við göngum inn, þá eyðileggur það ekki líf mitt, ég get alveg lifað við hvaða aðstæður sem er og ef það skapast sátt hjá þjóðinni, þá er ég ánægður. Mér leiðast nefnilega deilur.
En á meðan við erum ekki komin í ESB, þá held ég mínum málstað á lofti, á málefnanlegum nótum og vonast til að hafa sigur, ef ekki, nú þá heldur lífið áfram.
Ég er semsagt í minnihluta, varðandi pólitískar skoðanir úti á sjó, oft hef ég verið eini sjálfstæðismaðurinn innan um fjórtán, ýmist vinstri sinna eða manna sem eru ekki hallir undir neinn flokk, en þeir hata Sjálfstæðisflokkinn.
Svo í fjölskylduboðum, þá hópast allir í kring um mig, sem hafa lesið eitthvað eftir mig og skammast í mér fyrir að styðja Sjálfstæðisflokkinn, þannig að ef einhver er sannur sjálfstæðismaður, með sjálfstæðar skoðanir, þá er það ég.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 20:40
Hilmar, þú ert mikill húmoristi og það er bara fínt.
Ég hef alltaf gaman af góðu gríni og einnig ef menn sýna viðleitni til að grínast.
Húmor er nefnilega ekki öllum gefinn sjáðu til, þannig að sennilega eru öll þín skrif eitt stórt grín, allavega rökstyður þú aldrei það sem þú segir, það þarf vitanlega ekki að rökstyðja grín.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 20:42
Jón, ég átti eiginlega við okkur Jafnaðarmenn.
Þegar ég var á sjónum, þá var ég í minnihluta.
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 20:44
Góður. ( ekki jók )
hilmar jónsson, 27.7.2011 kl. 20:47
Ok, ég hélt að einhver ný könnun hefði sýnt aukið fylgi við ESB, ég nenni voða lítið að fylgjast með öllu.
Ég hef verið svolítið upptekin við að lesa rannsóknarskýrsluna samhliða því, að sinna fjölskyldunni, þannig að ég hef lítið fylgst með fréttum undanfarið.
Sjómenn upp til hópa eru ekkert mjög pólitískir, stundum er verið að koma af stað umræðum og góðlátlegu rifrildi, en oftast er ekki verið að ræða neina alvöru hugmyndafræði.
Þó eru til undantekningar, við erum þrír um borð sem köfum oft ansi djúpt í þjóðmálin og þá meina ég ansi djúpt, hinir spekúlera ekkert í þessu.
Ég held að besta samfélagið myndist, þegar frjálshyggjan og jafnaðarstefnan nær að vinna saman.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 21:07
Jón, síðasta setningin er góð.
Við eigum að vinna saman. Við eigum að rífast og deila. En það á að vera markmið að byggja upp réttlátt þjóðfélag fyrir alla.
Síðustu áratugi hefur það gleymst hjá öllum. Jafnaðarmenn voru við völd á Bretlandi og Sjálfstæðismenn á Íslandi.
Það segir allt sem segja þarf.
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 21:11
Ekki gleyma sósíalismanum í pottinn, hinni ómenguðu félagshyggju.....
hilmar jónsson, 27.7.2011 kl. 21:26
Allir vinna saman, vinir inni við beinið, taka það besta úr hverjum flokki og stefnu. Jákvæðni, bjarsýni og horfa fram á veginn.
Svona á að hugsa..
Ég fæ létta gæsahúðartilfinningu af nýrri og áður óþekktri trú á mannseðlið..
hilmar jónsson, 27.7.2011 kl. 21:38
Tja, ég veit ekki með sósíalismann, hvort hann er hin "ómengaða félagshyggja" eins og þú segir.
Ef þú gefur þer tíma til að lesa Hilmar minn, um hina íslensku pólitísku sögu, þá sérðu það fljótt hverjir eru "hinir ómenguðu félagshyggjuflokkar".
Nýsköpunarstjórnin var mynduð árið 1944, í henni voru Alþýðuflokkur, Sósíalistar og Sjálfstæðisflokkurinn.
Það voru sjálfstæðismenn og kratar sem komu sér saman um velferðarmálin, það fer ekkert á milli mála, en Sósíalistar sprengdu stjórnina vegna þess að þeir vildu herinn burt. Þeir komu ekki með neinar sérstakar hugmyndir varðandi velferðarmál.
Sósíalistar, Alþýðubandalag og VG, þessum flokkum eru ekki eignuð nein velferðarmál hér á landi.
En í dag skiptir það litlu máli, hvort VG sé með eða ekki, þeir eru ósköp ljúfir og þægir ef þeir komast í ríkisstjórn en lítið afgerandi, nema að Steingrímur er ansi duglegur að tala við fjölmiðla, duglegri en Jóhanna. Hann má alveg eiga það.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 21:39
Núverandi ríkisstjórn tók slæmar ákvarðanir í upphafi. Hún þarf að lifa við það í dag.
Álver í Helguvík og gagnaver hefði verið frábært.
Líklega hefðum við ekki þurft meira.
Það þarf einnig almennilega mannesku sem talar við okkur, alþýðuna.
Þetta leit vel út og ég var sáttur, en einhvern vegin hafa "stjórnmálin" orðið undir eða yfir.
Það þarf eitthvað að gerast. Ekki mikið, en smávegis.
En við megum ekki gleyma því að það er erfitt fyrir núverandi ríkisstjórn að fjármagna verkefnin. Líklega væri það ekki auðveldara með aðra við stjórn.
Dæmi um þetta er fangelsið sem þarf að byggja en engir peningar eru fyrir.
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 21:44
Það er rétt það er ekkert auðvelt að vera við völd í dag.
En stjórnmálamenn þurfa að kunna að tala við fólkið eins og þú segir, það vantar einhvern í líkingu við Ólaf Thors.
Við vitum öll hvernig ástandið er, þess vegna þarf fyrst og fremst eldhuga, sem hefur trú á íslensku þjóðinni, kann að blasa henni kjark í brjóst osfrv.
Stjórnmálamenn eru ekkert öðruvísi en við, en þeir setja sjálfa sig á stall, jafnvel þótt þeir eigi ekki heima á stallinum.
Stjórnmálamenn eiga að vera ófeimnir við að kaupa sér þjónustu, góða viðskiptamenn innlenda eða erlenda til að semja um lán, finna leiðir osfrv.
Það er hægt að fá lán, þeta er bara spurning um aðferðarfræði, held ég.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 21:59
Já, Framsóknarmenn fóru til Noregs.
Fóru ekki líka einhverjir til Rússlands?
Það vantar líklega einhverja sem hafa trúverðugleika og þekkja einhverja erlendis.
Við eigum kanski einnig að hlusta þegar við fáum engin lán.
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 22:04
Einn ágætur vinur minn, sem er óflokksbundinn því honum leiðast stjórnmálaflokar, hefur starfað mikið í alþjóðaviðskiptum.
Hann á hlut í fyrirtækjum í mörgum löndum og er í allavega braski, hann hefur oft sagt mér hvað hann er að gera, en ég gleymi því jafnóðum, það er eitthvað svo flókið.
En hann sagði mér það, að helstu mistök Steingríms þegar hann fór til Noregs voru, að tala um öll voðaverk frjálshyggjunnar hér á landi.
Þá, eftir því sem vinur minn sagði, en hann hefur atvinnu af því að gera samninga út um allan heim, klúðraði Steingrímur öllum möguleikum.
Hann segir að þegar verið er að leita aðstoðar, þá þurfir þú alltaf að tala vel um fyrirtækið og draga fram allt það jákvæða sem hægt er að segja um það.
Steingrímur hefði, að hans sögn, átt að láta eiga sig að vera í pólitík og tala um góðan árangur íslendinga í gegn um árin, við hefðum vitanlega farið illa út úr hruninu eins og margar aðrar þjóðir en við værum ákveðin í að bjarga okkur.
Síðan hefði hann getað bent á allt það jákvæða hér á landi, skuldir hafa verið niðurgreiddar, þjóðin hefur yfir miklum auðlindum að ráða og það gefur mikla möguleika, þjóðin er vel menntuð osfrv.
Þessi ágæti maður, sem eins og ég segi, hefur haft það fyrir atvinnu ansi lengi að reka fyrirtæki og gera allskonar samninga út um allan heim.
Hann sagði að það væri lykilatriði að halda andlitinu og hafa sannfæringu fyrir því, að fyrirtækið (í þessu tilfelli ísland) væri traustsins virði og hann vill meina, að ríkisstjórnin hafi klúðrað öllu með því að blása það út um allan heim, að fyrri ríkisstjórn hefði keyrt allt í kaf og við værum í svo svakalega miklum erfiðleikum.
En svo ég taki það aftur fram, þá er þessi maður algerlega ópólitískur og eiginlega finnst honum allir stjórnmálamenn vera kjánar og þar sem ég veit að honum hefur alltaf gengið vel, mamma hans sagði mér einhverntíma að hann hafi verið farinn að sýna buisness takta strax í æsku, þá hef ég alltaf tekið mark á honum.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 22:34
Já, þú varst að tala um Sigmund Davíð, en Steingrímur fór líka og talaði við Kristinu Halvosten, við félagarnir vorum að ræða um það.
Jón Ríkharðsson, 27.7.2011 kl. 22:36
hvað áttu þau að segja?
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 23:47
http://www.ardmediathek.de/ard/servlet/content/3517136?documentId=7774934
Stefán Júlíusson 27.7.2011 kl. 23:47
Deilur, Jón eru af hinu góða. Þegar menn deila, þá þýðir það að menn hafa skoðanir, sem þeir bera fyrir brjósti sér og eru að reyna að berjast fyrir. Þeirra "hjartans mál", eru þjóðarmálin.
Ég vil ekki að Ísland gangi í ESB, og ég vil að Ísland haldi sér sem lengst frá Evrópu. Vegna þess, að hér vantar allar opnar umræður, og almennilegar deilur. Þetta er allt saman ógeðslegt múkk, sócíalistískt blaður.
Horfðu á hroða atburðinn sem gerðist í Noregi. Það er enginn umræða um málin, eða opinber ransókn á því hvað geti hafa gerst. Fólk er brauðfætt á bulli. Hann ætlar að flýja og drepa fleiri. Hún bjargaði 5 ára krakka með því að vera mannlegur skjöldur. Núna eru þeir farnir að sýna myndir teknar á farsímana, sem sýna atburðinn. Og, að öllum líkindum, hefur einn eða fleiri af meðsekum sökudólkum sint frá eyjunni eða grafið sig saman með fórnarlömbunum.
Það eina sem gerist hér ... er ekki eins og í Bandaríkjunum, þar sem eiga sér stað opinberar ádeilur, skipt á skoðunum, og réttmætar ádeilur á ráðuneitið. Nei, hér er bara farið í að krossfesta menn og mála sjálfan sig "heiðarlegan".
Evrópa er ógeðsleg ... í einu orði sagt. Það getur vel verið að bandaríkin og kína hafi fleiri glæpi, en þeir hafa líka gáfaðra fólk, og þar gerist það sem skapar heiminn. Hér er bara smjaður í gangi, og síðan einhver einstakur "kóngur" á bak við tjöldinn, sem telur sig hafa rétt til þess að skíta á almenning, þegar honum eða henn sýnist.
ESB ... Nei takk.
Bjarne Örn Hansen 28.7.2011 kl. 11:21
Og ég myndi eindregið, ráðlegga mönnum að ljúka öllu samstarfi við Norðurlöndin. Norðurlöndin þykjast vera opin, en eru óheiðarleg undir niðri. Á bak við tjöldin á sér stað "frímúrararegla".
Mín persónulega skoðun er sú, að Ísland eigi að teigja sig yfir til Kanada og Bandaríkjanna. Margt má segja um Bandaríkin, en þau eru enn þann dag í dag, eina landið þar sem þú hefur getað komið með ádeilur á borð við MOORE, og unnið þig upp í samfélaginu. Mér líst ekkert á stríðsrextur þeirra, en það er heldur ekki það sem skiptir máli hér ...
Bjarne Örn Hansen 28.7.2011 kl. 11:26
Þakka þér fyrir Bjarne.
Frænka mín ein hefur búið í Bandaríkjunum í fjörtíu ár. Ég spurði hana út í Bandarískt samfélag og hún sagði að það væri erfitt að svara þeirri spurningu.
Í Bandaríkjunum getur þú fundið allt það fallegasta í mannlegu eðli og allt það ljótasta, gáfaðasta fólkið og það vitlausasta, einlægan kærleik og mikið hatur.
En það sem heillaði hana var samhjálpin, sem hún sagði meiri en í öðrum löndum.
Hún sagði mér að hér á Íslandi væru sumir að þiggja greiðslur fyrir að safna til góðgeðrarmála.
Hún sagði vinum sínum í Bandaríkjunum frá þessu og kanarnir urðu stórhneikslaðir á því.
Þar sem hún þekkir til, þá þykir sjálfsagt að vinna sjálfsboðavinnu til að hjálpa bágstöddum og sá yrði talinn illmenni sem vildi fá laun fyrir.
Við eigum að ræða öll mál og taka það besta frá Bandaríkjunum, ESB og Norðurlöndunum, einnig að halda í það góða sem við höfum.
Persónulega er ég alltaf hrifinn af Bandaríkjamönnum, því ég er svo mikill frjálshyggjumaður að eðlisfari, en hér á landi er fólk sem þolir ekki þessar skoðair mínar.
Þess vegna þurfa að vera samræður og við þurfum að komast að málamiðlun sem flestir geta sætt sig við.
Pólitískar skoðanir byggjast frekar á tilfinningum og persónuleika fólks, það er erfitt að segja hvað er rétt og rangt í þessum efnum, ætli það sé ekki broddur í þessu öllu.
Jón Ríkharðsson, 28.7.2011 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.