Miðvikudagur, 14. september 2011
Afneitun Svavars Gestssonar.
Öll lendum við í því að gera mistök, slíkt er afskaplega eðlilegt en hvimleitt samt. Þegar fólk gerir alvarleg mistök, þá fer það oft í afneitun vegna þess að það getur verið erfitt að horfast í augu við klúðrið. En oftast hverfur afneitunin eftir að fólk hefur fengið tíma til að hugsa, stundum er beðist afsökunar, stundum þegir fólk og skammast sín í hljóði.
Ef að menn hafa vit á að þegja og halda sig til hlés, þá er enginn ástæða til að vera að nudda þeim upp úr mistökunum. En þegar haldið er áfram að verja vitleysuna, tveimur árum seinna, þá er erfitt að horfa framhjá því.
Enginn vafi er á því, að samningur sá sem Svavar gerði var hryllilegur og hann hefði kostað þjóðina stórfé.
Réttlætingar hans hafa verið ótrúverðugar allan tímann og undarlegt að hann reyni enn að klóra í bakkann.
Fyrst sagði hann að íslendingar þyrftu að bera burtu syndir heimsins eins og frelsarinn forðum, hætta var víst á, að innistæðutryggingakerfi Evrópu hefði hrunið ef hann hefði ekki fetað í fótspor frelsarans frá Nazaret.
Það er undarlegt að Svavar Gestsson, sem ekki hefur verið með Guðsorð á vörum skuli notast við málsvörn á þessum nótum, en kannski hefur hann hugsað til Guðs þegar hann sá þvílíka hörmung hann hafði gert fyrir íslensku þjóðina. Hann veit sannleikann í málinu, en eins og margir vinstri menn, þá heldur hann að hægt sé að ljúga öllu að þjóðinni.
Svo sagði hann að EES samningurinn hafi verið í uppnámi, þegar ofangreindar réttlætingar dugðu ekki, þá kom Þórólfur vinur hans úr háskólanum og sagði að við yrðum í hryllilegum sporum, gjladmiðillinn myndi hrynja, atvinnuleysi aukast og ástandið hér á landi hræðilegt í alla staði.
Ekkert af heimsendaspám þeirra hafa gengið eftir, enda er lítið mark takandi á mönnum sem eru í þjakaðir af hræðslu.
Þórólfur og Svavar eru í sömu súpunni, þess vegna styrkja þeir hvern annan, því vinstri menn geta aldrei horfst í augu við eigin veikleika.
Svavar vitnar í útreikninga vinar síns og þeir eru sammála um, að samningurinn hans Svavars hafi verið besti kosturinn.
Ætla má að þeir séu tveir um þesa skoðun, Steingrímur Joð hefur þó haft vit á, að hætta að dásama samninginn hans Svavars, honum þykir fátt leiðinlegra en að vera minntur á hann.
En Svavar Gestsson, það er sama hversu sterk rök koma gegn hans samningi, það virka engin rök á hann, enda er hann í hópi hörðustu vinstri manna þjóðarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.