Sunnudagur, 25. september 2011
Ræðum við börnin okkar um skaðsemi eineltis.
Ég vaknaði um eittleitið eftir hádegi og sat inni í stofu með sterkt og gott kaffi og las blöðin, ég hafði komið í land um morguninn og lagði mig eftir að ég hafði komið konunni í vinnuna og strákunum í skólann.
Allt í einu varð ég var við unglingspilt sem stóð yfir mér og fór að spjalla við mig. Það fór ekki á milli mála að drengurinn átti erfitt, fas hans benti til þess.
Ég vissi ekki hvað þessi drengur var að gera á heimili mínu, en ég spjallaði bara við hann. Síðan kom sonur minn og sagði stráknum að koma með sér inn í herbergi.
Þegar drengurinn kvaddi og fór, reis ég á fætur og gekk inn í herbergi sonar míns og spurði hann hvaða drengur þetta væri eiginlega. Þá hló pilturinn, því honum er oft skemmt ef faðir hans lendir í vandræðalegum aðstæðum. Enda veit hann fullvel, að mér er meinilla við að það sé talað við mig þegar ég er nývaknaður og nýstiginn á land. Þá vill ég fá frið með kaffibollan og blöðin, svo þegar ég er búinn að lesa þá er ég tilbúinn til að eiga stund með fjölskyldunni.
Hann sagði mér að þetta væri strákur í hinum bekknum, enginn nennir að tala við hann, því hann þykir undarlegur í háttum. Ég hrósaði syninum fyrir að sýna svona mikla velvild, því ég veit að sonur minn er vinsæll í skólanum og hann hefur alltaf verið leiðtoginn í sínum vina hópi.
Við ræddum saman dágóða stund og þá vissi ég að samtöl okkar, um skaðsemi eineltis höfðu skilað árangri.
Ég hef kappkostað að fræða börnin mín um skaðsemi eineltis og nauðsyn þess að sýna öllum jafna virðingu og vinsemd.
Það stjórnar því enginn hvaða lundarfar hann fær í vöggugjöf, en allir hafa þörf fyrir vináttu.
Athugasemdir
Jon thetta er eins og talad ur minum hugsunum, hversu margir hafa sofid a verdinum haltu afram thessum flottum skrifum
Berglind Halldorsdottir 27.9.2011 kl. 05:01
Kaeri Jon ranglega ordad, eg heiti Berglind Huld, eg er faedd i Rvk thann 240180. Dottir hjukrunarfraedings og husasmidameistara, byrjar samtalid ekki alltaf svona heima hehe.
Aestada thess ad eg er ad skrifa ther er su ad eg er svo reid og i mikilli sorg ad eg verd ad skrifa herna inni tvi thessir menn skulu borga thessa peninga til baka hvernig sem verdur farid ad thvi.
Saga min er su ad eg valdi somu braut og hun astaela modir min, hjukrunfraedi, tha fallegu grein.
Mig langar ad segja ykkur leyndarmal hehe, mamma hefur sko unnid lang mest inna geddeild, thannig ad eg hef alltaf att heima thar inni, besti stadur i heima ad bua a hehe.
Svo for i haskola og fekk rad fra modur minni og vinkonum hennar og minum ad fara frekar ad laera a Akureyri thvi thar vaeri verid enntha verid ad kenna hjukrun ok flott rad, thannig ad valid var uniak. For thangad og var mjog anaegd vera tharna, their hafa unnid gott starf med sinn haskola, vita um hvert folki langar ad stefna........... meina ertu ekki i fjolmidlafraedi thvi thu hefur ahuga a tvi.
Svo urdu orlog min af personulegum astaedum ad eg neittist ad fara i HI unirvk hehe. Og tharna var sko allt annad thema i gangi, eg veit og skil ekki hvad var i gangi ju annars ju. Fekk eitt annad heilragt rad fra kollega minum held modur minni. Laerdu taer rannsokni sem kennarnir ad gera, thetta atti adallega vid sko innan minnar stettar, hjukrunar. Tharna voru kollegar minir ad gera alls konar rannsoknir sem mj0g fair skildu, var einhvern veginn omogulegt ad skilja oft a tidum thessa kollega mina en ekkert mal ad skilja marga adra.
Nu hvad var buid gerast eg veit, kannski ad thad vissi enginn................ margir i raun og veru fyrir hverju hann stod getur verid.
Thannig eg var i HI ekki uniak thar sem eg hefdi verid i hop ad gera lokaverkefni en Hi hafdi ekki tru a thvi ad vinna i hop bara einn til tveir hehe, af hverju nu audvitad svo thaer geti fengid studentinn til ad koma theim aframmmmmmmmmmm med sina master gradddddddddduuuuuuuuu......................................... thannig tharna sat eg mest inn a bokasafni geddeildar veit ekki thvi eg thekki folk thar mikid af thvi mjog vinalegt folk og var i thessu kjaftaedi, thannig hvad gat eg gert, madur var leiddur til leidbeinanda mjog godrar ljosmodur en malid hun var med alltof marga studenta og svo vissi hun lika ad eg vaeri bara nokkud klar stelpa, thannig ad hun spurdi mig gengur ther bara ekki vel med lokaverkefnid thitt, eg sagdi ju gengur bara nokkud vel. Thannig madur var i Eirbergi, bokasafn lsh, bokasafn geddeildar og atti svo fjolskyldu sem vann tharna inni thannig madur var nu bara i nokkud godum malum ad mer fannst nei fannst thad ekki, eg vissi ad thad var eitthvad kjaftaedi i gangi og their sem voru tharna inni til thess ad laera thad fag sem thad hafdi valid. ????????????????????
A eg ad segja ykkur sogu, Islendingar lifa nu a sogum og allir og allir mennn...................... thid thekkid lifid og hafid lifad a thessum timum. Eg gleymi aldrei thegar teir hja landbankanum budu laeknanemum, hjukrunarnemum og bara ollum nemum i party inn til valhallar...................
Their sem elska peninga fannst thetta ofbodslega skemmtilegt party, en adrir sem maettu tharna og horfdu a attu ekki til ord, enda for eg nu ut ur thessu party med minum laeknavinum....................................., vid forum i annad party a studentagardi sem var mjog skemmtlegt party. Tid megid alveg koma minni sogu afram, ef thid viljid en malid ad their munu ekki komast upp med thetta.
Goda nott kaeru Islendingu og gud blessi ykkur oll baejo
Berglind 27.9.2011 kl. 05:36
Þakka þér fyrir góða frásögn, það er mikið til í henni.
Þú ert í göfugu starfi og það þarf gott og kærleiksríkt fólk til að gegna því.
Heimurinn er heppin að eiga fólk eins og þig, sem eruð tilbúin til að hjúkra sjúkum og gera þeim lífið eins létt og mögulegt er.
Jón Ríkharðsson, 27.9.2011 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.