Laugardagur, 3. september 2011
Ábyrgðarlaus umræða.
Mikið væri gott ef hinn almenni kjósandi færi að velta fyrir sér ummælum stjórnmálamanna í víðu samhengi.
Margir stjórnmálamenn og ekki síst þeir sem telja sig ekki vera stjórnmálamenn á þingi, hafa fjallað um spillingu og mútuþægni sjálfstæðismanna. Að auki tel ég ekki að spilling og mútuþægni eigi sér stað hjá þingmönnumSjálfstæðisflokksins, en vera kann að ég hafi rangt fyrir mér í þessu máli.
Mútuþægni og spilling eru grafalvarleg mál og ætti að kæra skilyrðislaust. Það skal fúslenga játast, að í þessu máli er ég ekki hlutlaus, enda virkur í Sjálfstæðisflokknum og þingmenn hans eru góðir vinir mínir og kunningjar.
Þess vegna verða þeir sem eru óháðir Sjálfstæðisfloknum að láta til sín taka í þessu máli. Ef staðfestur grunur er til staðar, varðandi mútuþægni hjá stjórnmálamönnum og alvarlega spillingu, þá má slíkt ekki líðast.
Nú eru vinstri flokkarnir í stjórn, þeir eiga vitanlega að finna leiðir, ásamt þingmönnum Hreyfingarinnar, til þess að draga þá sjálfstæðismenn fyrir dóm og láta þá svara til saka. Ef þetta ágæta fólk gerir það ekki, þá er verið að hylma yfir alvarlegum glæp og slíkt sæmir ekki stjórnmálamönnum sem hrópa það á torgum, að þeir berjist fyrir réttlæti.
Þeir eru ekki að þjóna réttlætinu með þessum málflutningi, það ættu allir að vera sammála um.
Ef ásakanir þeirra eru sannar, þá stuðla þeir að því, að á alþingi sitji fólk sem sekt er um alvarlega glæpi og að sá flokkur, sem að þeirra mati er gjörspiltur, njóti traust hjá stórum hluta þjóðarinnar.
Alvarlegar ásakanir á aldrei að hafa í flimtingum, ekki ef fólk er kosið til að gæta hagsmuna þjóðarinnar.
Ef þessi ummæli eru notuð í pólitískum tilgangi, þá er verið að sverta mannorð hjá saklausu fólki, slíkt telst vera ansi alvarlegur glæpur, kallast meiðyrði á lagamáli.
Kjósendur eiga að reka á eftir því, að hið sanna komi í ljós. Ef um spillingu og mútur er að ræða, þá þurfa viðkomandi einstaklingar að axla ábyrgð á því sem og Sjálfstæðisflokkurinn í heild.
Ef þeir þingmenn sem hafa haldið þessu fram eru eingöngu að styrkja sína stöðu með þessu, þá ættu þeir ekki að fá atkvæði frá réttsýnum kjósendum þessa lands.
Athugasemdir
Þeir sem hæst hafa galað um spillingu hafa enn ekki fært neinar sannanir um mútuþægni og spillingu, þeir hafa aldrei trúað því að þeir þurfi nokkurntíman að bera ábyrgð á málflutningi sínum. Það eru gömul sannindi í pólitískri taktík að ef þú endurtekur lygina nógu andsk. oft að þá fer almenningur að trúa þér. Hvenær ætla menn að fara að ber ábyrgð á orðum sínum og bera fram sannanir fyrir máli sínu? Í tilfelli þeirra sem hæst gala á torgum býst ég við að svarið verði: Aldrei.
kallpungur, 4.9.2011 kl. 13:00
Það er rétt sem þú segir "kallpungur", það má líka segja að almenningur á Íslandi nennir ekkert að hugsa, eða stór hluti íslendinga, vitanlega eru margir sem hugsa og hafa góða dómgreind.
Neikvæðar fréttir selja best, fólki þykir mest gaman af að tala um hinar ýmsu samsæriskenningar.
Þetta vita vinstri menn, því þeir eru holdgervingar þess sem að ofan greinir. Þeir spila á lægri hvatir hjá fólki og uppskera atkvæði fyrir það.
Og það því miður, hefur komið okkur í þessa stöðu sem við eru föst í um þessar mundir.
Jón Ríkharðsson, 4.9.2011 kl. 15:19
Þetta er eflaust rétt hjá þér. Hinsvegar skapaði "Hrunið" mikla reiði og vonbrigði í þjóðfélaginu. Við þær aðstæður sem skapast við svona áfall eru vitrænar umræður og skoðanaskipti nánast ómögulegar, en jarðvegurinn fyrir lýðskrum og öfgafullan málflutning verður frjórri.
Fólk sem orðið hefur fyrir búsifjum er við þessar aðstæðum er tilbúið til að binda trúss sitt við alskyns kreddur og skyndilausnir. Gagnrýnin hugsun fýkur út í veður og vind. Ég myndi ekki dæma fólk of hart þegar það er hrætt og eða reitt.
Hinsvegar er sök þeirra sem nýta sér þessar aðstæður mikil og alvarleg. Þeir hafa litlar málsbætur. Hvort sem þeir eru til vinstri eða hægri. það er alltaf betra að taka á svona atburðum af pólitískri yfirvegun og ekki æða í vanhugsaðar aðgerðir og loforð.
kallpungur, 4.9.2011 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.