Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Jákvæðar fréttir frá ESB.
Það væri sannarlega óskandi að Evruríkin fari að rétta úr kútnum og vonandi tekst ESB ríkjunum að ráða fram úr efnahagsvandanum sem skekur sambandið um þessar mundir.
Það er alltaf slæmt þegar ríki lenda í erfiðleikum og almenningur þarf að axla ábyrgðina á fíflagangi stjórnvalda.
Ég ákvað það fyrir nokkru, þegar einhver bullukollur úr hópi ESB sinna hélt því fram, að andstæðingar aðildar að ESB vektu aldrei athygli á jákvæðum fréttum af ESB, að fjalla alltaf um jákvæðar fréttir sem bærust af Evrusvæðinu, því batnandi hagur ESB hefur vitanlega góð áhrif á hag okkar íslendinga. Einnig þykir mér gleðilegt ef það fer að birta til á Evrusvæðinu, því það er aldrei gaman ef það er vandræðagangur í efnahagsmálum einhversstaðar í heiminum.
Þröngsýni margra ESB sinna er slík, að þeir trúa því virkilega að erfiðleikar í ESB gleðji okkur sem erum stjórnarmenn í Heimssýn.
ESB ríkin eru mikilvægir viðskiptavinir okkar íslendinga og að sjálfsögðu hentar það ákaflega vel okkar hagsmunum, ef þeim gengur vel í efnahagsmálum.
Hækkun í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ákvað það fyrir nokkru, þegar einhver bullukollur úr hópi ESB sinna hélt því fram, að andstæðingar aðildar að ESB vektu aldrei athygli á jákvæðum fréttum af ESB
Væri ekki nær að spyrja ESB sinna afhverju þeir vekji aldrei athygli á því ógrynni af neikvæðu fréttum frá ESB, sérstaklega þar sem neikvæðar fréttir eru margfalt fleiri en jákvæðar þessa dagana í ESB.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.8.2011 kl. 09:40
Halldór minn, þessir ESB sinnar sem ég vitnaði til eru svo þröngsýnir, að Bjartur gamli í Sumarhúsum þætti víðsýnn í samanburði við þá.
Þeir trúa því í fúlustu alvöru, að ESB reddi öllum málum ef við göngum þar inn.
Þeir ganga ekki af trúnni frekar en aðrir meðlimir strangtrúarsöfnuða, það er á hreinu.
Jón Ríkharðsson, 16.8.2011 kl. 10:01
Halldór minn, þessir ESB sinnar sem ég vitnaði til eru svo þröngsýnir, að Bjartur gamli í Sumarhúsum þætti víðsýnn í samanburði við þá.
Hehe, góður 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.8.2011 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.