Sýnum lögreglunni stuðning.

Því miður gerast oft hryllilegir atburðir í lífinu og þeir sem oftast eru þátttakendur í þeim, eru lögreglumenn.

Lögregluþjónn sem starfað hefur í nokkur ár, hefur örugglega komið að barnslíki, stundum ansi illa förnu. Viðkomandi er hugsanlega foreldri og finnur til djúprar sorgar, sem eðlilegt er.

En lögregluþjónninn verður, hvernig sem honum líður, að vera yfirvegaður og jafnvel veita foreldrum fyrstu áfallahjálp. Öruggt er að viðkomandi sofnar ekki friðsælum svefni eftir svona reynslu.

Oft eru harkalegar ryskingar um helgar, fólk er ölvað og undir áhrifum eiturlyfja. Fólk í þannig ástandi er oft ansi illvígt og ræðst gjarna á lögregluþjóna.

Þegar fólk er þreytt, jafnvel búin að eiga erfiða vakt, þá getur áreiti frá drukknum rugludalli orðið ansi íþyngjandi og gert einstakling, sem alla jafna er afskaplega yfirvegaður, ansi pirraðan og þá er stutt í að viðkomandi missir stjórn á sér. En ef lögregluþjónn missir stjórn á sér í starfi, þá getur hann misst starfið og jafnvel æruna, því blöð á borð við DV líta ekki á það sem trúnaðarmál, ef lögregluþjónn missir stjórn á skapi sínu.

Gerðar eru miklar kröfur til lögregluþjóna, svo miklar að óraunhæft er að ætla að nokkur geti staðið undir þeim.

Það merkilega er, að flestir lögregluþjónar standa undir þessum kröfum, en er það metið í launum?

Sennilega eru flestir sammála um að svo er ekki.

En til þess að hægt sé að huga að öryggi borgaranna, þá þarf að veita lögreluþjónum góð kjör og góð skilyrði.

Því miður er það svo, að sumsstaðar má helst ekki spara og það á við um löggæsluna, án þess þó að láta kostnað fara alveg úr böndum.

En óhætt er að segja, að stjórnvöld sýna lögreglunni afskaplega takmarkaðan skilning og slíkt mun í náinni framtíð, bitna á öryggi borgaranna.

Við erum þegar farin að horfa upp á aukna glæpatíðni hér á landi og hún minnkar ekki nema með aukinni löggæslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skyldi þessi góði pistill opna augu ráðamanna???????????????

Jóhann Elíasson, 29.8.2011 kl. 11:05

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei, það efast ég um Jóhann minn, það getur enginn opnað augu ráðamanna þessa lands og allra síst ég.

Jón Ríkharðsson, 29.8.2011 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband