Miðvikudagur, 21. september 2011
Það þurfa fleiri að siðvæðast en stjórnmálamenn.
Óhætt er að segja að alltof stór hluti núverandi þingmanna, séu illkvittnustu stjórnmálamenn sem völ er á.
Ekki bara þeir illkvittnustu, heldur þeir heimskustu líka. Þetta þykja sumum stór orð, en þegar litið er til verka ríkisstjórnarinnar og nýrra allsekkistjórnmálamanna á þingi, þá er auðvelt að segja að þetta sé mjög vægt til orða tekið.
Á sama tíma og ríkisstjórnin með fjármálaráðherra í broddi fylkingar hefur tapað stórum upphæðum sökum mistaka við endurreisn fjármálakerfisins, þá þykir meirihluta ríkisstjórnarinnar í lagi, að draga fyrrum forsætisráherra fyrir Landsdóm og heyra mátti á þeim ósvífnustu á þingi, að það væri fínt ef hann færi bara í fangelsi.
Það er rétt, þessir stjórnmálamenn þurfa sannarlega að siðvæðast umtalsvert. Óvíst er hvort það takist því illskan er svo mikil.
Þetta kann einhverjum að þykja djúpt í árina tekið, en það er jú þekkt með fólk, sem daðrar við heimsku og illsku, að það er ósköp notalegt við þá sem eru þeim þóknanlegir og ógna ekki þeirra veika málsstað.
En er ég þá að segja að þetta sé vont fólk?
Nei, þetta er ágætis fólk, en gjörsneytt allri dómgreind og þekkir ekki sjálfsagða tillitssemi. Allir hafa frjálst val og sumir velja sér rangan málsstað. Þegar fólk velur sér rangan málsstað til að berjast fyrir, þá finnur það vanmátt sinn.
Þegar barist er fyrir röngum málsstað áratugum saman, þá kemur þráhyggja og reiði. Í framhaldi af því, neytir þetta fólk allra ráða til að koma þungu höggi á þá sem standa í vegi fyrir hinum ranga málsstað
Þess vegna ákvað Steingrímur J. Sigfússon að kæra Geir H. Haarde með sorg í hjarta, af sömu hvötum ákváðu hinir að gera slíkt hið sama, ekki allir með sorg í hjarta. Vegna þess að nýjir þingmenn þekktu ekki Geir H. Haarde og vissu ekki hversu vandaður og heiðarlegur maður hann er.
En það veit Steingrímur, þess vegna er hann með sorg í hjarta og hann verður það lengi.
Þeir kjósendur sem kjósa það fólk sem hefur staðið fyrir því, að snúa meginreglu réttarríkisins á hvolf og segja við Geir, að hann sé sekur uns sakleysi hann sé sannað, þeir þurfa sannarlega að siðvæðast.
Athugasemdir
Ég held að einfaldast svarið við öllu tali um siðvæðingu annarra er (hverjir sem ræða það): Fyrst er að taka til heima hjá sér áður en farið er að vera með umvandanir um aðra. Siðvæðing byrjar í eigin ranni.
kallpungur, 21.9.2011 kl. 18:08
Það er alveg rétt hjá þér Kallpungur.
Það verður engin siðvæðing á íslandi nema allir fari í djúpa og einlæga sjálfskoðun.
Jón Ríkharðsson, 21.9.2011 kl. 18:32
Þessi pólitísku réttrhöld munu á endanum dæma Steingrím sjálfann harðast og með réttu.
Gunnar Waage, 21.9.2011 kl. 21:18
Rétt Gunni minn.
Jón Ríkharðsson, 21.9.2011 kl. 22:11
Ég tek undir með ykkur öllum. Verst er hvað þessi stjórn hangir lengi við niðurrifið. Hefndir ætti að afnema með lögum! Ég held persónulega að það sé leitun að manni sem sé jafn heiðarlegur og Geir H Haarde.En þetta kemur allt í ljós!!
Eyjólfur G Svavarsson, 22.9.2011 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.