Rétt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það mun vera rétt hjá hæstvirtum forsætisráðherra að segja, að svartsýni hjálpi okkur ekki neitt, enda er svartsýni aldrei til góðs.

En raunsæi er hinsvegar nauðsynlegt og afstaða ASÍ endurspeglar raunsætt mat á aðstæðum hér á landi.

Því miður hefur ríkisstjórnin ekki gefið ástæður til bjartsýni, varðandi efnahagsbata, því ráðamenn hafa unnið ötullega gegn sköpun hagvaxtar.

Ómögulegt er að spá fyrir um framtíðina, en menn nota oftast nútíð og nýliðna fortíð sem forsendur fyrir sínum framtíðarspám.

Ríkisstjórnin hefur leynt bæði og ljóst unnið gegn álversframkvæmdum. Vissulega er það ekkert kappsmál fyrir þjóðina að fá endilega álver, en þau eru engu að síður góður kostur fyrir okkur. Álver skapa mörg störf, fleiri störf á byggingatímanum, en okkur veitir ekki af innspýtingu í atvinnulífið um þessar mundir.

Svo eru þau líka öruggir orkukaupendur, því álver gera orkusölusamninga til tuttugu og fimm ára, á meðan önnur fyrirtæki gera samninga til skemmri tíma. Stöðug eftirspurn er eftir áli og fátt sem bendir til þess, að eitthvað annað leysi það af hólmi í bráð.

Svo er náttúrulega hringlað með sjávarútvegsmálin fram og til baka, það veldur óvissu í greininni og fjárfesting verður þá í lágmarki ásamt eðlilegu viðhaldi skipa.

Háir skattar og pólitískur óstöðugleiki virka heldur ekki vel á erlenda fjárfesta.

Íslendingar standa að mörgu leiti ágætlega að vígi, því ríkisstjórnin hefur ekki setið nógu lengi til að rífa alt það góða niður sem byggt hefur verið upp. Það verða kosningar eftir eitt og hálft ár, rúmlega, þannig að von er til að það taki við ríkisstjórn, sem hatast ekki út í hagnað fólks og gróða fyrirtækja.

Þess vegna er engin ástæða til mikillar svartsýni, enda gerir hún engum gott eins og Jóhanna bendir réttilega á.

En það að vænta mikils hagvaxtar og umtalsverðri fjölgun starfa í tíð þessarar ríkisstjórnar, það er ekki bjartsýni.

Það eru draumórar, en draumórar eru jafnslæmir og svartsýni.

Raunsætt mat virkar alltaf best, en Hrannar hefur gleymt að segja Jóhönnu það, ef hann þá veit það sjálfur.


mbl.is Svartsýni hjálpar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt!

Við erum að verða vitni að því hvað alræði öreiganna hefur í för með sér í raun. Meira að segja ASÍ-liðið er farið að sjá að vinstristjórn er leiðin til glötunar, eins og ótalmörg dæmi sanna (Sovíet, Kína (fyrir kapitalisma), Kambódía, Kúba, ...). Við skulum vona að þessi fjögur ár kommúnista-stjórnar á Íslandi verði til að afhjúpa þetta komma-lið í eitt skipti fyrir öll. 

Ef menn skoða sögu vinstrimanna á Íslandi kemur í ljós að þeir hafa verið á stanslausum flótt frá eigin fortíð og sannfæringu. Þeirra helsta varnaraðferð er að skipta stöðugt um nafn og flokka. Fæstir þeirra vilja t.d. kannast við draumóra um kommúnisma opinberlega. Ef við skoðum td hvaða fólk er í Samfylkingunni er óhugnarlegt að sjá hve margir voru í Alþýðubandalaginu.

Ég segi hreint út: börnin góð, kjósið ALDREI vinstrimenn til valda, sama hvaða loforð þeir góla um jöfnuð og lýðræði!

Ásgeir 26.10.2011 kl. 15:29

2 Smámynd: kallpungur

Svartsýni er slæm. það er öldungis rétt. Hinsvegar er bjartsýni einnig slæm ef hún fer fram úr hófi. Pólitíkin sem Samfylkingin rekur er byggð á draumórum þannig að á þeim bæ er ekki hægt að búst við neinu bitastæðu, og ríksstjórnar félagarnir í VG eru svo lausbundnir veruleikanum að þeir gætu þessvegna verið á annari plánetu. Hér með er óskað eftir  jarðbindingu í íslenska pólitík því hana virðist sár vanta. Hættum að biðja um Útópíur og töfralausnir og förum að vinna að raunsærri markmiðum því heimurinn verður aldrei góður, aðeins eilítið skárri stundum. Óskhyggja er sjálfsblekkingaleikur.

kallpungur, 26.10.2011 kl. 15:33

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ásgeir, ég er innilega sammála öllu sem þú ritar.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 15:35

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Kallpungur, ég hef heldur engu við þetta að bæta hjá þér, ég get tekið undir hvert einasta orð.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 16:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Karlpungi líka.  Það vantar allt jarðsamband í Jóhönnu og Steingrím og þeirra lið.  Það er EKKI HÆGT að tala upp góðæri. Það þarf aðgerðir, þó ég sé ekki sammála fleiri álverum, þá er alveg víst að það er hægt að liðka til fyrir stofnun nýrra fyrirtækja með því að slaka aðeins á ofstjórnunarklóm þessa fólks, sem sér ekkert nema fyrirhyggju og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir fólk sem vill áfram og gera eitthvað.  Þau leggja dauða hönd á allar slíkar framkvæmdir fyrirfram.  Ekki myndi ég leggja í að stofna fyrirtæki með þessa ríkisstjórn við völd.  Það væri hreinlega borin von. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 16:39

6 identicon

Mætum á morgunn!

 http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1200199/

anna 26.10.2011 kl. 16:42

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ásthildur, álver eða ekki álver, það skiptir mig engu máli.

Það þarf þá að finna fyrirtæki sem borga sambærilega skatta og skaffa jafnmörg störf og gera orkusölusamninga til langs tíma.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 17:06

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt.  Og það þarf að skapa það andrúmsloft að menn vilji koma.  Það gerist ekki með þetta fólk í brúnni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 17:12

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Ásthildur mín, eins og oftast.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 17:39

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Anna, ég vona að mótmælin fari vel fram.

Mér er meinilla við mótmæli, mæti aldrei á þessháttar samkomur,mér finnst reiðin of mikið ríkjandi í þeim, en ég forðast reiðina eins og heitan eldinn.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 17:41

11 Smámynd: kallpungur

Jón get tekið undir orð þín um reiðina. Menn ættu að athuga vel umfjöllun um síðustu mótmæli við þingsetninguna. Þar var meira rætt um barnalegt eggjakast og mis sár höfuð þingmanna en ástæður og réttmæti mótmælanna sjálfra. Alt þetta húllumhæ missti því algjörlega marks í bjánaskap barnalegs  reiðikasts. Ég er ekki að segja að fólk hafi ekki ástæður til að vera reitt, það er bara ekki fallið til árangurs að láta tilfinninguna stjórna sér.

kallpungur, 26.10.2011 kl. 17:56

12 identicon

Þetta er eitt af því fáa sem Jóhanna hefur sagt að viti.

En Jóhanna, þú talar ekki kreppuna burt heldur.

GERÐU EITTHVAÐ !

Birgir Gudjonsson 26.10.2011 kl. 18:10

13 identicon

Sammála öllum her ....góði guð leið oss ekki i þá freistni að þurfa berja Jóhönnu ...heldur frelsa þú oss FRA ILLU  ...Núna !!!!!!

Ragnhildur H 26.10.2011 kl. 19:41

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Kallpungur, það á enginn ráðamaður að þola ofbeldi, frekar en annað fólk.

Það að kasta eggjum í þinghús og þingmenn, það er villimennska og ekkert annað.

Auðvitað höfum við margar ástæður til að vera reið, en með því að láta reiðina stjórna okkur, þá erum við um leið að þroskast í rétta átt.

þroskinn er stórlega vanmetin auðlind.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 22:36

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jóhanna stendur ekki undir neinum væntingum Birgir, hún er eins og hún hefur alltaf verið.

Það var fyriséð að hún væri enginn leiðtogi, henni var komið í þessa stöðu og hún hafði ekki vit á að hafna henni.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 22:37

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Við skulum gera orð frelsarans á krossinum að okkar Ragnhildur og segja saman; "faðir fyrirgef þeim, þeir vita ei hvað þeir gjöra".

Ríkisstjórnin telur sig vera að gera gott, en raunveruleikinn er annar.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 22:39

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu viss um að hún telji sig vera að gera gott?.  Ég er farin að hallast að því að hún sé einfaldlega að gambla með fjöreggið okkar, kominn út í horn með lygaþvæluna og nú á að þagga allt niður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 22:41

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Ásthildur, ég trúi alltaf á hið góða í öllum, þangað til ég verð sannfærðu um eitthvað annað.

Ég held að Jóhanna sé ekki slæm kona, hún er á rangri hillu í lífinu, það er ekki fyrir alla að vera í pólitík.

Hún er hraðlyginn kellingin, en lygið fólk þarf ekki að vera slæmt, sumir hafa ekki það sem til þarf, til þess að horfast í augu við raunveruleikann og Jóhanna er ein af þeim, það er allavega mín skoðun.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2011 kl. 22:57

19 identicon

Komið þið sæl; Jón fornvinur minn Ríkharðsson - og aðrir gestir, þínir !

Jón síðuhafi !

Síðan hvenær; hefir kerlingar ómyndin, Jóhanna Sigurðardóttir, verið hæstvirt ?

Í Guðanna bænum; ekki, ekki gera okkur þann óleik, að ávarpa stjórnmála skriflin, með einhverjum fáánlegum hátíðleika, Jón minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason 27.10.2011 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband