Mánudagur, 10. október 2011
Eru skattar ekki háir á Íslandi?
Skyldu þau skötuhjú trúa því sem Jónas Kristjánsson hefur haldið fram lengi, að íslendingar séu fávitar?
Miðað við málflutning þeirra, þá er auðvelt að ætla að svo sé.
Þau hafa bæði haldið því fram, að skattar á Íslandi séu lágir miðað við hin Norðurlöndin, en eru þeir það í raun?
Lægstu skattar eru rúm 37%, það virkar kannski ekki svo hátt miðað við háskattaríki frænda okkar á hinum Norðurlöndunum. En frændur vorir eru ekki skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði, það eru íslendingar og lífeyrisgreiðslur má túlka sem skatt.
Greiðslur í lífeyrissjóð eru 12%, þannig að lægstu skattar hér á landi eru raunverulega 49%, næsta þrep er 53% og hæsta þrep er 58%, þannig að í öllum þrepum er tekinn helmingur launa fólks í skatt.
Vissulega borgum við ekki alla þessa upphæð, því persónuafslátturinn vegur upp á móti, en hin Norðurlöndin gera örugglega ekki minna fyrir sína skattgreiðendur, frændur okkar fá meira fyrir skattpeninginn heldur en við, það skiptir líka máli.
Það er annars ekki skrítið að þau haldi að íslendingar séu fávitar, að nokkur maður skuli hafa kosið þau, það er hulin ráðgáta sem seint verður leyst.
En kjósendur þeirra eru ekki fávitar, skynsemin hvarf í hruninu en hún er óðum að koma aftur.
Athugasemdir
Ekki gleyma því að þeir sem voru nógu vitlausir á "góðærisárunum" að leggja fyrir, í stað þess að steypa sér í skuldir og eiga skuldlausar eignir þurfa ð borga "auðlegðarskatt" af eignum, jafnvel þótt fólk hafi engar tekjur af þeim.
Þannig þekkist að fólk sem á einhvern sparnað eða eignir sé að borga yfir 100% skatt af sínum tekjum og þurfi að ganga á sparnaðinn til að hafa í sig og á - á sama tíma og vaxtakjör bankanna eru þess eðlis að þar er um hreina eignaupptöku að ræða.
Púkinn, 10.10.2011 kl. 12:15
Svo má ekki gleyma öllum hinum sköttunum: tryggingargjald (sem greiðist líka af launum), framkvæmdasjóður aldraðra, RÚV og fleira.
Þetta er allt rukkað við hver útborguð laun en sést ekki endilega á launaseðli. RÚV er auðvita rukkað óháð tekjum. Fólk fer vonandi að átta sig á því að skattar eru hæstir í heimi á Íslandi, hvort sem það er miðað út frá einstaklingi eða landsframleiðslu.
Sumarliði Einar Daðason, 10.10.2011 kl. 12:41
Ég er sammála þér Púki, þetta er höfuðástæðan fyrir því að ég er ekki fylgjandi jafnaðarstefnunni.
Mér finnst óásættanlegt að ekkert skuli komið til móts við duglegt og sparsamt fólk sem þarf að streða til að borga fyrir þá sem fóru fram úr sér í peningamálum.
Þess vegna vil ég lága skatta og enga ríkisaðstoð til heibrigðs fólks, en vitanlega á að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir.
Þeir sem eyða um efni fram verða að taka afleiðingum gerða sinna, verða gjaldþrota osfrv. Ekki það að ég vilji að fólk verði gjaldþrota, he´dur snýst þetta um lögmál orsaka og afleiðinga, maðurinn uppsker eins og hann sáir.
Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 12:53
þakka þér fyrir Sumarliði, þetta er allt saman rétt sem þú bendir á og nauðsynlegt að halda því á lofti, skattpíning hér á landi er ægileg og hún var slæm í tíð míns flokks, það er svo mikið af duldum sköttum ofan á allt annað, en vinstri flokkarnir toppa allt sem hægt er að toppa í skatpíningu á vinnandi fólk.
Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 12:56
Hvað með alla skattana sem lagðir eru á bifreiðaeigendur? Þessa, þú veist, sem eiga að fara í viðhald á vegunum? Hér væru göt í gegnum öll fjöll og gullslegnar tvíbreiðar brýr um allt land ef þeir peningar allir færu þangað sem þeim er ætlað að fara.
Sigríður Jósefsdóttir, 10.10.2011 kl. 13:19
Þetta er mjög góður punktur hjá þér Sigríður.
Fyrir nokkru síðan sagði Steingrímur að ríkið þyrfti að borga með bifreiðasköttunum sem áttu að fara í vegi. Framkvæmdastjóri FIB kom síðan með þær upplýsingar að skattur sá sem nota ætti í vegagerð væri nýttur til að fjármagna ríkishítina. Steingrímur og sannleikurinn hafa sjaldan átt samleið.
Vitnalega eiga umferðarskattar að fjármagna vegi, það á alls ekki að millifæra fé á milli stofnanna.
Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 14:05
Jón, því segir þú, að onnur norðurlönd séu háskattaríki, hér í Noregi eru t.d lægri skattar en á íslandi getur séð sjálfur á skatteetaten. no
Det gjelder særskilte skatteregler for skattytere bosatt i Nord-Troms og Finnmark. Skattesatsen på alminnelig inntekt for personlige skattytere er her 24,5 pst. mot 28,0 pst. i resten av landet.
Skatt på alminnelig inntekt
Anton Þór Harðarson, 10.10.2011 kl. 20:45
Ég þakka þér kærlega fyrir ábendinguna Anton, ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki alveg rétt fyrir mér í pistlinum.
Mér þykir vænt um, að fólk skuli leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál, því mér er afskaplega illa við rangfærslur.
En ég held að Danir og Svíar hafi ansi háa skatta, veit ekki með Finna, en gott væri ef einhver gæti upplýst mig um það.
Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 22:05
Anton, þú "gleymir" því í þinni umfjöllun að í Noregi er enginn persónuafsláttur þannig að þú borgar skattprósentuna af hverri einustu krónu sem þú þénar. Þegar tillit hefur verið tekið til þessa er tekjuskatturinn í Noregi HÆRRI en á Íslandi, en eftir breytingarnar sem Gunnarsstaða-Móri hefur gert á skattinum hér á landi nálgumst við Noreg óðfluga..........
Jóhann Elíasson, 10.10.2011 kl. 22:34
sæll jóhann það er ekki rétt hjá þér, sjá hér.
Personfradrag er et generelt bunnfradrag i alminnelig inntekt, det vil si at det gis i alle inntekter (lønns-, pensjons-, kapital- og næringsinntekter).
Enslige forsørgere og ektepar der den ene ektefellen er hjemmeværende eller har lav arbeidsinntekt, skattlegges i klasse 2 og får dermed dobbelt personfradrag.
* Skattytere med forsørgeransvar for ektefeller samt enslige forsørgere skattlegges i klasse 2.
Anton Þór Harðarson, 10.10.2011 kl. 23:04
Svo má ekki gleyma tollum, virðisaukaskatti, Þjónustugjöldum og bensínskatti svo eitthvað sé nefnt. Jú svo okkur þessum sem far af og til í "ríkið" þar sem okrað er af alkunnri snilld.
kallpungur, 11.10.2011 kl. 01:32
Varðandi Noreg þá gleyma menn einu mikilvægu atriði og það er skattafrádráttur á fjármagnskostnaði auk þess sem að barnabætur er ekki tekjutengdar eins og hér á landi fyrir utan að vera töluvert hærri. Varðandi skattafrádrátt þá fjármagnskostnaði þá er 30% af vaxtakostnaði endurgreiddur óháð tekjum !
Almennt eru tekjutengingar ekki við lýði í Noregi eins og á Íslandi.
@Jóhann. Skattar á Íslandi eru miklu hærri í dag á Íslandi en í Noregi. Þetta er staðreynd !
Björn Kristinsson 11.10.2011 kl. 09:56
Það eru nú reyndar ansi margir fávitar á Íslandi, Jón :)
En það breytir ekki því að skattar eru háir hér og fara hækkandi. Það þarf að fá óháðan aðila til að gera úttekt á þessum málum þar sem allt er tekið inn í og, eins og þú bendir réttilega á, dregin frá sú þjónusta sem skattgreiðendur njóta. Þannig mætti fá fram raunsæjan samanburð.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2011 kl. 12:25
Ef maður á pening inni á banka, og vextir eru lægri en verðbólga, þá ert þú látinn borga skatta þó svo að þú sért ekki að græða, neitt heldur tapa. Ef þú ert með peningana verðtryggða þá ert þú látinn borga skatta af verðtryggingunni, sem hefur haldið verðgildi peninganna. (Enginn gróði) Af þessu má sjá að það eru fávitar á Islandi, þó ég telji mig ekki geta flokkað fólk í sundur sem hálfvita. En verst er ef svoleiðis fólk velst í stjórnunar stöður og skemmir fyrir öðrum. Það er hægt að koma með svo mörg dæmi um rangindi í þessu þjóðfélagi að það hálfa væri nóg en ég ætla að láta þetta nægja. Kveðja.
Eyjólfur G Svavarsson, 11.10.2011 kl. 14:14
Það er rétt Kallpungur, mörg eru gjöldin sem stjórnin leggur á okkur.
Jón Ríkharðsson, 11.10.2011 kl. 15:32
Auðvitað er fullt af fávitum á Íslandi Þorsteinn, en sem betur fer eru þeir í minnihluta.
En það heyrist hærra í þeim heldur en fólkinu sem af fullu viti státar.
Jón Ríkharðsson, 11.10.2011 kl. 15:34
Já Eyjólfur minn, það er verst að fávitum skuli treyst til að gegna ábyrgðarstöðum, en kannski er það vegna þess að gáfaða fólkið hefur sig minna í frammi.
Jón Ríkharðsson, 11.10.2011 kl. 15:35
Skattar eru nú sem nemur um 5% af VLF lægri en þeir voru á árunum 2005 – 2007.
Skattar ríkissins sem hlutfall af VLF dæmi:
Tekjuskattur einstaklinga 2006: 8,89% - 2011: 7,61%
Tekjuskattur lögaðila 2006: 2,77% - 2011: 1,62%
Skatttekjur alls 2006: 32,3% - 2011: 27,1%
Skattar ríkissins af landsframleiðslunni hafa því lækkað þrátt fyrir stórfellt efnahagshrun og gífurlegar vaxtagreiðslur vegna gjaldþrots Seðlabankans.
Heimild: http://www.vi.is/files/Furduskrif%20Vidskiptarads%20ofl_976675866.pdf
Sveinn R. Pálsson, 11.10.2011 kl. 19:31
Hér lætur fólk eins og skattar séu blótsyrði og vond uppfinning. Ekki veit ég hvernig þið ætlið að halda uppi þjóðfélagi. Auðvitað má deila um og gagnrýna skattastefnu; prósentustig, skatta á þjóðfélagshópa og skatta á hitt og þetta, en að tala almennt illa um skatta er óábyrgt.
Páll 11.10.2011 kl. 23:09
Þessar tölur Sveinn minn gagnast ykkur vinstri mönnum ágætlega til sáluhjálpar en þær segja ekki neitt.
Skattar hafa verið hækkaðir til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Hvers vegna heldur þú að tekjur ríkisins hafi aukist vegna hærri skatta, ef þjóðin er að borga í raun lægri skatta?
Það væri athyglisvert fyrir sálfræðinga að rannsaka þann veruleika sem þið vinstri menn lifið í, það er ekki fyrir venjulegt fólk að skilja hann.
Raunveruleiki almennings er sá, að fólk er að borga hærri upphæð af sínum launum í skatta og allt hefur hækkað. Talnaleikfimi breytir engu um það.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 08:58
Þú ert illilega að misskilja umræðuna Páll ef þú heldur að verið sé að segja að skattar séu blótsyrði, allir vita að það er nauðsynlegt að borga skatta og enginn vill sleppa því.
Flestum þykja hinsvegar skattarnir vera of háir og það er að ergja fólk, en án skatta er ekki hægt að reka þjóðfélag, ég hélt að allir vissu það.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 09:00
Í raun er með ólíkindum hvernig Steingrími hefur tekist að gera allt í senn, greiða gríðarlega vexti sem eru tilkomnir vegna gjaldþrots Seðlabankans, hækka vaxtabætur, hækka persónuafslátt og hækka bætur, en á sama tíma lækka skattinn sem hlutfall af landsframleiðslu.
En þetta hefur honum tekist vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að þenja rekstur hins opinbera upp í um 50% af landsframleiðslu. Þar var því komin mikil fita og með því að skera vel niður hjá hinu opinbera hefur Steingrími tekist þetta.
Sveinn R. Pálsson, 12.10.2011 kl. 09:37
Já Sveinn minn, þetta er allt með ólíkindum og það er gleðilegt fyrir Steingrím að einhver skuli verða ánægður með hann.
Sérviskulegar skoðanir lita tilveruna og eru nauðsynlegar.
Þú ert sáttur við fallegar tölur á blaði og það er gott, en ég ásamt meirihluta þjóðarinnar kann betur við að skoða raunveruleikann.
Sjáðu nú til Sveinn minn, ef ég er að borga fleiri krónur í skatta núna heldur en ég var að borga áður en þessi ríkisstjórn tók við, þá kalla ég það skattahækkanir. Ég geri ráð fyrir að flestir séu sammála mér í því.
En það er gott að þú sért sáttur Sveinn minn, þótt þú sért að borga hærri upphæð af launum þínum í skatta, þá upplifir þú skattalækkun af því að reiknimeistarar ríkisstjórnarinnar segja þér það.
Já Sveinn, ég samgleðst þér innilega, þú ert sæll í þínum einfaldleika og erfir að lokum Guðsríkið eins og lofað er í hinni helgu bók.
Þú værir kannski vís með að finna eitthvað verelsi handa okkur sem trúum frekar staðreyndum, nema þú viljir hafa okkur á staðnum hans nafna míns sem kenndur var við Húsavík eða láta okkur stunda kolamokstur á neðri hæðinni.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 10:35
Heyrðu Sveinn minn, ég gleymdi þessu með niðurskurðinn, þú kemur með afskaplega athyglisvert sjónarhorn þar.
Ekki er ég nú glaður með vini mína í flokknum að hafa þanið út ríkisútgjöldin, en þú sérð eitthvað jákvætt við það eins og önnur mistök hjá stjórnmálamönnum, þú ert greinilega mikill aðdáandi mistaka.
Það þykir ekki mikið afrek að skera niður í svona aðstæðum minn kæri Sveinn, en það hefur komið sér vel fyrir Steingrím, vegna þess að vinstri menn hafa aldrei verið flinkir í niðurskurði og sparnaði, þeim finnst betra að eyða því sem aflað er.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 10:40
Auðvitað léttir það verkið fyrir Steingrím, að taka við svona ofvöxnu ríkiskerfi eftir íhaldið. Eitt árið jók stjórnin ríkisumsvifin um 20%. Aðeins á einu ári!!! Nú hefur honum tekist að skera báknið alveg gríðarlega niður, ef ekki væru vaxtagreiðslurnar, þá væri 40 milljarða afgangur af ríkissjóði, samt er skattheimta 5% lægri en hún var fyrir hrun.
Það hefur ekki reynt á Sjálfstæðismenn, þegar kemur að niðurskurði. Þeir hlaupa út og suður þegar taka þarf ábyrgð. Nýjasta dæmið er hún Hanna Birna. Sú var fljót úr borgarstjórn, þegar grípa átti til niðurskurðar.
Sveinn R. Pálsson, 12.10.2011 kl. 13:08
Já, þetta er mjög flott hjá þér Sveinn, en eitthvað er farið þá dult með þessar skattalækkanir þegar allir upplifa hærri skatta.
Ég ætla að vona að ríkisstjórnin fari ekki í enn frekari skattalækkanir, þjóðin stendur ekki undir lægri sköttum.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 15:03
Ekki tel ég mig vera að misskilja umræðuna Jón, þó vissulega sé hún vitræn á þessari síðu. Það sem ég var að tala um er almenn umræða í samfélaginu en sveiflan þar hefur verið á þann veg að tala skatta niður sem vont fyrirbæri, jafnvel djöfullegan. Það er óábyrgt. Hins vegar er ég ósammála því að skattar hér séu of háir. Það eru launin sem eru of lág.
Páll 12.10.2011 kl. 18:28
Notum nú þessa klysju sem fjármálaráðherra gerir svo oft. Alltaf þegar talað er um neyslu, þá segir hann,: "Bensínlíterinn á Íslandi er lægri heldur en þau lönd sem við miðum okkur við....!!!" Alveg rétt hjá Steingrími. Hann er lægri. En hvað fær verkamaður marga lítra fyrir hvern unnin tíma ...?? Jú, verkamaður í Noregi fær hvorki minna né meira heldur en rúma 9 lítra. Verkamaður á Íslandi fær hins vegar bara 6. Þetta miðast við eftir skatta. Það gleymist alltaf í umræðunni hvað þú færð mikið fyrir þitt tímakaup hvar sem þú býrð, en hentar alltaf stjórnvöldum að sýna fram á allt annað. Nú ætlar Steingrímur að hækka skatt á steinolíuna vegna þess að hann fann það út að þeir sem eiga gamla skrjóða, 12 ára og eldri, geta notað þessa olíu til að keyra til vinnu. Nú ætlar hann að sjá til þess að þessir aumingjar sem ekki hafa efni á nýjum bílum, fái að gjalda fyrir það að vera á svona gömlum bílum og endanlega sjá til þess að almenningur getur sig hvergi hrært. Frábært. Enn eitt skrefið til að þrengja að þeim sem ekkert hafa, en eru að reyna sitt besta að hafa í sig og á. Síðan er það staðreynd að kaupmáttur launa almennings er lægri heldur an hann var árið 2000. Svo er það gullkornið sem hann saðgði í dag.:"Við erum næstum þvi alveg komin að þolmörkum með skattahækkanir" Fyrir mér þýðir þetta á mannamáli, það er ennþá hægt að skattpína okkur aðeins meir.
Sigurður Kristján Hjaltested 12.10.2011 kl. 18:31
Aðal ástæðan fyrir hækkun bensíns er fall krónunnar. Og hvers vegna féll krónan? Hafði íhaldið ekki eitthvað með það að gera?
Vissulega hafa skattar hækkað t.d. á bensín, tóbak og áfengi. Einnig hafa komið fram nýjir skattar eins og t.d. auðlegðarskattur. Þessir skattar eru bara ágætir. Stór hluti af þessum sköttum fara beint aftur út í þjóðfélagið í formi bóta til þeirra sem eru í vandræðum.
60% landsmanna borga núna lægri tekjuskatt en áður. Það þýðir jafnframt að 40% borga hærri skatt en áður. Það góða við þetta er, að þessi 40% sem borga meira eru einmitt þeir sem hafa bestu launin. Það er því búið að breyta sköttunum þannig að meira réttlæti er núna en áður.
Sveinn R. Pálsson, 12.10.2011 kl. 19:04
Ekki veit ég í hvaða þjóðfélagi Sveinn Pálsson býr í, alla vega ekki á Íslandi. Nú þegar eru farnir hátt í 20.000 íslendingar burt héðan og samt geta menn haldið áfram þessu bulli að hér sé allt í lagi. Allar sósíalískarstjórnir (á öllum norðurlöndum) hafa alla tíð notað það eina úrræði sem þau kunna og það er að hækka skatta á almenning. Þær hækkanir eru svo alltaf varðar með því að hinir efna meiri eigi að taka þátt í samfélagslegri neyslu. Flest þetta fólk sem styður þessa fáránlegu aðferð við að réttlæta hærri skattheimtu, er þegar á ríkisjötunni. Tryggt með ríkistryggðrum eftirlaunasjóð , sem ekki má hrófla við í nafni stjórnarskrársréttinda. Við hin getum bara étið það sem úti frýs, enda ekki tryggð með aðgang að ríkisjtötunni. Miðað við fólksfjölda á Ísland er enn eitt heimsmetið slegið þegar kemur að fólki í opinbera geiranum.. Hátt í 40% vinnandi manna á Íslandi er hjá hinu opinbera..???? Steingrímur varð rosalega "Hissa" þegar hækkuðu skatttekjurnar á tóbak, áfengi og bensín urðu lægri en reiknað var með. Hver einasti maður sem eitthvað kann fyrir sér í stærðfræði og viðskiptum vissi að þetta var vonlaust. En ekki hann. Samt var haldið áfram í þeirri von að það myndi skila sér í ríkisjóð í auknum tekjum...Það var búið að reyna þetta annarstaðar (Svíþjóð) og hvað tók við...?? Stæðsti svartamarkaður í Skandinaviu. Þeim var marg bent á þetta, en þeir (sossarnir) vissu alltaf betur. Þegar þeir áttuðu sig á þessar vitleysu, varð ekki aftur snúið. Svarti markaðurinn í Svíþjóð er svo stór og öflugur að ríkisstjórnin þar ræður ekki við neitt, þrátt fyrir að hafa lækkað aftur skatta á þessar vörurur í þeirri von að það myndi skila sér í kassan. Þetta var vitað fyrir fram af fólki sem hafði hugsun, en ekki stjórnvöld. Nú er svo komið að sama er að ske hér á Íslandi, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Landinn tekur landann fram fyrir vínbúðirnar og smygl hefur ekki þrifist betur. Að sjálfsögðu eru allar þessar hækkanir í þágu almennings og heimila, svo tryggt sé að pakkið hafa sómasamleg eftirlaun og áhyggjulaus ævikvöld í boði þjóðarinnar., Spurning er.. Á þetta fólk það skilið..????????
Sigurður Kristján Hjaltested 12.10.2011 kl. 20:45
Ég hef ekki haldið því fram að hér sé allt í lagi, þvert á móti. Aftur á móti neita margir að horfast í augu við raunverulega ástæðu þess að við erum komin í þessa stöðu. Hér hefði getað orðið miklu meiri landflótti, sérstaklega ef íhaldið hefði fengið að halda áfram sinni helstefnu.
Sveinn R. Pálsson, 12.10.2011 kl. 21:28
Þakka þér fyrir Páll, það er bara smekksatriði,þetta með skattanna. Mér finnst þeir allt of háir og fyrirtæki geta illa borgað há laun þegar þau þurfa líka að borga háa skatta.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 21:47
Það er gaman að fá þig í heimsókn Sveinn, ég kynntist einu sinni alvöru kommúnista og það var fyrir ca. þrjátíu árum. Ég hélt að þeir væru ekki til lengur.
Sá ágæti maður var með mér til sjós, hann var fæddur árið 1918 og við grínuðumst með það, að sennilega hafi einhverjar heilafrumur frosið í öllum kuldanum, en hann mátti eiga það kallinn, að hann var ágætlega greindur að mörgu leiti, afburða verkmaður og flinkur í skák. En þegar kom að pólitík, þá var hann úti á túni.
Hann sagði okkur það, að helvítis íhaldið hefði komið með þesa lygi, að Albert Guðmundsson hefði verið góður í fótbolta. Vitanlega hefði Albert aldrei getað neitt og hann efaðist um að hann hefði verið atvinnumaður.
Við vildum ekki eyðileggja skemmtilegar skoðanir hans með staðreyndum, heldur spóluðum við hann upp og hann kom með margar skemmtilegar kenningar um íhaldið, í svipuðum dúr og þetta með Albert Guðmundsson. Bjarni heitinn Ben var svo góður og heiðarlegur maður, að íhaldið fékk menn til að kveikja í bústaðnum, það var önnur kenning hjá honum.
Mér þykir bara vænt um að sjá að til eru svona menn enn þann dag í dag og vonandi verður þú bara skemmtilegur áfram Sveinn og vertu ekkert að láta staðreyndir þvælast fyrir þér, þetta er flott hjá þér eins og það er.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 21:55
Sigurður láttu ekki svona, það má ekki svæla Svein í burtu. Það er nauðsynlegt að hafa svona sérvitringa til að lífga upp gráma hversdagsins.
Sveinn er ágætlega greindur á tæknisviðinu, en pólitíkin þvælist fyrir honum, það er bara gott.
Ísland á helling af skynsömu fólki og það er mjög fáir sem hafa sömu trú og Sveinn, þeim fer fækkandi en þeir mega ekki deyja alveg út.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.