Sunnudagur, 9. október 2011
Núna elska allir Styrmi.
Styrmir Gunnarsson er ágætis kunningi minn og ég get staðfest það, að hann er mikill heiðursmaður, en það tók þjóðina talsverðan tíma að átta sig á því. Vegna þess að hann var ristjóri Morgunblaðisins og frasadýrkun íslendinga er ekki ný af nálinni, hugtakið "moggalygi" gerði það að verkum, að fáir nenntu að lesa blaðið en allir höfðu og hafa skoðanir á því, frasarnir virka.
Í tíð Mathíasar Johannessen voru formleg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn afnumin, Styrmir fylgdi þeirri stefnu ásamt Matthíasi alla tíð. Oft var mogginn í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn, en það hentaði ekki spunameisturum og höfundum grípandi frasa. Styrmir hefur ekkert breyst, Matthías ekki heldur.
Styrmir hefur árum saman barist fyrir beinu lýðræði og skrifað um það í Morgunblaðið, á tímabili þegar umræðan um sjávarútvegsmálin stóð hæst, þá var Styrmir kallaður sósíalisti af forystu LÍÚ, hann var ekki á sömu línu og þeir.
Þegar Styrmir gegnir ekki lengur stöðu ritstjóra, þá fer fólk að hlusta á það sem hann segir.
Það var gaman að heyra svör Styrmis þegar maður einn bar upp á hann, að hann væri ótrúverðugur vegna þess að maður sem hefur stutt spillingaröflin alla tíð, getur ekki komið fram og þóst berjast fyrir réttlæti.
Styrmir spurði manninn, hvort hann hefði lesið Morgunblaðið, viðmælandinn hélt nú það. Þá sagði Styrmir að eflaust hafi hann aldrei lesið neitt annað en myndasögurnar, þvínæst rifjaði hann upp nokkra leiðara og bauðst til að senda þessum ágæta manni þá í tölvupósti.
Það þarf ekki að taka fram, að viðmælandi Styrmis skammaðist sín mjög og hafði lítið meira um málið að segja.
Það breytist ekkert í umræðunni, fyrr en fólk fer að lesa og kynna sér málin, í stað þess að láta frasa fylla eyrun og stöðva sjálfstæða hugsun.
Athugasemdir
Get tekið undir það að Styrmir sé heiðursmaður og að hann hafi alla tíð haft aðra sýn á kvótamálin en flokkurinn. Vonandi er hann sama sinnis ennþá. Því ekki veitir af samstöðu til að breyta þessu óréttláta kvótakerfi. Mig minnir líka að það hafi átt að beita hann þvingunum vegna skulda sem hann var ábyrgur fyrir. Man ekki alveg um hvað það snérist. En þannig var nú einu sinni Davíð, það má ekki gleyma því. Hann hótaði fólki til dæmis veit ég að hann hótaði Sverri Hermannssyni. Þeir hann Sverrir og Styrmir eru um margt líkir, nema Sverrir fór og stofnaði annan flokk en Styrmir sat kyrr og vildi breyta innanfrá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 16:57
Það er ekki oft sem maður getur verið sammála viðmælanda um allt, en svo var í viðtali Egils Helgasonar við Styrmi Gunnarsson. Styrmir stóð sig afburðavel.
Jón Baldur Lorange, 9.10.2011 kl. 17:07
Afskaplega var dapurlegt að fylgjast með þessum fyrrum ritsjóra sem á sínum tíma allt vissi hvert stefndi fyrir hrun ( án þess þó að hafa haft rænu á að skrifa um það þá ) reyna á augljóslega lýðskrumlegann hátt að öppdeita við að vera proggresívur open mindet...AULAHROLLUR......
hilmar jónsson, 9.10.2011 kl. 17:18
Þetta var mjög málefnalegt hjá Styrmi og get ég tekið undir með öðrum hér að hann stóð sig mjög vel í alla staði.
Óðinn Þórisson, 9.10.2011 kl. 17:26
Sökum eðlislægrar forvitni þá hef ég kynnst ansi mörgum, mér þykir betra að kynna mér málin áður en ég mynda mér skoðanir um þau.
Þetta með hótanir Davíðs við Styrmi, ég á bágt með að trúa því. Styrmir er geðríkur og stoltur maður og ef Davíð hefði beitt hann hótunum, þá yrði það seint fyrirgefið, en Styrmir fer reglulega í kaffi á sinn gamla vinnustað og kíkir á skrifstofuna til Davíðs og þeir eru ágætir vinir.
Þú manst eftir sögunni um Bausmálið, þar átti Styrmir að hafa veriðmilligöngumaður Davíðs til að klekkja á Baugi, staðreyndin var sú að Jón Gerald átti frumkvæðið að þessu öllu, Styrmir hjápaði til við að finna lögfræðing og hann fylgist með þessu máli, á eigin forsendum.
Meðan tölvupóstarnir milli Jónínu og Styrmis voru í hámæli, þá var Styrmir holdgervingur spillingarinnar í augum margra, svo gleymist þetta eins og annað, umræðan breytist, en Styrmir er alltaf eins.
Þú manst eftir ummælum Sigurðar Einarssonar um Davíð, hann átti að hafa hótað Sigurði að taka Kaupþing af lífi. ÞAð mun vera rét að Davíð var ekki hrifinn af Kaupþingi og heldur ekki af Baugi. Samt auðguðust þessir aðliar í stjórnartíð DAvíðs og ekkert nema óstaðfestar sögusagnir herma, að Davíð hafi reynt að bregða fyrir þá fæti.
Davíð var það valdamikill og hann hafði svo sterk ítök í samfélaginu, að hann hefði getað tekið men af lífi ef hann hefði beitt sér. Hann gerði það aldrei eins og dæmin sanna, fjármálafurstarnir sáu um það sjálfir og kenndu Davíð um að hafa ekki sýnt sér nægilegt aðhald.
Það er hellingur af samsæriskenningum í gangi Ásthildur mín, en þegar maður kynnir sér staðreyndir, þá standast þær ekki skoðun. Styrmir hefur aldrei viljað breyta kvótakerfinu eins og Sverrir, en Styrmir vildi að útgerðirnar greiddu vel fyrir afnotin af auðlindinni.
Þrátt fyrir allt, þá er Sverrir í ágætis málum, það var Jóhanna Sigurðardóttir og Finnur Ingólfsson sem beittu sér harðast gegn Sverri, hann og Davíð tóku snerrur, en ég kannast ekki við að Davíð hafi beitt hann óheilindum. Svo það komi fram, að þá ber ég virðingu fyrir Sverri Hermannssyni, hann er heiðarlegur maður og berst fyrir sínum skoðunum af heilindum.
Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 17:28
Það er rétt nafni, Styrmir er afburðamaður.
Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 17:30
Ekki veit ég Hilmar minn, hvort þú hafir nokkuð haft fyrir því að lesa pistilinn minn, en það gerir ekkert til, það er ekkert nauðsynlegt að lesa til að hafa skoðanir.
En ég sagði frá manni sem skammaði Styrmi fyrir það sama og þú segir, Styrmir sagði að hann hefði greinilega bara lesið myndasögurnar í mogganum en ekki haft fyrir því að lesa leiðarana hans né Staksteina.
Styrmir var skammaður fyrir að taka undir viðvaranir erlendra hagfræðinga varðandi fjármálakerfið, stjórnendur bankanna voru sannfærðir um að skrif Morgunblaðsins rýrði traust fólks á hinu íslenska fjármálakerfi. Ég nenni ekki að finna til heimildir, þú hefur gott af því að lesa aðeins, svona til að vera inn í málunum, en það hefur margoft komið fram í skrifum Styrmis, í bókarformi og eins í mogganum, að hann tók alltaf og tekur enn stöðu, með almenningi í landinu.
Vissulega má eitthvað finna í mogganum frá fyrri tíð, einhverskonar meðvirkni með fjármálageiranum, en það er í minna mæli en hjá öðrum fjölmiðlum. Matthías Johannesen, fyrrum ritstjóri skrifaði greinaflokk í moggann sem hann skýrði "Á vívelli siðmenningar" og þá var hann að gangrýna íslensku útrásina sem þá var í algleymi.
Matthías og Styrmir hafa alla tíð verið mjög samstíga í skoðunum, svo það komi einnig fram.
Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 17:45
Sammála þér Óðinn.
Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 17:46
Hilmar les bara það sem flokkurinn hans segir honum að lesa.
þess vegna kemur bara bull og vitleysa frá honum, alveg einsog ríkistjórnini.
Birgir Gudjonsson 9.10.2011 kl. 17:48
Ég hugsa að Hilmar leyni á sér Birgir, hann er meinstríðinn og hefur gaman af að hrekkja mig, til þess að gleðja hann þá læt ég stundum eins og hrekkurinn hafi tekist og þræti aðeins við hann.
Ég held að hann sé ekkert sérstaklega pólitískur strákurinn, hann er bara svona stríðinn. Hann stríðir aldrei vinstri mönnum, því hann er drengskaparmaður og ræðst ekki á minnimáttar.
En hann veit sem er, að við hægri menn getum tekið stríðni og haft húmor fyrir henni.
Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 17:52
Já Jón minn. Ég hef aldrei haldið að Styrmir væri ómálefnalegur. En ég veit að Sverrir á í fórum sínum bréf frá Kjartani Gunnarssyni sem er skrifað undir járnaga Davíðs þar sem honum er hótað. Ég veit það vegna þess að ég spurði Margréti Sverrisdóttur út í þetta, vegna þess að maður sem var hafði rætt við Sverri hélt þessu fram við mig. Og Margrét staðfesti þetta. Ef þið ætlið ekki að reyna að stroka það ljóta út sem Davíð gerði, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn aldrei trúverðugur. Þannig er það bara.
En Styrmir er allt annar kaliber.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 17:52
Fyrirgefið mér, þetta átti að vera svona Ef þið ætlið að reyna að stroka það ljóta út sem Davíð gerði, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn aldrei trúverðugur. Þetta EKKI er þarna oftalið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 17:54
Ásthildur mín, ég vil ekki þurrka neitt út, ég vil þvert á móti að allt komi fram og sé skoðað.
Það kann vel að vera, að eitthvað bréf hafi verið skrifað af Kjartani Gunnarssyni samkvæmt fyrirmælum Davíðs og afhent Sverri. Til að mynda mér skoðun á því,þyrfti ég að lesa bréfið og grafast fyrir um ástæður þess. Davíð, Sverrir og Margrét hafa eldað saman grátt silfur lengi og sjaldan veldur ein þá er tveir deila.
Ég fæ haug af tölvupóstum frá velviljuðum lesendum þar sem er verið að segja mér frá hinu og þessu sem vinstri flokkarnir eiga að vera ábyrgir fyrir. Stundum finnst mér það sannfærandi, en ég er vitanlega ekki óháður þar sem ég er sjálfstæðismaður og þar af leiðandi gruna ég frekar vinstri menn um græsku, en síður mína menn.
Þess vegna fjalla ég aldrei um neitt, sem ekki er hægt að sanna, þótt ég mögulega gæti komið höggi á vinstri menn. En ég vil heldur ekki láta hanka mig á ósannindum.
Ég hef líka sagt það í pistlum, að það geti vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé svona glæpsamlega spilltur eins og sumir vilja meina. Ég get ekki vitað hvað fer fram á þingflokksfundum né heldur veit ég um fundi einstakra þingmanna við einhverja ónefnda menn, en ég skora á alla að láta þá fara fram rannsókn og sanna sitt mál.
Eins væri nauðsynlegt að birta umrætt bréf, fá skýringu á skrifum þess osfrv.
Margt hefur verið skrifað í bræðikasti, Össur skrifaði forráðamönnum Bónus harðort hótunarbréf, eftir að komið var illa fram við bróður hans. Ekkert gerði Össur með þessar hótanir og ég veit ekki til þess að Davíð hafi brugðið fæti fyrir nokkurn mann, en ég hef heyrt margar sögur þess efnis.
Ég vil bara haldbærar sannanir og ekkert annað, ef í ljós kemur að samsæriskenningarnar eru réttar, nú þá verður svo að vera og þá hef ég haldið röngu fram. Ég get haft rangt við eins og allir, þótt ég geri mitt besta.
Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 20:25
Það er varhugavert að mæla hólsyrði um þá menn sem lygamylla kratanna hefur útmálað sem óvini íslenska lýðveldisins númer eitt. Fjöldi athugasemda við upphaflegan umræðuþráð vitnar best um það.
Sú er tíska í landinu um þessar mundir að menn eins og Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson séu einhverjir mestir skaðvaldar í íslenskri pólitík við lok tuttugustu aldar. Vel má vera að þeir hafi talað fyrir athafnafrelsi í viðskiptum, en óvíst er að þeir hafi gert ráð fyrir slíkri örtröð misviturra kjána með Excel-stuðningi, sem raunin varð á.
Aðrir stjórnmálamenn hafa orðið til þess að mæra þá "snillinga" og liggur beinast við að nefna ræðu verðandi forystumanns í ónefndum stjórnmálaflokki og var haldin í Borgarrnesi fyrir nokkrum árum.
Með hreðjatökum á mikilvægum þáttum í fjölmiðlum hefur framangreindri lygamyllu tekist giska vel að dreifa athyglinni frá þeim stuðningi sem hinir nýju "eigendur bankanna" hlutu úr óvæntri átt. Og áfram heldur slagurinn.
Flosi Kristjánsson, 9.10.2011 kl. 22:46
Ég leyfi mér nú samt að taka þessa áhættu Flosi, þetta eru allt saman ágætir menn sem gaman er að spjalla við.
Það er kannski ofsögum sagt að þetta séu nánustu vinir mínir, en ég hef átt gefandi samtöl við þá alla og ekkert hef ég séð sem sannar eitthvað misjafnt á þá.
En hafi fólk þá grunaða um eitthvað slæmt, þá er um að gera að rannsaka það og komast að sannleikanum, við getum ekki sætt okkur við endalausar kjaftasögur, slíkt hentar ekki upplýstu lýðræðisríki.
Það var margt sagt í Borgarnesi sem ræðumaður vill ekki kannast við í dag, enda er Samfylkingin víst orðinn vinstri flokkur því þau halda að hægri stefnan þeirra gamal sé dottin úr tísku.
Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 00:01
Skemmtilega neyðarlega sagt um Borgarness-boxið hennar Pandóru:
"Það var margt sagt í Borgarnesi sem ræðumaður vill ekki kannast við í dag, enda er Samfylkingin víst orðinn vinstri flokkur því þau halda að hægri stefnan þeirra gamla sé dottin úr tísku."
En þetta með sveiflu frá hægri til vinstri stenst ekki alveg skoðun, að því leytinu til, að Samfylkingin er margklofin:
A. Hver er stefna Samfylkingarinnar? Að fela sig undir pilsfaldi Jóhönnu og flassa ESB skiltum, er það vinstri hlutinn?
B-deild Samfylkingarinnar, sem vill kalla sig Fjörflokkinn er svo galopin til algjörrar frjálshyggju, að þau hafa engin stefnumál önnur en að vera með Gumma Steingríms og kann-ske partí fyrir sjálf sig með styrkjum frá ESB.
C-deild Samfylkingarinnar er í burðarliðnum, kalla sig frjálslynda jafnaðarmenn og fá Vilhjálm Egilsson og Katrínu Júlíusdóttur til að messa yfir sér meðan þeir líða áfram dreymnir á svip á skautum yfir rúmsjó ...?... til ESB.
D-deild Samfylkingarinnar er svo kvennalistaarmur frú Pandóru, sem potar sem fyrr í Össur og dorgar með ESB.
Þó fátt viti ég um pólitísk kaup á eyrinni, þá fannst rétt að hafa hlutina á hreinu varðandi fjör/fjór-klofna Samfylkingu.
Jón Jón Jónsson 10.10.2011 kl. 02:17
Ágæt lýsing á Samfylkingunni Jón.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 08:57
Ekki treysti ég mér í djúpa og fræðilega skilgreiningu á þesu sérstæða fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum sem kallast Samfylking, enda hef ég hvorki menntun né þekkingu til þess og engan sérstakan áhuga heldur nafni minn Jónsson.
Það sem ég átti við var, að meðan útrásin var og hét, þá daðraði enginn stjórnmálaflokkur einmikið við fjármálaöflin og Samfylkingin, án þess að ég sé að gera lítið úr ábyrgð sjálfstæðis og framsóknarmanna í því, þeir eiga líka sína sök, en ekki jafn mikla og Samfylkingin.
Formaður Samfylkingarinnar sagði það á landsfundinum árið 2007, að þakka mætti þeim fyrir vöst fjármálageirans, á sama fund buðu þau Bjarna Ármannssyni að tala um jafnréttismál, án þess að þekkt sé að hann sé sérstakur fræðimaður á því sviði, en þeim þótti gott að vingast við hann, Björgólfi Guðmundssyni var boðið á landsfundinn árið 2003 að mig minnir og þó hefur hann ekki verið þekktur sem stuðningsmaður jafnaðarstefnunnar.
Samfylkingin var á fullu við að skapa tengsl við auðmenn og slíkt bendir til þess, að flokkurinn hafi verið ansi langt til hægri, ekki man ég eftir öðru en að sátt hafi verið um þessi mál innan SF, allavega urðu engin læti í kring um þau.
Svo eftir hrun, þá voru þau sammála um vinstri stefnuna, vildu mynda tæra vinstri stjórn, þannig að þá var SF orðin vinstri flokkur, þannig að ég stend við allt sem ég sagði, þótt ég hafi ekki farið í djúpa skilgreiningu á þessu furðufyrirbæri íslenskra stjórnmála, enda var það aldrei ætlun mín.
Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 11:36
þakka þér fyrir Ásthildur mín.
Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.