Eru allir fífl nema Steingrímur Joð?

Steingrímur J. Sigfússon virðist standa í þeirri meiningu, að hann einn viti staðreyndir í efnahagsmálunum, allir aðrir eru þá bara fífl, að hans mati væntanlega.

Forseti ASÍ, sem oft hefur verið jákvæður í garð vinstri stjórnarinnar er búinn að fá nóg, allir hagsmunaaðilar atvinnulífsins eru líka orðnir þreyttir á verkleysi ríkisstjórnarinnar og almenningur í landinu er að sligast undan ofursköttum og álögum, sem, síðan hækka afborganir á öllum lánum fólks.

En Steingrímur hlustar ekki á svona bölmóð, enda hefur venjulegt fólk víst ekkert farið svo illa út úr hruninu, að hans mati.

Hann hrópaði hátt í þingsalnum og sagði, að miðað við skýrslu OECD, þá væri ríkisstjórnin hans sú næstbesta af öllum ríkisstjórnum ríkja innan OECD.

Steingrímur J. Sigfússon er hinn veruleikafirrti stjórnmálamaður holdi klæddur, hans verður lengi minnst fyrir þær sakir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband