Stofnun stjórnlagaráðs var vanvirðing við hæstarétt.

Ekki skal efast um það, að meðlimir stjórnlagaráðsins eru einlægt hugsjónafólk sem vill gera samfélagi sínu gott eitt. Einnig hef ég aldrei dregið það í efa, að ríkisstjórnin, eins klaufaleg og hún er, vill af einlægni bæta samfélagið og efla réttlæti hér á landi.

En stundum dugar ekki einlægur ásetningur, það þarf meira til.

Ríkisstjórn sem virðir ekki hæstarétt landsins getur aldrei talist trúverðug, það eitt og sér ætti að vekja fólk til umhugsunar.

Engu máli breytir þótt mörgum hafi þótt dómur hæstaréttar byggður á vafasömum forsendum eða að hæstaréttadómarar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að þóknast hagsmunum sjálfstæðismanna.

Á meðan hæstiréttur er til staðar og hefur það vald sem hann hefur, þá  ber öllum hér á landi skilyrðislaus skylda til að hlýða hans dómum.

Það ber nú reyndar vott um roluhátt hjá stjórnvöldum, að segja hæstarétt ganga erinda ákveðinna afla í þjóðfélaginu og láta þar við sitja. Ef stjórnvöld hafa rökstuddan grun um að svo sé, þá er það vitaskuld fáránlegt að grípa ekki til ráðstafanna, því úrræðin hljóta að vera til staðar.

En ætli staðreyndin sé ekki sú, að þessi ríkisstjórn vill ekki hlýða neinu öðru en því sem fellur að hennar geðþótta hverju sinni.

En eftir stendur óvéfengjanleg staðreynd, hæstiréttur felldi sinn dóm og ríkisstjórnin fann leið til að koma sér framhjá hlýðni við æðsta dómstól landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er vel mælt hjá þér Jón, og meðan þetta viðgengst með þessum hætti þá er orðinn lítill munur

á okkar þjóðfélagi og bananalýðveldum sem stjórnað er af geðþótta einræðisherrum. 

Kristján B Kristinsson 13.9.2011 kl. 15:15

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má líka ekki gleyma því, að hafi verið einhver grunur um vanhæfi þeirra dómara, er úrskurðinn upp kváðu, þá var það svo, að allir sem málið var viðkomandi fengu uppgefið nokkrum vikum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp, til þess að geta m.a. gert athugasemdir við skipan dómsins, með tilliti til vanhæfis.

Enginn gerði athugasemdir við hæfi dómara, fyrirfram. Hins vegar voru samsæris og vanhæfisásakanir á hverju strái eftir úrskurð Hæstaréttar. 

Það hlýtur því að vera sanngjarnt að spyrja, hvort hæfi Hæstaréttar sé eingöngu bundið við það, að rétturinn dæmi eftir skoðunum ákveðins hóps, en ekki endilega eftir lögum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.9.2011 kl. 15:27

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Kristján, þetta er rétt hjá þér og fyrst að ríkisstjórnin hefur kvartað yfir agaleysi stjórnsýslunnar, þá hefði hún mátt byrja á að æfa sig og meðtaka úrskurð hæstaréttar þegjandi og hljóðalaust.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 15:38

4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Athugið að hér var um stjórnvaldsákvörðun að ræða en ekki dóm. Um slíka ákvörðun á við t.d. andmælaréttur og ýmislegt annað sem ekki á við um dóma. Yfirleitt hafa stjórnvaldsákvarðanir t.d. ráðherra ekki verið taldar óbreytanlegar. Í þessu tilfelli vill svo til, að þeir sem kváðu upp þessa stjórnvaldsákvörðun voru jafnframt dómarar í hæstarétti. Þeir eru að öllum líkindum ekki óskeikulir. Athugið, þeir voru ekki að kveða upp dóm. 

Hvort ætli sé nú mikilvægara, vilji þjóðar í almennum kosningum eða stjórnvaldsákvörðun nokkurra manna?

Sveinn R. Pálsson, 13.9.2011 kl. 15:39

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er allt satt og rétt hjá þér Kalli, það er engan veginn hægt að réttlæta þennan fáránlega málflutning ríkisstjórnarinnar og það að fara á svig við dóm hæstaréttar.

Það er ekkert annað en skandall.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 15:40

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það sem máli skiptir Sveinn, er að dómur hæstaréttar varðandi ógildingu kosninga til stjórnlagaþings var endanlegur dómur, um það deilir enginn. Þess vegna var skipaður starfshópur, af forsætisráðherra til að fara yfir málið.

Túlkun Sigurðar Líndal og fleiri lögspekinga er sú, og ég er sammála henni, að skipun stjórnlagaráðsins var óvirðing við hæstarétt.

Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir á niðurstöðu hæstaréttar, en það að skipa einstaklinga, sem hlutu ekki löglega kosningu á stjórnlagaþing, var jú lögleg, en vanvirðing við dóm hæstaréttar, um það snýst málið.

Stjórnvöldum ber að sjá til þess, að kosningar séu löglegar í alla staði og ef þau geta ekki gert það, þá hlýtur eitthvað að vera að.

Það þarf að vanda vel til verka þagr kosningar eru annars vegar og sjá til þess, að allt varðandi framkvæmd þeira sé hafið yfir allan vafa.

Öll siðmenntuð réttarríki hafa í heiðri hefðir sem mörgum þykja óþarfar, en þær eru virtar og það skiptir máli.

Annars verður þjóðfélagið rekið eftir geþóttaákvörðunum hverju sinni, sem stundum eru betri en gildandi lög og stundum ekki. Slík stjórnskipan þekkist ekki í siðmenntuðum löndum, þess vegna er stuðst við lög og hefðir.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 15:57

7 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þetta er rugl hjá þér Jón. Ekki var um dóm að ræða.

Þetta skrifar t.d. Oddgeir Einarsson lögmaður:

Ég hallast að niðurstöðu sem er gagngstæð þeirri sem Sigurður Líndal kemst að.

1. Hæstiréttur starfaði sem fjölskipað stjórnvald en ekki sem dómstóll þegar hann tók ákvörðun um að fella kosningarnar úr gildi.

2. Ákvörðun Hæstaréttar var stjórnvaldsákvörðun en ekki dómur.

3. Ef til greina kemur að láta stjórnvaldsákvörðun vera endanlega og ekki sæta endurskoðun dómstóla þá tel ég að það þurfi a.m.k. að koma fram í lögum að svo sé. Svo var ekki í tilviki laga um stjórnlagaþing.

4. Jafnvel þó svo það segði í lögum að ákvörðun Hæstaréttar sætti ekki endurskoðun þá segir í 60. gr. stjórnarskrárinnar: „Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda". Að mínu mati felst í þessu að allar stjórnvaldsákvarðandir stjórnvalda sæti endurskoðun dómstóla hvað sem lög segja um það.

Ég er alveg sammála Sigurði Líndal um að það sé undarlegt að bera ákvarðanir Hæstaréttar undir dómstóla. En það helgast af því að ég tel það fyrirkomulag að láta Hæstarétt Íslands taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna örðum stjórnsýsluverkefnum vera rangt. Hæstiréttur hefur nóg að gera við að dæma án þess að hann sé beðinn um að taka að sér verkefni stjórnsýslunnar í ofanálag.

Sveinn R. Pálsson, 13.9.2011 kl. 16:06

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sveinn minn, þú ert dæmigerður vinstri maður, það ber að virða þér það til vorkunnar.

Ykkur hættir til að ljúga upp á menn, til að styrkja málstaðinn en það dugar ekki, þökk sé Google, en þar er hægt að nálgast ýmsar staðreyndir.

Fram kemur í skjali frá forsætisráðuneytinu, en það er tilkomið vegna þess að bregðast þurfti við dómi hæstaréttar, í skjalinu segir orðrétt; "með ákvörðun hinn 25. janúar árið 2011 ógilti hæstiréttur kosningu þá til stjórnlagaþings sem fram hafði farið. Sú ákvörðun er bindandi og endanleg. Ekki kom því til að stjórnlagaþing yrði sett af hálfu forseta alþingis 15. febrúar eins og stóð til".

Það þýðir ekkert að vitna í álit eins lögmanns, þótt þér finnist það sniðugt og hljóma við þínar skoðnir, þegar fjallað er um einfaldar staðreyndir, kosningin var dæmd ólögleg sama hvað hver segir.

Þú viðrist notast við æfaforna aðferð forngrikkja, en hún gekk út á það, að verja málstaðinn með öllum hugsanlegum ráðum, en mér finnst það orðin úrelt aðferð og leiðinleg.

Það er sama hvða dómurinn heitir, hann getur orðið umdeildur, en hann stendur. Þess vegna var stjórnlagaþingið ekki sett.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 16:46

9 identicon

Heill og sæll Jón minn; og þakka þér, fyrir síðast !

Láttu ekki; þvaðrið í heiladauðum meðlim, hinnar annarrs virtu Rosenkranz ættar, spilla góðum degi, fyrir þér.

S.R. Rosenkranz; er eins og aðrir uppvakningar þeirrar tilveru, sem ekkert þekkja til þjáninga og armæðu, sinna samlanda, Helvízkur.

Veit ekki; hvort 18 - 24 fetin, dygðum þessum fýr, án þess að hann léti ekki, enn frekar, á sér kræla, að nokkru.

Með beztu kveðjum - til allra; nema Rosenkranz ættlerans /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 13.9.2011 kl. 17:15

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér sömuleiðis prýðisgott samtal Óskar minn, en varðandi Svein, þá er hann nauðsynlegur fyrir okkur fornvinur góður.

Við erum eins og allir vita, með afbrigðum gáfaðir og skynsamir menn, Sveinn veit það líka en honum líkar það ekki sem eðlilegt er, en það geta víst ekki allir verið gáfaðir eins og við Óskar minn.

En til þes að fólk skynji gáfur, þá þarf líka að vera til heimska. Annars getur enginn glaðst yfir góðum eiginleikum, ef allir hafa þá, þá er ekkert að keppa að. Allir geta vitanlega orðið gáfaðir, Sveinn líka, því hann hefur ágætis eðlisgreind þótt hann fari oftast ansi dult með hana.

En hann minnir okkur á hversu gáfaðir við erum og það er ekki svo lítið, við eigum að vera honum þakklátið fyrir að nenna að spjalla við okkur í netheimum, annað slagið.

Bestu kveðjur til þín og líka til Sveins því hann hefur skemmtilegar skoðanir, þótt þær séu fremur á svig við raunveruleikann, en hann er reyndar mismunandi hjá mönnum,

Jón Ríkharðsson.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 17:31

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má svo alveg sjá ákveðna óvirðingu við þjóðina, að hafa ráðið þennan verktakahóp í kjölfar ólöglegra kosninga í stað þess að hafa ekki einfaldlega, farið yfir það sem fór úrskeiðis við kosningarnar og látið svo kjósa að nýju. Enda nægur timi til stefnu, þar sem Alþingi þarf ekki að taka afstöðu um breytingarnar, fyrr en eftir ca. eitt og hálft ár.

Ástæður fyrir því að svo var ekki gert, hafa ekkert með peninga að gera, enda er nóg af þeim, ef hugðarefni Jóhönnustjórnarinnar eru annars vegar.

Líklegasta ástæðan er og í henni liggur vanvirðingin við þjóðina, er sú að líklegast hefur aldrei staðið til, þrátt fyrir fögur orð, að fara neitt of mikið eftir því sem frá stjórnlagaráðinu kemur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.9.2011 kl. 18:19

12 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þakka málefnalegar athugasemdir. Þessi númer 9 bera höfundi sínum glöggt vitni, hahaha .

Mikilvægast er að átta sig á að ekki var um dóm að ræða. Megintextinn er því rangur og auk þess flestar athugasemdirnar. Menn sem átta sig ekki á grundvallaratriðum, draga eðlilega rangar áliktanir.

Sveinn R. Pálsson, 13.9.2011 kl. 18:30

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sveinn minn, ef þú googlar; "dómur hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings" kemur Google gamli með nokkrar niðurstöður og m.a. er vísað á vef alþingis þar sem sagt er að Jóhanna flytji munnlega skýrslu um dóm hæstaréttar, þú ættir kannski að benda þingskrifurum á, að þau hafi misskilið hæstarétt, þetta hafi verið stjórnvaldsákvörðun en ekki dómur.

Þegar fjallað er um niðurstöðu hæstaréttar í þessu máli, þá er ýmist talað um dóm eða úrskurð hastaréttar, Google gamli hefur augljóslega ekki sömu þekkingu á lögum og þú og Oddgeir Einarsson lögmaður.

En þetta er vitanlega orðhengilsháttur, það skiptir engu máli hvort þú kallar þetta dóm eða stjórnvaldsákvörðun hjá hæstarétti, eftir stendur að kosningin var úrskurðuð ólögmæt og þess vegna varð ekkert af stjórnlagaþinginu.

Ég er svolítið hissa á að þú gerir athugasemd við ummæli Óskars Helga í aths. nr. 9., því orðalagið hans er síst verra en það sem þú viðhefur á þinni síðu.

Það er hægt að takast á um skoðanir og vera ósammála í pólitík, en samkvæmt almennum skilningi, en ég veit ekki hvort það sé endilega þinn skilningur, þá teljast ummæli þín um Sjálfstæðisflokkinn varla málefnaleg; "fasistapakkið hjá íhaldinu", þetta gæti einhverjum þótt stór orð, "Sjálfstæðisflokkurinn er glæpasamtök" og fleira í þessum dúr.

Ef þú heldur að þetta særi mig eitthvað, þá er það misskilningur, en óhjákvæmilega leiði ég hugann að því hvort sannleikskorn leynist í því sem Óskar segir, því svona ummæli viðhafa ekki siðaðir menn sem vandir eru að sinni virðingu. Svona orð særa ekki þann sem þau beinast að, heldur fá hugsandi fólk til að hafa efasemdir um andlegt heilsufar þess sem setur þetta fram.

En þú mátt eiga það, að fáir slá þér við í vitleysunni, Sveinn minn, ég held samt að þú sért ágætlega greindur en undarleg sérviska þín kemur í veg fyrir að greind þín njóti sín til fulls. Óskar Helgi sagði mér eitt sinn að þú værir ansi glúrinn við að hanna ýmislegt á tæknisviðinu, sennilega fer það þér betur en að tjá þig um pólitík af einhverju viti.

Ég er ekki að tala niður til þín Sveinn, ég er óttalegur kálfur í tæknimálum og yrði seint góður í að hanna hluti, til þes skortir mig þolinmæði, þú hefur það klárlega fram yfir mig að vera góður á því sviði.

Þú segir líka í einu bloggi, að skattahækkanir auki hagvöxt, ég hvet fólk til að skoða síðuna hans Sveins til að sannreyna þetta, hann heldur þesu fram og virðist trúa því af einlægni.

Ég á marga góða vini sem eru afskaplega sérlundaðir, oftast eru þetta góðir og tryggir vinir. Ég geri ákveðið samkomulag við þá, um að þeir megi hafa sérviskuna í friði og halda henni á lofti í mín eyru, en bið þá að halda því aldrei fram að þetta séu staðreyndir, því þá nenni ég ekki að tala við þá.

Þeir virða þessa bón, því þeir vita að þetta er bara sérviska hjá þeim og dettur aldrei til hugar að taka sérviskunni sem heilögum sannleik, þetta eru líka oft húmoristar og hafa gaman af að stríða mér á stjórnmálaskoðunum mínum.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband