Hver er helsta meinsemdin í umræðunni?

Átæðan fyrir því að erfiðlega gengur að ræða pólitík hér á landi er sú, að stjórnmálamenn notast við rætnar kjaftasögur til þess að niðurlægja andstæðinginn. Þá þarf sá sem þvættingurinn beinist að, að svara fyrir sig og bera af sér gróusögurnar í leiðinni.

Og kjósendur vita ekkert fyrir hvað flokkarnir standa.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur orð frelsarans í öndvegi; "eins og maðurinn sáir mun hann uppskera", en Vinstri grænir og Samfylking vilja að verri sáningamenn njóti uppskeru þeirra sem duglegir eru að sá.

Sumum kann að þykja þetta falleg hugsun hjá vinstri flokkunum, en hún er það ekki.

Vill einhver leggja mikið á sig og vinna hörðum höndum í þeirri vissu, að letingjarnir fáir að líka að uppskera það sem þeir sá?

Reyndar skildu vinstri menn, eftir langa umhugsun að stefnan þeirra gengur ekki í kjósendur. Þá viðurkenndu þeir kosti markaðarins, en þeir gerðu það aðeins hálfa leið.

Jafnaðarmenn vilja hefta frelsi einstaklingsins til að græða eins og hann vill. En það getur aldrei gengið að stjórnmálamenn setji viðmið um, hversu ríkir menn mega vera.

Sjálfstæðismenn vilja horfa á raunveruleikann eins og hann er, á meðan vinstri menn, vilja semja handrit fyrir raunveruleikann, og láta þjóðina leika þá rullu sem handritið segir til um.

Fólki líður best þegar það er frjálst, þess vegna er alltaf mesta hagsældin þegar sjálfstæðismenn eru við völd. 

Sumum bregður við ofanritaða fullyrðingu, en staðreyndin er sú, að á átján ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins upplifði þjóðin mestu hagsæld lýðveldistímans. Árin 1993-2000 var stöðugt gengi og mikil kaupmáttaraukning. Reynda fóru sjálfstæðismenn fram úr sér í eyðslu þegar líða tók á valdatíma þeirra og vissulega gerðu þeir mistök í aðdraganda hrunsins.

En það sem mestu máli skiptir er að Sjálfstæðisflokkurinn er í stöðugri sjálfsskoðun og við sjálfstæðsimenn viljum læra af mistökunum.

Það getur enginn flokkur lofað að gera aldrei mistök, stundum gera hinir bestu stjórnmálamenn stór og afdrifarík mistök.

En þeir sem viðurkenna mistökin geta líka lært af þeim og komið fram sterkari á eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jésús, hvað hægt er að vera steiktur

Jonas kr 25.9.2011 kl. 17:30

2 identicon

Þetta er góð og raunsæ greining þér Jón Ragnar eins og ávallt.

Við sem erum komin til vits og ára vitum að almenningur hefur aldrei haft það gott undir stjórn vinstri manna.

Punktur.

Sigrún Guðmundsdóttir 25.9.2011 kl. 20:36

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er gott hjá þér að tjá þig Jónas Kr, Jesús hjálpar þér örugglega ef þér finnst þú vera steiktur.

Það hafa margir komið á síðuna mína og tjáð sínar tilfinningar, það er öllum hollt.

Það þarf ekkert að vera að þú sért steiktur, stundum er fólk óánægt með sig og þá er gott að biðja frelsarann um hjálp.

Jón Ríkharðsson, 25.9.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Sigrún, það er alveg rétt hjá þér, vinstri flokkarnir hafa aldrei getað stjórnað.

Líklega tekst þeim með þrjóskunni einni saman að halda út eitt kjörtímabil, en vonandi gera kjósendur ekki sömu mistökin aftur.

Jón Ríkharðsson, 25.9.2011 kl. 21:42

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Takk fyrir fína greiningu Jón.

Ef þessari ömurlegu vinstri stjórn tekst að lifa út kjörtímabilið þá er það í fyrsta skipti í sögu okkar þjóðar oftast voru það, ef ekki alltaf, Allaballar sem voru sprengjumeistarar en þeim fölast sífelt meir og meir.

Þórólfur Ingvarsson, 25.9.2011 kl. 22:12

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér Þórólfur, ég er hræddur um að stjórnin lifi út kjörtímabilið.

Það er rétt sem þú segir, Allaballar voru oftast í því að sprengja stjórnir og þeir komu í veg fyrir að vinstri stjórnir lifðu. Það var reyndar mjög gott hjáþeim, þótt gagnsemi hafi ekki ráðið för hjá þeim í þesu máli.

Það er búið að tala svo mikið um sundurlyndi vinstri manna og að þeir geti ekki haldið saman stjórn heilt kjörtímabil, þannig að vinstri stjórnin er staðráðin í að afsanna þessa kenningu.

Því miður er það eina ástæðan fyrir því, að stjórnin lifir enn.

Jón Ríkharðsson, 25.9.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband