Vonandi verða þetta síðustu pólitísku réttarhöldin á Íslandi.

Vinstri flokkarnir hafa oft beitt ýmsum óhugnalegum aðferðum til að styrkja sinn málstað,  en réttarhöldin yfir Geir H. Haarde eru vonandi síðustu pólitísku réttarhöldin sem framkvæmd verða hér á landi.

Þótt pólitíkin geti oft verið ansi ljót á köflum, þá þekkist það ekki í siðmenntuðum löndum að stefna pólitískum andstæðingum fyrir dóm, án viðeigandi rannsóknar og fyrir óljósar sakir. Ekki hefur enn komið fram, hvernig hægt hefði verið að bregðast við, heldur hefur verið sagt, eftir að atburðirnir gerðust, hvað hefði verið hægt að gera betur.

En eftir að mistök hafa átt sér stað, þá sést oftast hvað hefði átt að gera betur, þá er hægt að læra af reynslunni.

Þar sem að sjálfstæðismenn stunda ekki óþverapólitík af þessu tagi, þá er ólíklegt að Steingrímur og Jóhanna þurfi að svara til saka, fyrir Landsdómi, fyrir skipun Svavarsnefndarinnar, tilraunir þeirra til að þvinga risaskuld upp á þjóðina vegna Icesave, en þau fullyrtu að nauðsynlegt væri að samþykkja Svavarssamninginn sem fyrst, annars færi hér allt á verri veg.

Augljóst er að þau voru með kolrangt stöðumat á þessum tíma og hefði þjóðin ekki risið upp, með forsetann í fararbroddi, þá hefðu þau setið uppi með stóra skömm í farteskinu. Augljóst er að það mál hefði mátt vinna mikið betur og stjórnvöld frömdu alverleg afglöp í því máli.

Þau eiga ekki að svara til saka fyrir það, heldur eiga þau að hljóta sanngjarnan og eðlilegan dóm þegar talið verður upp úr kjörkössum næst.

Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt af sér ótrúlegan óþverrahátt, svo mikinn að slíkt þekkist ekki í pólitík hjá siðmentuðum þjóðum.

Þau hafa sýnt það og sannað með þessu, að réttlæti skiptir þau engu máli, heldur það eitt, að höggva eins nærri Sjálfstæðisflokknum og mögulegt er. Flestir stjórnmálamenn hafa einhver siðferðisviðmið, en Jóhanna og Steingrímur, þau þekkja engin mörk.


mbl.is „Allt skilið eftir opið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Eg myndi halda að ballið sé rétt að byrja. Með innlimun í ESB og nýrri stjórnarskra verður ekki mikið eftir af lýðræði á Islandi.

Björn Emilsson, 5.9.2011 kl. 16:21

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Við skulum bara vona að ekkert verði af innlimun Íslands í ESB Björn minn, þá verður lítið eftir af lýðræðinu ef það verða til bandaríki ESB, sem verða kannski að veru leika og kannski ekki.

Stjórnarskráin er vitanlega ekki upp á marga fiska.

Jón Ríkharðsson, 5.9.2011 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband