Er þetta eitt stórt "leyndó" hjá þeim?

Þau skötuhjú, Jóhanna og Steingrímur upplýstu þjóð og þing um að þau hafi unnið ýmis afrek, við afar erfiðar aðstæður.

Steingrímur lét þess getið, að sennilega væri íslenska ríkisstjórnin sú næst besta í ríkjum OECD. Það eru aldeilis góðar fréttir sem ættu að gleðja landann.

En hvar eru afrekin? Þau virðast sveipuð dulúð, því enginn hefur víst séð þau, aðrir en innmúraðir.

Gylfi Arnbjörnsson hefur lengi verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar, þannig að honum ætti að vera treyst fyrir leyndarmálunum, en svo er víst ekki. Hann undrast vanmátt flokksfélaga sinna í efnahagsmálum, sennilega vegna þess að hann er ekki í hópi hinna upplýstu.

Hvernig væri nú að svipta leyndinni af öllum afrekunum og leyfa landsmönnum að njóta þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef einhver afrek eru til, verða þau þá ekki notuð í kosninga áróður? Annað væri heimskulegt af flokkum sem hafa af engu að státa!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.9.2011 kl. 08:46

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Athyglisverður punktur hjá þér Eyjólfur, kannski aflétta þau leyndinni rétt fyrir kosningar og þá mun drjúpa smér af hverju strái hér á landi eftir það.

Jón Ríkharðsson, 6.9.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband