Laugardagur, 20. ágúst 2011
Kolröng stefna í peningamálum.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur nú hækkað stýrivexti, því hann óttast hækkandi verðbólgu.
Stýrivaxtahækkunin bendir til þess, að seðlabankastjórinn hafi ekki næma tilfinningu fyrir stjórn peningamála. Reynda kom það fram í kjölfar hrunsins, en þá vildi hann ásamt Þorvaldi Gylfasyni fara írsku leiðina, sem hefði kostað okkur ca. 5-8000. milljarða.
Hækkun stýrivaxta er rétlætanleg þegar hvetja þarf fólk til sparnaðar og þörf er á takmörkunum útlána.
Þjóðfélagið þarf aftur á móti á því að halda, að fólk og fyrirtæki eyði meiru, þannig að hækkun stýrivaxta er algerlega óskiljanleg við núverandi aðstæður.
Núna þarf að lækka vexti og koma peningum í umferð, við þurfum aukna neyslu á öllum sviðum. Í framhaldinu gætu stjórnarliðar lækkað gjöld til jafns við tekjuaukninguna sem kæmi til vegna aukinnar neyslu.
Athugasemdir
Stýrivextirnir hafa ENGIN áhrif á verðólguna sem er að hrjá okkur í dag. Það fyrsta sem þarf að gera er að greina hvers eðlis sú verðbólga er sem er að hrjá okkur, að STÆRSTUM hluta er þessi verðbólga tilkomin vegna erlendra kostnaðarverðshækkana og á móti þeim gagnast stýrivaxtahækkanir EKKERT. Aftur á móti ef verbólgan væri tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar í hagkerfinu myndu stýrivextir að einhverju leiti duga en mun RAUNHÆFARI leið í því tilfelli væri að taka aftur upp BINDISKYLDU* og hækka hana svo og lækka eftir þörfum .....................................
Jóhann Elíasson, 20.8.2011 kl. 13:53
Þakka þér fyrir Jóhann, það er rétt, stýrivextir gagnast ekkert núna, þeir gera illt verra.
Jón Ríkharðsson, 20.8.2011 kl. 14:14
Það bendir reyndar margt til þess að ekki þurfi að hvetja fólk til eyðslu. Enda sjaldan eða aldrei verið jafn mikið af seðlum í umferð og núna.
Hins vegar bendir allt til þess að háskattastefna ríkisstjórnarinnar, beini þessari eyðslu framhjá skattinum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.8.2011 kl. 19:05
Það þarf aldrei að hvetja íslendinga til eyðslu, við eyðum því sem við eigum hvort sem það er mikið eða lítið.
Við þurfum að hafa meiri peninga til að eyða, fyrirtæki og einstaklingar. Einnig þurfum við að auka útflutning og skapa meiri gjaldeyri.
Jón Ríkharðsson, 21.8.2011 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.