Fjallræðan er enn í fullu gildi.

Í hinni frægu fjallræðu, sagði frelsarinn m.a.; dæmið ei, því með þeim dómi verðið þér dæmdir og með þeim mæli sem þér mælið, munuð þér og dæmdir verða".

Óhætt er að segja það kaldhæðni örlaganna, að Steingrímur J. Sigfússon, sem ekki þykir trúrækinn maður, skuli vera lifandi sönnun þess sem Kristur sagði í fjallræðunni forðum.

Steingrímur hefur fellt þann dóm yfir sjálfstæðismönnum, að þeir hafi dregið taum fjármálafyrirtækja og þess vegna hafi hrunið orðið.

Segja má að fáir stjórnmálamenn hafi verið eins hjálplegir við fjármálafyrirtæki og Steingrímur Joð, en hann byrjaði á því að afhenda vogunarsjóðum niðurfellinguna sem stóð til að notuð yrði til niðurfellingar á lánum fyrir almenning og fyrirtæki landsins. Vogunarsjóðir ættu að vera í augum vinstri manns það hræðilegasta sem fyrirfinnst í víðri veröld, en Steingrímur er sérstæður vinstri maður eins og flestir vita.

Svo dældi hann hátt í tvöhundruð milljörðum í ónýt fjármálafyrirtæki og bágstatt tryggingafélag, það var eitthvað sem sjálfstæðismenn reyndu að forðast eins og heitan eldinn, eins og fram hefur komið oftar en einu sinni.

Hann hefur hlotið þann dóm sem hann gaf sjálfstæðismönnum, meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Svo er það seinni hlutinn; "og með þeim mæli sem þér mælið, mun yður og mælt verða".

Steingrímur kvað Davíð Oddsson vera gungu bæði og druslu, af því að Davíð nennti víst ekki að hlusta á innantómt orðagjálfrið í honum, einu sinni enn.

Forsetinn hefur vegið harkalega að Steingrími og hans ríkisstjórn. Steingrímur kveðst ekki vilja munnhöggvast við forsetann, en hljómar það sannfærandi hjá manni sem notar hvert tækifæri sem gefst, til að munnhöggvast við fólk?

Nei, ætli hann óttist ekki að forsetinn hafi betur í þeim átökum, því Steingrímur er ekki mjög rökfimur maður og sennilega veit hann af því. Öskur og gífuryrði hafa virkað ágætlega á friðelskandi og kurteisa sjálfstæðismenn, en slíkt hrín ekki á stjórnmálarefinn Ólaf Ragnar, því hann kann bæði að beita rökum og gífuryrðum betur en flestir stjórnmálamenn samtímans.

Augljóst er að ummæli hans um Davíð hitta hann sjálfan, nema kannski orðið "drusla", það er eflaust of gróft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Góður Jón

Óskar Sigurðsson, 8.9.2011 kl. 23:02

2 Smámynd: Björn Emilsson

Frábært Jón

Björn Emilsson, 9.9.2011 kl. 00:46

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ótrúlegt að þessi maður skuli enn vera ráðherra. Væri Landsdómsmeirihlutinn á Alþingi samkvæmur sjálfum sér þá ætti hann að ákæra Steingrím og það fyrir raunverulegar sakir eins og þú bendir réttilega á í góðum pistli þínum kæri Jón.

Jón Magnússon, 9.9.2011 kl. 09:38

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Óskar minn.

Jón Ríkharðsson, 9.9.2011 kl. 12:32

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

þakka þér innlitið Björn minn og ykkur báðum fyrir hólið.

Jón Ríkharðsson, 9.9.2011 kl. 12:33

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér kæri vinur og nafni.

Sannarlega ber Steingrímur raunverulega sakir, sem auðvelt er að benda á og hann á að svara til saka fyrir það sem hann hefur gert.

Jón Ríkharðsson, 9.9.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband