Sunnudagur, 20. nóvember 2011
Vinstri menn, þið eruð vesalingar.
Mörgum kann að þykja fyrirsögnin ansi sterklega orðuð, en miðað vil tilefnið, þá þarf það ekki að vera.
Taka skal fram, að þessi fullyrðing á ekki við um alla vinstri menn, því til eru vinstri menn sem hafa trú á sinni hugsjón, en standa ekki í óþverrapólitík þeirri sem einkennir of marga í vinstri flokkunum.
Fyrir allnokkru síðan, þá ritaði ég pistil þar sem ég skoraði á þá, sem hafa grunsemdir um glæpsamlega spillingu og mútuþægni sjálfstæðismanna að kæra.
Áður en ég gerði það, ræddi ég við lögfræðing og spurði hann um, hvaða leiðir hægt er að fara ef einhver hefur staðfestan grun um glæpsamlegt athæfi, en spilling, sem stríðir gegn lögum er glæpur, sama má segja um mútur.
Enginn tók þessari áskorun minni, þannig að ég álít alla þá sem hæst hafa hrópað vera vesalinga. Það er vesældómur að fylgja ekki eftir því sem maður segir, í besta falli marklaust nöldur, en það fylgir oft vesalingum að ástunda slíkt, kjarkurinn er enginn.
Það er til skammar í upplýstri umræðu, að ljúga upp á pólitíska andstæðinga til að leita eftir fylgi við sinn málsstað, það bendir til þess að málsstaðurinn er afskaplega veikur.
Þangað til að enginn hefur lagt fram kæru, þið hljótið að geta nurlað saman fyrir málskostnaði, eða sótt um opinberan styrk, ykkur líkar það ágætlega og vinstri stjórnin myndi örugglega vilja fá eitthvað bitastætt á sjálfstæðismenn, ef mögulegt er.
Þannig að þið skuluð kæra, eða sitja uppi með það, að vera nöldrandi vesalingar.
Athugasemdir
Sæll Jón, þetta eru nákvæmlega aðferðir frekar lítt gefins fólks með vafasaman málstað, það er að halda fram einhverjum órökstuddum orðrómi til þess að koma höggi á annað fólk, oftast er það þannig að það er einhver kafbátur sem þykist hvergi koma nærri sem hvíslar þessu í eyra einhvers náttröllsins sem hefur enga greind til að meta staðhæfinguna hleypur með hana í næsta og svo koll af kolli þar til staðhæfingin kemur upp á yfirborðið og þá kannski orðin allt öðruvísi en hún var í upphafi.
Kristján B Kristinsson 20.11.2011 kl. 08:29
Það er rétt Kristján, ég vil dúndra á þessa helvítis kafbáta, þangað til þeir gefast upp.
Þeir eru nú flestir orðnir æði sjaldséðir á síðunni hjá mér, enda vita þeir að ég rek þetta allt öfugt ofan í þá.
Kafbátarnir eru meinsemd í íslensku samfélagi, á meðan einhver trúir þeim sem því miður gerist of oft.
En ef við höldum áfram að svara þeim, þá einangrast þeir í vitleysunni, þeir slíta ekki tengslin við hana, því þeir halda að lygin sé sannleikur og sannleikurinn lygi.
Jón Ríkharðsson, 20.11.2011 kl. 09:20
Einmitt Jón, ég er einmitt búinn að taka vel eftir nokkrum svona útihátölurum frá Samspillingunn sem spunameistararnir hafa heilaþvegið og talið þeim trú um að þeir séu mjög inni í þeim málum sem þeir halda fram svo þegar einhver kemur og reisir hin minnstu rök gegn því sem þeir halda fram þá láta þeir sig hverfa vegna þessa að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að haldar fram og geta þar af leiðandi ekki rökrætt málið.
Kristján B Kristinsson 20.11.2011 kl. 09:36
Kjartan þetta er flott orðað hjá þér "útihátalarar", þeir bera það nafn með réttu.
Og þeir nota útiröddina úti jafnt sem inni.
Jón Ríkharðsson, 20.11.2011 kl. 17:13
Þið takið ekki einn hlut inn í dæmið. Það er að ef að lögin eru ekki nógu góð til þess að dæma í svona málum er erfitt að kæra menn fyrir það sem þeir hafa gert af sér. Takið af ykkur flokksgleraugun og horfið á þetta hlutlaust. Það sitja menn á þingi sem eru líklega búnir að þyggja mútur í formi styrkja, menn hafa verið að taka þátt í vafasömum viðskiptum og sitja enn. Þetta myndi ekki líðast í nágrannalöndunum þar sem að menn segja af sér af minni ástæðum en þessum. Það sem flestir að ég hygg myndu vilja sjá hérna er kerfi sem tekur á svona hlutum og tekur hart á fjármálaglæpum. Sjálfstæðisflokkurinn síðast þegar að ég vissi er enn með lokað bókhald, sömu stefnu sem þó hrundi (Það er nefnilega hægt að stunda frjáls viðskipti og laga kerfið til sem hrundi svo að það gerist ekki aftur)
Vilji sjálfstæðismanna til úrbóta er ekki trúverðugur þegar að fólk með dóma, ofurstyrki, vafasöm viðskipti á bakinu leiðir flokkinn. Það er rétt hjá ykkur að það yrði til lítils að kæra fólk fyrir þetta enda var þetta löglegt á þeim tíma sem brotin voru framin en munið hverjir bjuggu til þessar leikreglur. Jú, sjálfstæðismenn sem hafa ráðið ríkjum hérna á landi meira og minna frá því að lýðveldið var stofnað.
Pétur Kristinsson, 23.11.2011 kl. 01:11
Hvað á Pétur við með ,,lokað bókhald'' ? Veit hann ekki að Alþingi setti lög í des. 2006 um upplýsingagjöf stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Þau lög tóku gildi 1. jan. 2007 að hluta og að öllu leyti í júní 2007. Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum og frambjóðendum á þeirra vegum, ber að fara eftir þeim lögum í dag! Ríkisendurskoðun hefur síðan eftirlit með því að þessum lögum sé fylgt. Á Sjálfstæðisflokkurinn að vera með eitthvert annað kerfi en hinir flokkarnir þegar kemur að bókhaldi?
Í þingflokki Sjáffstæðisflokksins situr einn maður með ,,dóm'' á bakinu, sá hinn sami tók út sína refsingu og hlaut síðan endurkjör í Suður kjördæmi! Mér vitandi ,,leiðir'' sá einstaklingur ekki flokkinn og er ekki oddviti flokksins í sínu kjördæmi!
Ég er orðinn langþreyttur á svona forheimskri umræðu, hinir og þessir besservisserar poppa upp með fullyrðingar sem standast enga skoðun, lepja síðan upp bullið í hvor öðrum og þar með á það að vera orðið að hinum heilaga sannleik! Það er nú einu sinni þannig Pétur að það eru í gildi lög sem stjórnmálamönnum og öðrum landsmönnum ber að fara eftir! Ef þeir gera það ekki, þá sæta menn ákæru og fá á sig dóm! þannig að ef að þú telur einvherja úr þingliði Sjálfstæðisflokksins seka um að hafa brotið lög, þá er ekkert eðlilegra en að þú stígir fram og bendir þar tilbærum yfirvöldum á það svo hægt sé að höfða mál gegn viðkomandi! En á meðan þú hefur engin rök eða sannanir fyrir einvherju misjöfnu, er þá ekki betra heima setið en af stað farið?
Elías Bj 26.11.2011 kl. 21:41
Pétur Kristinsson, ekki veit ég hvort þú ert vinstri maður, enda skiptir það ekki máli.
Eitt er þó ljóst, að þú ritar ekki af mikilli þekkingu um mig, sem er eðlilegt því þú þekkir mig ekki eitt.
Flokksgleraugu er mér meinilla við og ég reyni eftir fremsta megni að skoða öll mál útfrá öllum hliðum.
Ef að lögin eru ekki nógu góð, hvers vegna hafa vinstri menn þá ekki breytt þeim? Þeir hafa oft haft tækifæri til þess, Sjálfstæðisflokkurinn var lítið við völd á árunum 1971-1991, þótt hann hafi eitthvað tekið þátt í landsstjórninni.
Þá, eins og nú, var það helsta takmark vinstri flokkanna að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum, því hann var víst svo spilltur að þeirra mati. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagstjórn þessa tímabils, en fáir hrósa henni.
Núverandi ríkisstjórn hefur setið tæp tvö ár við völd. Þeim barst mjög alvarlegt áminningarbréf frá Greco, en það er stofnun sem rannsakar spillingu í Vestur Evrópu. Greco menn segja að ekkert hafi verið gert til að búa til löggjöf sem tekur á mútumálum og fleiru sem tengist pólitískri spillingu, í niðurlagi bréfsins kemur fram að vinnubrögð hinnar tæru vinstri stjórnar eru óviðunandi.
Enda, miðað við alla mælikvarða er spilling mjög lítil hér á landi, vinstri menn nöldra um hana til þess að veiða atkvæði.
Það að banna fólki þátttöku í pólitík, ef það tók þátt í vafasömum gjörningum á vafasömum tíma finnst mér út í hött. Það voru allir í þessu rugli meira og minna, sem voru í viðskiptum á árunum fyrir hrun. Þeir sem gera stór mistök hafa möguleika til að læra af þeim og slíkt er mjög dýrmætt, ef rétt er að málum staðið.
Allt þvaður vinstri manna um pólitíska spillingu og mútur er ekkert annað en argasta kjaftæði, þeim langar í atkvæði og þeir hafa enga almennilega stefnu fram að færa. Þess vegna notast þeir við hálfsannleik og lygi, það er merkilegt að fólk, sem hefur eðlilega greind skuli gleypa við þessu þvaðri í þeim.
Jón Ríkharðsson, 26.11.2011 kl. 21:59
Þakka þér fyrir Elías, þú hefur rétt fyrir þér, það er ekkert mál að kæra.
Ég hef það fyrir sið að ræða við sérfróða menn áður en ég blogga, til að ég geti staðið við flest af því sem ég segi.
Ég ræddi við lögfræðing og spurði hann um, hvaða úrræði væru í boði fyrir hinn almenna borgara, ef hann hefði grun um valdníðslu, spillingu eða mútuþægni hjá stjórnmálamönnum.
Sá góði maður tjáði mér það, að viðkomandi þyrfti að senda ríkislögreglustjóra kæru og málið yrði skoðað. Það er skylda ríkislögreglustjóra að skoða öll mál, þannig að auðvelt ætti að vera fyrir kærandann að fylgja málinu eftir.
Ríkisstjórnin stæði örugglega ekki í vegi fyrir því, að höggi væri komið á sjálfstæðismenn.
Ég er sammála þér, sjálfur er ég orðinn hundleiður á þessum rakalausa þvættingi, en ég hef samúð með vinstri mönum.
Þeim hefur aldrei tekist að selja sína stefnu, en merkilega vel hefur tekist hjá þeim, að selja lygina.
Jón Ríkharðsson, 26.11.2011 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.