Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Er það lausn að fá ungt fólk og konur?
Heyrst hefur innan Sjálftæðisflokksins það sjónarmið, að það sé heppilegt til vinsælda að fjölga ungu fólki og konum í flokknum og fá þessa hópa til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn.
Því miður minnir það óþægilega á þvaðrið í vinstri flokkunum.
Konur eru vitanlega eins og karlmenn, varðandi hæfileika, greind og getu, misjafnar. Sama má segja um ungt fólk. Ekki er sjálfgefið, þótt herskari ungs fólks og kvenna yfirtaki flokkinn, að traustið aukist á flokknum.
Reyndar, miðað við þessa heimsku sem ríkir í þjóðfélaginu, þá er mögulegt að ímynd flokksins batni um stundarsakir, því mörgum þykir svo ægilega merkilegt að sjá ungt fólk og konur í ábyrgðarstöðum.
Í raunveruleikanum er verið að takmarka möguleika flokksins til vaxtar með svona ódýrri auglýsingamennsku.
Konur hafa sýnt það og sannað að þær geta gert allt það sama og karlmenn, varðandi stjórnun ríkja, fyrirtækja osfrv., þær standa vitanlega fullkomlega jafnfætis körlum á þessum sviðum, ég hélt að allir vissu þetta, aðrir en vinstri menn, þeir halda að það sé nóg að fá konu við stjórnvölinn og þá reddist allt. Jóhanna Sigurðardóttir er kona og ekki hefur hún verið farsæll stjórnmálamaður, þannig að alhæfingar um að konur séu hæfari en karlmenn standast ekki.
Við þurfum að notast við skynsemi og heilbrigða dómgreind, ekki eltast við tískubylgjur eins og Samfylkingin gerir.
Við eigum að sjálfsögðu að kjósa hæfasta einstaklinginn og leita eftir góðu fólki til að vera í forsvari fyrir okkur.
Heppilegustu kandídatarnir geta verið karlar á áttræðisaldri, konur um þrítugt og piltar rúmlega tvítugir, ungar stúlkur nýkomnar með kosningarétt osfrv., einfaldir staðlar henta ekki þegar verið er að velja fólk í ábyrgðarstöður.
Sjálfstæðismenn eiga að horfa á einstaklinginn en ekki á aldur, kyn, litarhátt eða kynhneigð.
Við þurfum heiðarlegt fólk til starfa og við höfum heiðarlegt fólk í forystu, enginn hefur verið dæmdur fyrir neitt í þessum hópi og allir eru saklausir uns sekt er sönnuð, samkvæmt meginstoðum réttarríkisins.
Sjálfstæðisflokkurinn fetar vafasamar brautir ef hann ætlar að einskorða sig við ákveðinn aldur og ákveðið kyn, þá verður engin alvöru dómgreind til staðar.
Nú dettur einhverjum í hug, að ég sé að lýsa vantrausti á Hönnu Birnu, en það er ekki rétt.
Hún getur leitt flokkinn eins og Bjarni getur það líka. Ég sef alveg rólegur alla helgina, því ég get sætt mig við þau bæði. Það eru fleiri aðilar en einn formaður sem markar stefnuna og eflir fylgið.
Mér er meinlilla við alla frasa, hvort sem þeir segja að konur séu hæfari en karlar eða öfugt. Frasar eru eina vopn vinstri manna, því þeirra stefna hefur aldrei virkað.
Við sjálfstæðismenn höfum stefnu sem er löngu búin að sanna sig, þess vegna höfum við ekkert með ódýra frasa að gera.
Sjálfstæðisflokkurinn á að selja sína stefnu og ekkert annað. Ef þjóðin kaupir ekki sjálfstæðisstefnuna eins og hún er, þá verður svo að vera.
En að laga sig að tískubylgjum, það er engum flokki til nokkurs sóma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.