Föstudagur, 16. desember 2011
Við þurfum bætta umræðuhefð.
Umræðuhef sú sem ríkir í okkar ágæta þjóðfélagi er fyrir neðan allar hellur. Sennilega er hún jafnvitlaus í öðrum löndum, en við höfum aðeins möguleika á að breyta okkur.
Algengt er að fólk saki hvert annað um að skrifa eða tjá sig á annarlegum forsendum, séu annaðhvort heilaþvegnir af stjórnmálaflokki eða fái greitt fyrir að verja ákveðinn málsstað.
Hversu margir eru heilaþvegnir af einhverjum stjórnmálaflokkum?
Sennilegast er, að þeir sem tjá sig í ræðu og riti um pólitík eru að túlka sínar eigin skoðanir. Það eru nefnilega ekki allir sem skilja það, að fólk hefur misjafnar skoðanir, við erum ekki öll eins.
Þótt ég sé þeirrar skoðunar að ekkert virki betur hér á landi, heldur en aðferðir sjálfstæðisstefnunnar, þá veit ég það, að til er fólk sem trúir á aðrar stefnur, sumir eru sannfærðir um að ekkert virki betur en jafnaðarstefna eða sósíalismi.
Þeir sem aðhyllast aðrar stefnur en ég þurfa ekki að vera vitlausir, slæmir eða spilltir.
Svo er það seinni kenningin, sem reyndar er svo vitlaus, að undarlegt er að nokkur skuli halda henni fram.
Þessi samsæriskenning hefur beinst að ólíklegasta fólki, sem varla getur tjáð sig skammlaust á íslenskri tungu. Að einhverjum skuli detta í hug, að stjórnmálaflokkar eða öfl í viðskiptalífinu greiði þessu fólki fyrir að skrifa, það er þyngra en tárum taki.
Það er mjög vinsælt að saka stjórnmálamenn um spillingu, sú árátta hefur verið til staðar ansi lengi.
Samt hefur engum komið til hugar að rannsaka það á viðeigandi hátt eða kæra, ekki má gleyma því að forystumenn vinstri flokkanna hafa ásakað sjálfstæðismenn um spillingu áratugum saman, en aldrei rannsakað það þegar þeir hafa sest við stjórnvölinn.
Eru þeta þá sannfærandi ásakanir?
Trúir einhver því, að íslenskir stjórnmálamenn séu þeir klókustu í öllum heiminum?
Miðað við það, að sumir skuli trúa því, að íslenskir stjórnmálamenn geti staðið í spillingu og mútuþægni áratugum saman, án þess að slíkt komist upp, en starfsbræður þeirra í öðrum löndum verið kærðir fyrir slíkt hið sama, þá hljóta menn að telja þá klókustu pólitíkusa heimsins, en þeir rísa vart undir því nafni eins og flestir vita.
Það getur enginn sannað né afsannað neitt nema að undangenginni rannsókn, þess vegna eigum við ekki að hafa órökstuddar dylgjur að leiðarljósi.
Við eigum að halda fram okkar skoðunum á málefnalegan hátt, en ekki saka þá sem eru á önverðum meiði um annarlegar hvatir.
Um leið og þing og þjóð hættir þessu ómálefnalega þvargi, þá er loksins hægt að ræða pólitík af einhverju viti.
Jafnaðarmenn ræða þá um sína stefnu og reyna að selja kjósendum hana, sama gera sósíalistar, hægri menn osfrv.
Athugasemdir
Ég verð að vera sammála þér með þessar samsæriskenningar um stjórnmálamennina, það eru ekki margir stjórnmálamenn sem myndu teljast nógu skarpir til að skipuleggja stór og viðamikil samsæri og hvað þá að halda þeim leyndum. Málið er að þeir eru bara eins vitlausir og þeir hljóma!
Gulli 16.12.2011 kl. 19:04
Ég læt ekki deigan síga fyrr en ég hef steift jóhönnu dauðri úr ræðupúllti og steinka frænda líka og andskotinn ég vildi óska steingrímur færi að skammast sín því ég er farinn að skammast mín fyrir að vera ná skildur þessum manni ég reini að gera gott en ættingjar rífa kjaft og eru að drepast úr vitleisu hvernig væri að fá hreinnt borð nýtt fólk til dæmis í stað þessa pakks sem starfar á þingi ég gæti ekki unnið þarna þetta er sikk ég myndi hengja mig er ég hræddur um eina sem vantar er að vit fari að aukast í þjóðinni því ég hef fengið ming full saddan
Ragnar Þór Ragnarsson 17.12.2011 kl. 04:14
Það er mikið til í þesu hjá þér Gulli, það er ekki mikið um afburðagreindt fólk á þingi, kannski ekkin beint vitleysingar, en fólk sem hefur sjálfstraust umfram getu og það er slæmt.
Jón Ríkharðsson, 17.12.2011 kl. 12:53
Já, þú hefur ákveðnar skoðanir á þessum málum sé ég.
En ég held að það sé ekki svo mikið úrval afhæfu fólki sem er tilbúið til að setjast á þing, við höfum ekki marga kosti.
Við þurfum að bæta okkur og þroska, þá fer hæfnin að aukast.
Jón Ríkharðsson, 17.12.2011 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.