Fimmtudagur, 28. júlí 2011
Stærstu mistök ríkisstjórnarinnar.
Stærstu mistök ríkisstjórnarinnar voru vitanlega þau í upphafi, að hafa ekki stuðlað að meiri sátt hjá þjóðinni.
Þegar þau komust til valda, þá var þjóðin hrædd, reið og kvíðin fyrir því, hvað framtíðin bæri í skauti sér.
Þeir sem veljast til leiðtogastarfa þurfa að tileinka sér yfirvegun og skynsemi, nota eins milt orðalag og hægt er á erfiðum stundum til þess að róa fólk, það þarf líka að skapa samstöðu.
Góður og sannur leiðtogi hefði byrjað á því að ræða við stjórnarandstöðuna og semja við hana um, að pólitískar deilur yrðu settar til hliðar og allir ynnu saman að lausn allra mála.
Það að byrja á því að væla yfir erfiðum verkefnum og skammast yfir verkum fyrri ríkisstjórnar var náttúrulega fáránlegt, vitanlega var betra að leita lausna strax í upphafi.
Það er vel hægt að skilja það, að Samfylkingin þráir að ganga í ESB, en það er afar umdeilt og hefði mátt bíða þar til meiri ró var komin yfir samfélagið.
Ríkisstjórnin hefði átt að leggja eingöngu fé í lífsnauðsynleg verkefni og sleppa öllu, sem ekki var fullkomin sátt um.
Með því að byrja á að fá stjórnarandstöðuna í lið með sér og lofa henni að koma með lausnir, þá væri meiri friður á stjórnarheimilinu.
Það hafa allir flokkar einhverjar lausnir sem virka, að halda öðru fram er vitanlega della.
Svo þegar endureisnarstarfið er komið vel á veg og líður að kosningum, þá er hægt að fara að skammast út í hina flokkanna og fá útrás, því þá væri hægt að þakka sér góðar lausnir osfrv.
En því miður hefur þessi ríkisstjórn klúðrað flestu sem hún hefur gert, hún náði ekki því auðveldasta af öllu, að skapa ró hjá þjóðinni.
Athugasemdir
Þessir Alþýðubandalags kommunistar fengu boltann loksins. Og nú skal hafist handa. Hefur bara tekist ansi vel. Þeirra eina markmið er að vinna að margra ára valdabaráttu.. Sovét Island er loks að verða til. Leiðtogar ESB eru af sama toga. Allt gamlir kommunista foringjar frá Austur Evrópu. Þeim verður þó ekki skinnið úr klæðinu. Múslimar verða fyrri til. Þriðja Ríkið bíður þriðja ósigurnn.
Björn Emilsson, 29.7.2011 kl. 00:12
Jón, þetta er alveg rétt hjá þér, en hvenær ættli þeyr sjái það að það gengur ekkert upp hjá þeim, og þeir eru ekki menn til að stjórna landinu. Þessi stjórn er orðinn landi og þjóð dýrari en þótt við hefðum fengið allt Icesafe æfintírið í fangið. Annars er maður hættur að blogga um þetta, maður hefur ekki áhuga á nokkrum söpuðum hlut á meðan þetta klúður er allstaðar sem þeir koma nálægt: því miður!
Eyjólfur G Svavarsson, 29.7.2011 kl. 01:08
Samála vanhæf stjórn vanhæfari en það sem vanhæft er!
Sigurður Haraldsson, 29.7.2011 kl. 01:13
Ríkistjórn Steingríms og Jóhönnu er ekki vanhæf. Menn verða að gera sér grein fyrir hver áform þeirra eru. Kommunistaflokkur Islands, seinna Alþyðubandalag og fleiri nafngiftir. loks Vinstri Grænir hafa bara eitt markmið sem er Sovét Island. Þeim er að takast verkefnið bara ansi vel. Þeim hefur tekist að koma því inn hjá þjóðinni að hrunið allt, væri Ihaldinu að kenna.Fólk gerir sér ekki grein fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið það afl sem hefur skapað Islandi gott mannlíf og sess meðal þjóða.
Framtíðin verður því miður eitthvað á þessa leið
Gamalt blog a westurfari.blog.is
Island Jóhönnu og Steigríms
Draumur Jóhönnu
Ný þjóð hefur sest að. Sjá menn ekki fyrir sér hið ´Nýja Island´ Evrópubandalagsins. Þeir Þurfa varla að leggja neitt fram. Eiga Hólmann sennilega nú þegar og fiskimiðin líka. ESB mun hefjast handa við að byggja upp ´Nýja landið sitt´´Island. Straumur fólks til landsins mun fylla yfirgefið húsnæði Íslendinga, Herstöðin verður endurbyggð á Keflavíkurflugvelli. Fiskimiðin ofnýtt af sveltandi ESB ríkjum. Olíuborpallar rísa á Drekasvæðinu. Mikill uppgangur og tilheyrandi olíuhreinsistöðvar og stórskipahafnir rísa í kjördæmi Skallagríms. Þjóðverjar tryggja sér aðgang að Norður svæðinu. Nægir peningar verða til að nýta sér gögn og gæði Gamla Fróns. Íslensk tunga mun hverfa úr daglegu tali. Herskátt fólk með aðra siði og þjóðfána hefur tekið við. Islendingar, þeir sem ekki eru fluttir burt nú þegar, eru fluttir til fjalla.
Loks hér Þjóðskáldið Halldór Laxness
Island 67 ár 1944-2011 - Tileinkað Ómari Ragnarssyni
„En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Laxness (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus
Björn Emilsson, 29.7.2011 kl. 03:22
Þetta er gott hjá þér Jón en málfarið má bæta. Þú byrjar á að segja: Stærstu mistök ríkisstjórnarinnar voru vitanlega þau í upphafi, að hafa ekki stuðlað að meiri sátt hjá þjóðinni.
Þegar þau komust til valda, ...
Nafnorðið ríkisstjórn er kvenkynsorð og því hefði þetta átt að vera: Stærstu mistök ríkisstjórnarinnar voru vitanlega þau í upphafi, að hafa ekki stuðlað að meiri sátt hjá þjóðinni.
Þegar hún komust til valda, ...Jón Jónsson, 29.7.2011 kl. 16:33
Björn, Eyjólfur, Sigurður og nafni minn Jónsson.
Ég vil svara ykkur öllum í einu, því ég er úti á sjó og helvítis tölvan er svo seinvirk.
Mér þykir alltaf vænt um ykkar athugasemdir, því þið eruð allir réttsýnir menn og viljið sannleikann, en ekki þá lygi sem vinstri menn boða. Við skulum standa saman við að boða sannleikann, líka að viðurkenna sannleikann, þótt hann sé ekki hliðhollur verkum sjálfstæðismanna.
Björn, þér vil ég þakka fyrir magnaða athugasemd sem ætti að vekja marga til umhugsunar, hafi þeir þroska til.
Nafni minn Jónsson, þér vil ég þakka sérstaklega fyrir þína góðu og vinsamlegu ábendingu.
Sannarlega ann ég íslenskunni og vil hafa hana sem besta hjá mér og reyni allt hvað ég get til þess.
Eflaust háir það mér, að hafa enga skólamenntun, en ég byrjaði til sjós eftir að skyldunámi lauk og þótt ég hafi lesið talsvert og menntað mig sjálfur, þá finn ég fyrir því, að ýmislegt vantar upp á.
Þess vegna er ég ánægður með, þegar einhver bendir mér á, því að það sannarlega þroskar mig og vonandi bætir.
Jón Ríkharðsson, 29.7.2011 kl. 19:35
Þakka þér fyrir nafni en ég gerði mistök sjálfur! Þetta átti auðvitað að vera: "Þegar hún komst til valda, ..."
Jón Jónsson, 29.7.2011 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.