Hafa tölur á blaði of mikið vægi í umræðunni?

Þegar ég starfaði við húsasmíði vann ég með manni sem hafði undarlega ástríðu að mínu mati, en hann var mikill áhugamaður um stærðfræði og hann hefur lesið fjölda bóka um stærðfræði og eytt löngum stundum í að leysa stærðfræðiþrautir.

Mér þótt þetta einkennilegt áhugamál, en hann sagði að þetta væri ekkert öðruvísi en að hafa mikinn áhuga á skák eða golfi. Vissulega var það rétt hjá honum og sannarlega var gott að vinna með honum, hann renndi augum yfir teikningar og var búinn að leggja saman allar tölur sem við þurftum að vita, ég notaði alltaf blýjantinn og skrifaði tölur á næsta vegg, en hann þurfti aldrei að skrifa neitt.

Við vorum eitthvað að ræða pólitík og hann sagði að það væri ekkert að marka skýrslur og tölur á blaði, hægt væri að fá þær útkomur sem hentuðu málsstaðnum hverju sinni, svo sýndi hann mér athyglisverða jöfnu sem sannar það að tveir plús tveir séu fimm.

Þótt ég ætti að vinna mér það til lífs, þá gæti ég ekki rifjað hana upp, en hann skrifaði niður tvo plús tvo,svo komu einhverjir svigar og tölur inn í þá, á endanum lá það ljóst fyrir, hann sannaði að tveir plús tveir væru fimm. Ef það er einhver stærðfræðingur sem les þetta getur hann vafalaust útskýrt þetta betur, en niðurstaðan var þessi.

Svo sýndi hann mér allskyns trikk, lét mig hugsa tölu, reiknaði síðan og þá vissi hann alltaf hvaða tölu ég hugsaði mér.

Alltaf dettur mér þesi ágæti maður í hug, þegar verið er að þvarga um tölur á blaði. Þær gefa bara vísbendingar en segja aldrei sannleikann eins og hann er.

Ríkisstjórnin hefur sýnt tölur sem sýna ágætis ástand, Stefán Ólafsson hefur reiknað það út, að fátækir hafi það betra en þeir höfðu það áður að því leiti, að kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra hafi vaxið umfram kaupmátt annarra hópa.

Það er hægt að reikna sig út í það, að ástandið sé gott og að hagur þeirra sem eru fátækastir hafi batnað, en hvað segir raunveruleikinn?

Það er alveg ljóst, að ástandið hjá okkur er ekki gott, það vantar meiri fjárfestingu og meiri framleiðslu til að skapa hagvöxt sem eykur velmegun landsmanna.

Hagvöxtur sem felst í ferðalagi peninga á milli staða bætir ekki hag vinnandi fólks.

Fátækt fólk á Íslandi upplifir ekki bættan hag, þótt tölurnar segi það.

Einhver hefur beitt reiknigaldri fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, þannig að hún sannfærðist um að fólksflutningar frá landinu hefðu ekki aukist, en fólk er að flýja ástandið á Íslandi, það er staðreynd.

Það er líðan þjóðarinnar sem skiptir mestu máli. Þjóð sem er óttaslegin og full af vantrausti lamast smátt og smátt, þess vegna þurfa stjórnvöld að kanna raunverulegt ástand og meta það með heilbrigðri dómgreind.

Tölur á blaði segja aldrei sannleikann, þær eru vísbendingar sem hætt að hártoga fram og til baka til að fá hagstæðar niðurstöður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður pistill að vanda hjá þér Jón.  Já þær eru margar svolítið skrítnar tölurnar sem maður fær að sjá og oftast fer það eftir "pólitískum lit" manna hvernig þær eru.  Eitt sinn var mér sagt, í tölfræðitíma, að til væru ÞRJÁR tegundir af lygi þær væru: lygi, haugalygi og tölfræði.  Eftir þetta hef ég tekið allar svona "skýrslur og kannanir" með miklum fyrirvara.

Jóhann Elíasson, 27.12.2011 kl. 16:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að reyna að segja.  Menn hengja sig í niðurstöður rannsókna, súlurit og skýrslur.  Og taka það fram yfir persónulega reynslu fólks.  Ég botna ekki í svoleiðis.  Því það er hægt að fá ALLSKONAR NIÐURSTÖÐUR úr skýrslum, rannsóknum og súluritum.  Allt eftir því hvað menn vilja fá niðurstöðu um.  En eigin upplifun eða manns nánustu eru sannleikanum samkvæmar og tala sínu máli. 

Þetta er bagalegt því fólk getur alltaf skýlt sér bak við svona rugl, því það er það sem gildir í "rökræðum".  'Eg er farin að blása á slíkt.  Það gerðis þegar mér varð ljóst að Ísland var lengi talið óspilltasta land heimsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, þegar ég heyrði að eitt af námsgögnum í háskóla í Danmörku í viðskiptafræði var einmitt klíksamfélagið á litla Íslandi, hvernig nálægðin við stjórnvöld ælu á allskyns sérhagsmunagæslu.  Og svo fór ég að hugsa hverjir gæfu upp gögnin sem notuð voru í þessar niðurstöður.  Þau komu auðvitað frá stjórnvöldum sjálfum. 

Peningavöldin geta fiffað allar niðurstöðu og sé í lagi ef þjóð eða hagsmunaaðiljum er mikið í mun að "lúkka vel".  Þetta er því miður staðreyndin og litlu að trúa nema eigin upplifun eða þeirra sem maður treystir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 17:55

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú orðar þetta svipað og vinur minn sem ég minntist á.

Hann sagðist aldrei taka mark á neinum tölfræðiupplýsingum, því það væri svo auðvelt að hagræða tölum.

Hann var mjög hrifinn af stærðfræðinni og taldi hana hafa svör við öllu og vera grundvöll alls.

En hann sagði að stærðfræðin breyttist í hreinræktaða lygi þegar hagfræðingar möndluðu með hana.

Stundum fannst mér hann ansi fnatískur og yfirlýsingarglaður, en ég er farinn að trúa flestöllu sem hann sagði.

Hann las líka allar ársskýrslur fyrirtækja og stundum sýndi hann mér þær og benti mér á ýmislegt svindl varðandi þær.

Því miður var ég  áhugalítill um pólitík á þessum árum, þannig að ég lagði ekkert af þesu á minið.

En ég er að spekúlera í að athuga hvort kallinn sé enn á lífi og með óbilaðan haus, hann fæddist árið 1929, þannig að það er ekki sjálfgefið að hann sé enn á meðal okkar, né heldur að hann sé eins skarpur og hann var.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 18:42

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nú er ég sammála hverju orði hjá þér Ásthildur mín og hef engu við það að bæta.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 18:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jón minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 18:52

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka góðann pistil, Jón. Með tilkomu tölvanna á hvert heimili og alls kyns forrita í þær, hefur þetta vandamál þó orðið mun stærra og verra. Hinn margfrægi EXEL, sem flestir hafa kynnst eða séð, er eitt þeirra forrita sem hentar vel til svona tölulegra spekuleringa. Þar er auðvelt að hagræða forsemndum og fá "rétta" útkomu. Þá er línurit ug súlurit af allskyns gerðum mjög gott verkfæri til að leika sér. Eitt af því sem kennt var á vegum ASÍ og er kannski enn, í því sem kallað var trúnaðarmannanámskeið, var að gera "rétt" gröf, þ.e. að setja upp línurit og súlurit með þeim hætti að ýkja eða draga úr sannleikanum, eftir því hvort hentaði hverju sinni.

Mér dettur oft í hug sagan af tölvu séníinu í USA, sem komst inn í tölvukerfi banka þar í landi. Hann breytti forriti bankans, sem fram að því hafði verið með þeim hætti að færa niður í næsta staf ef sentið var innan við hálft í færslu en upp til næsta ef það var fyrir ofan hálft. Hann breytti því þannig að þessi mismunur á sentinu færðist á hans eigin reikning og var því að hafa allt að hálft sent af hverri færslu. Það sem séníið klikkaði á var að innkoman á reikning hans var svo mikil að það vakti grunsemdir hjá bankanum og var hann handtekinn fyrir bragðið. Þetta sannar að lítil skekkja getur fljótt orðið stór og því auðvelt að hagræða tölum, sérstaklega þegar um spár er að ræða.

Gunnar Heiðarsson, 27.12.2011 kl. 19:58

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

þakka þér þitt innlegg Gunnar, það er rétt sem þú bendir á.

Það er ósköp einfalt mál að föndra við tölur og fá hagstæðar niðurstöður.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 22:39

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er bara einu sem er erfitt að kyngja, að enginn af þeim sem gæti véfengt útkomu,t.d. hagvaxtar og ágætis útkomu ríkissjóðs,fær nokkurn tíma að reka það ofan í ráðherra,þótt gæti það í beinni. Hann er varinn í það óendanlega,malar eins og köttur eins og hann listir,vilji hann sannfæra hlustendur sína.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2011 kl. 01:00

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Helga, því miður eru fjölmiðlar ekki að standa sig.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2011 kl. 01:25

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nei Jón Ragnar, tveir plús tveir eru ekki og verða aldrei fimm. Það sem vinur þinn gerði var að plata þig.

Það er nefnilega hægt að plata fólk með bulli. Bull getur verið hvort heldur orð eða tölur.

Við eigum að reyna að skilja og greina samfélagið. Til þess eru tölur mjög gagnlegar (og tölfræði) en við verðum að skilja þær, og ekki trúa öllu sem okkur er sagt, allra síst ef það er (viljandi) sett í flókinn búning.

Skeggi Skaftason, 28.12.2011 kl. 12:23

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Eitthvað ert þú að misskilja hjá mér Skeggi.

Vitanlega veit ég að tveir plús tveir eru fjórir og vinur minn ætlaði aldrei að afsanna það, enda er það ekki hægt. Hann sýndi mér jöfnu, sem gerði það að verkum að útkoman úr dæminu tveir plús tveir varð fimm. Báðir vissum við að það væri blekking og markmið hans með jöfnunni var einmitt að sýna mér, hversu auðvelt væri að blekkja fólk með talnaleikfimi.

Þær tölur sem ég er að vísa til og ég nefndi Stefán Ólafsson til sögunnar, sýna þá mynd sem höfundur þeirra vill koma á framfæri, en sú mynd þarf ekki að vera sannleikurinn.

Hámenntaðir menn rífast um merkingu talna í hinum ýmsu skýrslum, þannig að það er oft snúið að áta sig á þeim, nema að maður kanni hvað liggur að baki tölunum. Stefán t.a.m. reiknaði Gini stuðul til að sýna fram á meiri ójöfnuð á Íslandi en var í raunveruleikanum. Bent var á að tölur hans væru ekki í samræmi við tölur ESB, en Stefán mun hafa tekið ýmislegt inn í dæmið sem ekki var gert í ESB, þannig að ójöfnuður virtist meiri fyrir bragðið.

Hagvaxtartölur er hægt að sýna ef það er hröð umferð fjármagns á  milli staða, en raunverulegur hagvöxtur eða hagvöxtur sem gagnast okkur kemur vitaskuld í formi virðisauka í samfélaginu.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2011 kl. 14:16

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

GÓÐUR PISTILL HJÁ ÞER JÓN!!! Ég var aldrei neit góður i starðfræði enda bara barnaskolagengin!!!!,en frá fyrstu tíð' hadið bólkhald fyrir mig og mitt heimili og gengið bara vel,en aldrei hefur að borið neitt SAMNAN VIÐ ÞESSAR TÖLUR FRÆÐINFGANA,ÞAR BER MIKIIÐ Á MILLI/KVEÐJA

Haraldur Haraldsson, 28.12.2011 kl. 23:44

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hugsa þú þú sért ekkert verri í stærðfræði en hver annar Halli minn. Það kunna flestir að legja saman, draga frá, margfalda og deila og það er alveg nóg.

Ég lærði einhvern helling í stærðfræði þegar ég var í smíðanáminu fyrir fjölmörgum árum, ég lærði algebru, rúmfræði og eitthvað fleira. En maður notar alltaf samlagningu, frádrátt osfrv., hitt gagnast minna hjá manni.

Jón Ríkharðsson, 29.12.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband