Hver gleðst yfir erfiðleikum ESB ríkja?

Það er athyglisvert að lesa ýmis ummæli í netheimum, en nokkrir úr hópi aðildarsinna halda því fram, að við sem kjósum ekki aðild að ESB, gleðjumst yfir erfiðleikum nokkurra ríkja sambandsins.

Hvergi hef ég séð það á prenti né heyrt nokkurn gleðjast yfir erfiðleikum þjóða, en það ber vissulega vott um sjúkt hugarfar viðkomandi ef svo er. Við íslendingar höfum engan hag af því að bandalagsþjóðum gangi illa í efnahagsmálum, þvert á móti hefur það neikvæð áhrif á okkur, því við seljum Grikkjum, Spánverjum og Portúgölum saltfisk eins og kunnugt er, þannig að erfiðleikar þeirra hljóta að bitna illa á okkur.

Vissulega fer ekki á milli mála hver er ástæðan fyrir þessum spuna aðildarsinna.

Ástæðan er einfaldlega sú, að bent hefur verið a, að ríki geta verið í miklum erfiðleikum þrátt fyrir að þau séu innan vébanda ESB. Það er m.a. vegna þess að aðildarsinnar sögðu það lengi vel, að með inngöngu í ESB, þá myndi stjórnsýslan stórbatna hér á landi og kreppan af völdum hrunsins vera okkur léttbærari.

Það stenst ekki, vegna þess að slæm stjórnsýsla þekkist í aðildarríkjum ESB og þar er alvarleg staða í efnahagsmálum. Málflutningur andstæðinga gengur út á það, að útskýra fyrir þjóðinni að það batnar ekkert við ingöngu í ESB.

Vitanlega ósku við þess öll, að ESB ríki þau sem illa standa um þessar mundir nái tökum á sínum efnahagsmálum. Það er nefnilega okkar hagur að sambandsríkjunum öllum gangi sem best.

Ástæðan fyrir því að ég vil ekki inngöngu í ESB er einföld, ég hef ekki sömu pólitísku sýn og þeir í Brussel.

Til að nefna dæmi er hagt að tala um anstöðu þeirra við hvalveiðar.

Á sama tíma og ESB mótmælir hvalveiðum og bannar þær, þá finnst þeim í lagi að spánverjar píni saklausa nautgripi sér til skemmtunar, en það þykir mér óþverraháttur af verstu gerð.

Einnig er mér illa við afskiptasemi þeirra í Brussel, þeim á ekki að koma við, hvort íbúar aðildarríkjanna taki fínkorna tóbak í nefið eða skelli sænsku munntóbaki í vörina. Það undarlega er, að þeim þykir í lagi að fólk keðjureyki eins og gamlir kolatogarar, sjálfum sér og öðrum til skaða.

Við sem andstæð erum aðild þurfum enga efnahagserfiðleika til að rökstyðja okkar málsstað, nóg er til af haldgóðum rökum.

Ég þori að fullyrða það, að enginn aðildarandstæðingur sem áberandi er í umræðunni gleðjist yfir erfiðleikum bandalagsríkjanna, þetta er ekkert annað en ódýr spuni aðildarsinna sem þeir nota í sínu ofsafengna ESB trúboði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón minn; æfinlega !

Ég; kætist mjög, yfir ÖLLUM óförum, eins viðurstyggilegasta hryðjuverka bandalags, sem upp hefir sprottið, í nágranna álfu okkar í austri, til þessa.

Maklegt; á Hundingjana, í Brussel - París og Berlín, fornvinur góður !

Með beztu kveðjum; sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason 14.11.2011 kl. 15:43

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll Óskar minn Helgi.

Það er alltaf virðingarvert þegar menn halda sínum skoðunum á lofti og þora að synda gegn straumnum.

Með bestu kveðjum til þín fornvinur kær, með einlægri ósk um ánægjulega endurfundi þegar við höfum báðir aðstæður til.

Jón Ríkharðsson, 14.11.2011 kl. 16:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekkert samasem merki á því að hafa áhyggjur af ástandinu í Evrópu og vilja ekki fara þar inn. Sammála þetta er ómerkileg tilraun einungrunnarsinna til að koma vondu orði á þá sem vilja standa sjálfstæð utan þessa bandalags.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 16:17

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Ásthildur, ég hef samúð með almenningi í þeim bandalagsríkjum sem glíma við erfileika af völdum misviturra banka og stjórnmálamanna.

Sannarlega óska ég öllum góðs, því erfiðleikar eru engum til góðs.

Jón Ríkharðsson, 14.11.2011 kl. 16:31

5 identicon

Auðviðtað gleðst enginn  yfir óförum evrulandanna, en við myndum gleðjast yfir því að ESB sinnar myndu átta sig á hversu alvarleg evru krísan er og fara haga orðum sínum og athöfnum í samræmi við það.

Kristján B Kristinsson 14.11.2011 kl. 16:58

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já, Kristján sannarlega myndum við gleðjast yfir því, en það er því miður borin von.

Þótt Evran myndi sannarlega hrynja og fjöldagjaldþrot ESB ríkja verða staðreynd, þá myndu íslenskir aðildarsinnar, þeir hörðustu, halda áfram að dásama sæluríkið og draumamyntina.

Þetta fólk er ekki tengt við þann veruleika sem við hin lifum og hrærumst í.

Jón Ríkharðsson, 14.11.2011 kl. 18:27

7 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir góðan pistil nafni

Jón Magnússon, 14.11.2011 kl. 22:28

8 Smámynd: Dexter Morgan

Ég gleðst af heilum hug yfir óförum ESB ríkja, allra þeirra sem eru með allt miður um sig núna. Ég gleðst yfir því að þetta sé að koma fyrir ákkúrat núna, þanngi að íslenska þjóðin sjái tímanlega hvað við þeim blasir, ef þeir segja JÁ.

Við hin sitjum á bryggjupollanum tilbúinn að líflínuna til að henda henni til þeirra sem vilja skipta um skoðun á síðustu mínútu og getum þá dregið þau aftur að landi, hinu ísakalda landi sem eru þeirra fæðingastaður og þeirra fósturjörð.

Dexter Morgan, 15.11.2011 kl. 00:25

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir nafni minn.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 00:53

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Uss, uss, Dexter minn, voða erum við pirraðir núna, en það er gott hjá þér að tjá tilfiningar þínar og þér er velkomið að gera það á síðunni minni hvenær sem þú vilt.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband