Umræðuhefð af síðustu sort.

Sú hefð hefur skapast í pólitík hér á landi, að vera með innistæðulausar upphrópanir. Slíkar upphrópanir skila engu öðru en reiði og reiðin hamlar framförum öllum.

Þeir sem kosnir eru af þjóðinni ættu að vera til fyrirmyndar, en því miður eru þeir á sama plani og hinir grunnhyggnu og sjálfskipuðu meðlimir "Dómsstóls götunnar".

Þór Saari, Mörður Árnason og Björn Valur Gíslason eru allir sekir um innistæðulausar upphrópanir.

Allir hafa þeir ýmist gefið í skyn eða fullyrt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé gjörspilltur og fulltrúar hans hafi beinlýnis þegið mútur. Þetta eru alvarlega ásakanir sem ekki má hafa í flimtingum á þingi.

Ekki hef æeg farið í launkofa með þá staðreynd, að bæði er ég virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og einlægur stuðningsmaður þes ágæta flokks. Eftir öll mín kynni af forystu flokksins og flestum þingmönnum hans, þá gæti ég ekki svarað þeirri spurningu með fullnægjandi hætti, hvort ásakanir ofangreindra þingmanna séu rétar eða rangar, en ég get sagt að ég stórlega efist um það.

Með sömu aðferð og þrímenningarnir nota, gæti ég t.a.m. haldið því fram, að þeir 200. einstaklingar sem ráðnir hafa verið, án auglýsinga, hjá hinu opinbera væri skýrt dæmi um spillingu. En ég get það ekki því mig skortir sannanir.

Við sjálfstæðismenn höfum ekki þörf fyrir að sverta okkar pólitísku andstæðinga, við höfum góða stefnu að verja og það er nóg fyrir okkur.

Ef einhver hefur staðfestar grunsemdir um glæpsamlegt athæfi eins og mútur, þá er það glæpur að kæra ekki.

Allar þessar upphrópanir bera vott um umræðuhefð af síðustu sort.

Ef fólk væri almennt hugsandi á nótum eðlilegs réttarríkis, þá myndi enginn taka mark á svona málflutningi.

Hyggilegast væri að þjóðin lærði að nota dómgreindina betur í stað þess að trúa upphrópunum sem notaðar eru til að verja vonlausan málsstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er athyglivert hvað þetta varðar, að enginn þessara manna, hefur treyst sér til þess að segja til um það, hvenær framlag til stjórnmálamanns er styrkur og hvenær það eru mútur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.8.2011 kl. 15:07

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei, þeir eru að endurtaka sama leikinn og þeir hófu á fjórða áratugnum, þegar reyna átti að taka Ólaf Thors af lífi og gera hann gjaldþrota.

Þetta er innistæðulausar upphrópanir hjá þeim og óþverrapólitík eins og þú veist.

Þess vegna þurfum við að verja flokkinn okkar.

Jón Ríkharðsson, 28.8.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Árið 2007 hóf Samfylkingin kosningabaráttu sem stjórnarandstöðuflokkur.  Það ár var einnig síðasta árið sem framlög til stjórnmálaflokka voru ótakmörkuð samkvæmt lögum. 

Það ár fékk flokkurinn fimm sinnum hærri styrki en árið áður.  Ætla má að stærstur hluti styrkjana hafi komið til vegna kosningabaráttunnar.

 Hver var þá tilgangur meintra ,,mútugreiðenda" að auka svona griðarlega framlög sín til stjórnarandstöðuflokks?

Eða kom  kannski megnið af greiðlunum til Samfylkingarinnar eftir að hún var komin í stjórn? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.8.2011 kl. 15:34

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Við vitum það Kalli, að þetta voru engar mútur. Þeir sem voru duglegastir að sníkja fengu mest, þetta var ekkert flóknara en það.

En ég held að Samfylkingin vilji gjarna gleyma þessu núna, því þau breyttust í vinstri flokk eftir hrunið eins og þú manst.

Jón Ríkharðsson, 28.8.2011 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband