Sunnudagur, 25. september 2011
Sjálfstæðisflokkurinn sýnir frumkvæði.
Ekki er hægt að efast um það, að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir vinstri flokkanna að öllu leiti.
Það var haldinn opinn fundur um gjaldmiðilsmál í Turninum í Kópavogi og var til hans stofnað að frumkvæði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Það skiptir miklu máli fyrir okkur íslendinga, að ræða alla möguleika í gjaldmiðilsmálum með opnum huga og komast að farsælli niðurstöðu. Peningar eru vissulega ekki allt, en í nútímasamfélagi, þá skipta þeir höfuðmáli, því það getur enginn lifað án peninga.
Það skiptir máli að traust ríki á þeim gjaldmiðli sem við notum, því það kostar mikið að halda úti veikum gjaldmiðli.
Það mátti glöggt finna að fundurinn var að stærstum hluta skipaður sjálfstæðismönnum. Þrír frambærilegir fummælendur töluðu og þeir voru ekki sammála, fundarmenn voru heldur ekki allir sammála þeim.
En fyrirspurnir voru bornar fram, án gífuryrða og allir voru hófsamir í málflutningi eins og sönnum sjálfstæðismönnum sæmir.
Hvað vilja vinstri flokkarnir í gjaldmiðilsmálum? Það skiptir máli því þeir bera ábyrgð á efnahagsstefnunni um þessar mundir.
Vinstri grænir eru lítið fyrir að ræða peningamál, þeim þykir best að sækja fé í opinbera sjóði, án þess að gera sér grein fyrir því, hvernig á að safna fé í sjóðina. Eina sem komið hefur fram er að þeir vilja krónuna áfram, án þess þó að koma með raunhæfar leiðir til að styrkja gjaldmiðilinn.
Samfylkingin hefur aðeins eina stefnu fyrir alla málaflokka, inngöngu í ESB og þá er vitanlega eina stefnan að taka upp Evru. Það má þó hrósa Samfylkingunni fyrir að hafa einfalda og auðkiljanlega stefnu; "Ísland í ESB", það segir allt sem segja þarf.
Athugasemdir
Já Jón, Þetta var málefnanlegur og góður fundur. Ég var á þeesum fundi frá kl.11. Nú þurfa stjórnarflokkarnir að halda slíkan fund líka.
Svo er fundur í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00, þar sem Sturla Jónsson vörubílsstjóri, Jóhannes Björn höfundur bókarinnar FALIÐ VALD, Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður og ein frá sýslumannsembættinu Rvík tala á þeim fundi, og spurningar/svör. Sjá nánar á facebook. Endilega að láta þetta ganga.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.9.2011 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.