Hvernig verður staðið að tekjuöflun í þetta sinn?

Þjóðin hlýtur að bíða spennt eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi tekjuöflun ríkisjóðs. Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú fullvissað þjóð sína um, að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á matvæli og ekki komi tekjuskattshækkanir á einstaklinga og fyrirtæki til greina.

Ef svo ólíklega vill til, að forsætisráðherra þjóðarinnar standi ekki við þessi loforð, þá þarf þjóðin að íhuga næsta skref.


mbl.is „Engin áform um matarskatt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þú meinar "ef svo ólíklega vill til, að forsætisráðherra þjóðarinnar STANDI VIÐ þessi loforð"? (leturbreyting mín) :-)

Sigríður Jósefsdóttir, 9.8.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Í desemberbyrjun verður fundið upp á einhverju deilumáli sem þingmenn gleyma sér í að rífast um og á meðan verður laumað inn skattahækkunar tillögum sem enginn tími verður í að skoða í nefndum eða í ræðustól á Alþingi og arfa vitlausum breytingum komið í gegn eins og gerst hefur í desember síðustu 2 ár.

Jón Óskarsson, 9.8.2011 kl. 14:10

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt hjá þér Sigríður mín, það eru afskaplega litlar líkur á að hún standi við það sem hún segir.

Jón Ríkharðsson, 9.8.2011 kl. 15:21

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta hljómar ansi sannfærandi hjá þér nafni.

Jón Ríkharðsson, 9.8.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband