Miðvikudagur, 21. september 2011
Kjánaleg rökvilla í umræðunni.
Grunnhyggnir einstaklingar koma oft með grípandi frasa sem fjöldanum þykja sniðugir, en þegar grannt er skoðað þá leynist í þeim hrópandi rökvilla.
Einhver aulaði því út úr sér, að óhugsandi væri að ef slökkviliðið kveikti eld, þá væri ekki hægt að nota þá sem kveiktu eldinn til að slökkva hann.
Hið ómögulega getur gerst, þannig að slys gæti átt sér stað í höfuðstöðvum slökkviliðsins sem valdið gæti eldsvoða.
Ef við gefum okkur það, að eldur kviknaði í höfuðstöðvum slökkviliðsins, sökum mistaka hjá slökkviliðsmönnum, hvað yrði þá gert?
Yrðu allir slökkviliðsmennirnir reknir og fundnir einhverjir sem aldrei hefðu haldið á brunaslöngu?
Að sjálfsögðu ekki, starfandi slökkviliðsmenn sem ollu eldsvoðanum myndu vitanlega slökkva eldinn, svo færi fram rannsókn og farið yrði yfir hvað klikkaði.
Það átti sér stað bankahrun á haustdögum 2008, það hrundu bankar í í mörgum löndum, traustir og gamlir bankar ásamt nýjum og áhættusæknum. Enginn sá hrunið fyrir, þótt ýmsa hafi grunað að eitthvað væri að.
Þvert ofan í ráleggingar Görans Person, varðandi það að boða ekki til kosninga og valda pólitískri kreppu eins og þeir gerðu í Finnlandi, það lengdi kreppuna hjá þeim umtalsvert, þá gengu vinstri flokkarnir í bandalag við óttaslegna þjóð og ríkisstjórnin féll.
Flestir sjá það í dag, að ríkisstjórn sú sem sat við völd í aðdraganda og kjölfar hrunsins vann býsna vel úr málunum. Búsáhaldabyltingin var misheppnuð og verður vonandi aldrei aftur endurtekin hér á landi, en það ræðst af því, hvort þjóðin vill notast við rökhugsun eða láta óttan ráða för.
Ef þjóðin hefði sýnt skynsemi og leyft ríkisstjórninni sem sat við völd á þessum tíma, klára að "slökkva eldinn" í stað þess að velja lið sem skvettir bensíni á eldinn og þykist slökkva hann þannig, þá værum við örugglega í miklu betri stöðu í dag, þótt við ættum margt óunnið í endurreisnarstarfinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.