Fimmtudagur, 15. desember 2011
Eru þetta góðir leiðtogar?
Ég horfði á viðtalið við Guðmund Steingrímsson og Heiðu Helgadóttur í Silfri Egils. Eiginlega er ég enn að klóra mér í hausnum yfir því, ég skil ekki hvað þau eru að fara.
Það er verið að stofna nýtt framboð til alþingis, þau eru ekki viss hvort það verður stjórnmálaflokkur, stjórnmálafélag eða einhverskonar partý. Svo vilja þau endilega fá hugmyndir frá hinum almenna borgara varðandi nafn á fyrirbærinu og ekki er verra að einhverjir komi með sniðuga stefnuskrá handa þeim.
Guðmundur og Heiða voru ósköp vinaleg að sjá og ekki er hægt að efast um að þau vilji vel, en er það nóg?
Nei, því fer víðs fjarri.
Stjórnmálaflokkar verða að marka sér skýrar stefnur í öllum málum sem þjóðina varða, leiðtogarnir verða að vita hvað þeir ætla að gera og hvaða leiðir þeir vilja fara.
Stjórnmálamenn geta ekki ætlast til þess að hinn almenni borgari segi þeim, hvernig þeir eiga að vinna vinnuna sína, pólitíkusar fá borgað fyrir að búa til hugmyndir og bæta samfélagið.
Því er ekki að neita, að það er áhætta sem fylgir því að vera í stjórnmálum, leiðtogi þarf að vera tilbúinn til að svara fyrir alvarleg mistök sem hann gerði, jafnvel þótt hann hafi talið sig vera að gera rétt. Þess vegna er betra að velja fólk sem þekkt er fyrir yfirvegaða hugsun, sjálfstæði í skoðunum og einörð vinnubrögð.
En hins vegar er það gott fyrir leiðtoga að tileinka sér þjálfun í að hlusta á fólk, lesa sér til og taka tillit til ólíkra sjónarmiða. Það þýðir ekki að viðkomandi þurfi stöðugt að vera að spyrja og vandræðast með sínar ákvarðanir, svörin eru oftast til staðar ef menn gefa sér næði til að yfirvega málin og kynna sér þau vel og vandlega.
Alltaf er talað um að það þurfi að breyta pólitíkinni og það er margt til í því. En sá grunnur sem hún byggir á er traustur og hann hefur sannað sig.
Hann er sá, að stjórnmálamenn marka sér stefnu sem þeir fara eftir, svo kemur í ljós hvort kjósendur kaupi hana og á endanum kemur í ljós hvort hún virkar.
Það er margfalt betra heldur en eitthvað þóknunarhlutverk gagnvart samfélagsstemmingunni hverju sinni, hún breytist jafn ört og veðrið.
Athugasemdir
Jón "Gumsa" langar að vera foringinn eins og pabbi og afi en vandamálið er að hann er enginn foringi, hann er búinn að reyna að hasla sér völl í bæði Samspillingunni og Framsókn en það þarf eitthvað miklu meira en villuráfandi sauð til að ná inn í forystusveit þeirra flokka, það býst enginn við því að hann geri neinar stórar rósir í "Gumsinu".
Kristján B Kristinsson 15.12.2011 kl. 14:28
Sammála þér Kristján, það er aldrei gott þegar fólk velur sér vettvang sem það ræður ekki við.
Jón Ríkharðsson, 15.12.2011 kl. 14:41
mikið erum við sammála þaran Jón Bloggvinur við bara herðumst!!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 15.12.2011 kl. 15:59
Sammála ykkur drengir mínir, en málið er bara að hvorki fjórflokkurinn né þetta Gums virkar trúverðugt á mig. Ég veit að þið per se eruð góðir og gegnir menn og trúið á það góða í ykkar flokki, en því miður þá deili ég ekki þeim draumi. Tel nokkuð víst að sá flokkur sé ekki það sem koma skal. Vona þó að við fáum trúverðugt afl fram fyrir næstu kosningar sem vill réttlæti og sanngirni fyrir alla þjóðina en ekki einhverja forgangshópa. Og þá vona ég að þið hugsið ykkur aðeins um. Því þið eruð á svo margan hátt réttlátir og vel hugsandi menn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2011 kl. 18:00
Þau eru með svipað skýra stefnu og Bjarni Ben í Icesave;)
Kiddi 15.12.2011 kl. 21:02
Þetta er enn eitt dæmið um „kjánavæðinguna“ í stjórnmálunum, sem hófst með kosningu Vigdísar 1980. Hún náði nýjum hæðum með kosningu Gnarrsins og kæmi ekki á óvart að Páll Óskar yrði næsti forseti, ef ekki beinlínis forsætisráðherra. Annars hef ég ágætis nafn á nýja „flokkinn“: „Landráða- kjánarnir“. Eina sýnlega stefnumálið er nefnlilega, að afsala fullveldi landsins í hendur útlendinga.
Vilhjálmur Eyþórsson, 15.12.2011 kl. 21:10
Því miður er það svo, Jón frændi, að þetta framboð er hentistefnuframboð. Stefnan er þangað sem vindurinn blæs í það og það sinnið. Bullið gekk í Reykvíkinga 2010, og nú ætla þau fram með það sem gengur í lýðinn 2014 eða jafnvel fyrr. Það sem þau flaska á er að trúa á skoðanakannanir Fréttablaðsins um vilja Íslendinga til að ganga í ESB. Vonandi verður það framboðinu að aldurtila.
Sigríður Jósefsdóttir, 15.12.2011 kl. 22:53
Þakka þér Halli, bloggvinur minn, já við herðumst við mótmlæti, svo mikið er víst og við brotnum seint.
Jón Ríkharðsson, 15.12.2011 kl. 23:08
Það vilja allir lifandi menn réttlæti Ásthildur mín, svo eru skoðanir fólks á þessu margþvælda hugtaki, en þó göfuga, ansi margar.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og ég, hann hefur bæði sínar góðu og slæmu hliðar, því miður hefur hann sýnt of mikið af sínum slæmu og veiku hliðum en mig langar að rækta góðu hliðarnar og efla sjálfstæðisstefnuna.
Jón Ríkharðsson, 15.12.2011 kl. 23:11
Kiddi, þú misskilur eitthvað varðandi afstöðu Bjarna í Icesave.
Ég var alls ekki sammála hans afstöðu og reyndar mjög óhress með að hann skyldi samþykkja samninganna, en hann hefur alltaf haft skýra stefnu í því máli, þannig að þú getur ekki líkt honum við Guðmund Steingrímsson með þessum rökum.
Að mínu viti voru sjálfstæðismenn allt of linir í upphafi, haustið 2008 þegar Icesave málið kom fyrst fram. Þá hefði átt að setja fulla hörku í málið og mótmæla kröftuglega hryðjuverkalögunum.
En sjálfstæðismenn vildu semja og Bjarni var á þeirri skoðun strax í upphafi. Það var reyndar Steingrímur J. Sigfússon sem var ósammaál Bjarna um að semja eitthvað við Breta og hollendinga, Steingrímur og ég vorum sammála varðandi Icesave, á meðan hann var í stjórnarandstöðu.
Bjarni vildi hinsvegar ekki samþykkja Svavarssamninginn, enda var hann fáránlegur, en bjarni vildi alltaf semja um Icesave.
Jón Ríkharðsson, 15.12.2011 kl. 23:18
Sammála því sem þú segir Vilhjálmur, hugtakið "kjánavæðing" lýsir þessu mjög vel.
Jón Ríkharðsson, 15.12.2011 kl. 23:22
Já frænka, þetta eru óttalegir vindhanar sem hafa enga alvöru stefnu né skoðanir sem hægt er að festa hendur á.
Það er þannig í lífinu, að ef maður vill þóknast einhverjum, þá er það dæmt til að mistakast. Þess vegna þarf fólk að vera það sjálft, með kostum og göllum og treysta á að aðrir kunni að meta það eins og það er.
Tilfellið er að fólk sem er heiðarlegt og kemur hreint fram er oftast vinsælt hjá flestum, því allir kunna að meta heiðarleika, þótt skoðanir geti verið ólíkar.
Eins og ég benti á, þá eiga stjórnmálamenn að selja sjálfa sig og sínar lífsskoðanir og stefnur, svo kemur í ljós hvort kjósendur séu tilbúnir til að samþykkja viðkomandi.
Ef stjórnmálamaður hefur ekki svipaða lífssýn og þjóðin eða getur leitt hana inn á þær brautir sem hann telur betur henta henni, þá eiga menn að gera eitthvað annað.
Jón Ríkharðsson, 15.12.2011 kl. 23:26
Guð minn góður Jón hvað ertu að fara? Eftir að hafa lesið það sem þú og gestir þínir skrifa um þau Guðmund og Heiðu mátti ég til að horfa aftur á Silfrið og get ég ekki betur heyrt en að við séum að tala um sitthvort viðtalið. Eða Jón ertu bara svona lítilvirðugur áróðurs kall sem ert að skíta út þetta unga fólk alveg burt séð hvað þau sögðu?
Menn sem stóðu á fætur og sieg heil, sieg heil, eftir ræðu spilltasta forystu manns allra tíma á síðasta landfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem Davíð Oddsson lýsti eftir manni sínum sem "álf" í fáránlegri trúðs ræðu. Ætli þið að leggjast svo lágt að níða ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum bara til að níða án þess að hægt sé að finna neitt í máli þeirra sem gefur tilefni til.
Ef "kasta steini úr gler húsi" á einhvern tíma við þá er það þegar Sjálfstæðismenn eru að gagnrína aðra stjórnmálamenn. Kannski þið í Valhöll sendið kvíslinga til að reyna að eyðleggja fyrir unga fólkinu og kennið þeim undirferli og fals sem þið kunnið svo vel.
Ólafur Örn Jónsson, 16.12.2011 kl. 00:04
Ég er nú bara að lýsa minni skoðun á þessu fólki Óli minn, mér finnst þau ekki trúverðugir stjórnmálamenn, en vel meinandi engu að síður.
Mín skoðun er sú, að stjórnmálamenn eigi að setja fram skýrar stefnur og vita hvaða leiðir þeir vilja fara, mér hugnast ekki andstæða þeirra við álver, svo dæmi sé tekið.
Að vera á móti atvinnuvegi sem skapar miklar tekjur og skapar mörg störf, slík sjónarmið vil ég ekki sjá hjá stjórnmálamönnum og ég treysti ekki þeim sem setja þau fram.
Það kann vel að vera, að þú sért ekki sammála mér, en ég á bágt með að skilja hvernig þú getur fengið það út að ég sé sérfræðingur í undirferli og falsi, en slíkt hefur alltaf verið eitur í mínum beinum. Allt sem ég segi og skrifa eru mínar skoðanir.
Ég get hinsvegar fallist á, að vera kann að tíminn leiði í ljós að þær séu ekki réttar, þá horfist ég í augu við það algerlega óttalaus og nýti mér það þá til frekari þroska, því við erum jú allt lífið að þroskast. Að mínu viti er það hættulegt, þegar fólk telur sig hafa höndlað stóra sannleikann.
Ég get hinsvegar lítið sagt til að bera af mér þesar sakir varðandi undirferli og fals, en þú treystir væntanlega gömlum skipverjum þínum sem ég hef verið samskipa í nokkur ár, þannig að þú getur hringt í þá og spurt hvort ég sé undirförull og falskur, það kæmi mér á óvart að þeir tækju undir það sjónarmið hjá þér.
Ég forðast alltaf alla sleggjudóma, því mér þykir vont að geta ekki staðið fyllilega við það sem ég segi.
Þú segir Davíð vera spilltasta stjórnmálamann allra tíma. Hann er umdeildur maður og hann gerði ekki allt rétt, en ekkert sannar þá fullyrðingu að hann sé spilltasti stjórnmálamaður allra tíma.
Aldrei dettur mér til hugar að segja fólk vera spillt, því spilling er að mínu viti glæpur og glæpi þarf jú að sanna.
Ef grunsemdir eru til staðar um glæpi, þá þarf að rannsaka það að fullu og dæma samkvæmt því.
Vitað er að Davíð fór að vara við bönkunum strax árið 2003, en á þeim tíma höfðu flestir mikla trú á þeim. þess vegna m.a. er Davíð, að mínu viti, dæmi um leiðtoga sem séð getur það fyrir sem margir sjá ekki fyrir, en hann er vissulega ekki fullkominn.
Margar ákvarðanir tók hann sem reyndust rangar, einnig margar sem reyndust réttar. Það er ekki að ástæðulausu að hann var svona lengi við völd, hann hafði mikið fylgi, varla að ástæðulausu.
En ég er laus við alla persónudýrkun, við höfum öll okkar kosti og galla.
Þótt mér líki mjög illa við verk og stefnu vinstri stjórnarinnar, þá efast ég samt ekki um að þau vilji vel og vinni samkvæmt bestu samvisku.
Jón Ríkharðsson, 16.12.2011 kl. 10:10
Sæll Jón. Einhver sagði mér sjálfur frá því hvernig farið var inní Frjálslynda Flokkinn og gerð þar aðför að Margréti Sverrisdóttur og henni komið frá völdum þar. Þetta eyðilagið mikið fyrir þeim sem flyktu sér um hennar skoðanir.
Davíð Oddsson situr nú sem ritstjóri Moggans þaðan sem hann vogar sér að senda fanta á eftir mönnum sem senda in greinar. Á ég að byrja að telja það sem hann kom að og þar sem hrein spilling var á bak við?
Byrjum á ákvörðun um sölu á BÚR þar sam gjaldþrota fyrirtæki sem komið var í þurð var sameinað BÚR og síðan selt fyrir smánar verð og fengu Ísbjarnar menn eign í þessu risafyrirtæki en Bæjabúar misstu fyrirtæki í örum vexti fyrir smánar verð. Kaupverðið fékst til baka á einu ári með sölu á eignum BÚR.
Fór Davíð ekki á þing "til að hreinsa framsóknar flórinn" (afnema kvótakerfið)? Hverjar voru efndirnar Jón? Opinber heimsókn til Samherja!
Hefur þú ekki séð youtube böndin af þeim félögum Davíð og Hannesi þar sem þeir mæra fjárdráttinn úr bönkunum og seðlaprenntunina? Þar sem eign þjóðarinnar var notuð sem eigin fé fyrirtækja. Hvers vegna lánuðu bankastjórar út á þetta? Þú kallar það kannski dylgjur en voru Bankastjórar ríkisbankanna ekki þvingarðir til að lána út á þetta?
Síðan síminn, bankarnir .... Það er ekki réttur maður fyrir Landsdómi Jón og meiri hluti þjóðarinnar veit það.
Fyrrverandi forsætisráðherra fer ekki í pontu og kallar eftir menn sína álfa allra síst maður sem ber ábyrgð á hruni efnahag þjóðarinnar. Ég er ekki vinstri maður mér eins og þér líkar ekki það sem fer fram á stjórnarheimilnu. En það mælist hagvöxur og stefnan er rétt "út úr kreppunni" þrátt fyrir að ekki nýtist sjávarauðlindin í dag hún er veðsett 30 ár fram í tímann.
Ólafur Örn Jónsson, 16.12.2011 kl. 23:15
Þann dag sem farið verður að vinna fyrir landsmenn í heild sinni á alþingi, en ekki sérhagsmuni flokka, þá fara góðir hlutir að gerast.
Ekki fyrr.
Flokkar hafa verið og eru smíðaðir utan um spillingu og sérhagsmuni, sem splundra allri samstöðu með sérhagsmunaáróðri (kostað af hagsmunaöflum sem eiga flokkana), ræna almenna skattborgara og halda spilltum lífeyrissjóðum og bönkum gangandi á kostnað rændra heiðarlegra skattborgara.
Siðblindan er svo mikil hjá þessu embættis og stjórnmálabatteríi, að það er hneyksli um víða veröld. Það er best að nota jólafríið í að skrifa greinar í erlend blöð, um hvernig spillingunni er handstýrt frá endastöðinni, sem er alþingishúsið við Austurvöll!
Hvergi í siðmenntuðu samfélagi þrífst jafn gegnumrotin spilling, eins og innan stjórnsýslunnar á Íslandi!
Læt þetta duga í bili.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2011 kl. 09:03
Já Anna Sigríður þú kemur þessu vel fyrir. Ég óska þess að þú komir þessu sem víðast því sannleikurinn um það sem á sér stað í Íslensku hagkerfi og tengist inní Alþingi þarf að komast í heims pressuna. Völdin sem safnast hafa í hendur fárra manna eru slík ídag að fólkið fær nánast engu ráðið. Þetta upphlaup sem sást á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sýnir okkur að þeir ætla ekki að sleppa klónni sem þeir halda á innviðum flokkanna þaðan sem þeir stjórna Alþingi. Sennilega hefur engin þjóð misst Lýðræðið á jafn auðvirðilegan hátt og við Íslendingar sem trúðum ekki að hér á meðal okkar yxi upp slíkt fólk.
Ólafur Örn Jónsson, 17.12.2011 kl. 10:26
Ólafur Örn ég verð nú að spyrja þig hvaða stefnumál lögðu þau fram, annað er einhverja víðtaka frasa, nema auðvitað ESB, það er eina málið sem er fast í hendi. Allt hitt er einhvernveginn svona hitt og þetta sem enginn hönd á festir. Á tímum sem þessum, þá þurfa menn að var ákveðnir og tala skýrt um stefnumálin og hafa gert sér grein fyrir fleiru en hverjir eiga að skipa tvö efstu sætin í Reykjavík, þ.e. þau sjálf. Stundum finnt mér íslendingar vera full bláeygðir þegar kemur að því að velja sér forystu, þá er stokkið á þann sem kemur vel fyrir, talar tungum tveim og er sem mest loðin og opin í báða enda. Það dugar einfaldlega ekki til árangurs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2011 kl. 12:01
Sæll Óli minn.
Ég treysti mér ekki til að mynda mér skoðun á B.Ú.R. málinu sem þú talar um, ég hef heyrt tvennar sögur af því máli.
Þú hefur sagt mér þetta sem þú heldur fram og ég hef ekki forsendur til að rengja það, einnig hef ég heyrt frá mörgum, sem bæði voru sjómenn á B.Ú.R. skipum og öðrum, að rekstur þess fyrirtækis hafi ekki verið skynsamlegur, einnig hef ég það frá mörgum öðrum að svo hafi verið, þannig að nauðsynlegt hafi verið fyrir borgina að losna við B.Ú.R.
Svo hef ég líka séð þetta allt á You to be, sem þú talar um og einnig hef ég lesið ræður frá Davíð, þar sem hann vara við ofþenslu bankanna, hann sagði þá geta eyðilagt lánshæfimat ríkissins ef þeir færu ekki varlega osfrv.
Vitað er að fólk hefur mismunandi sýn á alla hluti og ég get ekki séð að öll þessi spilling hafi átt sér stað, það eru bæði til rök með og á móti. Þess vegna eru dómsstólar, til þess að rannsaka og skera úr um mál, hinn almenni borgari hefur hvorki tíma né þekkingu til að kafanógu djúpt í málin og ákvarða hvort um spillingu sé að ræða eða ekki.
Þótt það mælist hagvöxtur, þá þarf það ekki endilega að vera jákvætt, því hann er ekki tilkominn vegna verðmætaaukningar í þjóðfélaginu, heldur vegna hreyfinga á fjármagni, m.a. vegna útgreiðslu lífeyrissparnaðar og það veldur aukinni einkaneyslu sem sýnir svo hagvöxt.
Jón Ríkharðsson, 17.12.2011 kl. 13:12
Ef þetta er rét sem þú heldur fram Anna Sigríður, þá er ekki nóg að setja það fram á bloggsíðum, það þarf að rannsaka það með viðeigandi hætti og dæma þá í framhaldinu.
Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir hafa alltaf komist að því, að spilling sé tiltölulega lítil hér á landi, en þær hæfa einnig komist að raun um að spilling sé vandamál í öðrum löndum. Það er vitað að mútur þekkjast vel á Spáni, svo dæmi sé tekið, í Rússlandi osfrv., en það hefur ekkert komið fram sem styður það hér á Íslandi.
Umræðan einkennist oft af reiði, en við búum vissulega við það, að við erum fámenn þjóð og náin tengsl eru á milli fólks, fjölskyldu og vinatengsl eru ríkjandi í stjórnsýslunni eins og við vitum, en þarf það endilega að vera slæmt?
Skipstjóri sem ég þekki sagði einu sinni við mig, að hann vildi mikið frekar ráða "í gegn um klíku" eins og hann orðaði það, því þá þekkir hann viðkomandi og getur treyst honum.
Ég er búinn að týna fjandans umfjölluninni úr Fréttablaðinu sem birtist fyrir tveim árum, en þar segir að ESB hafi komist að þeirri niðurstöðu að stjórnsýslan hér á landi væri í lagi, á alþjóðlegan mælikvarða og laus við pólitísk afskipti, þeir gagnrýndu reyndar skipanir í dómaraembætti.
En ég er ekki að segja að það sé allt fullkomið á íslandi, langt í frá. Það er mjög margt sem þarf að laga, frá lýðveldisstofnun hafa stjórnmálamenn verið að raða hver öðrum á jötuna og það á ekki að eiga sér stað.
En við breytum engu með stórum yfirlýsingum, þá verður til enn meiri reiði, því skoðanir með og á móti eru ansi heitar.
Fyrst þarf að losna við reiðina, svo þarf að skoða með yfirvegun, hvernig við getum bætt hlutina, okkur sjálf osfrv., þetta rifrildi sem viðgengst í pólitíkinni skilar engu.
Áratugum saman hefur fólk verið að skammast yfir spillingu, en ekkert hefur breyst. Við þurfum nýjar leiðir.
Jón Ríkharðsson, 17.12.2011 kl. 13:23
Ásthildur það er eitt og hálf ár til Kosninga eins og kom fram í þessu góða viðtali. Ef horft er á afrakstur Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður þeim ekki skota skuld úr að koma með heilbrygðari og réttlátari stefnuskrá en þar var ungað út. Eins held ég að Gnarrinn geti komið með gott innlegg sem verður vitrænna en ræða trúðsins. Alla vegna hefur honum gengið betur við erfiðari aðstæður að stjórna borginni en Bubbi "spillingar" kóngur.
Má ég þá frekar biðja um 12 ára stjórnarsetu með þeim Jóni og félögun en það sem við þurftum að þola með Davíð og Halldór við stýrið. Engin þjóð hefur borið annan eins skaða af völdum spilltra stjórnmálamanna frá stríðslokum eins og við Íslendingar sem sitjum uppi með nánast ónýtt lýðræði.
Ólafur Örn Jónsson, 19.12.2011 kl. 15:38
Jón. Í stuttu máli var B.Ú.R. á bullandi siglingu árið 1983 enda ég búinn að fiska fyrir þá i frá 1978 ))) En á sama tíma var sjóðþurð hinumegin í höfninni og áttu þeir ekki fyrir Olíu.
Mikil uppbygging hafði farið fram á frystihúsi búr ( 200 tonn af karfa á dag í vinnslu) og voru tveir frábærir framkvæmdastjórar búnir að vinna að endurskipulagningu sem gekk upp. Þetta geta lykilmenn frá þessum tíma vitnað um.
Ég fullyrði að ef BÚR hefði fengið að þróast og fyrirtækið losað við "útgerðaráð" hefði þetta orðið þjóðþrifa fyrirtæki og með öflugustu útgerðafyrirtækjum í landinu og í eigu Reykvíkinga. Að nota fyrir tækið til að hysja buxurnar upp um menn sem komnir voru í þrot var spilling og ekkert annað.
Þessi ádeila mín hefur svo ekkert með Granda að gera þar sem gerðir hafa verið margir góðir hlutir og er glæsilegt fyrirtæki.
Ólafur Örn Jónsson, 19.12.2011 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.