Miðvikudagur, 12. október 2011
Það þarf kannski að heimta hærri skatta?
Það hljómar vissuleg undarlega að heimta hærri skatta á þessum tímapunkti, en við búum við afskaplega undarlega ríkisstjórn.
Þetta er ríkisstjórn sem vildi auka völd alþingis og jók þess vegna ráðherraræði.
Þetta er ríkisstjórn sem vildi slá skjaldborg um heimilin en sló skjaldborg um fjármálafyrirtæki og vogunarsjóði.
Þetta er ríkisstjórn sem vildi berjast fyrir Norrænu velferðarkerfi og sker niður eins og hægt er í heilbrigðiskerfinu.
Svo komum við að sköttunum.
Þegar sjálfstæðismenn lækkuðu skatta, þá sögðu vinstri menn að skattar hefðu hækkað .
Svo kemur ríkisstjórnin og hækkar skatta en segir þá hafa lækkað.
Kannski lækka þau skatta ef þau ætla sér að hækka þá?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- adalbjornleifsson
- arncarol
- aslaugfridriks
- asthildurcesil
- baldher
- berg65
- beggo3
- bjarnihardar
- dullur
- westurfari
- baenamaer
- binnib
- carlgranz
- jari
- einargisla
- hjolagarpur
- ellamagg
- eeelle
- emilkr
- blaskjar
- ea
- vidhorf
- trukona
- elnino
- gp
- muggi69
- alit
- zeriaph
- gunnargunn
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- hallarut
- doralara
- halldorjonsson
- hannesgi
- harhar33
- heimssyn
- aglow
- helgatho
- hhraundal
- ghordur
- hordurhalldorsson
- chung
- ieinarsson
- jenni-1001
- naflaskodun
- johanneliasson
- huxa
- angel77
- islandsfengur
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- jorunnfrimannsdottir
- kallpungur
- ksh
- kolbrunerin
- kiddikef
- kristinndagur
- kij
- kristinn-karl
- krist
- kristjan9
- vonin
- lifsrettur
- altice
- ludvikjuliusson
- mfo
- mofi
- morgunbladid
- sumri
- olijoe
- olafurjonsson
- t24
- omarbjarki
- svarthamar
- skari
- pallvil
- predikarinn
- ragnarbjarkarson
- ragnargeir
- ragnargests
- ragnhildurkolka
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- fullveldi
- sjos
- shhalldor
- sjonsson
- sigurdurkari
- sisi
- siggith
- sigvardur
- snorribetel
- stefanjul
- lehamzdr
- kleppari
- theodor
- theodorn
- tibsen
- vert
- valdimarjohannesson
- villagunn
- vey
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- icekeiko
- konnadisa
- doddidoddi
- nautabaninn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 195055
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón" Allt sem þessi Ríkisstjórn gerir snír á haus!Það er enginn undatekning!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 12.10.2011 kl. 15:36
Það er rétt Eyjólfur minn, þess vegna væri kannski ráð að heimta hærri skatta og hærri gjöld.
Þá lækkaði kannski greiðslubyrðin hjá fólki.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 16:16
Ég hélt að ég væri ekki "tregur" en þegar Gunnarsstaða-Móri kom fram og sagði að skattahækkanirnar, tilvonandi, væru í rauninni skattalækkanir, það bara skyldi ég engan veginn og nú er ég búinn að klóra mér svo mikið í hausnum að ég er að verða kominn í gegn og hef þrátt fyrir allt ekki komið auga á lausnina.
Jóhann Elíasson, 12.10.2011 kl. 16:51
Það gæti virkað, en það mun virka svona:
Við heimtum hærri skatta. Við fáum þá - því þetta eru jú leftistar. Það sem þá gerist er það sama og hefur smám sman skeð í Grikklandi: fólk hættir einfaldlega að borga skatta - ekki af tærri glæpamennsu, heldur vegna þess að það hreinlega þarf þess til þess að eiga í sig og á.
Niðurstaða: 50% af hagkerfinu greiðir ekki krónu í skatt. Ríkið fer beint á hausinn. Beinna, meina ég.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2011 kl. 16:53
Já Jóhann minn, ég get sagt það sama.
En svo eftir að hafa klórað mest af hvirflinum komst ég að því, að það er allt öfugt hjá ríkisstjórninni.
Þannig að þegar Steingrímur lækkar skatta, þá hækka þeir hjá okkur hinum og ef hann myndi hækka skatta, þá myndu þeir mögulega lækka hjá almenningi.
Það er eiginlega ekki hægt að skilja þessa ríkisstjórn Jóhann, allavega er það of erfitt verkefni fyrir sjóararæfil eins og mig, ég kann ekkert í sálfræði.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 17:19
Athyglisverðir punkrar hjá þér Ásgrímur.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 17:19
En ég hvet ykkur til að kíkja á athugasemdirnar við síðustu færslu hjá mér.
Þar kemur Sveinn nokkur Pálsson í heimsókn og þar fáið þið að sjá með eigin augum, sjónarmið alvöru vinstri manns.
Ég þyrfti að varðveita allar hans athugasemdir, svona skoðanir eru gulls í gildi, þótt þær megi ekki stjórna umræðunni þá eru þær samt ansi athyglisverðar.
Alvöru vinstri menn eru farnir að vera sjaldséðir nú á tímum, þegar alþýðan hefur gott aðgengi að upplýsingum.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 17:22
Þessi leið ríkisstjórnarinnar " you ain' t seen nothing yet " og niðurskurður var dauðadæmd frá byrjun.
Og nú í 3 sinn á að fara sömu dauðadæmdu leiðina en hvort það sé markmið í sjálfu sér að brjóta niður millistéttina eins og sósíalistar vilja þá a.m.k er þeir að vinna samkv. þeirri stefnu og jú engin ríkisstjórn hefur staðið fyrir eins miklum fólksflurningum frá landinu.
Óðinn Þórisson, 12.10.2011 kl. 18:08
Já ég er orðin afar þreytt á þessari ríkisstjórn og aðgerðarleysi hennar en ekki síst þessu endalausa gorti um árangurinn sem þau hafa náð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2011 kl. 18:21
Sammála þér Óðinn, þau eru að brjóta niður millistéttina og allt duglegt fólk í landinu.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 21:09
Segjum tvö Ásthildur mín, en við erum vestfirðingar og þolum ýmislegt. En það má misbjóða hörðustu vestfirðingum eins og öllu fólki, þetta er að verða þreytandi ástand og stöðugt verður erfiðara að lagfæara það.
En okkur tekst það, ég hef trú á því.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 21:11
Það er ekki svo mikið ríkisstjórnin sem er að gorta yfir góðum árangri, heldur eru það erlendir aðilar, svo sem AGS og erlendir fréttamenn, sem hrósa ríkisstjórninni fyrir hversu vel hefur gengið hjá okkur, þrátt fyrir að yfir 95% af fjármálakerfinu hafi hrunið.
Sveinn R. Pálsson, 12.10.2011 kl. 21:31
Enginn niðurskurður væri á læknaþjónustu og spítölum í landinu ef eyðslunni í montkofann við höfnina væri ekki haldið á floti. Og alls enginn niðurskurður væri á læknaþjónustu og spítölum ef fáráðsumsóknin væri dregin til baka núna strax. Og svo vildu þau ICESAVE. Með hvaða peningum, hvaða sköttum?? Nei, maður semur ekki um það ósemjanlega.
Og Sveinn, JÚ, ICESAVE-STJÓRNIN, Jóhanna og Steingrímur hafa OFT stært sig af rísandi efnahag og hafa gert sig að opinberum fíflum.
Elle_, 12.10.2011 kl. 22:03
Hvaða kom Sveinn annars??? Nú hef ég lesið fjölda commenta eftir hann víðs vegar um Moggabloggið og aldrei skilið hann.
Elle_, 12.10.2011 kl. 22:07
Ef fólk vill vera svona óheiðarlegt í málflutningi, þá verður það að fá að vera það í friði.
Sveinn R. Pálsson, 12.10.2011 kl. 22:22
Þér er ekki fisjað saman Sveinn í málsvörninni.
Þeir hjá AGS fögnuðu samstarfsvilja þeirra vissulega, enda er auðvelt fyrir stofnanir að vinna með fólki sem hlýðir.
En lítið fer nú fyrir því, að þeir hjá AGS vilja gjarna stóriðju, en ríkisstjórnin er treg í taumi á því sviði.
Hvort ætli bæti meira okkar hag, stóriðja eða erlendar lántökur?
Farðu nú og flettu hvað stjórnarliðar segja við því, ég get auðveldað þér vinnuna með að segja, að Indriði Þorláksson sagði að skattar gætu m.a. aukið hagsvöxt, svo getur þú tínt til fleiri atriði í málsvörninni.
Það er rétt að einkaneysla og skattar geta aukið hagvöxt, en það er hagvöxtur á frekar veikum grunni.
Okkur hinum þykir viturlegra að afla gjaldeyristekna, því það eru alvöru tekjur. En fólk á ekkert endilega að vera sammála, þínar skoðanir eru mjög skemmtilegar Sveinn minn kær.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 22:27
Já, Elle, helvítis klúðrið með Icesave. Sveinn gæti líka tekið það upp eftir Svavari Gestssyni, varðandi Icesave- samninginn hans.
Svavar sagði að það þyrfti ekki að skerða hár á höfði velferðarkerfisins og ekki loka einni einustu skíla né sjúkrastofu ef samningarnir hans yrðu samþykktir.
Það er hreint frábært að til séu svona sérstæðar skoðanir, sem betur fer eru þær ekki útbreiddar, þnnig að það má hafa gaman af þeim.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 22:29
Já, mikið satt að Jóhanna og Steingrímur eru ´óheiðarleg í málflutningi´, ÞRÆLÓHÐEIÐARLEG. Vertu þá ekki að verja þau. Það skilur enginn venjulegur maður slík rök.
Elle_, 12.10.2011 kl. 22:30
Jón, ég var að svara Sveini og skil manninn ekki. Hann hlýtur samt að hafa meint að Jóhanna og Steingrímur, kannski hann sjálfur, væru þau sem væru ´óheiðarleg í málflutningi´. Ekki getur það hafa verið ég þar sem ég skildi ekki niður eða upp.
Elle_, 12.10.2011 kl. 22:34
Sko Elle, Sveinn skilur ekki heiðarlegan málflutning.
Hann kallar Sjálfstæðisflokkinn glæpasamtök á síðunni sinni, segir þingmenn hans gjörspillta og mútuþæga.
Hann segir að Sigurður Kári vilji reisa við landið með því að selja áfengi í kjörbúðum, svona málflutning félar hann í botn.
Þótt ég sé ekki sammála honum, þá má hann hafa þesa skoðun.
Svo þegar hann kemur á síðu þar sem engar persónulegar árásir eru gegn pólitíksum andstæðingum, þá fer hann í flækju og finnst þetta óheðiarlegur málflutningur, hann verður óöruggur þegar menn beita rökum, þ.e.a.s. rökum sem miða við raunverulega upplifun fólks en ekki tölur á blaði, hann er mjög hrifinn af tölum á blaði, hvort sem þær tákna eitthvað eður ei.
Sjálfur tala ég ekkert illa um Jóhönnu og Steingrím, ekki sem persónur.
Mér finnst þau ómöguleg við stjórn landsins, en þau gætu örugglega fundið störf sem að hentuðu þeim betur.
Mér er ekki illa við nokkurn mann, Svein á vont með að skilja svoleiðis hugarfar.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 22:44
Já Jón, þetta er rosalega skrýtið að honum leyfist að kalla menn öllu illu og skilur ekkert í að öðrum gæti mislíkað. Og þá eru þeir bara óheiðarlegir????? Held eina leiðin út sé bara að sí-hækka skatta the Stonegrimms-way, ekkert minna dugar en 97% SKATTUR. Við verðum að hafa fyrir fáráðinu í Evrópu, ólöglegum kröfum alheimsins og montinu við höfnina.
Elle_, 12.10.2011 kl. 22:56
Veistu það Elle, að mér mislíkar hans málflutningur ekki neitt.
Ég hef harðan skráp og ummæli manna eins og Sveins hafa engin áhrif á mig, ég hef húmor fyrir svona fólki.
Jón Ríkharðsson, 12.10.2011 kl. 23:14
Leitt að hafa valdið svona miklu uppnámi hér á síðunni með aðeins einnar línu athugasemd. En uppnámið stafar augljóslega af því að athugasemdin hitti í mark.
Sveinn R. Pálsson, 14.10.2011 kl. 17:09
Dream on Sveinn minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2011 kl. 17:16
Mark hvað, Sveinn? Í hvaða mark hittirðu????? Mönnum getur mislíkað kjaftæði.
Elle_, 17.10.2011 kl. 23:17
Sveinn. Það veldur óhjákvæmilega uppnámi hjá öllu djúpt þenkjandi og ábyrgu fólki, að skynja skilningsleysi og vítavert virðingarleysi sitjandi stjórnar, fyrir lýðræðinu og lífsafkomu almennings á Íslandi.
Að horfa uppá það að glæpastofnunum, svo sem bönkum, lífeyrissjóðum og útrásarvíkingum er hampað fyrir sína frammistöðu á kostnað hins bankarænda og þrælandi almúga, er eitthvað sem ekki er hægt að láta viðgangast. Það skilja Íslendingar, með örfáum undantekningum. Ekki er ljóst hvað þessi undantekningar-tilfelli eru að hugsa, né hvað þau skynja og skilja um alvöru mála, og hvort það fólk skilur yfir höfuð hvað orðið gjaldeyrir þýðir í raun, og hvernig hann verður til?
Útrásar-stuttbuxnastrákarnir héldu að gjaldeyrir yrði til með því að stela banka og fara með hann úr landi. Það er allt sem bendir til að sitjandi stjórnvöld séu ekkert betur að sér en þessir stuttbuxna-strákar bankanna.
Sagan endurtekur sig.
Eggið er alltaf að reyna að kenna hænunni.
Enginn vill baka brauðið, en allir vilja borða það. Þannig hagfræði gengur ekki upp, og það veit flest fólk sem komið er til vits og ára, og hefur þurft að vinna hörðum höndum fyrir sínu brauði.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2011 kl. 14:07
Sveinn, þarna gerist þú sekur um alvarlega hugsanavillu, sem ætti varla að vera til staðar hjá svona greindum manni eins og þú annars ert.
Ef ætlun þín er að stuða fólk, þá hefur þú sannarlega hitt í mark, því augljóslega hefur þú stuðað einhvern af mínum ágætu lesendum.
En ef þú heldur að þér hafi tekist að koma einhverjum af þeim sem ritað hafa athugasemdir á þessa síðu, á þína skoðun, þá er það stór misskilningur hjá þér, það er greinilega enginn sammála þér.
Jón Ríkharðsson, 21.10.2011 kl. 10:29
Hafi Sveinn miðað á mislíkunarmarkið hjá þér Elle, þá hefur hann hitt beint í mark. En það er ekki gott mark að hitta í.
Jón Ríkharðsson, 21.10.2011 kl. 10:31
Þetta er alveg rétt hjá þér með brauðið Anna mín Sigríður, það vill víst enginn baka það en allir æstir í að borða það.
Jón Ríkharðsson, 21.10.2011 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.