Sunnudagur, 21. ágúst 2011
Sérhagsmunagæsla Þráins Bertelsonar.
Þráinn Bertelsson og félagar hans í VG hafa lengi skammast yfir sérhagsmunagæslu hér á landi, þeim þykir hún bæði ranglát og spillt.
Réttara væri að segja, að Þráni og félögum þykir rangt að styrkja hagsmuna hópa ef sjálfstæðismenn gera það, vitanlega er það í lagi ef hann gerir það.
Hvað er það annað en sérhagsmunagæsla, að neita að styðja fjárlög og eiga það á hættu, að draumaríkisstjórnin hans spryngi, ef að vegið er að Kvikmyndaskóla Íslands?
Þráinn mun vera afar vel tengdur inn í kvikmyndageirann, þannig að líklegt er að hann beri hag menntastofnunar kvikmyndafólks mjög fyrir brjósti.
Vissulega sárnar skólafólki alltaf ef skera þarf niður í skólanum þeirra, taka ber fram að ég hef ekkert á móti Kvikmyndaskóla Íslands, nema að síður sé. Íslenskar kvikmyndir eru mjög góðar og myndirnar hans Þráins eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
En erfitt er að færa rök fyrir því, að það hrynji allt hér á landi, þótt kvikmyndaskólinn fái ekki það fé sem honum ber.
Það þarf að skera mikið niður í rekstri ríkisins og það kemur alltaf illa við einhverja hópa.
Athugasemdir
heyr, heyr
Gísli Foster Hjartarson, 21.8.2011 kl. 10:53
Þakka þér fyrir Gísli minn.
Jón Ríkharðsson, 21.8.2011 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.