Hver eiga að vera verkefni stjórnvalda?

Stjórnvöld eiga að hafa ákveðinn verkefni sem snúa að velferð borgaranna og semja einfaldar og skýrar reglur sem tryggja rétt borgaranna.

Það á að vera höfuðskylda stjórnvalda að tryggja það, að lágmarksfjármagn fari í rekstur ríkissins, finna með hagkvæmustu leiðirnar til að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu og menntun, stjórnvöld eiga að sjá til þess að löggæsla sé í viðunandi horfi og að enginn þurfi að líða skort sökum vanmáttar síns af völdum sjúkdóma eða elli. Leti á að sjálfsögðu að vera ólaunað af hálfu ríkisins.

Sú hefð sem hefur skapast, að ríkið sé með allskyns sjóði til ýmissa nota ætti að afleggja með tíð og tíma, en það er langtímamarkmið sem ber að vinna í áföngum, því of snöggar breytingar geta orðið til ills fyrir þjóðina.

Við eigum að hafa það sem langtímamarkmið að allt annað en það sem að ofan greinir verði í höndum einkaaðila,þ.e.a.s. frjáls félagasamtök sem stofna hina ýmsu sjóði.

Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna ötullega í þessum málum, því við þurfum að forgangsraða rétt og horfast í augu við veruleikann eins og hann er.

Lífaldur fólks lengist og læknavísindin eru stöðugt að verða þróaðri, það er mjög jákvæð þróun en hún kostar mikla peninga.

Við fögnum því að sjálfsögðu, að sjúkdómar sem ollu dauða barna fyrir nokkru síðan er hægt að lækna í dag, þannig að þessi börn geta jafnvel lifað fram að elliárum. Oft eru þetta einstaklingar haldnir sjúkdómum sem gerir þá háða framlögum frá ríkinu.

Við eigum að reka samfélag sem byggir á kærleika og mannúð, við eigum að vernda líf eins vel og kostur er.

Það er vel hægt að gera með sóma ef rétt er á málum haldið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband