Hvar stendur Guðmundur Steingrímsson í pólitík?

Guðmundur Steingrímsson var í Samfylkingunni og hann bauð sig fram í prófkjöri fyrir þann flokk fyrir kosningarnar árið 2007.

Þann 17. maí á hinu eftirminnilega ári ritaði hann langan pistil og kvaðst þá vera frjálslyndur félagshyggju og jafnaðarmaður. Pilturinn var ansi argur út í Steingrím J. Sigfússon og fannst að hann ætti að vera ögn vinalegri við framsóknarmenn, því það væri vænlegur kostur fyrir þjóðina að fá R-lista ríkisstjórn. 

Árið 2007 var Guðmundur Steingrímsson sem sagt félagshyggju og jafnaðarmaður, frjálslyndur að eigin sögn.

Í Silfri Egils þann ellefta þessa mánaðar spurði Egill Guðmund að því, hvers vegna hann hafi yfirgefið Samfylkinguna og ekki stóð á svarinu.

Guðmundur er nefnilega frjálslyndur miðjumaður en ekki sósíaldemókrati. Erfitt er að átta sig á því, hver munurinn er á sósíaldemókrata og félagshyggju og jafnaðarmanni. Samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum er miðjumaður annað en félagshyggju og jafnaðarmaður, en Guðmundur vill fara ótroðnar slóðir, en samt margtroðnar.

Hann er andvígur álverum og sú slóð hefur verið margtroðin af vinstri mönnum áratugum saman, en sú hugmyndafræði hentar ekki þjóðinni.

Íslenska þjóðin er frumframleiðsluþjóð, við byggjum okkar hagkerfi að mestu leiti á fiskveiðum og álframleiðslu. Þær stoðir verðum við að styrkja ef þjóðin á að eiga sér viðreisnar von.

Vitanlega er það nauðsynlegt að fjölga undirstöðum hagkerfisins, en það að vilja eyða núverandi undirstöðum til að byggja upp nýjar, slíkt gengur aldrei upp.

Það eitt að vilja berjast á móti stóriðju gerir Guðmund Steingrímsson ekki traustvekjandi stjórnmálamann. Hugmyndafræði hans er raunverulega ekki ný, hún er samtíningur úr öllum stjórnmálastefnum sem heimurinn þekkir.

Framboð hans og Besta flokksins sver sig í ætt við Samfylkinguna, þau halda að ESB bjargi öllu.

Ætli Steingrímur sé ekki Samfylkingin holdi klædd, hann sér að félagshyggja og jafnaðarmennska nýtur ekki vinsælda um þessar mundir, miðjan virðist vera ónumin að einhverju leiti, þannig að félagshyggju og jafnaðarmaðurinn frjálslyndi sér sóknarfæri á miðjunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur Steingrímsson er, að mínu mati það, sem kallast á góðri Íslensku "pólitísk hóra" sem á sér hvergi fastan samastað í nokkurri pólitík........

Jóhann Elíasson, 27.12.2011 kl. 07:37

2 identicon

Gleðilega hátíð, Er Gumsi ekki bara svona týpískur náungi sem ekki er hægt að nota til nokkurra skapaðra hluta á vinnumarkaði, "Ónytjungur" eins og slíkir eru gjarnan nefndir og er að reyna að halda starfi sínu á Alþingi? 

Kristján B Kristinsson 27.12.2011 kl. 10:57

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ætli þú sért ekki með sannleikann í þessu Jóhann minn, það verður gaman að fylgjast með þv.i, hversu lengi hann endist í þessu framboði.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 11:22

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk, sömuleiðis Kristján minn.

Ég veit ekki hvort hann er alveg vonlaus á vinnumarkaði, en hann hefur ekki gert mikið á þingi. Eflaust finnst honum ágætt að fá ágætis laun fyrir að mæta.

Kannski er þetta bara leti í honum.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 11:25

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jón, og gleðilega hátíð ljóss og friðar til bloggheima.

Það hvarflar að mér að verið sé að blekkja og nota drenginn Guðmund Steingrímsson, af einhverjum æðri ESB-sinnum. Slíkt er ekki nýtt í pólitík, hérlendis og erlendis.

Það er ekki fallega gert að misnota hrekkausa menn í skítverkin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2011 kl. 11:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er að vísu ekki alveg sammála þér með að við verðum að vera frumvinnsluþjóð.  Ég vil sjá miklu meira unnið hér heima í neytendapakkningar í sjávarútvegi, ég vil sjá miklu meira gert í að rannsaka hvernig er hægt að nýta meira og betur þær afurðir sem verða til við fiskvinnslu.  Nú er til dæmis verið að rannsaka efni í roði sem hjálpar til við að mynda húð á menn.  Á Suðureyri er stórútflutningur til Nigeríu með einskonar skreiðartöflur sem er í sjálfu sér stóriðja.  Ég vil ekki fleiri álver, en á móti vil ég að losuð séu bönd af framkvæmdagleði íslendinga, og gefa fleiri færi á að koma með iðnað og allskonar framleiðslu, bendi í því sambandi á 3X stál, sem voru bara nokkrir ungir menn á Ísafirði sem fóru af stað.  Við eigum okkar stóriðju í ungu dugandi fólki, sem við erum nóta bena að hrekja úr landi af þessari ömurlegu ríkisstjórn, sem finnst það bara allt í lagi. 

Okkar stóriðja er líka í garðyrkjunni, lægra rafmagni til að rækta bæði grænmeti og ávexti til útfluttnings jafnt sem til heimaneyslu.  Og að virkja meira frumkraft bænda með því að leyfa þeim meiri heimaslátrun og sölu á sinni eigin framleiðslu.

Það þarf að rjúfa einangrun bæði L.Í.Ú og sláturleyfishafa, þeir eru plága á íslenskri þjóð.  Þar sem þeir soga til sín allof mikið af sameiginlegum sjóðum.

En fyrst og fremst þarf að koma þessari staurblindu ríkisstjórn frá og finna fólk sem skilur úr hverju íslendingurinn er gerður, að frumkvæði og þor eru hans helsti aðall, og virkja þann eiginleika.  Þá mun ekki skorta vinnu og aukna framleiðni. 

Hvað Guðmund varðar, þá myndi ég ekki treysta honum til nokkurs skapaðs hlutar, hann virðist vera dæmigerður framagosi sem vill bara hugsa um sjálfan sig.  Það er svo pínlega greinilegt að ég er hissa á að fólk skuli virkilega vilja fá hann til forystu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 12:35

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl Anna Sigríður, tek heils hugar undir jólakveðjuna þína.

Það getur verið dýrt að hrekkja einfeldninga, ef þeir eru plataðir í jobb sem eru umfram þeirra eigin getu.

Þjóðin er enn að súpa seiðið af því sem gerðist, þegar einstaklingar innan Samfylingarinnar lugu því að Jóhönnu að hún væri leiðtogi.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 14:17

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ásthildur mín, ég sagði ekki að við yrðum að vera frumvinnsluþjóð, allavega ekki um alla framtíð.

Heldur sagði ég að við værum frumvinnsluþjóð. en í línunni fyrir neðan tók ég fram, að nauðsynlegt væri að fjölga undirstöðum hagkerfisins. En það er ekki skynsamlegt að hætta því sem gengur vel á meðan verið er að finna upp eitthvað nýtt.

Vissulega eiga framtakssamir einstaklingar að njóta sín og fá tækifæri og vonandi gengur ungu mönnunum á Ísafirði vel aðmarkaðssetja sína vöru.

Mér er nákvæmlega sama hvaða starfsemi er í gangi, svo framlega að hún sé lögleg, þá er hún í lagi.

Kosturinn við álver er sá, að þar skapast sörg störf, fyrirtæki hafa byggst upp í kring um þau og ýmis jákvæð þróunarvinna er þar í gangi. Einnig eru álvevænlegur kostur fyrir orkusölufyrirtæki, því þau gera lengri orkusölusamninga en gengur og gerist. Álver gera samninga til tuttugu og fimm ára og ef að fyrirtæki með aðra starfsemi getur staðið við þessháttar fyrirheit, þá er það í góðu lagi.

Mér er nákvæmlega sama hvað starfsemin heitir, eins og ég sagði hér fyrir ofan. Ég vil að atvinnulífið blómstri, álver hafa sannað sig í rúm fjörtíu ár, en það var mikil andstaða við álverið í Straumsvík í upphafi eins og allir vita. En það bjargaði Hafnarfirði og borgaði verkamönnum hærri laun en þeir höfðu áður kynnst, auk þess fengu þeir ýmis hlunnindi sem nær óþekkt voru þá.

Annars finnst mér að stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af því hvaða starfsemi menn vilja stunda, við höfum slæma reynslu af því að stjórnmálamenn vasist í því.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 14:26

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

tek undir þetta síðasta hjá þér.  Stjórnvöld eiga að SMÍÐA RAMMAN UTAN UM FYRIRTÆKJAREKSTUR, það ætti að vera eina afskiptasemin af fyrirtækjarekstri þar gildir þó annað um heilbrigðis og velferðarmál.  Þau eiga fyrst og fremst að vera á færi ríkisins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 14:53

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sjáðu Ásthildur mín við erum oftast sammála að lokum.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 21:02

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm um vissa hluti en sem betur fer ekki alla.  Eins og kerlingin sagði það væri lítið gaman af guðspjöllunum, ef enginn væri í þeim bardaginn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband