Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Það er enginn öfgaþjóðernisflokkur í framboði.
Þessi ESB umræða einkennist af mikilli móðursýki og jafnvel hámenntaðir og vel gefnir einstaklingar á borð við Eirík Bergmann bregða fyrir sig ómarktækum líkingum í sínum málflutningi.
Kannski segir hann það ekki berum orðum, en slíka merkingu má lesa út úr því sem hann setur fram.
Það er enginn flokkur á Íslandi öfgaþjóðernissinnaður. Til eru öfgaþjóðernissinnar hér á landi, en sem betur fer eru þeir ekki margir.
Það er engin öfgaþjóðernishyggja að elska sitt land og vilja veg þess sem mestan, heldur er það miklu fremur heilbrigð skynsemi.
Sú þjóð sem ekki hefur mikla trú á eigin getu og djúpa sannfæringu fyrir ágæti sínu, verður aldrei annað en þiggjandi í samfélagi heimsins.
Ef við segjum við okkur, að við séum ekkert merkilegri en aðrar þjóðir, jafnvel minni, þá verðum við það.
En ef við segjum við okkur, að við séum kraftmikil og dugleg þjóð, sem hefur möguleika á að ná langt í samkeppni við aðrar þjóðir, þá tekst okkur það. Vitanlega verðum við að þjálfa okkur og rækta, en án trúar á eigin getu, þá er allt unnið fyrir gíg.
Sá sem er stoltur af sjálfum sér og hefur mikið sjálfstraust, hann hefur oftast trú á öðrum og sýnir þeim virðingu. Góð sjálfsvirðing er gulls í gildi og forsenda framfara.
Að mínu viti er það ekkert annað en uppgjöf og aumingjaskapur, að skríða til Brussel í þeirri von, að okkur verði nú bjargað þar, við eigum og getum vel bjargað okkur sjálf.
En ef nógu margir missa trúna á hina íslensku þjóð, þá höfum við enga möguleika.
Öfgaþjóðernishyggja er hroki og heimska, við eigum að bera virðingu fyrir örðum þjóðum og dást að því sem þær gera vel, þannig getum við þroskað okkur um leið og við tryggjum okkur vinsemd og virðingu annarra þjóða.
Hagkerfi heimsins er samofið, þannig að öll lönd í hinum vestræna heimi eru háð öðrum löndum, þetta vita allir.
ESB gerir ekkert fyrir okkur, sem við getum ekki gert sjálf. Háskólakennarar ættu að þróa sín fræði í stað þess að grípa til samsæriskenninga að hætti heimskra manna.
Gagnrýna grein dósents | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek fyllilega undir þennan pistil þinn Jón. Það er grundvallar atriði að hafa trú á sjálfum sér og þjóðinni. Ef engar eru væntingarnar, þá er árangurinn eftir því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 14:03
Jón, þó menn hafi gráður úr háskólum þarf það ekkert endilega að vera eitt og sér til marks um að viðkomandi hafi einhverja afburða greind.
Kristján B Kristinsson 9.11.2011 kl. 14:34
Jón , góð grein, vonandi sjá þeir að sér!! Ég held að þeir séu komnir í úlfakreppu með það hvernig þeir geti "skammlaust" snúið við!
Eyjólfur G Svavarsson, 9.11.2011 kl. 15:07
Algjörlega sammála þér Jón.
Nauðsynlegt er að svona lagað fái ekki þrifist.
Við tökum öll höndum saman um að fordæma rangar ásakanir.
Mér finnst þetta nú vera svipað og gagnrýna Davíð Oddsson fyrir alla skapaða hluti. Nú á að taka Framsóknarflokkinn og Sigmund Davíð á sama hátt.
Svona nokkuð er engum stjórnmálamanni eða fræðimanni samboðið.
Ekki meir! Ekki meir!
Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.11.2011 kl. 16:53
Mjög góður pistill, Jón þakka þér fyrir. Eftir að hafa lesið grein Eiríks og svo yfirlýsinguna, sem hann sendi frá sér stórefast ég um "GREIND" lektorsins...................................
Jóhann Elíasson, 9.11.2011 kl. 16:55
ESB sinnaði lektorinn frá Brussel er ESB svo sannarlega löggilltur aftaníossi og vel launaður frá Brussel Elítunni til margra ára við að boða hið svokallaða "ESB fagnaðarerindi ! sem breyst hefur í martröð !
Alls ekki trúverðugur maður þessi Eiríkur. Þessi smeðjulegi ESB aftaníossi !
Gunnlaugur I., 9.11.2011 kl. 17:26
Góður pistill hjá þér Jón og hægt að kvitt fyrir honum að öllu leiti nema fyrstu setninguna. Vissulega er Eiríkur Bergmann hámenntaður, en að hann sé vel gefinn er anað mál. Mennt og skynsemi fer ekki alltaf saman.
Eiríkur er haldinn öfgatrú á ESB og málflutningur hans allur samkvæmt því. Trúin á ESB er eina sem eftir er hjá aðildaarsinnu. Það eru öll rök fyrir aðild fokin út í vindinn. Og trúin leifir mönnum að fara aðrar leiðir en fræðin, þar er ekkert heilagt. Þegar ekki er lengur hægt að mæla með aðild á skynsamlegum rökum, er tekin sú stefna að ráðast gegn þeim sem á móti henni eru. Rógur og lygar eru þau vopn sem þá eru til taks og Eiríkur, ásamt öðrum aðildarsinnum, beitir þeim vopnum nú stíft.
Gunnar Heiðarsson, 9.11.2011 kl. 17:38
Hvers vegna snýst umræða um þjóðernisvitund alltaf upp í öfgafullar aðdróttanir?
Það er enginn stjórnmálaflokkur meira þjóðernissinnaður á Íslandi en Samfylkingin. Og heimsvaldasinnaður í þokkabót, því ætlunin er að Ísland yfirtaki heila álfu með inngöngu í ESB á fölskum forsendum, og fari þar að segja mönnum fyrir verkum hægri vinstri. Því hefur jafnvel verið fleygt að Íslendingar muni nú aldeilis kenna þeim sitthvað um hluti eins og efnahagsmál, og þetta segja sumir kratar alveg grínlaust. En síðast þegar þjóðernisjafnaðarflokkur ætlaði að hreinsa til í Evrópu og sýna hvernig á að gera hlutina, þá fór nú illa...
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 04:32
Það er engu líkara en Bjarni Ben ( eldri ) og Ólafur Jóhannesson hafi tekið sér búsetu í skrokk þínum og huga Jón, og sláist um að ná yfirhönd yfir pennahöndinni.
hilmar jónsson, 10.11.2011 kl. 12:14
Þakka þér fyrir Ásthildur, við erum fyllilega sammála í þessu máli.
Það er rétt hjá þér Kristján, en svona fyrir kurteisisakir, þá leitast ég við að álíta menn greinda, á meðan ég hef ekki staðfestingu fyrir öðru, en ég hef óljósan grun um að Eiríkur sé ekkert ofhlaðinn af visku, þrátt fyrir mikla menntun.
Eyjólfur minn, ég veit ekki hvort þeir sjái að sér, það kemur þá verulega á óvart.
Sammála þér Sigurður minn, eins og alltaf.
Já, þetta var svona kurteisishjal hjá mér Gunnar minn, eins og ég tjáði honum Kristjáni. En ég er sammála þér að öllu leiti.
Þú kemur með athyglisverðan vinkil Guðmundur, ég upplifi Samfylkinguna ekki þjóðernissinnaða, en þessi flokkur hefur reynda ýmsar birtingamyndir og það reynist mér mjög erfitt að skilja þennan ágæta flokk, enda hef ég lítið stúderað sálfræði, þetta lið er ofvaxið mínum skilningi.
Já, þú kemur sífellt á óvart Hilmar, ég bara roðna og verð feiminn þegar ég les svona mikið hól frá þér, þessu átti ég nú ekki von á. Þetta er nú eiginlega ofhól, Bjarni Ben, sá eldri þótti afburðastjórnmálamaður og mjög góður penni, sama má segja um Ólaf Jóhannesson, báðir miklir lögspekingar og þeir tjáðu sig mjög vel í rituðu máli, eins og allir vita. Já, það er eins gott fyrir mig að gæta þess að ofmetnast ekki, menn eins og ég, sem eru bæði hégómlegir og einfaldir, það er ekki gott fyrir okkur að fá svona hrós. En ég efa það ekki, að þú hafir sett þetta fram með góðum hug Hilmar minn, eins og þín er von og vísa.
Ég svara ykkur öllum í einu, helvítis tölvan um borð er svo seinvirk og hrekkjótt, kannski er eitthvað um innsláttarvillur, en það verður bara að hafa það.
Jón Ríkharðsson, 12.11.2011 kl. 01:23
Jóhann minn Elíasson, ég gleymdi þér í hita leiksins, ég fór í flækju yfir hólinu frá honum Hilmari, hann er ekki vanur að hrósa mér svona mikið.
En ég þakka þér fyrir innlitið og ég er sammála þér, það læðist að mér sami efinn.
Jón Ríkharðsson, 12.11.2011 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.