Sunnudagur, 18. september 2011
Ekki datt ríkisstjórninni í hug að tékka á þessu.
Frumkvæði ríkisstjórnarinnar í mikilvægum málum er ekki neitt. Það þurfti öfluga einstaklinga til þess að heimta úrbætur fyrir heimilin í landinu, þjóðin þurfti að hafa vit fyrir þeim í Icesave og svo kemur Guðlaugur Þór, sem er einn af fáum þingmönnum sem vinnur fyrir kaupinu sínu og kallar eftir mati á tjóni íslendinga vegna hryðjuverkalaganna.
Það er undarlegt að ríkisstjórnin skuli státa af tuttugu og sex prósent fylgi, eðlilega sækir að manni efi um að þetta séu réttar niðurstöður.
Það er ólíklegt að þessi kjarklausa ríkisstjórn komi til með að ræða þetta við Breta, en vitanlega er það nauðsynlegt, því þeir gefa ekkert eftir gagnvart okkur.
Það er merki um manndóm og dug stjórnmálamanna að halda sjónarmiðum þjóðar sinnar á lofti, það þarf að berjast til þess að ná sínum markmiðum í erfiðum deilum.
Vanhæfni ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu gerir það að verkum, að hún á ekki skilið neitt fylgi.
Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert að hengja bakara fyrir smið, meðvitað að mínu mati.
Það var ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem ákvað að afsala Íslandi öllum réttindum í þessu máli og sýna ekki manndóm og dug. Er hann ekki m.a. fyrir Landsdómi fyrir þau afglöp?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2011 kl. 16:38
Ég minni á að við Pétur Valdimarsson stöndum í deilu við Framkvæmdastjórn ESB um aðgerðir nýlenduveldanna gegn hagsmunum Íslands. Við munum að lokum standa uppi sem sigurvegarar, þótt ríkisstjórnin neiti allri samvinnu við okkur og þótt utanríkismálanefnd Alþingis neiti að taka baráttu okkar á dagskrá. http://altice.blogcentral.is/blog/2011/7/1/kvortun-til-framkvaemdastjornar-esb-vegna-brota-bretlands-og-hollands/
Loftur Altice Þorsteinsson 18.9.2011 kl. 19:40
Þú hefur þínar skoðanir á þessu Axel og það er gott.
Kannski þú hafir þá samband við Landsdóm og segir þeim hvað Geir er sekur um.
Jón Ríkharðsson, 18.9.2011 kl. 21:05
Flott hjá ykkur Loftur, þú stendur þig eins og hetja í baráttunni.
Leyfðu mér endilega að fylgjast með, þá get ég lofað að styðja enn eitt verkefnið og svikið það, því ég er alltaf úti á sjó.
En að öllu gamni slepttu Loftur, þú hefur unnið ómetanlegt gagn í gagnaöflun vegna Icesave og ert greinilega ekki hættur.
Ætli hr. jóhanna sé ekki á síðasta snúningi núna?
Jón Ríkharðsson, 18.9.2011 kl. 21:09
Það var ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem ákvað að afsala Íslandi öllum réttindum í þessu máli og sýna ekki manndóm og dug. Er hann ekki m.a. fyrir Landsdómi fyrir þau afglöp?
Eftir því sem ég man best þá var það samfylkingin með Ingibjörgu í forystu sem kom í veg fyrir að þetta yrði skoðað á þeim tíma, það mátti nefnilega ekki styggja ESB fyrir væntanlega umsókn...
Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.9.2011 kl. 00:40
Þakka þér fyrir að svara Axel Jóhanni Halldór minn.
Ég var svo saddur og glaður eftir góðan mat og dóttir mín elsta var í heimsókn, þannig að ég nennti ekki að standa íenn einni gagnslausri fræðslustarfsemi fyrir bullulolla af vinstri kantinum.
Oftast hef ég gaman af þrasi, en stundum nenni ég því ekki.
Sennilega er hann að meina óánægju Breta með framgöngu stjórnvalda fyrir hrun, en það var flokksfélagi hans Björgvin G. Sigurðsson sem var í viðræðum við Bresk stjórnvöld og var að pirra Darling.
Jón Ríkharðsson, 19.9.2011 kl. 03:06
Ætlar nú þjófurinn að kæra fórnarlambið fyrir að kalla á lögguna og flekka með því mannorð sitt.
Og undir þetta taka ófáir. Íslendingum er ekki viðbjargandi.
Haukur Kristinsson 19.9.2011 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.