Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Samræðustjórnmál virka ekki.
Á síðustu árum hefur verið rætt og ritað um nauðsyn þess, að átakastjórnmál heyrðu sögunni til. Sumir virðast telja að allir flokkar vilji það sama og því miður hafa sumir stjórnmálamenn tekið undir þetta vafasama sjónarmið.
Himinn og haf er á milli hugmynda hægri og vinstri manna í pólitík, gallinn er sá að stjórnmálamenn hafa ekkert verið að ræða pólitík ansi lengi.
Vinstri flokkarnir telja Sjálfstæðisflokkinn vera rót alls ills og halda þeirri skoðun mjög á lofti, þeir sem eru "ekkistjórnmálamenn" á þingi fyrir Hreyfinguna telja hins vegar að allir flokkarnir fjórir séu gjörspilltir. Svo eru sjálfstæðismenn svo brotnir eftir allar árásir vinstri mannanna, að þeir geta vart varist þessum ómaklegu árásum.
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna með Hönnu Birnu í broddi fylkingar gerði stórkostlega hluti, borgin hélt sjó þrátt fyrir efnahagsþrengingarnar, þau eiga hrós skilið fyrir það og ekki er vafi á því, að þeim er best treystandi fyrir stórn Reykjavíkurborgar. En því miður fetuðu þau vafasama braut samræðustjórnmála, þar sem allir áttu að vinna saman í sátt og samlyndi.
Þeir kjósendur sem vildu velja flokk til að stýra borginni gátu illa gert upp hug sinn þegar horft var á leiðtoga flokkanna koma saman í sjónvarpssal.
Vinstri flokkarnir fengu hrós fyrir góðar hugmyndir frá leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, þeir þökkuðu fyrir sig með því að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn, á klaufalegan hátt þar sem sjálfstæðismenn voru skammaðir fyrir að hafa uppfyllt loforð R-listans sáluga.
Fyrst að allir flokkar í borgarstjórn voru svona æðislega frábærir, þá skipti víst engu máli hvaða flokkur var kosinn og flestir kusu Besta flokkinn eins og frægt er orðið.
Dagur B Eggertsson laug því í kosningapésa Samfylkingarinnar að hann hafi komið í veg fyrir samruna Geysis Green og REI. Sjálfstæðismenn voru í sömu friðsemdarvitleysunni, það var ekkert verið að hafa fyrir því að upplýsa kjósendur um sannleikann. Það voru sjálfstæðismenn sem komu í veg fyrir samrunann, Dagur B. útilokaði ekki samruna eftir að hann varð borgarstjóri.
Stjórnmálamenn eiga að berjast fyrir sínum stefnumálum, pólitíkin er vígvöllur þar sem barist er með tungu og penna. Kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkarnir standa, en ekki að kjósa flokka út á það hversu mikið þeir sverta sína pólitísku andstæðinga. Pólitík á að snúast um hugsjónir og ekkert annað.
Jafnaðarmenn eiga að sannfæra kjósendur um nauðsyn þess að hafa jafnaðarstefnuna við völd, frjálshyggjumenn eiga að gera slíkt hið sama. Í stærri málum á aldrei að gera málamiðlanir.
Milton Friedman sagði ólíkar skoðanir bæta heiminn, það eru orð að sönnu.
Í samsteypustjórnum eru málamiðlanir nauðsylegar, en málamiðlun má aldrei gera nema að vandlega yfirveguðu ráði.
Kjósendur eiga rétt á að vita um hvað þeir eru að kjósa og stjórnmálamenn eiga að berjast fyrir sína kjósendur, fram í rauðan dauðann.
Athugasemdir
Fínn pistill.
Helgi Kr. Sigmundsson, 10.8.2011 kl. 15:59
Þakka þér fyrir Helgi.
Jón Ríkharðsson, 10.8.2011 kl. 23:23
Sæll Kiddi minn, þú ert eflaust að tala um REI.
Það er rétt að Vilhjálmur samdi af sér við Bjarna, en engu að síður er það staðreynd að sexmenningarnir með Hönnu Birnu í fararbroddi vildu ekki sameininguna, þess vegna sprakk meirihlutinn á sínum tíma.
Össur Skarphéðinsson bloggaði um stórtap Reykvíkinga vegna ákvörðunar borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, en síðar kom í ljós að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn reyndist rétt.
Jón Ríkharðsson, 13.8.2011 kl. 11:39
Reyndar hafði Dagur það á orði, að sexmenningarnir hefðu komið óorði á útrásina, með því að stöðva REI málið. Síðan hét hann því að Samfylkingin myndi hjálpa útrásinni að ná vopnum sínum aftur, kæmist hún í aðstöðu til þess.
En auðvitað, reyndi hann að krafsa yfir þau spor sín í sandinum, í þessum kosningapésa, enda hann prentaður eftir hrun. Eins og fólk kannski man, þá var Samfylkingin ekki með sjálfri sér árin fyrir hrun, heldur andsetin af Tony Blair.(Blairismi)
Kristinn Karl Brynjarsson, 13.8.2011 kl. 12:40
Þakka þér fyrir Kristinn Karl við þurfum að minna fólk á þetta allt saman, vinstri menn eru ansi góðir í að blekkja og forysta sjálfstæðismanna frekar slök við að verja Sjálfstæðisflokkinn.
Jón Ríkharðsson, 14.8.2011 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.