Steingrímur er á rangri hillu.

Ég stóð í aðgerð og hlustaði á útvarpsfréttir í morgun. Þar var flutt brot úr landsfundarræðu Steingríms J. Sigfússonar.

Ég er víst karlmaður og á þar af leiðandi erfitt með að gera tvennt í einu, þannig að ég gat ekki hlustað á ræðuna af athygli og gert að ufsa, en ég tel mig hafa náð heildarmyndinni af málflutningi fjármálaráðherrans.

Hann er raunar svo fyrirsjáanlegur, Steingrímur er eins og rispuð hljómplata, skammast út í Sjálfstæðisflokkinn og finnst öll gagnrýni ómálefnaleg.

Eitthvað minntist hann á, að ríkisstjórnin þyrfti að útskýra betur fyrir þjóðinni öll þau góðu verk sem hún hefði framkvæmt og að breyta þyrfti umræðuhefðinni í stjórnmálunum.

Það væri nú reyndar sniðugt að byrja á því að framkvæma góð verk og kynna þau svo, en Steingrímur hefur ekki alveg áttað sig á því.

Það telst ekki afrek að geta föndrað við fjármál, með dyggri aðstoð AGS og fleiri sérfræðinga og náð þeim árangri, að einhverjar jákvæðar tölur birtast á pappírum.

Hann ætti kannski að skoða verk sín varðandi skipan Svavars í samninganefndina, tæpa tvöhundruð milljarða sem settir voru í ónýtar fjármálastofnanir og illa rekið tryggingafélag.

Steingrímur getur aldrei sannfært þjóðina um sín góðu verk, því þau eru ekki til. Honum skortir þann kjark sem leiðtogi þarf til að bera.

Það getur hver sem er, ef viðkomandi hefur góðan talanda og frjótt ímyndunarafl, öskrað úr pontu, en öskrin duga skammt og öskur eru einkenni kjarklausra manna sem eru í afneitun á eigin heigulshátt.

Hann varð hræddur við Breta og Hollendinga, þjóðin sá að óttinn var ástæðulaus. Eflaust hefur hann líka verið hræddur við vogunarsjóðina sem hann leyfði að njóta niðurfellingu lánasafnanna osfrv.

Steingrímur ætti að staldra við og hugsa áður en hann talar.

Geir H. Haarde, sá sem hann kærði með sorg í hjarta, hafði kjark. En Geir öskrar ekki heldur gengur einbeittur til verks og eins og sönnum heiðursmanni sæmir, þá gortar Geir sig ekki mikið, en það gerir Steingrímur mjög oft, en það er innistæðulaust grobb að hætti lítilsigldra manna.

Geir og félagar settu neyðarlögin, en þau voru tvísýn og ekki sjálfgefið að þau héldu. Það þarf áræðni og kjark á erfiðum stundum, Steingrími skortir þann kjark.

Steingrímur ætti líka að muna það, að fyrir kosningarnar 2007, gaf hann þeirri hugmynd undir fótinn, að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, þannig að ummæli hans um sjálfstæðismenn fela í sér holan hljóm.

Hann hrósaði Sjálfstæðisflokknum fyrir hrun, hann sagði ýmislegt hafa gengið vel hjá þeim og vafalaust hafa það verið sömu verkin er hann hrósaði þá, sem hann gagnrýnir hvað mest í dag.

Steingrímur er ágætur málafylgjumaður í stjórnarandstöðu og fínn talsmaður fyrir vinstri menn. En sem leiðtogi í ríkisstjórn fær hann falleinkunn.

Það þarf engan kjark í stjórnarandstöðu, þar geta menn hrópað og kallað og glatt sína stuðningsmenn með innihaldslausu orðagjálfri. En það gengur ekki í ráðherraembætti, þá verða menn að hafa kjark og þor til að taka erfiðar ákvarðanir, oft tvísýnar og kunna að standa og falla með eigin gjörðum.

Enginn stjórnmálamaður getur lofað að taka alltaf réttar ákvarðanir, stundum er það ekki hægt því staðan getur verið á þann veg.

Við getum þakkað Guði fyrir það, að Steingrímur var ekki í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins.

Þá hefði þjóðin neyðst til að axla allar byrðar, 7000. milljarðar hefðu fallið á hana, greiðslumiðlun við útlönd hefðu eflaust ekki gengið eins vel osfrv., þá værum við í djúpri kreppu.

Tími Steingríms rennur brátt sitt skeið, því þjóðin hlýtur að vera farin að sjá í gegn um hann.

Ekki skal gripið til þess óþverraskapar sem vinstri menn iðka og rakka hann niður sem persónu.

Steingrímur er örugglega vel meinandi og góður hugsjónamaður, ég gæti trúað að hann sé skemmtilegur í viðkynningu og ágætur félagi.

En sem æðsti ráðamaður þjóðarinnar er hann vonlaus, kjarkurinn er lítill og dómgreindin afskaplega slök.

Það er enginn gallalaus, en fólk þarf að velja sér störf við hæfi, til þess að kostir þess fái að njóta sín til fulls.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Amen.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 13:55

2 identicon

" Ekki skal gripið til þess óþverraskapar sem vinstri menn iðka og rakka hann niður sem persónu."

Kommon Jón, þú veist það fullvel að fleiri en bara vinstri menn gera svoleiðis. Það er lítill sem enginn munur á því þegar vinstri menn henda skít til hægri og þegar hægri menn henda skít til vinstri.  Hvorugt er mjög málefnalegt.

Skúli 29.10.2011 kl. 14:01

3 Smámynd: kallpungur

Karl kvölin var kosinn aftur til formanns hjá Vit Grönnum með frekar góðum meirihluta atkvæða. Það kom hinsvegar á óvart að það voru tvö mótframboð. Samfylkingarmenn kusu hinsvegar að forðast það eins og heitan eldinn að bera ábyrgð á áframhaldandi lúðurvegferð núverandi ríkisstjórnar, og létu Jóhönnu bara eina um að bjóða sig í formannsstarfið.

kallpungur, 29.10.2011 kl. 14:15

4 Smámynd: kallpungur

Áframhaldandi Klúðurvegferð, átti nú að standa þarna.

kallpungur, 29.10.2011 kl. 14:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skúli, það gengur ekki að reyna að bæta böl með að benda á annað verra. Það réttlætir ekki vinstrimenn að aðrir séu að sama sauðahúsi. Hugsaðu nú aðeins...

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 15:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kallpungur ég held að þér hafi ratast satt orð í munn með Lúðurvegferð, þau eru ekkert nema upphrópanir og eltendur skoðanakannana

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 17:26

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk Ásthildur mín.

Skúli, það er reginmunu á málflutningi hægri og vinstri manna. Margir hægri menn taka sterkt til orða, það er alveg rétt. En ég hef ekki séð hægri menn saka vinstri menn um refsiverða glæpi, vinstri menn saka sjálfstæðismenn um mútuþægni, spillingu og glæpamennsku, án þess að rökstyðja það nokkuð frekar.

Þakka þér Kallpungur, Skúli þú sérð núna hvað ég meina. Kallpungurinn vinur minn hæðist  að Vg, með svolítið sterkum lýsingarorðum kannski, en ekkert af þessu er meiðandi hjá honum, Kalloungur ég er sammála þér, mjög skemmtilega að orði komist.

Nafni minn Steinar, þú kemur með góða og greindarlega ábendingu, eins og þín er von og vísa, þakka þér fyrir innlitið.

Takk aftir Ásthildur mín, þú orðar þetta mjög vel.

Jón Ríkharðsson, 29.10.2011 kl. 17:59

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ha Ha Já amen á ágætlega við, Ásthildur Jón alltaf góður.!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.10.2011 kl. 22:50

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Gott blogg hjá þér Jón...

Ægir Óskar Hallgrímsson, 30.10.2011 kl. 00:27

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér Eyjólfur minn, valkyrjan að vestan kann að orða hlutina á einfaldan og skilmerkilegan hátt, þær eru flottar vestur á fjörðum.

Þakka þér Ægir minn.

Jón Ríkharðsson, 30.10.2011 kl. 00:57

11 identicon

Jájá ég skil alveg hvað þú átt við Jón og fólk getur haft mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum, ekkert að því, mér er sléttsama hvort það sé verið að gera grín að hægri eða vinstri og ekki er ég að verja vinstrið svo það sé á hreinu, ríkisstjórnin alveg vonlaus og það koma oft ljót og ómerkileg komment þaðan, en mér finnst hægrið og Framsókn ekki vera að hjálpa til.  Þessi fjórflokkur er að mínu mati frekar vonlaus í heildina þessa stundina, því miður.  En góður pistill:)

Jón Steinar, rétt er það:)

Skúli 3.11.2011 kl. 12:35

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Skúli, ég að sjálfsögðu virði þína skoðun og þú setur hana málefnalega fram.

En ég er nú alltaf einn alharðasti sjálfstæðismaður landsins og verð það eflaust meðan ég lifi, þannig að ég er vissulega litaður af því.

Jón Ríkharðsson, 6.11.2011 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband