Gengur jafnaðarstefnan upp?

Reynsla okkar íslendinga af jafnaðarstefnunni er ekki góð, enda hafa  félagshyggjustjórnir ávallt verið skammlífar, nema kannski núverandi ríkisstjórn en erfitt er að sjá að hún sé til góðs.

Jafnaðarstefnan vill setja fólk í ákveðinn ramma, enginn má eignast of mikið því þá veldur það ójöfnuði. En með þessu hugarfari, þá ganga jafnaðarmenn í berhögg við höfund lífsins og það er erfitt að breyta náttúrunni, en maðurinn er jú hluti af henni.

Við fæðumst ekki jöfn, samkvæmt þröngri skilgreiningu breyskra manna, sem gengur út á veraldleg gæði.

Hvernig á svo að jafna það?

Sá sem að á foreldra í efri stigum samfélagsins á greiðari aðgang þar inn. Eigum við þá að koma í veg fyrir, að sá sem á foreldra í stjórnsýslunni eigi möguleika á frama þar? Þá erum við farin að skerða þeirra möguleika á sama tíma og við aukum möguleika þeirra sem fæðast inn í verkamannafjölskyldur.

Er það réttlæti að takmarka rétt ákveðins hóps til þess að auka rétt annars?

Millifærsla á réttlæti er ekki réttlát, við þurfum að skoða heiminn eins og hann er og fara varlega í breytingar sem ekki eru nauðsynlega fyrir alla.

Svo er það jöfnun tekna, það bitnar á duglegu fólki sem er að stofna heimili. Ungt og dugmikið fólk vinnur myrkranna á milli, oft í mörgum störfum og þénar mikið. Jafnaðarstefnan vill jafna tekjur, þannig að dugmiklu ungmennin þurfa að leggja harðar að sér og eyða minni tíma með börnunum.

Raunverulegir auðmenn finna ekkert fyrir skattahækkunum, þeir hafa allt sitt á þurru, þannig að jöfnunin bítur unga fólkið sem er duglegt. En raunverulegir auðmenn geta hinsvegar föndrað meira við bókhaldið, þannig að þeir borga eins lítið og þeir mögulega geta, jafnvel minna en ef skattar væru lægri.

Hvort sem jafnaðarmönnum líkar það betur eða ver, þá efla háir skattar svarta hagkerfið auk þess kallar flókið skattkerfi á dýrara innheimtukerfi.

Jafnaðarstefnan er óréttlát, því hún umbunar fólki án verðleika. Þeir sem nenna ekki að vinna eiga að fá styrki til að geta lifað og það bitnar á þeim sem nenna að vinna, færri hendur standa undir samfélaginu og vinnandi fólk þarf að leggja harðar að sér, til þess að letingjarnir geti lifað.

Jafnaðarstefnan er líka letjandi, því fólk sér ekki tilgang með því að leggja hart að sér, það fer allt í skatta.

Hægt er að efla letingja og hvetja þá til sjálfshjálpar, en jafnaðarstefnan framleiðir letingja. Um leið og einstaklingum verður það ljóst, að enginn styrkur er í boði, þá er ekkert annað að gera en að fara að vinna fyrir sér.

Peningar eru nauðsynlegir, en það skiptir ekki mestu máli að eiga mikið af þeim.

Það er kærleikurinn sem mestu máli skiptir, en jafnaðarstefnan leggur litla áherslu á hann.

Jafnaðarstefnan býr til átök á milli stétta og skapar biturð og reiði. Við erum öll jöfn í víðu samhengi og við þurfum á hvert öðru að halda.

Auðmaðurinn þarf á aðstoð verkalýðsins að halda til að viðhalda sínum eignum, verkalýðurinn þarf á auðmanninum að halda því hann skapar þeim tekjur og því ríkari sem vinnuveitandinn er, því meira öryggi skapar hann hjá sínu fólki.

Hver einasta stétt myndar mikilvægan hlekk í samfelldri keðju samfélagsins, við getum ekki lifað án hvers annars. En ef allir vilja vera auðmenn, atvinnurekendur eða verkamenn, þá verður til einsleitt samfélag sem deyr mjög fljótt.

Við getum ekki ætlast til þess, að sá sem tekur alla áhættuna og ber alla ábyrgðina lifi við sömu kjör og þeir sem hjá honum starfa. því meiri ábyrgð sem fylgir hverju starfi, kallar á hærri laun.

Verkamaðurinn getur unað sáttur við sitt, hafi hann nóg að bíta og brenna. Hver og einn þarf að horfast í augu við staðreyndir og sníða sér stakk eftir vexti. Vitanlega þarf atvinnurekandinn að borga það mikið, að verkamaðurinn geti haft laun sem duga fyrir grunnþörfum.

Verkamaðurinn hefur meiri möguleika á að rækta sína fjölskyldu, því hann þarf ekki að hugsa um vinnuna eftir að heim er komið. Sjálfur ólst ég upp við mjög takmörkuð veraldleg gæði en mikinn kærleik. Það kenndi mér hvað skiptir mestu máli í lífinu og kærleikurinn fæst ekki keyptur fyrir fé.

Vinnuveitandinn getur verið mjög kærleiksríkur, en hann hefur minni tíma til að ausa úr sínum kærleiksbrunni en verkamaðurin.

Við eigum að virða hvert annað og þakka hvert öðru. Verkamaðurinn á að þakka vinnuveitendum fyrir atvinnuna og vinnuveitandinn á að þakka verkamanninum fyrir stuðninginn við uppbyggingu fyrirtækissins. Þessir tveir aðilar eiga aða læra að skilja þarfir hvers annars.

Það heitir stétt með stétt.

Jafnaðarstefnan boðar það, að auðaldið arðræni verkalýðinn og að atvinnurekendur vilji helst að verkafólk vinni á smánarlaunum.

Það heitir stétt gegn stétt.

Jafnaðarstefnan virkar illa, því hún er í eðli sínu sundurlyndisstefna.

Sundurlyndi drepur niður samlyndi og sátt, lítið þjóð á borð við íslendinga þolir því ekki jafnaðarstefnu til lengdar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vel mælt Bloggvinur minn hefði ekki getað orðað þetta betur/Kær Kveðja

Haraldur Haraldsson, 9.10.2011 kl. 14:33

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir bloggvinur góður og kær facebookvinur, ekki má gleyma því.

Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 14:39

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvernig stendur þá á því að það eru velferðarsamfélög Norður Evrópu sem eru sterkustu þjóðirnar efnahagslega og með það atvinnulíf sem telst vera það samkeppnishæfasta í veröldinni?

Hvað varðar reynslu okkar Íslendinga af einhverjum pólitískum stefnum þá er það frjálshyggjan sem hefur valdið okkur mestum skaða. Það var frjálshyggjustefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var frumorsök þess hruns sem við urðum fyrir árið 2008.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2011 kl. 14:55

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Fín hugleiðing. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.10.2011 kl. 15:45

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sigurður, ég er að fjalla um Ísland og hér á landi hefur jafnaðarstefnan ekki gengið vel.

Lestu stefnu frjálshyggjunnnar og þá muntu komast að raun um það, að hún hefur aldrei verið framkvæmd á Íslandi. Frjálshyggjan gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á bönkum, hún gerir heldur eki ráð fyrir öllum þeim ríkisútgjöldum sem Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur bera ábyrgð á.

Jafnaðarmenn hafa aldrei getað gert neitt af viti, án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, það segir sitt um þá.

Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 15:58

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Vilhjálmur.

Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 15:58

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Hvorki frálshyggjan né jafnaðarstefnan gerir ráð fyrir ríkisábyrgð á bönkum. Ég var ekki að tala um Icesave heldur um hrunið. Þar spilaði stórt sú meðvitaða ákvörðun í anda frjálshyggju að hafa efitrlit á fjármálastofnunum eða bara almennt öllu atvinnulífi í lágmarki. Það leiddi til þess að bankarnir fengu að leika lausum hala og fara á svig við lög og eðlilegt viðskiptasiðferði óáreittir.

Hvað varðar það sem jafnaðarstefnan hefur gert fyrir þjóðina þá hefur flesta að því sem við nú teljum til grundvallarþátta velferðakerfisins þar með talið frí heilbrigðisþjónusta og jafnrétti til náms fyrst og fremst komið til fyrir tilstilli jafnaðarmanna og vinstrimanna. Það er þetta og þá sérstaklega jafnrétti til náms sem hefur haldið uppi hlutfalli vel menntaðs fólks hér á landi sem er ein af grunnstoðum þeirrar velmegunar sem við búum við hér í dag.

Það er jafnaðarstefnan sem hefur gert Íslanda að þeim áhugaverða stað til að búa sem það er í dag.

 Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að frjálshuyggja hefur aldrei verið framkvæmd hér á landi að fullu og sem betur fer. Þau skref sem hafa þó verið tekin í þá átt hér á landi hafa hins vegar flest orðið til tjóns.

Frjálshyggan í seinni öfgafyllstu mynd gerir ráð fyrir því að þeir sem ekki hafi efni á læknishjálp fái hana eifnaldlega ekki og deyi þá ef það er afleiðing þess að fá ekki læknishjálp. Hún gerir heldur ekki ráð fyrir að börn geti fengið menntun ef foreldrar þeirra hafa ekki efni á því. Það leiðir til lægra menntunarstigs hjá þjóðinni og lakari lífskjara.

Við skoðun á samspili lífskjara og glæpa hjá þjóðum hafa menn fundið mun sterkari tengsl milli hárrar glæpatíðni og misskiptingu tekna heldur en minni fátæktar þjóða og tíðni glæpa.

Það er fyrst og fremst frjálslynd jafnaðarstefna sem hefur komið Íslandi í hópi ríkustu þjóða heims með lága glæpatíðni og lága tíðni fátæktar. Það hafa vissulega oft orðið miklar framfarir þegar miðju- og vinstri flokkar hafa verið hér við stórnvölinn og getur Sjálfstæðiflokkurinn ekkert stært sig að betri árangri í því en ýmsir aðrir. Ástæða þess að frjálslynd jafnaðarstefna hefur fyrst og fremst náð fram að ganga þegar jafnaðarmenn hafa verið með sjálfstæðismönnum í stjórn er einfaldlega sú að sjálfstæðismenn hafa verið frekar tibúnir til að samþykkja frjálslynda jafnaðarstefnu í samstarfi við jafnaðarmenn heldur en vinstrimenn. Þetta er þó ekki algilt. Vissulega hefur VG verið ákveðinn dragbýtur á slíkt í núverandi stjórnarsamstarfi og því hefur árangurinn orðið minni en hann hefði orðið hefði verið farið meira leið jafnaðarstefnunnar heldur en vinstri stefnu VG. Það breytir þó ekki því að árangurinn við að ná Íslandi upp eftir hrunið hefur verið mjög góður og alveg örugglega mun betri heldur en ef þær leiðir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir hefðu orðið ofaná.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2011 kl. 18:20

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt, frjálshyggjan fjallar ekki um aðstoð við sjúka og þá sem minna mega sín, enda er gert ráð fyrir því að eðlilegt fólk vilji það og slíkt þarf ekki að taka fram í stefnuplaggi, það er svo sjálfsagt mál og eðlilegt að hlúð sé að þeim sem minna mega sín.

Jónas Haralz ritaði í bók sem skrifuð var um frjálshyggju og gefin var út af Sjálfstæðisflokknum. Þar sagði hann m.a. að frjálshyggjan gerði ráð fyrir sterku regluverki til þess að enginn geti troðið öðrum um tær á frjálsum markaði. Það var farið eftir regluverki EES en ekki fylgt eftir því sem Jónas ritaði.

Það er með frjálshyggjuna eins og önnur mannanna verk, fólk skilur hana á misjafnan hátt, en ef hún bannaði, sem hún gerir ekki, aðstoð og stuðning við minnimáttar, þá væri hún andstyggileg og mannfjandsamleg stefna.

Þú getur örugglega ekki bent á neitt í bókum um frjálshyggju sem segir að sjúkir skuli deyja Drottni sínum og fái enga hjálp, slíkt er ekki til í viðurkenndum bókum um stjórnmálastefnur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf viljað hjálpa minni máttar, það er lygi að halda öðru fram.

Þú manst það kannski ekki, en Ólafur Thors var stoltastur af velferðarkerfi því sem var skapað í nýsköpunarstjórninni, enda hugsar Sjálfstæðisflokkurinn ekki síður um velferð fólks en aðrir flokkar. Vitanlega vill allt eðlilegt fólk hjálpa sínum minnstu bræðrum og systrum, það á ekki að þurfa að ræða svona einfalda og auðskilda hluti.

Aldrei í sögu lýðveldisins hafa vinstri flokkarnir getað stjórnað svo vel sé aldrei nokkurn tíma, það segir allt sem segja þarf um íslenskar vinstri stjórnir og núverandi stjórn lofar ekki góðu.

Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband